Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 32
32 LAUCARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 Helgarblað DV ELEKTRA ER EITT ELSTA NAFN í HEIMI ■m £ HÍBpjfy ittfKTRA m / i Hlektra Ósk Móðir hennar féJlfyrir nafninu þegar hún heýrði téikritið Hægan, tiektra auglýit i útvarpinu. Svo 'ékk hún seínna nofniö fró ömmu sinni „Ég féll fyrir nafninu fyrir mörgum árum þegar ég heyrði leikritið Hægan Elektra auglýst í Borgarleikhúsinu,“ segir Herdís Anna Þor- valdsdóttir, móðir Elektru Óskar Hauksdóttur, eins og hálfs árs. „Það var bara eitthvað sem hreif mig þegar þulan las auglýsinguna. Ég á fyrir dótturina Gabríelu Jónu, 13 ára, og það hvarflaði að mér að það væri skemmtileg hrynjandi í systranöfnunum Gabríelu og El- ektru." Herdís Anna segist hafa beðið með að ákveða nafnið þangað til dóttirin var komin í heiminn. „Ég var alls ekki búin að ákveða mig; ég vil kynnast einstaklingnum aðeins fyrst. Þetta var bara gömul hugmynd sem rifjaðist upp þegar ég varð ófrísk og mér fannst skemmtilegt að það var ennþá ekki búið að nota nafnið. Eins átti ég eftir að fá manninn minn til að samþykkja nafnið en þegar mér datt í hug að bæta við Óskinni, seinna naftii móður hans, steinlá þetta, því þá varð stytting- in Eló til en Elo var uppáhalds hljómsveitin hans í gamla daga. Herdís hefur ekki orðið vör við að fólk tengi nafnið kvikmyndinni Electra með leikonunni Jennifer Garner í aðalhlutverki, enda var myndin sýnd eftir að Elektra Ósk var skírð og var ekki mjög eftirminnileg. „Það er frekar að fólk á aldur við mömmu tengi nafnið við ís- skápa eða önnur heimilistæki. Pabbi sagði reyndar að hún hefði frekar átt að heita Raf- magna, því það væri íslenskara eða bara Rör- töng, það ætti betur við þar sem faðir hennar væri pípulagningameistari en ekki rafvirki." Herdís segir að það hafi lengi verið hefð fyr- ir því að brjóta ísinn hvað nafnaval varðar í fjöl- slqíldu hennar. „Þetta er kannski ávanabind- andi. Afi og amma byrjuðu þegar þau skírðu dætur sínar Snædísi og Tinnu en þær voru fyrstar á íslandi til að bera þau nöfh. Snædís á dótturina Sylgju Dögg, sem er enn eina Sylgjan á landinu, og Sylgja á börnin ísar Loka og Dal- íu Lind, eini Lokinn og eina Dalían. Hrafn föð- urbróðir minn á svo Sól og Örk sem urðu líka fyrstar til að bera þau nöfn, og Jón bróðir minn á Lísöndru Týru, fimm ára, og hún er enn ein á landinu til að bera bæði þau nöfn." EINIÞANGBRANDURINN Á LANDINU „Ég held að hann sé eini Þangbrandurinn á landinu," segir Þóra Þórisdóttir móðir Þangbrands Húma Sigurðssonar sem er níu ára. Þóra segir nafnið koma úr íslendinga- sögunum en Þangbrandur hafi verið prest- urinn sem kristnaði íslendinga fyrir þúsund árum. „Ég hef alltaf haft gaman af nöfnum og skoðaði mikið nöfnin í íslendingasögun- um. Ég var búin að ákveða nafnið áður en hann fæddist en við pabbi hans þurftum að rökræða þetta lengi. Á endanum ákváðum við að nota nafnið ef okkur fyndist hann persónuleiki sem gætí borið þetta nafn," segir Þóra. Hún segist mikið spá í hvað nöfn þýða. í fyrstu taldi hún að forliðurinn þang væri einhvern veginn tengdur hafinu. „Þang þýð- ir hins vegar þakka eða þanki eða hugsun og — þökk og síðari liðurinn, brandur, er sverð eða eldur. Nafnið er því mjög sterkt og gæti þýtt Hugsunareldur eða Þakkarsverð," segir Þóra og bætir við að Þangbrandur sé að hennar mati ekta konunganafn. „Þeir sem þekkja til íslendingasagnanna telja oft að Þangbrandur hafi verið vondur en ég tók mig til og las allt sem ég fann um hann áður en ég tók ákvörðunina um nafnið og fann engar ljótar sögur sem fylgdu honum þótt þannig hafi það verið túlkað seinna." Þóra segir Þangbrand ánægðan með nafn sitt. Vinir hans kalli hann oftast Þanga en sjálf noti hún margar útgáfur. „Ég veit að hann kynnti sig einu sinni fyrir forsetanum með því að segja: „Ég heiti Þangbrandur Húmi, sá eini á Islandi," svo ég held að hann sé stoltur af nafninu sínu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað-Helgarblað (18.02.2006)
https://timarit.is/issue/350085

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað-Helgarblað (18.02.2006)

Aðgerðir: