Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Nokkrir féllu
Tvö vinnuslys urðu með
skömmu millibili nú á dög-
unum í fiskvinnslustöðinni
Milljón á Vopnafirði. Tveir
menn féllu niður í gegnum
göngupalla. Verið var að
þrífa loðnuflokkara og
uggðu menn ekki að sér að
pallamir höfðu verið opnað-
ir og féllu niður. Annar mað-
urinn slasaðist töluvert en
hirm minna. Loðnufrysting
HB Granda hf. á Vopnafirði
hefur gengið vel það sem af
er vertíð og fryst hafa verið
tæplega 2 þúsund tonn.
Vonir standa til að loðnu-
hrognataka getí hafist um
eða eftír næstu helgi.
flllt í rasli
Veðurofsinn síðastliðna
daga setti heldur betur svip
sinn á starfsmenn sorp-
stöðvarinnar í Ólafsfjarðar-
bæ. Vegna veðurofsans
gáfu starfsmenn Ólafsfjarð-
arbæjar út tilkynningu þar
sem greint var frá því að
sorptöku hefði verið frestað
vegna veðurs. Ekki er vitað
hvort sorptöku í fleiri bæj-
arfélögum var frestað en á
vefsíðu Ólafsfjarðarbæjar
voru bæjarbúar minntir á
að hreinsa vel snjó frá
ruslatunnum hjá sér.
Erum við þrœlar
útlitsdýrkunar?
Bjartmar Guðlaugsson
listamaöur.
„Við erum þrælar hégómans
sem kemur fram I útlitsdýrkun.
Innihaldið er farið að skipta
minna máli. Mér finnst ganga
út í öfgar að mæður klæða
ungar dætur sínar eins og
gellur, það er ábyrgðarleysi.
Við eigum að leyfa okkur að
vera stundum halló,það er
svosætt."
Hann segir / Hún segir
„Ég segi að við séum þrælar
útlitsdýrkunar. Við spáum of
mikið i útlit og dæmum út frá
því. Sem sönnun um það er
hversu lýtaaðgerðir eru orðnar
algengar. Við gleymum þvi að
við erum falleg eins og við
fæðumst."
Rósa Hrund Kristjánsdóttir
graffskur hönnuöur.
Körfubolta- og knattspyrnumenn í Keflavík eru ósáttir við að lögreglan neitaði þeim um
skemmtanaleyfi fyrir stóru þorrablóti um næstu helgi í íþróttahúsinu við Sunnubraut.
Guðmundur Steinarsson, einn af skipuleggjendum þorrablótsins, segir félögin ekki hafa
fengið nægar upplýsingar um hverju þyrfti að skila inn til þess að fá skemmtanaleyfl.
Lögreglan segir íþróttahúsið ekki hannað fyrir skemmtanir af þessu tagi.
fþróttahúsið við Sunnubraut
Hefur hýst margar veislur ennú
virðist orðin breyting þar á.
DV-mynd Víkuríréttir
Bönnuðu sjö hundnnð
manna porrabl
með Ihdmobile
Forsvarsmenn knattspyrnu- og körfuknattleiksdeilda Keflavíkur
áætluðu að halda veglegt þorrablót fyrir velunnara og áhan-
gendur liðanna í íþróttahúsinu við Sunnubraut næstu helgi.
Búið var að bóka hljómsveitina, matinn, drykkina, starfsfólkið
og borðbúnaðinn svo eitthvað sé nefnt. Það þurfti þó að blása
allt af þegar ekki fékkst leyfi fyrir skemmtuninni.
„Þetta hefði verið okkar stærsta íþróttahúsinu hafi legið fyrir frá
fjáröflun á þessu tímabili en í stað-
inn þurfum við að taka að okkur
smærri verkefni," segir Guðmundur
Steinarsson, knattspyrnumaður úr
Keflavík, um þorrablótið sem halda.
átti næstu helgi í Reykjanesbæ.
Todmobile
Búið var að skipuleggja mestallt
þorrablótíð og til að mynda átti stór-
hljómsveitín Todmobile að stíga á
svið til þess að skemmta gestum.
Búið var að panta matinn, drykkina,
starfsfólkið, borðbúnaðinn, stólana
og borðin en allar þær pantanir voru
blásnar af nú fyrir stuttu.
„Það er svo langt síðan eitthvað
var haldið þarna í íþróttahúsinu.
Þeir menn sem gáfu leyfi fyrir þessu
hér áður fyrr eru famir og aðrir tekn-
ir við. Þeir nýju vita ekki hvernig á að
afgreiða þessi mál," segir Guð-
mundur og tekur það fram að leyfi
til þess að halda skemmtunina í
Reykjanesbæ.
Betri upplýsingar
„Við emm nýgræðingar í þessu
og emm þess vegna ósáttir við að fá
ekki betri upplýsingar ffá yfirvöld-
um, það er að segja hvað það er sem
við þurfum að skila inn. Þær upplýs-
ingar sem við fengum var að við
þyrftum að fylla út einhver eyðublöð
sem og við gerðum. Síðan kom í ljós
að við þyrftum að skila inn meiri
upplýsingum sem við fengum ekki
að vita um í byrjun," segir Guð-
mundur.
