Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Qupperneq 10
1 0 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Bjarni þykir hafa góða nær-
veru, skemmtilegur og af-
bragðssöngvari. Traustur vin-
ur og stórskemmtilegur pabbi.
Hann er óþægilega hrein-
skilinn, sjúklega skipulagð-
ur og vinnur ofmikið.
„Hann Bjarni er opinn og
lifandi og skemmtilegur
og syngur vel sem ég fékk
að heyra í fertugsafmæl-
inu mínu í fyrra. Svo er
hann góð manneskja. Ég kynnt-
ist honum þegar við vorum bæði
í Háskóla íslands. Hann varodd-
viti Vöku og ég var oddviti
Röskvu. Á þeim árum var hann
duglegur að sauma út myndir
eins og þær sem maður sér hjá
gömlum frænkum. Galli hans er
að hann býr á Seltjarnarnesi, ég
vil að sjálfsögðu að hann búi í
Reykjavík."
Steinunn Valdís óskarsdóttir borgar-
stjóri.
„Ég hefekkert nema
gott um Bjarna að segja.
Hann er indælispiltur og
heiðvirður sveitamaður
af Skaganum. Hann er
mikið náttúrubarn og hefur
þægilega nærveru. Svo er hann
góður heimilisfaðir og hefur líka
frábæran framkvæmdastjóra á
heimilinu sem honum veitir ekki
afþvl hann hefur allt ofmikið
að gera og vinnur ofmikið."
Guörún Helgadóttir, rithöfundur og
tengdamóðir Bjarna.
„Hann er stórkostlegur
gestgjafí og skemmtilegt
að vera með honum.
Hann er ráðagóður og
gott að leita til hans og
hann gefur sér tíma til að sinna
vinum sínum. Hann erstór-
skemmtilegur pabbi og mjög
duglegur að sinna börnunum
sínum. Gallar hans eru að hann
erstundum óþarflega hreinskil-
inn. Hann kemurstundum með
blákalt mat á hlutina sém mað-
ur vill ekki alltafheyra. Svo er
hann líka sjúklega skipulagður
og reynir að fá alla til að setja sér
markmið, en það getur líka verið
kostur. Svo heldur hannað öll
mannamót eigi að enda i einni
rosalegri söngskemmtun."
Margrét Jónasdóttir sagnfræöingur.
Bjami Ármannsson er fæddur 23. mars 1968.
Hann er af Akranesi og gekk i framhaldsskóla
þar. Þaðan lá leiðin i Háskóla Islands þarsem
hann nam tölvunarfræði. Þarstarfaði hann
m.a. í háskólapólitíkinni fyrir Vöku og lét talsvert
til sín taka. Bjarni fór utan í IMD-skólann í Sviss
þar sem hann lagði stund á MBA-fræði og þeg-
ar heim var komiö fór hann að vinna hjá ríkinu,
hjá hinum nýstofnaða Fjárfestingabanka at-
vinnulifsins eða FBA Með sameiningu Islands-
banka og FBA varð Bjarni svo bankastjóri Is-
landsbanka við hlið Vals Valssonar en eftir að
hann hætti hefur Bjarni gegnt starfinu einn.
Vilja þreksal
íbúar á
Bfldudal hafa
skorað á bæjar-
stjóm Vestur-
byggðar að
koma upp þrek-
sal í Byltunni,
íþróttahúsi
Bflddælinga. „Það er engin
aðstaða í húsinu, það em
margir sem vilja nýta sér
þreksai en við höfúm þurft
að fara á Tálknafjörð til
þess," segir Sólrún Bryndís
Aradóttir, ein þeirra er stóðu
íyrir undirskriftasöínuninni.
Askorunarlista með undir-
skriftum 87 íbúa Bfldudals
var skilað inn til bæjarstjóm-
ar Vesturbyggðar.
Mikael Már Pálsson þegir um afdrif tveggja milljóna króna sem millifærðar voru
ólöglega af heimabönkum sex einstaklinga inn á reikninga hans. Grunur leikur á
að þýfið hafi verið notað til að fjármagna tilraun Mikaels til smygls á fjórum kíló-
um af amfetamíni sem upp komst á föstudag. Með Mikael í för var kærasta hans,
Halldóra Gunnlaugsdóttir. Mikael segir hana ekki hafa vitað af amfetamininu sem
fannst falið í farangri þeirra.
Fjápmapaði smyglið
með heimaðankaráni
&
»1
'TtPtir
nmnmmmv
r~ ____
Mikael Már Pálsson náði að koma um tveimur milljónum króna,
sem millifærðar voru ólöglega inn á tvo reikninga í hans eigu,
undan áður en hann var handtekinn í byrjun desember. Grunur
leikur á að stórfellt amfetamínsmygl Mikaels Más Pálssonar,
sem upp komst á föstudag, hafi verið fjármagnað með þýfinu.
París Kserustuparið kom með fjögur
klló afametamlni frá Frakklandi.
Mikael Már Pálsson var handtek-
inn þann 5. desember síðastliðinn í
tengslum við hið svokallaða heima-
bankamál. Upp hafði komist að í sex
skipti hafði verið brotist inn í heima-
banka einstaklinga og millifærðar
þaöan talsverðar upphæðir. Allar
millifærslurnar fóru inn á tvo mis-
munandi reikninga, sem báðir voru í
eigu Mikaels. Samtais voru um tvær
milljónir lagðar inn á reikninga hans
með þessum hætti. Mest munaði þó
um eina millifærsluna sem nam um
einni og hálfri milljón króna. Mikael
Már hafði sjálfur tekið þessar tvær
milljónir út af reikningum sínum
áður en hann var handtekinn. Út-
tektirnar voru tvær og fékk hann
upphæðina greidda í reiðufé.
