Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 33
Sjaldgæf og öðruvísi mannanöfn hafa mikið verið í umræðunni upp á siðkastið. Það er tíska í nöfn- um eins og öðru og margir hafa miklar skoðanir á hlutunum þegar kemur að því að skira barn. DV heyrði í foreldrum sem völdu falleg og öðruvisi nöfn handa börnum sinum. Sum nafnanna koma úr íslendingasögunum, önnur úr goðafræðinni á meðan önnur eru einfaldlega út í loftið. LÁTIN SYSTKINI VÖLDU NÖFNIN „Það er skemmtileg saga frá því að segja hvernig Smyrill fékk sitt nafn,“ segir Anna Sigurlín Hallgrímsdóttir, móðir Smyrils og öldu Valentínu Rós- ar. „Pabbi þeirra heitir Valur og eitt sinn þegar hann var lítill kom Bergur bróðir hans með vin sinn heim með sér sem hét Smyrill. Mamma Vals kynnti sig fyrir Smyrli sem Svala og pabbi hans örn en þegar Valur kom heim og kynnti sig spurði Smyrill hvort þau væri að gera grín að honum," seg- ir Anna Sigurlín brosandi og bætir við: „Smyrill er ekkert endilega skírður eft- ir þessum manni en ég kolféll algjör- lega fyrir þessu nafni," segir hún og bætir við að henni þyki Smyrill það sterkt nafn að annað nafn við hlið þess myndi einungis skemma það. Dóttir önnu Sigurlínar ber þrjú nöfn, Alda Valentína Rós. Það er önn- ur og sorglegri saga að segja frá hvern- ig þau nöfn komu til sögunnar. „Ég hafði ekki enn skírt hana þegar hún var tíu mánaða. Hún átti eldri systkini sem hétu Pétur Steinn og ísabella Diljá. Pétur Steinn vildi að stelpan héti Alda Rós en fsebella Diljá hafi valið nafnið Alda Valentína. Þegar þau lét- ust í bruna ákváðum við að halda öll- um nöfnunum þremur. Öldu Valent- ínu Rós var bjargað úr brunanum af unglingsstúlku og þegar hún var spurð hvað hún héti sagði hún nafnið ósjálffátt enda passar það mjög vel við hana.“ Anna Sigurlín með Smyril og Öldu Valentínu Rós „Smyrill er ekkert endilega skirðar eftir þessum manni en I ég kolféll algjörleqa fyrir þessu ) nafni," segir Anná Sigurlin. "\ Anna Karen og Alída Milla Möller Anna Karen og barns- faðir hennar, Gauti Möller, pældu mikið i nafninu þegar von var á dótturinni í heiminn. ALIDA MERKIR GOFUG, BJÖRT OG SKÍNANDI „Okkur pabba hennar fannst þetta voðalega fallegt nafn,“ segir Anna Karen Úlfarsdóttir móðir Alídu Millu Möller Gautadóttur sem er fimm ára. Anna Karen og barnsfaðir hennar, Gauti Möll- er, pældu mikið í nafninu þegar von var á dótturinni í heiminn. „Við skoðuðum nafnabækur fram og til baka og duttum niður á Alída. Amma mín hét hins vegar Kamilla og Millu-nafnið kemur því frá henni. Pabbi hennar er svo Möller og okkur fannst við ekki geta sleppt því,“ segir Anna Karen sem er ánægð með öll þrjú nöfn dóttur sinnar. „Ég er ekki viss en ég held að það sé ein önnur Alída á Islandi og svo ein sem heitir Alida með i-i.“ Anna Karen segir Alídu Millu Möll- er fá athygli út á nafnið og að hún þurfi að stafa nafnið fyrir suma. „En eftir það muna hins vegar allir eftir henni sem getur verið mjög þægilegt." Anna Karen og Gauti höfðu sam- band við mannanafnanefnd vegna Alídu-nafnsins. Þar fengu þau munn- legt jáyrði þar sem ekki yrði fundað hjá nefndinni fyrir skírnina. „Sem betur fer gekk það eftir enda fellur nafnið að ís- lenskunni," segir hún. Alída Milla Möll- er er eina barn foreldra sinna. Anna Karen segir alls ekkert sjálfgefið að næsta barn muni fá svona sjaldgæft nafn. „Það þarf ekkert að vera en kemur bara í ljós. Við féllum fyrir merkingunni á Alídu en hún þýðir göfug, björt og skínandi sem hún vissulega er, það er alveg á hreinu.“ GERIOG VILJI ERU RAMMÍSLENSK NÖFN „Það er nú orðið eitthvað langt síðan ég hef slegið nöfnunum þeirra upp í þjóð- skrá en mér vitandi ber enginn annar þessi nöfn,“ segir Ragnar Ingibergsson faðir Vilja, þriggja ára, og Gera sem er sjö ára. Fjölskyldan er nýlega flutt heim frá Svíþjóð þar sem drengirnir fæddust. Faðir þeirra segir hugmyndina hafa verið að finna rammíslensk nöfn sem einnig gengu í Skandinavíu. „Bæði nöfnin eru úr goða- fræðinni. Geri var sem sagt annar af úlfum Óðins og Vilji er ritmynd af Vila sem var annar bróðir Óðins," útskýrir Ragnar. Aðspurður segir hann synina ekki hafa fengið mikla athygli út á nöfnin þótt þau verði stundum að endurtaka þau fyrir suma. „Fólk spyr kannski tvisvar eða þrisvar en annars hefur ekkert verið um stríðni vegna nafnanna." Hann segir þau hjónin hafa lesið nafnalista fram og til baka þegar von var á drengjunum í heim- inn. „Við þurftum að sækja um Gera- nafnið til mannanafnanefndar en þar sem það var auðvelt að rökstyðja notkun þess flaug það í gegn. Vilji var hins vegar á skrá.“ Ragnar segir að hann og kona hans, Sigríður Ólafsdóttir, hafi valið að halda nöfnunum einum og sér. „Við ákváðum að viðhalda þeim norræna sið að hafa nöfnin ekki fleiri en eitt eins og siður var í den,“ segir hann og bætir brosandi við að Egill hafi ekki heitið Egill Guðbrandur Skallagrímsson. „Svíarnir voru samt hissa á þessu þar sem þar í landi bera flestir allt upp í fimm nöfn.“ Ragnar, Vjlji, Geri og Sigríður„l//Ö ákvádum oö viðhalda þeim norræna sid að hafa nöfnin ekki fleiri en eitt eins og siður var í den/'segir Ragnar og bætir brosandi við að Egill hafi ekki heitið Egill Guðbrandur Skallagrimsson. indiana@dv.is - DV- myndir TeiturA/alli/heida.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.