Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 Sviðsljós DV ,-,Þegar stelpurnar sem ég er með hafa fengið nóg tek ég við að fróa mér. Skól- inn situr á hak- anum og ég ligg bara í kláminu á netinu." „Ég hef ekki enn leitað mér hjálpar en ég geri mér grein fyrir að ég á við vandamál að stríða," segir 24 ára karlmaður af landsbyggðinni sem vill ekki láta nafhs srns getið. „Ég held DV náöi tali af kynlífsfikli sem vildi ekki láta nafns síns getið. Um er að ræða 24 ára karlmann sem sem segist snemma hafa gert sér grein fyrir að kynlífs- áhugi hans væri ekki svipaður og vina hans. Maðurinn hefur ekki leitað sér hjálpar en heldur í vonina að fiknin vaxi af honum. einfaldlega að íslendingar séu ekki tilbúnir fyrir svona umræðu en ég er svo sem til að segja frá mínum vandamálum undir dulnefni," segir hann. í þessu viðtali verður hann kallaður Óli. Fíknin eyðileggur sambönd Óli segist snemma hafa gert sér grein fyrir að kynlífslyst hans og hegðun væri önnur og meiri en fé- laga hans. „Það er eiginlega ómögu- legt að segja hvenær þetta byrjaði og í rauninni fmnst mér ég alltaf hafa verið svona. Þegar ég fór svo að tala um sjálfsfróun og annað tengt kynlífi við vini mína fór mig að gruna að eitthvað væri að,“ segir Óli og bætir við að kynlífsfíkn hans liti allt hans líf. „Fíknin hefur eyðilagt sambönd Vill kynlíf allan daginn Óli er tiltölulega nýbyijaður í sam- bandi við stelpu. Hann segist ekki hafa rætt um fikn sína við kærustuna en tel- ur að hún hljóti að gera sér grein fyrir vandamálinu. „Ég vil stunda kynlíf all- an daginn, alltaf. Þegar stelpumar sem ég er með hafa fengið nóg tek ég við að fróa mér. Skólinn situr á hakanum og ég ligg bara í kláminu á netinu." Óli segist eiga nokkra góða vini sem hann geti rætt við um vandamál sitt sem hann sé afar þakldátur fyrir. „Það er mjög fínt því þá þarf ég ekki að fara tif sálfræðings heldur get opnað mig við vini rnína." Borgaði fyrir kynlíf Þegar Óli er beðinn um að lýsa fíkn sinni segist hann engar áhyggjur hafa af að fíknin leiði hann út í eitthvað af- brigðilegt eða ólöglegt. „Ég keypti mér að vísu kynh'f einu sinni þegar ég var úti," segir hann og bætir við að sú lífs- reynsla hafi gefið honum extra kikk. „Það er samt langt síðan ég keypti mér hóru. Ég gleymi því aldrei og löngunin mun alltaf blunda í mér þótt þetta hafi líklega verið mitt eina og síðasta skipti. mín við stelpur og hefur einnig áhrif á skólann. Lífið stjómast af þessu, hvernig maður hagar sér og hvað maður gerir," segir hann og bætir við að hann hafi gert sér almennilega grein fyrir að hann ætti við vandamál að stríða þegar hann hætti eitt sinn með kæmstu. „Ég þoli ekki að vera á lausu því þá er kynlífið af skornum skammti. Hins vegar hef ég marg- sinnis farið heim með ókunnugum stelpum." Kærastan mín, ásamt sjálfsfróun og kláminu á netinu, dugir mér aiveg, allavega eins og er," segir hann og bætir aðspurður við að hann hafi lít- inn áhuga á BDSM, fjötmm eða ein- hverju slíku. Kærastan áttar sig ekki Óli segist hafa áhyggjur af því að fíknin muni eyðileggja samband hans við kæmstuna. Hann sé afar hrifinn af stelpunni og telji eiginlega tímaspurs- mál hvenær hún fái nóg af öllu kynlíf- inu. „Við erum samt bara búin að vera saman í einn mánuð og mildð kynlíf svona fyrst er bara eðlilegt hjá ungum pörum. Maður er alltaf eins og kanín- ur til að byrja með. Kynlífsfíknin hefur áður eyðiiagt fyrir mér sambönd við stelpur en ég vona bara að svo verði ekki núna," segir hann og bætir við: „Ég hef alveg skotið þessu á hana en hún heldur bara að ég sé að grínast og hlær að mér. Hún á eftir að átta sig á þessu." Löngunin alltaf til staðar Óli segist geta talið upp óendan- lega marga ótrúlega staði þar sem hann hafi stundað kynlíf. „Ég hef gert það út um allt. Niðri á höfíi, í kirkju- görðum, skógum og bara alls staðar þar sem maður getur verið út af fyrir sig, sem tekst ekki einu sinni alltaf. Það fer eiginlega bara eftir stelpunni sem ég er með hvetju sinni, hversu langt hún þorir að ganga. Mín kynlífslöngun er alltaf til staðar og því gæti ég gert það hvar sem er.“ Vona að fíknin hverfi Hann segist gera sér grein fyrir að hann sé enn ungur og heldur í raun- inni í vonina að kynfífsfiknin vaxi af honum. „Ég vona að þetta þroskist af mér svo ég geti lifað eðlilegu lífi því eins og er get ég það ekki. Það fara margir klukkutímar á dag í kynlífsat- hafiúr, hvort sem það er með stelpum eða bara einn með sjálfum mér," segir Óli að lokum. Reynir Harðarson sálfræðingur fékk fyrst áhuga á málefnum kynlífsfíkla þegar hann starfaði á Vogi. 