Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 Helgarblað 13V Björk Jakobsdóttir hefur að undanförnu verið á faraldsfæti þar sem hún hefur ver- ið að leggja Norðurlöndin að fótum sér, hvert á fætur öðru með einleik sínum Sellófann. Hún er þessa dagana á landinu, meðal annars að vinna að leikriti og kvik- mynd og hefur því í nógu að snúast. „Ég er að fara að vera með uppi- stand í kvöld þannig að maður eldar bara snemma," segir Björk Jakobs- dóttir leikkona, leikstjóri og höfund- ur þegar DV ber að garði. Björk var á leið að taka þátt í uppistandskvöldi á Nasa síðar um kvöldið. Björk er ekki ókunn því að standa ein á sviði og vera fyndin því hún flutti lengi ein- leik sinn Sellófann sem sló í gegn hér á landi fyrir nokkru síðan. Björk seg- ir matmálstímann hjá íjölskyldunni ekki vera reglulegan enda vinni þau hjónin þannig vinnu. „Maður reynir samt alltaf að gera góðan mat og borða með fjölskyldunni." Að þessu sinni eldar Björk ein- faldan kjúkling með season all og barbequesósu og salat með. Barist um gæðatímann „Hlutverkaskiptingin í eldhúsinu á heimilinu er bara alveg hnífjöfn. Við vinnum bæði oft á kvöldin. Sá sem er á bflnum verslar í matinn og sá sem er fyrr laus til að byrja að elda byrjar að elda. Það rfldr alveg full- komið jafnrétti, við Gunni erum al- veg jafhvíg á öllum vígstöðum í eld- húsinu. Ég er svo vel gift." Það er reyndar ekki algert jafn- vægi því bæði sækjast þau hjónin eftir uppvaskinu, eins furðulegt og það hlómar. „Við bítumst reyndar um að vinna í eldhúsinu því það er sjónvarp þar og svo rosalega gott að slappa af, horfa á sjónvarpið og henda í uppþvottavélina og ganga frá. Það er reyndar líka fi'nt að elda við sjónvarpið. Þetta er bara quality tími sem maður hefur fyrir sjálfan sig," segir Björk. Reyktur fiskur og sushi „Vaiið um hvað á að vera í mat- inn hverju sinni er eiginlega tóm vandræði, smekkur heimilismanna er svo voðalega misjafn. Það eina sem allir geta sameinast um er eig- inlega burritos enda er það oft á boðstólum. Annars er það matur eins og lasagne og spagettí sem er svona almennt. Þegar ákvarðanir eru teknar um matinn þarf alltaf að vera einhver ákveðinn meirihluti og minnihluti í hvert skipti en þetta jafnast út á endanum." Björk segir það furðulegt hversu ólíkur matarsmekkur sona sinna er og kann enga skýringu á því. „Reykt- ur fiskur með uppstúf er uppáhald yngri stráksins. Það er eitthvað sem hann lærði í leikskólanum. Mér finst það líka alveg merkilega góður mat- ur.“ Eldri sonurinn, sem er tólf ára, hefur talsvert frábrugðinn matar- smekk. „Þegar sumir vilja panta sér pítsu þá vill hann sushi eða kín- verskt eða eithvað slíkt. Hann hefur alltaf verið svona. Þetta er svoíítið dýr smekkur hjá honum en hann getur víst ekkert að því gert, hann er með mjög sérstaka bragðlauka, mik- ið fyrir ólífur og svoleiðis. Þetta er mjög skrýtið miðað við að þeir eru aldir upp á sama hátt við sama mat." Sellófann á Norðurlöndin Björk hefur haft í nógu að snúast upp á síðkastið við að setja upp ein- leik sinn Sellófann í Evrópu. „Ég er búin að vera úti mjög mikið að setja upp verkið þannig að ég hef ekki getað verið að leika mikið sjálf. í haust í Færeyjum og núna sfðast í Helsinki. í Helsinki fékk sýningin gríðalega góða dóma og hefur verið uppselt á hverja einustu sýningu. Þar eru 100 ár liðin frá því fmnskar konur fengu kosningarétt, fyrstar kvenna í Evrópu og hefur kvenfrelsi verið mikið í umræðunni svo tímasetningin er góð." Næst á dagskrá er svo að setja Sellófan upp í Stokkhólmi og von- andi í Noregi. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt þar en það er von- andi næst á dagskrá," segir Björk. Tragekómískur breytinga- skeiðskabarett Björk er þessa dagana að klára að semja leikrit sem hún hyggst setja upp með haustinu. „Leikritið fjallar um breytingaskeiðið. Ég ætla að setja það upp en ég veit ekki enn Björk Jakobsdóttir Fær sér matí flýti enda í nógu að snúast. með hverjum eða hvar en það á eftir að skýrast." Annar einleikur? „Nei, verkið er fýrir leikkonur og einn karlmann um það bil. Hug- myndin byrjaði sem svona nútíma- kabarett, þetta gamla, taka á þjóðfé- laginu og hafa lög á milli. En verkið er búið að taka eigin stefnu og ég veit ekki alveg hvar það endar, kannski með einhverri tragikómed- íu bara." Verður það fyndið? „Mér hefur hörmulega mistekist ef þetta verður ekki fyndið. Ég nenni ekki að ijalla um vandamál okkar manneskjanna nema að gera það á kómískan hátt." Fékk kvikmyndastyrk Björk var ein af aðalhandritshöf- undum áramótaskaupsins í fyrra, en hefur hún í hyggju að skrifa meira fyrir sjónvarp eða þvíumlflct? „Ja, ég er að klára bíómyndar- handrit sem búið er að fá handrita- styrk frá kvikmyndasjóði. Kvik- myndin er í ákveðnum farvegi en verkefnið er enn allt á trúnaðarstigi. En handritið verður bíómynd." Um hvað er hún? „Þetta er mynd um fólk í dag á ís- land. Þetta er svona fjölskyldusaga." Svona falleg fjölskyldusaga? „Nei, nei. Ekkert falleg. En ég vil helst ekkert vera að tjá mig um hana. Það var náttúrlega klapp á bakið að fá handritsstyrk en það er enná margt í óvissu. Þótt allt sé voða já- kvætt núna getur alltaf brugðið til beggja vona þannig að maður vill ekki vera með of miklar væntingar. Það þarf til dæmis að kosta þetta allt saman." En ertu ekki að hala inn á Sell- ófanninu? „Ég er nú alltaf að bíða eftir því að verða rík af því dæmi," segir Björk að lokum og hlær. rap@dv.is „Pabbi, ekki vera forseti" „Hún var bara að reyna að fá mig ofan af þessari vitleysu," segir Snorri Ásmundsson, myndlistar- maður og fyrrverandi forsetafram- bjóðandi. A heimasíðu framboðs- ins, this.is/snorri/forseti, sem enn er opin, segir hann á einum stað: „En ég lýk þessu framboði með því að vitna í orð 5 ára dóttur minnar: „Pabbi, ekki vera forseti, vertu bara listamaður." „Þessi orð hennar voru hluti af ástæðunni fyrir því að ég ákvað að draga framboð mitt til baka á sín- um tíma. Ég vildi ekld gera eitthvað sem kæmi henni illa. Hún er djúp- vitur stúlkan og minn helsti kenn- ari. Maður getur alltaf treyst á inn- sæi barna." Dóttir Snorra er sjö ára gömul og heitir Helena Ólöf. Að sögn Snorra erfði hún myndlistarhæfi- leikana frá föður sínum. „Þegar við Snorri Ásmundsson Með dóttur sinni Helenu Ólöfu. erum saman leikum við okkur mik- ið saman. Við búum til sögur sam- an og teiknum mikið. Hún er mikil listakona og eldklár," segir Snorri stoltur. Snorri segist ekkert ósáttur við orðið helgarpabbi og segist titla sig sem slíkan. „Ég er bara helg- arpabbi. Helgarpabbi er bara orð eða uppnefni. Frekar nýlegt orð. Mér dettur ekkert betra orð í hug í augnablikinu." Snorri segir að samkomulagið á milli hans og barnsmóður sinnar sé ljómandi gott.Hún er í námi og ég fæ oft að hlaupa undir bagga þegar hún þarf að læra. Þannig að ég get eytt miklum tíma með dótt- urinni." Verður kynslóð helgarpabba- barnanna eitthva öðruvísi en okkar? „Já, auðvitað. En ekkert út af því að annar hver maður á íslandi er helgarpabbi. Þau bara alin öðruvísi upp á allan hátt. Ætli það sé ekki frekar tölvuleikir og innihangs sem er áhyggjuefni. Börnin þurfa fyrst og fremst athygli og ást. Það eru sinnulausu börnin sem eru leidd í leiki og einhverja aðra heima af því að þeim er ekki sinnt sem skyldi. Við erum svo gráðug, okkur vantar alltaf nýjan plasmaskjá þannig að við sinnum börnunum ekki sem skyldi." Myndlistarmaðurinn hefur nóg fýrir stafni þessa dagana. „Ég er að skrifa bók á ensku sem er eins kon- ar dokumentasjón um myndlistina mína. Svo eru það einhverjar sýn- ingar erlendis sem ég er nú ekki með dagsetningu á. Síðan verð ég með eina sýningu í Klink og Bank seinna á þessu ári auk þess sem ég ætía ég að sýna í alkóhólumhverf- inu Næsta bar í aprfl." Til að taka sér frí frá myndlist- inni og borginni bregður Snorri undir sig betri fætinum og fer á sjó á togara sem gerður er út frá Reykjavik. „Það er rosalega hressandi fýrir andann. Sjó- mennskan er allt annar heimur og það er stórkostíegt að geta rifið sig út úr stúdíóinu og veitt svolítinn fisk."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.