Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Síða 43
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 43 "í Nesfiski eru allir eins og stór fjölskylda og mér finnst frábært að hitta fólkið á hverj- um degi og tala." finnst ekki leiðinlegt að vinna í fiski eins og mörgum sem líta niður á þannig vinnu," segir hún og svipur- inn lýsir undrun þegar hún bætir við að ótrúlegt sé að fólk vilji frekar vera á bótum heldur en að vinna. Það skilur hún ekki. „í Nesfiski eru allir eins og stór fjölskylda og mér finnst frábært að hitta fólkið á hverjum degi og tala. Ég tala og tala og mér leiðist aldrei. Yfirmanneskjan er besta vinkona mín og hún er ekki stelpa. Hún er kona eins og þú en ég get sagt henni allt. Trúirðu því, ég get sagt henni það sem ég segi engum öðrum. Hún er líka æðisleg," segir Vala. „Kaupirðu föt fyrir allan pening- inn? „Nei, ertu verri! Ég keypti mér bíl og mátti borga hann á þremur árum. En ég vildi borga meira og kláraði að borga á tveimur árum," segir hún stolt. u+- Hugsa ekki mikið um kynskiptiaðgerðina Hún segist samt ekki vera byrjuð að safna fyrir aðgerðinni sem hana langar í. „Ég hugsa ekkert mikið um að fara í aðgerð. Ég vil bara lifa skemmtilegu lífi núna. Ég er bara nítján og ég á svo mikið eftir að gera. Mig langar í svo margt en veit samt ekkert hvað. Nema bara tískuna, ég veit að það vil ég gera," segir hún og talar með báðum höndunum. Bætir síðan við að það sé æðislegt að lifa. „Veistu, elskan mfn, að ég er alltaf í góðu skapi og það er aldrei leiðinlegt. Ég er eiginlega alveg að kann ofsalega vel við mig,“ segir hún og það ískrar í henni. Og hvað finnst strákunum um að horfa á þig?“ spyr ég og Vala spyr á móti hvort ég viti ekki að það séu eiginlega bara karlmenn sem sæki súlustaði. „Þeim flnnst auðvitað gaman. Ég kann að dansa, manneskja. Það er það skemmtilegasta sem ég geri!" segir hún áköf og bætir við að hana langi að læra að dansa. „Eða þannig, en ég kann að dansa, hef gert það svo lengi," segir hún og bætir við að það sé æðislegt. „En ég er ekkert að vinna við súluna. Bara að dansa að gamni mínu.“ „Ég elska að dansa og allt um tísku, mig langar að gera svo margt. En ég vil vinna við tísku og snyrtingu „Ég elska að dansa og allt um tísku, mig langar að gerasvo margt. En ég vil vinna við tísku og snyrtingu og alltsem tengist henni. Annars veit ég það ekki. Það er svo margt sem mig langar að gera." „Ég er þjónn á Centr- um á kvöldin. Og það er gaman, ég fer meira að segja á súluna og kann ofsalega vel við mig." og ailt sem tengist henni. Annars veit ég það ekki. Það er svo margt sem mig langar að gera," segir hún og ljómar í framan. Bætir strax við: „Kannski fyrirsæta, ég veit það ekki. Ég er að fara til Kanada í sumar. Þar ætla ég að reyna að koma mér á framfæri eða kannski læra eitt- hvað um tísku. Frænka mín býr þar, þess vegna ætla ég þang- að. Það ekki vegna neins annars," segir hún og ljómar. Vinnur í fiski á daginn Hún segist hafa gaman af að vinna. Auk þess að vinna á Centrum á kvöldin vinn- ur hún allan daginn í Nesflski í garði. Þar hefur Vala verið í tvö ár. „Það er gott að vinna þar. Mér vera í kringum fólk og tala," segir hún og það leynir sér ekki. Hún iðar af ánægju og finnst ekki leiðinlegt að spjalla við mig sem er ekki síður hrifin af þessari lífs- glöðu manneskju sem sér engar hindranir framund- an. Ég spyr hana hvort hún sé ekki með athyglisbrest eins og svo margir aðrir sem séu ofvirkir. „Ha, hvað er það?" spyr hún hissa og ég segi henni það og spyr ; hana hvort hún hafi jj aldrei átt í vandræðum með að lesa og muna það sem hún lesi. „Nei, sjáðu bara, ég skal lesa fyrir þig," segir hún snögg upp á lagið og les frétt úr DV sem er á borðinu. „Sko, ég get alveg lesið," segir hún síðan og ég samþykki að aðalatriðið sé að fólk sé sátt, hvort sem um er að ræða konu með typpi, at- hyglisbrest eða ofvirkni. Dansar að gamni með súluna Vala segist vera í tvöfaldri - vinnu og það kimni hún vel við. „Ég er þjónn á Centrum á kvöldin. Og það er gaman, ég fer meira að segja á súluna og springa, mér finnst svo gaman að vera til. Ég á helling af vin- um og ég vil alls ekki vera öðruvísi en ég er. Mér finnst æðislegt að vera kona og snyrta mig og dúlla við að gera mig fína. En ég ætla í aðgerðina. Bara ekki alveg strax," segir Vala og hnippir í vinkonu sfna sem bíður eft- ir henni. Þær eru á leiðíbíó. „Nú er ég far- in. Bara biðja þig um eitt, viltu setja þessa mynd af mér í blaðið. Mér finnst hún æð^, isleg," segir hún um leið og hún bendir á Hér & nú stúlk- una í vikunni. Myndin er af fallegri stelpu. Það er eng- inn vafi. berg- ljot@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.