'Þar inni var sjúklingur sem hélt því fram að hann ætti við kynlífsfíkn að stríða en mál hans hlaut eng- an hljómgrunn innan stofnunarinnar. Það var til þess að Reynir ákvað að kanna þessa tegund fíknar til hlítar og skrifaði hann lokaverkefni sitt um hana. // „Kynlífsfíkii er vissulega til" Flestir telja sig vita hvað felst í orð- a inu fíkn. Það er altalað fyrirbrigöi en ekki eru allir sáttir um í hvað fólk get- ur verið fíkið. Kynlífefíkn er eitt þeirra atriða og um hana fjallaði Reynir Harðarson í lokaverkefni sínu í sál- fræði. Reynir segir áhuga sinn á þessu málefhi hafa kviknað þegar hann var viö störf á Vogi. „Þar inni var sjúkling- , ur sem lýsti því yfir að hann væri kyn- lífsfíkiU en mál hans hlaut engan hljómgrunn meðal lækna og ráð- gjafa." Þetta varð kveikjan að því að Reynir ákvaö að kynna sér fyrirbrigð- ið kynlífsfíkn, það er að segja hvað fælist í hugtakinu, hvernig fíknin lýsti sér og skilgreiningar hennar. Mikið feimnismál Frá því hann hóf athuganir sínar hefur þó ýmislegt gerst meðal þeirra sem telja sig haldna þessari fíkn. Samtökin Slaa hafa náð fótfestu hér á landi en fyrir þá sem ekki þekkja til stendur skammstöfunin fyrir enska heitiö „Sex and Love Addicts Anonymous", það er samtök ástar- og kynfífsfíkla. Fyrirlestrar hafa verið haldnir og aukin fræðsla verið fyrir hendi þó enn sé máliö mikið feimnis- efni eins og flest það sem tengist kyn- ferðismálum. Ærumissir, þunglyndi og sjálfsmorð Hvað var það markverðasta sem þú komst að írarmsóknum þínum? „í fyrsta lagi koinst ég að því aö kynfífsfíkn er vissulega til. Hún lýsir sér mjög svipað og aðrar fiknir. Af- leiðingamar og örvæntingin sem henni fylgir getur verið jafnmikU og við þekkjum meðal þeirra sem hafa þjáðst af t.d. áfengisfíkn. Menn hafa misst æruna, aleiguna, farið í þung- lyndi og jafnvel framið sjálfsmorð," segir Reynir. Hann segir það sem helst hafi komið sér á óvart við rannsóknir sín- ar hafi verið sú staðreynd að fíkn er í raun eðlUegur hJutur tilverunnar. Menn geti verið fíklar í svo ótafínargt fyrir utan spil, vímuefni og kynlíf. Nefnir hann sem dæmi golf, tölvur og íþróttir. Aftur á móti bendir hann á að það sé ekki endUega samræmi í því hversu mikil fíknin er og hvort hún sé vandamál heldur skipti líka máli á hvaða sviði hún liggur. „Maður sem er fíkinn f íþróttir eða vinnu getur fengið hrós. Kynlífsfíldll sem vUl stunda kynlíf fjórum siimum á dag þarf ekki aö vera f vanda ef maki hans er einnig tUbúinn tU þess. En ef manneskjan er ósátt við þessa hegðun eða aðstandandi getur myndast mikU flækja, sem getur komið niður á vinnu og fjölskyldulífi einstaklingsins." Orsökin ekki aðalmálið Reynir segir ástæöur fyrir þessari hegðun ekki fullvissar. Mismunandi kenningar gangi um þær rétt eins og um orsakir aimarrar fíknar. Fyrsta sé sú aö fólk leiti í fíknina til að hugga einhver mein sem það hrjái, önnur sé sú að fiknin stafi af almennri streitu, þriðja sé sú að hegöunin sé lærð, það er að manneskjan leiti sífellt í þaö sem henni líkar og vUji forðast frá- hvöi fin sem taka við þegar sælan tek- ur enda, en fjórða kenningin sé sú að þetta sé sjúkdóntur. Menn séu annað hvort fæddir fíklar eða ekki. „í rnínum huga skiptir samt ekki máli hver orsökin er heldur hvemig er hægt að takast á við vandann," segir Reynir. Ekkert kynlífsbindindi Reynir bendir á að hægt sé að takast á við kynlffsfíkn með ýmsum ráðum. 12 spora kerfið hafi hjálpað mörgum en einnig séu til svokaUaðar •samtals- og hugrænar atferlismeð- ferðir sem eru sérsniðnar að málefn- um kynlffsfíkla. „Mér hefur sarnt sýnst að það happadrýgsta í þessu máli sé bindindi," segir Reynir og út- skýrir að þaö feli ekki í sér algert kyn- lífbindindi heldur ffáhald frá því sem kveikir í fíkninni, svo sem klám eða annað því tengt. „Það mælir enghi með því að kyn- lífsfíklar stundi ekkert lcynlíf. Þeir þurfa að komast að því hvað kveikir helst í fíkninni og lialda sig frá því." Skilgreiningar skortir Eins og áður segir ríltir mikU feinrni í kringum þetta mál og segir Reynir það stóran galla viö að rann- saka það. MikU vanþekkhig sé einnig gagnvart þessu efni og þar af leiðandi geri margir sér ekki grein fyrir því að þetta geti verið fíkn og raunverulegt vandamál. „Það sem helst hefur vantað eru ahnennUegar skUgreiiúngar en ég tel mig hafa leyst það f minni ritgerð," segir Reynir Harðarson að lokum. Þar inni var sjúkling- ur sem lýsti því yfir að hann væri kynlífsfíkill en málhans hlaut engan hljómgrunn meðal lækna og ráð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað-Helgarblað (18.02.2006)
https://timarit.is/issue/350085

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað-Helgarblað (18.02.2006)

Aðgerðir: