Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2006, Blaðsíða 29
DV' Lífíö ÞRIÐJUDAGUR 17.JANÚAR 2006 29 Jón Sæmundur /hlutverki Allir litir hafsins eru kaldir. Jón Sæmundur Auðarsson Fatalina hans Dead hefur slegid i gegn hér á landi. Ekki að leika í fyrsta sinn En þetta eru ekki fyrstu skref Jóns Sæmundar í leiklistinni því hann lék í Einni stórri fjölskyldu og Óskaböm- um þjóðarinnar á sínum tíma og þótti takast nokkuð vel upp. „Ég hef ekki séð þetta allt saman en þetta er nú samt það fyrsta sem ég hef leikið í fyrir sjónvarp held ég,“ segir Jón en hann er spenntur að sjá þáttaröðina sem þykir mjög spenn- andi. Vörumerkið Dead sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi hef- ur vakið athygli erlendra spekúlanta. „í Danmörku er ég með umboðs- mann og svo er eitthvað að gerast í Bandaríkjunum," segir Jón Sæmund- ur en hann er sallarólegur yfir vel- gengni Dead. Hann málar reglulega og er mikill listamaður á mörgum sviðum. En skyldu fslendingar bráð- lega fá að njóta listar Jóns? „Ég verð með listasýningu í Brússel í vor í Pony Galleri og svo verð ég með einkasýningu í lok þessa árs eða byrjun næsta hér á íslandi." Pony Galleri er belgískur hópur sem hefur komið hingað til lands á vegum gailerís Klink og Bank og eru bara kollegar Jóns og vinir. Dead að slá í gegn „Ég verð með kynningu á vörum mínum í Danmörku bráðlega," segir Jón Sæmundur en ein af nýjungum Jóns í Dead-línunni em kjólar úr bómullarefiú með áprentuðum Usta- verkum. „Þeir em skemmtilegir, þetta em nýju skólakjólamir. Það er mjög flott að setja á sig bindi við þá í skólanum. Svo er mjög töff að nota gallabuxur undir þó að þetta geti líka verið meira spari," segir Jón en kjólamir hafa rok- ið út í Nonnabúð að undanfömu. En skyldi Jón vera búinn að leggja leik- listina á hilluna þar sem svo vel gangi á öðrum sviðum listarinnar? „Ef manni er boðið eitthvert al- mennilegt hlutverk er aldrei að vita nema maður slái til,“ segir Jón Sæ- mundur að lokum. brynjab@dv.is W Jón Sæmundur Auðarson hefur margt í deigl- unni þessa dagana en hann er mikill listamað- ur. Jón Sæmundur leikur í nýju sakamálaþátta- röðinni Allir litir hafsins eru kaldir ásamt því 1 UUlIllIl nil II lltJ-L IICLLÖJ-LIO KZL U. JXCU.t4.IJ. UÖCUllt pVI 'W að hann hannar fatalínu sína Dead og málar. 3 Sinnir listagyqBHu „Þetta er nú bara eitt af hugðarefnunum," segir Jón Sæmundur Auðarson en hann leikur eitt af aðalhlutverkunum í nýrri saka- málaþáttaröð sem Anna Th. Rögnvaldsdóttir leikstýrir og sýnd er um þessar mundir í Ríkissjónvarpmu. Jón Sæmundur sinnir lista- gyðjunni vel en hann hannar Dead-línuna í Nonnabúð og nýtir tímann þess á milli til þess að mála. lenný djammar á Akureyri Jenný Ósk Jensdóttir sem er þekkt fyrir að hafa náð að heilla fyrsta ís- lenska bachelorinn, Steina Randver, hefur nú samkvæmt heimildum DV flutt til hans norður á Akureyri. Jenný unir sér vel fyrir norðan og bauð vinkonum sínum i heimsókn. Kíktu þær stöllur út á lífið og virtust skemmta sér konunglega með sjón- varpsdrottningunni Jenný. Ekki er vitað hvort fyrsta íslenska sjón- varpsfjölskyldan flutti á Akureyri í heild sinni en Jenný og Steini virð- ast ætla að blása á völvuspána og halda sambandinu gangandi fram á vormánuði. hafiná Ampop Nú styttist óðfluga i tónleika hljóm- sveitarinnar Ampop á (slandi. Tón- leikarnir verða haldnir í Þjóðleik- húskjallaranum á fimmtudaginn næstkomandi. Aðeins 250 miðar verða seldir á tónleikana og því al- veg greinilegt að að færri munu komast að en vilja. Húsið verður opnað klukkan 20.30 og klukku- stund síðar hefur hljómsveitin Ég upphitun. Forsala er hafin á www.midi.id og í verslunum Skíf- unnar. Ásdís og Garðarí Skotlandi Garðar Gunnlaugsson fótboltamað- ur og Ásdís Rán Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri fyrirsætuskrifstofunn- ar model.is, dvelja nú í Skotlandi þar sem samningaviðræður eru í gangi um kaup á Garðari til skosks fót- boltaliðs. Breytingar eru þvi á döf- inni hjá fjölskyldunni sem mun þá væntanlega flytja til Skotlands með Garðari. Rekstur model.is ku ganga ágætlega en Ásdís sem erfram- kvæmdastjóri fyrirtækisins hefur unnið frá Skotlandi á meðan á dvöl- inni hefur staðið. Rúmlega 13.000 manns hafa séð myndina A LittleTrip to Heaven síðan hún var frumsýnd hérlendis. Að- standendur myndarinnar segja að 15.000 hafi verið markmiðið. Myndin Hafið, sem Badtasar Kormákur gerði á undan A Little Trip to Heaven, sáu hins vegar rúmlega 60.000 manns á sínum tíma. Þrettán þúsund búln að sjá Little Trlp Myndin A Little Trip to Heaven eftir Baltasar Kormák hefur dregið rúmlega 13.000 gesti í bíó síðan hún var frumsýnd hér á landi. Að- staðdendur myndarinnar segjast vera nokkuð sáttir og að þeir hafi sett markmiðið á 15.000. Það kemur samt á óvart að aðsóknin hafi ekki verið betri í ljósi þess að myndin hefur fengið fínustu dóma og engan dóm sem gæti kallast slæmur. Fyrir utan það er þetta stærsta mynd sem íslenskur leikstjóri hefur ráðist í að gera, hún skartar nokkuð frægum leikurum og gríðarlega mikil um- fjöllun fjölmiðla um hana hér- lendis. Kvikfnyndina Hafið, sem Baltasar leikstýrði og var frum- sýnd árið 2003, sáu 60.537 manns. Aðrar myndir sem hafa gert þaðgott undanfarin ár eru til dæmis Stella í framboði sem 34.935 manns sáu, 23.047 sáu dans- og söngvamyndina Regínu og í takt við tímann 20.966. Á meðan hafa myndir eins Fálkar og Næsland valdið vonbrigðum með 5.000 manns í aðsókn. A Little Trip to Heaven verður sýnd á Sundance-kvikmyndahá- tíðinni seinna í janúar. Sú hátíð hefur oft reynst stökkpallur fyrir myndir af þessu tagi og spurning hvort hún verði seld til dreifingar í Bandaríkjunum í leiðinni. asgeir@dv.is A LHtle Trlp to Heavert Hefur fengid góðadóma, en aðsóknin er ekki eftirþvi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.