Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 Llfsstíll DV Nú þegar helgin gengur I garð er tilval- ið að útfæra léttan pastarétt fyrir les- endur Llfsstlls. Hér hefég sett saman sérstaklega gott pastasalat. Uppskrift- in er fyrirsex manns. 500 g þrllitar pastaskrúfur. bolli itölsk salatdressing (Heidelberg) 12 stk. sérrltómatar (skornir I tvennt) I græn paprika (smáttsöxuð) I rauð paprika (smátt söxuð) gul paprika (smátt söxuð) 1 bolli svartar óllvur (I sneiðum) 3 msk.salatmix Sjóðið pastað eftir leiöbeiningunum á pakkanum og kælið I köldu vatni. Þeytið saman salatmix-kryddið og Itölsku dressinguna. Blandið öllu saman I skál og hellið sal- atdressingunni yfir. Best að láta standa I kæli yfir nótt. Njótið vel og góða helgi, Ingvar Treystir að landinn velji rétt „Stemningin er alveg griðarleg að sjálfsögðu," segir Disella Lárusdóttirsem syngur lagið Útópía eftir Svein RúnarSigurðs- son. Dísella segir virkilega skemmtilegan móral I gangi og að keppendurnir styðji hver annan. „ Við verðum meö smávægi- legar breytingar á atriðinu okkar en annars eru allir þeir sömu á sviðinu," segir hún. Disella segir að þótt flestir telji að Silvia Nótt muni fara með sigur afhólmi I kvöld ætli hún að gera sitt besta.„Þetta kemur samt I Ijós og nú er bara að treysta á land- ann. Lagið er flott og það er skemmtilegt að syngja það. Það er alveg sama hver úrslitin verða - þetta verður frábær skemmtun fyrir landsmenn. Og ég mun gera mitt besta" Spá fyrlr kvöldið Öguð, falleg & kjörkuð „Konan er fær um að takast á við framtíðina þvl hún er öguð og kjörkuð. Eitthvað allt annað en söngur einkennir framtið hennar." ............. . r IMI| 1l|ill|tlln1-||IT-rjl,-1-i..uL-1|Juil..LiiiLlil,lliiii, .' ■■ I | . |„||)f)l,|,[, in ...mr-inniihiiiii iii Vonandi er komið að mér I „Ég er mjög spenntog hlakka mikið til, “segir Regína Ósk sem syngur lagið Þér við hlið eftir Trausta Bjarnason. Regina j er enginn nýgræðingur þegar kemur að Eurovision en hún hefur farið þrisvar sinnum út sem bakrödd.„Kannski er bara komið að mér núna," segir hún hlæjandi og bætir við að hún ætli að gera sitt besta. „Ég er keppnismanneskja og væri ekki I þessari keppni efég vildi ekki vinna. Hins vegar er þetta f höndum fólksins og það erspurning hvað það velur/'segir Regina. Hún segirekki það mörg tækifæri á íslandi að hún myndi láta svona keppni fram hjá sér fara.„Það er um að gera að nýta sér tækifærin þegar þau bjóðast. Þetta er ofsalega skemmtileg keppni og gott sjón- varpsefni. Nú er bara að sjá hvað gerist. Ég ætla allavega að gera mitt besta. “ Spá fyrir kvöldið Sterk & hæfileikarik „Þessi söngkona býryfir styrk sem er ekki endilega auðsjáanlegur á neinn hátt. Hæfileikarlk er hún en sigrar ekki I kvöld." Vona að hætamír brotni ekki „Stemningin er alveg æðisleg og þrátt fyrir allt sem á undan er gengið þá held ég að það séu bara allir að einbeita sér að slnu atriði," segir Rúna Stefáns- dóttir sem syngur lagið 100% eftir Hörð G. Ólafsson. Rúna segir marga þátttakendur á fullu við að breyta og bæta fyrirstóra kvöldið I kvöld.„Sjálf ætla ég að bjóða landsmönnum upp á enn meira augnakonfekt svo fólkið heima njóti sýningarinnar betur. Ég get varla beðið enda er þessi keppni algjör árshátíð fyrir söngvara, dansara og einfaldlega alla landsmenn."Rúna seg- ist engar áhyggjur hafa af dönsurun- um. Þau hafi æft atriðið vel og séu atvinnumenn.„Þetta er alvöru og þeir kunna þetta. Það er frekar að ég sé hálfkvlðin fyrirþessi litlu sporsem ég þarfað taka en á meðan hælarnir brotna ekki vona ég að mérgangi vel að taka þessa snúninga,"segir Rúna hlæjandi. Spá fyrir kvöldið Litur um öxl „Hún mun llta um öxl og sjá hvað vel fór og ekki slður hvað betur mátti fara." ^*mihhmmhhhhmmmhmhmmmmhhhmhmhmhhhmmmhhmhmmhmmhhhhiiMM^ Held áfram þangað til ég fer út „Vá, ég erí svo mikillri stemningu," segir Matthías Matthíasson sem syngur lag- ið Sést það ekki á mér eftir Sigurð Örn Jónsson.„Neinei, við erum ósköp létt á þessu og ætlum einfaldlega að gera þetta eins vel og við getum. Við erum mjög vel stemmd fyrir kvöldið og llklega enn betur en fyrsta kvöldið. Þetta verður hress og skemmtileg keppni og það verð- ur keppt af hörku," segir Matti. Hann vill litið spá um úrslit kvöldsins.