Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 Helgarblað DV Vala Grand Gregory kallar hún sig og undir því nafni þekkja allir 1 Keflavík hana Völu. Hún fæddist drengur en segist aldrei hafa verið það. Stelpa hafi hún verið svo lengi sem hún muni. Hún er ekki alveg reiðubúin að stíga skrefið til fulls á næstunni en er ákveðin í að gera það þegar fram líða stundir. Nú hefur Vala svo mikið að gera við að lifa lífinu sem hún segir að sé æðislegt. Hún spjallaði stund við Bergljótu Davíðsdóttur um allt þetta og auk þess unga fólkið og frjálsræðið í kynferðismálum sem hún er ekki par ánægð með. Vala eða Valur, það skiptir ekki öllu máli fyrir Völu Grand Gregory Einarsdóttur hvað stendur á pappírum. Á ökuskírteini hennar stendur skýrum stöfum Val- ur og það er nafnið sem henni var gefið þegar hún var vatni ausin á sínum tfma. Enda voru foreldrar hennar í engum vafa um að þau hefðu eign- ast dreng. En hún var ekki há í loft- inu þegar tvær grímur fóru að renna á fólkið hennar. Hún hegðaði sér eins og stelpa, lék sér að dúkkum og vildi vera fín. Sjálf segist hún ekki hafa hugsað neitt um það fyrr en hún komst til vits og ára og fór að heyra háðsglósur félaga sinna í skól- anum. Hún var ekki eins og aðrir strákar, langaði ekki til að vera í þeirra grófu leikjum, náði illa sam- bandi við hugsanagang þeirra og á Völu bitnaði stríðni þeirra og háðs- glósur. Ég elska að klæða mig fínt Já, Vala er stelpa og ekkert annað; ef maður vissi ekki annað hvarflaði ekki annað að neinum. Hún er vel snyrt og flott klædd og segist vera fatasjúk. „Ég hef ógeðslega gaman af að kaupa mér föt og snyrtivörur. Ég elska að klæða mig flott," segir hún „Ég er kona og hef alltafverið það, hvað mikið sem ég reyndi, þá get ég bara alls ekki verið strákur. Fæddist bara með typpi „Ég er kona og hef alltaf verið það, hvað mikið sem ég reyndi, þá get ég bara alls ekki verið strákur. Hvað myndir þú gera? Ekki getur þú verið annað en kona, ég er alveg eins. Ég fæddist bara með typpi og langar ekkert að hafa það,“ segir hún og leggur mikla áherslu á orð sín með höndunum. Vala kom fram í Kastljósi Sjón- varpsins ekki fyrir alls löngu og vakti mikla athygli fyrir opinskáa fram- komu og hreinskilni um sjálfa sig. Hvað myndir þú gera? Ekki getur þú verið annað en kona, ég er alveg eins. Ég fæddist bara með typpi og langar ekkert að hafa það." Miie hrifin. Vala hefur heldur ekki neina skeggrót og með lungamjúkt andlit. „Eg tek skeggrótina af með vaxi,“ segir hún og horfir hissa á mig að ég skuli yfirhöfuð spyrja. Bætir við að það noti allar stelpur vax til að ná óæskilegum hárum af líkamanum og það viti allir. o Eg & kma gg M Hún segist aidrei hafa verið feimin við að viðurkenna kvenleika sinn. Það hafi ekki dulist neinum og fyrir fermingu tók hún skrefið til hálfs og fór að ganga í kvenmannsfötum og snyrta sig. Útlit hennar gaf ekki til- efni til annars en að ætla að þar færi ung stúlka; meira að segja sæt ung stúlka. ■-J „Það var bara eðlilegt fyrir mig og mér fannst það aldrei neitt mál. En ég gekk í gegnum ýmislegt þegar ég var yngri og fékk alls kyns háðsglós- ur og athugasemdir frá krökkunum. Nú taka allir mér eins og ég er og kalla mig Völu. Ég held að fólki finn- ist ég bara vera venjuleg stelpa," segir hún áköf og spyr hvort mér finnist það ekki líka. Vala hefur í nokkum tíma velt því fyrir sér að fara í kynskiptiaðgerð og aflað sér upplýsinga um það. Hún segist eigi að síður ætía að láta það bíða aðeins lengur. Hún sé nú bara nítján ára og nægur tími til stefnu. „Ég hef ofsalega gaman af að lifa og mig langar svo margt. Ég vil ekki hafa áhyggjur af þessu strax. Ég þarf að fara í hormónameðferð í þrjú ár áður og pabbi segir að það breyti svo skapinu í manni. Ég