Játar að hafa komið þýfinu
undan
í yfirheyrslum hjá lögreglu játaði
Mikael að hafa móttekið heima-
bankaþýfið. Hann játaði einnig að
hafa tekið það út úr banka í reiðufé.
Mikael þvertók þó fyrir að hafa
framkvæmt sjálfar millifærslurnar,
bar að hann væri aðeins miOOiður.
Mikael neitaði þó að segja með
hverjum hann hafði unnið að rán-
unum. Þá þverneitaði hann einnig
að upplýsa hvar milljónirnar tvær
sem hann tók út væru niðurkomnar.
Tvisvar í gæsluvarðhald
á einum mánuði
Á fjórða degi yfirheyrslnanna,
eða þann 9. desember, var Mikael
sleppt úr gæsluvarðhaldi. Hann
hafði haldið sig fast við framburð
sinn og lögregla sá ekki ástæðu til að
halda honum lengur. Lítið fór fýrir
Mikeal í fyrstu. í lok desember fór
hann þó með kærustu sinni, Hall-
dóru Gunnlaugsdóttur, til Parísar.
Þau sögðu vinum og kunningjum að
þau væru að fara í boði foreldra
Mikaels. Eftir vikudvöl erlendis
snéru þau síðan heim þann 3. janú-
ar. Við komuna til íslands fundu
tollverðir fjögur kfló af amfetamíni í
farangri Mikaels og Halldóru. Þau
voru handtekin og úrskurðuð í
gæsluvarðhald. Mikael í annað
skipti á innan við mánuði.
Mikil umsvif Mikaels
Við yfirheyrslur hefur Mikael |
haldið því stíft fram að kærasta
hans hafi ekki vitað af am-
fetamíninu í farangri þeirra.
Þessu hefur Halldóra einnig
haldið fram í yfirheyrslum.
Henni er þó enn haldið í gæslu-
varðhaldi ásamt kærasta sínum. I
MHuiéJ M
hiiföi sjáífiir
iJÍíiO jj-iKtir
svter wUJjöwr
ú i tifr-jjknhi'j-
uin díniun
íiöur an íitinn
vtir huntliek-
Uul Úiiek iirn-
tir voru ivier
Athygli vekur að
bankamálið og am
fetamínsmyglið eru
með stærri lögreglu-
málum sem komið
hafa upp síðustu
misseri. Og Mikael
virðist vera lykilmað-
ur í þeim báðum.
Rannsókn lögreglu
heldur áfram.
andri@dv.is
Mikael Már
Pálsson Kom
tveimur milljónum
undan i heima-
bankamálinu.
Amfetamin Efnin
sem Mikael reyndi
að smygla hingað
til lands reyndust
afarsterk.
Halldora Gunn-
laugsdóttir Sögð
saklaus afkærasta
sínum Mikael.
oj fékk htinn
uppíi&ðinú
rroitltlti í
roióufé,
mjmm
'jr-iiiiiliií
heima-
Skipulagsráð Reykjavíkur fundaði í gærmorgun
Bauhaus fær loks grænt Ijós á íslandi
„Skipulagsráð hittist í morgun.'
Það samþykkti að fela skipulagsfull-
trúa að vinna drög að deiliskipulags-
forsókn fyrir þetta svæði. Og líta til
umsóknar Bauhaus í þeirri vinnu,"
segir Helga Bragadóttir, skipulags-
fulltrúi í Reykjavík.
Byggingavömverslanakeðjan
Bauhaus sótti fyrir skemmstu um að
reisa 20 þúsund fermetra verslun
austan megjn við Vesturlandsveg,
skammt frá Úlfarsfelli. Bauhaus rekur
um 200 búðir víðs vegar um Evrópu.
„Það hefur lengi staðið til að gera
deiliskipulag þarna. Þetta er ekki
langt frá nýju byggðinni við Úlfars-
fell, sem er tif uppbyggingar 2008.
Þessi umsókn samræmist því aðal-
skipulagi og það verður farið í þessa
vinnu á næstu vikum," segir Helga.
Þessar fregnir hljóma eflaust vel í
eyrum Bauhaus-manna, sem eiga
þó eftir að fá samþykki borgarráðs
fyrir lóðinni. Þeir hafa rekið sig á
hvern vegginn á fætur öðmm í leit
sinni að lóð á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrst fóm viðræður um lóð í Linda-
hverfi í Kópavogi út um þúfur. Síðan
hætti Urriðaholt ehf. við samning
um sölu á lóð í Urriðaholti í Garða-
bæ á síðustu stundu og seldi Byko í
staðinn.
Nú virðist því sem Bauhaus sé
komið einu skrefi nær að byggja
verslunina, sem á að verða stærsta
byggingavömverslun landsins. Ef
leyfi fæst fyrir að byggja verður hún
til um mitt árið 2007.
Samkeppnisaðilarnir eru ekki
langt undan. Hinum megin við Vest-
urlandsveginn er síðan áformað að
Byko, Rúmfatalagerinn og fleiri búð-
ir verði saman í 40 þúsund fermetra
verslunarhúsnæði. Á svipuðum
slóðum við Vesturlandsveginn er
svo Húsasmiðjuna að finna.
Vesturlandsvegur
Lóðin, sem Bauhaus vill
reisa stærstu bygginga-
vöruverslun landsins á, e
við hlíðar Úlfarsfells.
Bauhaus Ustveláís-
lenska markaðinn og
viija ólmir komast að.