„Ég hugsa þetta ekki þannig. Það er frábært að þarna séu komin 15 Islensk lög á flotta og góða plötu. Allir þeir sem hafa náð lögunum sinum svona langt hafa að mínu mati náð góðum árangri. Svo er það bara plús fyrir þann sem fer út. Ég er ekkert endilega bjartsýnn á sigur en ég er bjartsýnn á að gera mitt vel. Efég hins vegarsigra þá erekki spurning að ég er meira en titbúinn að fara út. Ég held áfram þangað tilþað tekst." Spá fyrir kvöldið Áhrifavaldur „Hann veit hvert hann ætlar sér I lifinu og hvernig markmiðum skal náð og ekki síst hvar tækifærin liggja. Sigur ekki sjá- anleguren maðurinn nýturþess að ger- ast þátttakandi." "\ NJOTTU LIFSINS meðHEILBRI£ÐUM LIFSSTIL Eitt stórt partí „Keppnin leggst rosalega vel I mig enda er of- boðslega gaman að taka þátt I þessu," segir Sigurjón Brink sem syngur lagið Hjartaþrá eftir Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur. Sigurjón segir mikla stemningu I hópnum.„Þetta er bara eins og eitt stórt parti. Það eru allirvinir og allir I stuði og hvetja hver annan áfram, “ segirhann en villsem minnstsegja tilum úrslit kvöldsins.„Ég ætla bara að einbeita mér að mlnu, úrslitin verða bara að koma IIjós. Við verðum að treysta þjóðinni til að velja rétt, það er þaðsem skiptir máli." Sigurjón segist þó hvergi smeykur efsvo færi að hann stæði uppi sem sigurvegari kvöldsins.„Ef ég vinn þá er ég tilbúinn. Myndi bara pakka niður og skella mér fyrir Islands hönd. Engin spurning." Spá fyrir kvöldið „Hann virðir hæfileika og rými hinna kepp- endanna þvi hann veit hvar þarfir hans og þrár hefjast og annarra enda." Ellý dró fram lúinn spila- stokksem kenndur er viðTarotog hugaði' gaumgæfi- lega að úrslit- um. Hún segir skilaboðin vera skýr: Silvla Nótt sigrar meðyfir- burðum I kvöld. Spóð í spii Get engum kennt um nema sjálfum mér „Markmið mitt var að komast inn i úr- Islitin, allt annað er bara bónus," segir Davíð Þ. Olgeirsson sem syngur lagið Strengjadans sem hann samdi sjálfur, Davíð er allt I öllu I atriöi sínu og getur þvíengum kennt um efhann fer ekki með sigur afhólmi.„Það er voðalega gott að geta engum kenntum, nema þá kannski þjóðinpi," segir hann hlæj- andi.„Ég er alveg ofsalega spenntur. I upphafi langaði mig að koma þessu sjálfur I gegn svo ég myndi standa eða falla með atriðinu.Ef ég kæmist áfram ætlaði ég að setja inn tvo dansara svo það verður meira sjó I kvöld." Davið segist lltið hugsa um úrslitin. Númer eitt, tvö og þrjú ætli hann að hafa gaman af.„Nú hefég vakið athygli á sjálfum mér og get þvl kannski komið út fleiri lögum I sumar þvi afnógu er að taka. Þótt ég vinni ekki munuð þið sjá meira afmér." i Spá fyrir kvöldið Velgengni fram undan „Þessi ungi maður skapar hér meistara- verk, eykur við reynslu slna og fylgir innsæinu iáttað velgengni. Nýr kafli hefst að keppni lokinni." Ungmannafélagsandi í gangi „Við ætlum bara að vera hressari efeitt- hvað er. Ætlum bara að gera þetta vel og hafa gaman af,“segir Magni Asgeirsson sem syngur lagið Flottur karl, Sæmi Rokk eftir Sævar Benediktsson. Magni segist ekkert voðalega bjartsýnn á sigur I kepnninni en að hann ætli samt að skemmta sér vel.„Við skulum bara segja að það sé aðallega verið að spá I hverjir lendi I öðru og þriöja sætinu. Við tökum einfaldlega þátt afgleði og erum hér að- allega til að hafa gaman afenda er ung- mannafélagsandi I okkar hópi,“segir Magni. Hann segir búningana svipaöa og I undankeppninni, snyrtimennskan verði I fyrirrúmi.„Þessi keppni er búin að vera ótrúlega skemmtileg en I þessu eins og öðrum keppnum byggist þetta mest upp á að hanga og gera ekki neitt. Sem betur fer er þetta það skemmtilegt fólk sem er hérsvo biðin er bara skemmtileg. Annars væri maður llklega orðinn frekar pirrað- ur." Spá fyrir kvöldíð Meðvitaður „Hann nær undraverðum árangri á öðr- um sviðum en isöngvakeppni sem þess- ari því hann skoðar eigin tilveru sem kraftaverk."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 42. tölublað-Helgarblað (18.02.2006)
https://timarit.is/issue/350085

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. tölublað-Helgarblað (18.02.2006)

Aðgerðir: