Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006 Helgarblaö DV Blaðamaður handtek- regillinn inn i höllinni Blaðamaður frá Daily Mirror var handtekinn af bresku lögreglunni í Bucking- hamhöll í vikunni.Blaðamað- urinn, Robert Stansfield, 25 ára, hafði reynt að næla sér í starf innan hallarveggjanna. Hann hefur verið leystur úr gæsluvarðhaldi þangað til réttað verður í máli hans. Samkvæmt dagblaðinu The Mirror ætlaði Stansfield sér að ná upplýsingum um meðlimi konungsfjölskyld- una upp úr starfsfólki hall- arinnar. Fyrir þremur árum tókst blaðamanni frá Mirror að smygla sér inn í höllina á fölskum forsendum og starfa þar í tvo mán- uði. Æskuheimili Díönu leigt út fyrir veislur Æskuheimili Díönu prinsessu verður nú leigt út fyrir brúðkaup, veislur og fundi. Prinsessan var jarðsett á Althorp landareigninni og nú ætlar bróðir henn- ar, Spencer jarl, að græða á eigninni. Árið 2000 afþakkaði Spencer tilboð söngkon- unnar Madonnu um að fá að giftast Guy Richie í húsinu. Nú mega hins vegar allir sem geta pungað út 50 þúsund pund- um ganga í það heilaga (sama sal og Earl giftist Caroline og eyða nóttinni í svefnherberginu sem Díana svaf eitt sinn hjá Karli. Kennarinn fær miska- bætur Kennarinn sem heldur þv( fram að hún hafi hjálpað Harry prinsi að svindla á prófi fékk45 þúsund pund dæmd í miskabæturfrá Eton-skólan- um.Sarah Forsyth hafði betur í lög- fræðibaráttu við skólann en hún segir skólastjórann hafa lagt sig í einelti eft- irað málið kom upp.Skólastjórinn hélt því hins vegar fram að hann hefði rekið Söruh þar sem hún væri lélegur kennari.Sarah hljóðritaði samræður sínar við prinsinn og segir þær upp- tökur sanna mál sitt.Hún hefur hins vegar verið harkalega gagnrýnd fyrir að misnota traust prinsins. Litli prins- inn heim af sjúkrahúsi Litli norski prinsinn Sverrir Magn- ús hefur verið útskrifaður af sjúkra- húsi (Noregi eftir nokkurra daga dvöl. Litli prinsinn, sem er ekki nema tveggja mánaða gamall,fékk svo slæma sýkingu í vikunni að foreldrar hans, Hákon krónprins og Mette- Marit krónprinsessa,urðu að leggja hann inn síðasta þriðjudag.Þetta er ( annað skipti á jafn mörgum vikum sem þessi yngsti meðlimur konungs- fjölskyldunnar leggst inn á sjúkrahús en hann þjáðist af magaverkjum í síðustu viku. Nýr prins í Bret andi Vilhjálm- ur og Harry eru ekki einu eftir- sóttu prins- arnir ( London. Amedo prins Belgíu hefur vakið mikla at- hygli í land- inu.Hinn 19 ára prins, sem er elsti sonur Astrid prinsessu og eiginmanns hennar Archduke Lorenz, hefur sest að í Bret- landi og gengur (London School of Economics.Prinsinn hefur verið myndaður við hin ýmsu tækifæri eins og á rúgbíleik, við námið og á djamminu með vinum sínum. Besti vinur bresku prinsanna segist hafa verið plataður til að fá sér smók af kannabisjónu um síðustu helgi. Harry og VHhjálmnr í slæmum félagsskap Einn besti vin- ur Vilhjálms og Harry, Guy Pelly, segist hafa verið plataður til að fá sér smók af jónu um síðustu helgi. Fjölmiðlar hafa farið hamförum í fréttum af prins- unum ungu inni á skemmtistað þar sem einhverjir gesta höfðu eiturlyf um hönd. Guy Pelly, sem er einn af ríku yf- irstéttarvinum prinsanna, er- sagður miður sín vegna málsins. „Guy var á dansgólfinu ásamt Vilhjálmi og Kate Middleton þegar sæt stelpa vatt sér að honum og rétti honum juntu. Hann hafði ekki fyrr fengið sér smók þegar hann sá að einhver var að fylgjast með þeim á bak við mynda- vél. Guy var mjög drukkinn, annars hefði hann ekki gert þetta. Honum finnst hann hafa svikið Vilhjálrn því hann myndi aldrei gera neitt vísvit- andi að það myndi skaða hann eða Harry,“ sagði ónafngreind stelpa í vinahópnum. Guy Pelly hefur liklega í kjölfarið öðlast enn meiri óvild Karls Breta- prins en honum þykir drengurinn ekki prinsunum samboðinn. Guy komst í óvild hjá Karli þegar hann var ranglega sakaður um að hafa reddað Harry prinsi kannabis- efnum þegar þeir voru að- eins 16 ára. Karl gekk einnig inn í póló-partí þar sem Guy hafði klætt sig úr öll- um fötunum í villtum dansi á dansgólfinu. Sagan segir að Karl hafi harðbann- að sonum sínum að umgangast drenginn en að þeir hafi neitað að snúa við honum baki enda einn af þeirra bestu vinum. Guy vantaði heldur ekki í partíið fræga þar sem Harry prins mætti sem nasisti. Sjálf- ur var Guy klæddur upp sem Elísa- bet drottning, í fallegum kjól, með hárkollu og hvíta langa hanska. Þrátt fyrir vandræðin sem virðast fylgja honum segja nánir vinir að háttsettir einstaklingar innan kon- ungsfjölskyldunnar hafi fallið fyrir persónutöfrum hans og þá sér í lagi fyrir þá staðreynd að Guy ræði aldrei um einkamál prinsanna né annarra meðlima fjölskyldunnar í fjölmiðl- um. Guy hefur reynt að nota sér at- hyglina til að komast að í raunveru- leikaþáttunum Have I Got News For You og I’m A Celebrity Get Me Out Of Here en í báðum þáttum keppast lítið þekktar stjörnur um athyglina. Vandræðagemsar Guy Pelly var kennt um. Friðrik krónprins, Mary krónprinsessa og Christian litli halda sínu striki þrátt fyrir aukna hættu á hryðjuverkum. Óvildin engin áhrif á konungsfjölskylduna Dagskrá Friðriks krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessu er óbreytt þrátt fyrir aukna óvild múslimaríkja í garð Dana. Ráð- ist hefur verið á sendiráð Danmerkur á nokkrum stöðum í heiminum eftir birtingu á skopmyndum af Múhameð spámanni og hætta er talin á hryðjuverkum. Mary og Friðrik hafa þó ákveðið að halda sínum áætlunum og munu meðal annars heim- sækja Ítalíu og Þýskaland á næstunni ásamt litla prinsinum Christian. „Þeirra dagskrá er óbreytt," agði Lis M. Frederiksen, fjölmiðla- fulltrúi dönsku konungsfjölskyldunnar. „Allir meðlimir fjölskyldunnar munu halda sínu striki." Krónprinsinn mun mæta á vetrar- ólympíuleikana í Turin í næstu viku og Mary og Christian munu síðan sameinast honum í ferð um Þýskaland. I Ham- borg verða þau sérstakir gestir í ár- legri veislu sem á sér meira en 600 ára langa sögu. Danska leyniþjónust- an hefur ekkert sagt til um hvort öryggisgæsla verði hert í kringum fjöl- skylduna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.