„Það hefði verið lítið mál að
kippa þessu í liðinn nema að við
fengum að vita þetta með svo stutt-
um fyrirvara að við sáum okkur ekki
fært að gera þetta í tæka tíð,“ segir
Guðmundur og bætir við að hann sé
ósáttur við seinagang lögreglunnar
við vinnslu á umsókninni.
Ósamþykkt
„Húsið er ekki hannað fyrir svona
skemmtanir og hefur ekki verið
samþykkt fyrir svona skemmtanir,"
segir Jóhannes Kristbjörnsson hjá
Lögreglunni í Keflavík.
„Við sjáum ekki betur en að hús-
in þurfi að hafa ákveðin leyfi til þess
að halda svona lagað en þau eru
bara skráð sem íþróttahús og voru
tekin út og skoðuð sem íþróttahús,"
segir jóhannes.
Þrátt fyrir það hafa verið haldnar
veislur áður íhúsinu þarsem tónlist,
matur og drykkir voru á boðstólum.
„Þeir menn sem gáfu
leyfi fyrír þessu hér
áður fyrr eru farnir og
aðrir teknir við. Þeir
nýju vita ekki
hvernig á að af-
greiða þessi mál.
Af hverju varþað leyft?
„Við vissum af því að það hefðu
verið haldnar skemmtanir þarna
áður en það er talsverður munur á
lokaðri veislu ætlaða ákveðnum ein-
staklingum og balli," segir Jóhannes.
Það voru umsagnaraðilar sem
tóku ákvörðunina í samráði við
Lögreguna í Kefjavík. Umsagnarað-
ilarnir eru Brunavarnir Suðurnesja,
byggingarfulltrúi og Heilbrigðiseftir-
litið.
Guðmundur Steinarsson ætlar
þó ekki að gefast upp og segist vona
að þorrablótið verði haldið í íþrótta-
húsinu á næsta ári.
Guðmundur Steinarsson Knatt-
spyrnumaður úr Keflavík og einn af
skipuleggjendunum erósáttur við
afgreiðslu skemmtanaleyfis vegna
þorrablóts íþróttafélaganna.
Todmobile Atti að spila á
þorrablótinu en Þorvaldur
■ og félagar urðu frá að hverfa
A vegna skemmtanalevfislevsi
m m
SG\
Nýjar upplýsingar um morðið á Brendu og Jóni Þór í E1 Salvador
Lögreglan komin á sporið
Háttsettur rannsóknarlögreglu-
maður í E1 Salvador sem rannsakaði
morðin á Brendu Salinas og Jóni Þór
Ólafssyni tjáði blaðamanni DV í gær
að nýjar upplýsingar lægju fyrir sem
gætu komið lögreglunní á spor
morðingjanna.
Lögreglumaðurinn sagði að
rannsókn málsins væri erfið. Gæta
þyrfti fyllstu varkárni þar sem morð-
ingarnir gætu verið að fylgjast með
störfum lögreglunnar.
Þessi heimildarmaður DV innan
lögreglunnar í San Salvador sagði að
vegna þeirra upplýsinga sem hann
haefði látið DV í té um málið væri
hann ekki lengur við rannsókn þess
þar sem lögregluyfirvöld hefðu kom-
ist að því að hann hefði gefið DV ná-
kvæmar upplýsingar. Sími hans er
núna hleraður af lögreglunni í San
Salvador og benti hann blaðamanni
á að leita til ræðismanns fslands í E1
Salvador eftir frekari upplýsingum
um framvindu málsins. Tjáði rann-
sóknarlögreglumaðurinn blaða-
manni DV að hann teldi líklegt að
vitneskjan um að hann væri heimild-
armaður DV kæmi ffá íslandi.
Þegar DV hafði samband við
skrifstofu ræðismanns E1 Salvador
fengust þær upplýsingar að ræðis-
maðurinn og eiginmaður hennar,
Einar Sveinsson, væru á leiðinni í
líkhús Santa Ana þar sem lík Jóns
Þórs var geymt. Samkvæmt skrif-
stofu ræðismanns mun það skýrast í
dag hvenær kista Jóns kemur til fs-
lands.
Gölluð sundlaug
Flestir lilutír þarfnast við-
halds. Það vita þeir á Seyðisfirði
en sundlaugin þar hefur verið
lokuð allan janúarmánuð vegna
endurbóta. Þetta er í annað sinn
sem sundlauginni er lokað á
þessu ári en það var vegna galla.
Þegar laugin var opnuð eftir
langa janúarlokun kom fram galli
í málningu laugarinnar og er því
verið að mála laugina upp á nýtt.
Málningarvinna er nú í fullum
gangi í sundhöllinni og stefnt er
að opnun eftir viku.