er alltaf svo kát og glöð og ég vil ekki verða dauf og leiðinleg. Ég bara þori því ekki strax," segir hún áköf. Eina vandamálið eru aukalíf- færin Hún segist aldrei vera leið eða pirmð, eigi fuilt af vinum og það sé „Ég hefgefið mörgum stelpum ráð. Og veistu hvað ég segi við þær? Ekki vera druslur. Ekki bara sofa hjá næsta strák. Ég segi þeim að fara varlega og gera það ekki fyrr en þær séu alveg á föstu eða þeg- ar þær eru orðnar svona átján, nítján ára. Þá vilja allir strákarnir ykkur." bókstaflega svo gaman að vera til eins og hún er að líklega sé best að bíða. „Kannski er líka best að vera að- eins eldri. Nú vil ég bara láta drauma mína rætast og ekki hugsa um þetta," segir hún og orkan og gleðin geislar frá henni. En hvað með kynlífið. Er ekki erfitt að lifa eðlilegu kynlífi með strákum? „Það er nefnilega það, það er vandamáiið. Eina vandamálið," seg- ir hún og slær hendi í borðið til að leggja áherslu á orð sín. En hvað gerir hún þá núna, ekki er hún með stelpum? „Ertu vitíaus, manneskja. Ég er ekki samkynhneigð. Elskan mín, en það er hægt að redda sér. Maður getur alltaf notað bakholuna," segir hún og slær Iétt í öxlina á mér. En strákamir, vilja þeir það? „Vilja! Hvaðan ert þú? Veistu ekki að 90% af öllum unglingum gera þetta?" segir Vala meira en lítið hissa og hallar sér fram í sætinu. Nei, það vissi ég ekki og hún hristir höfuðið yfir fákunnáttu minni og breyttum tímum í kynferð- ismálum unglinga. Lítur síðan fram og horfir yfir hóp ungra manna á rit- stjórn DV. Bendir á þá og segir: „Ég get lofað þér að allir þessir kallar þtuna frammi myndu ekki segja nei, ef þeim væri boðið það. Og ég er líka afveg viss um að þessir yngri gera það oft," bætir hún við og segir að svona sé nú ísland í dag. Druslulegt af stelpum að ganga á milli stráka Vala segir að stelpur séu ótrúlega ungar þegar þær byrji að stunda kynlíf. Og allt sé prófað, ekki bara það hefðbundna. „Mér finnst það druslulegt af stelpum að ganga á milli stráka. Þær verða bara sjúskaðar og ömurlegar. Ég segi við allar ungar stelpur: ekki ganga á milli stráka og sofa hjá þeim. Sýnið sjálfum ykkur virðingu og ekki bara fara með næsta strák og sofa hjá honum. Strákar vilja ekki svoleiðis stelpur nema bara til nota þær. Það segi ég og það hafa margir strákar sagt mér," segir Vala og er mikið niðri fyrir. Hún segir að það komi oft til sín stelpur og vilji fá ráð. „Ég hef gefið mörgum stelpum ráð. Og veistu hvað ég segi við þær? Ekki vera druslur. Ekki bara sofa hjá næsta strák. Ég segi þeim að fara varlega og gera það ekki fyrr en þær séu alveg á föstu eða þegar þær eru orðnar svona átján, nítján ára. Þá vilja allir strákarnir ykkur," segir ég og margar sem ég þekki hafa farið eftir ráðunum sem ég gef þeim. Ég segi þeim líka að vera snyrtilegar og hugsa vel um útíitið og ég hef hjálp- að stelpum sem hafa orðið fyrir ein- elti og sagt þeim hvað þær eigi að gera. Það hefur sko hjálpað þeim," segir Vala og segist vita hvað hún sé að tala um. Hún hafi orðið íyrir miklu eineltí þegar hún var ung. „Ég hefði ekki lifað ef ég hefði ekki haft íjölskyldu mína sem ég gat talað við og sagt allt. Þau hjálpuðu mér sko mikið. Og ég get sagt þér elskan mín að fjölskyldan mín hjálp- aði mér. Þau eru æðisleg," segir hún með mikilli áherslu. Er aldrei í vondu skapi Vala er lifandi og skemmtíleg. Það er ekki hægt annað en að kom- ast í gott skap nærri henni og af- skaplega gaman að tala við hana. Skoðanir hennar ákveðnar og hún veit hvað hún vill. „Ég er ofvirk og var sett á lyf. En svo vildi ég ekki taka þau og mér líð- ur ofboðslega vel svona. Ég er aldrei í vondu skapi og allt sem ég geri er skemmtilegt. Mér finnst æðislegt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.