Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Side 12
12 LAUGARDACUR 18. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Bannað að kyssast Breskum börnum og ung- lingmn hefur nú verið bannað að kyssast í skóla- leikritum, eftir að lög um það voru samþykkt. Þetta hefur vakið reiði leiklistarkennara í Englandi, en mikið er lagt upp úr leikritum þar í landi. Leikrit eins og Rómeó og Júlía eru gjaman sett upp af unglingum í landinu, en ljóst er að kennarar verða að skera af leikritinu ætíi þeir að sýna það. Kennarar í landinu segja að börn og unglingar horfi á miklu grófara efni í sjónvarpi og ættu þess vegna að mega kyssast í leikritum. Hasshaus kvartar Hinn 52 ára Hans-Jurgen Bedt kvartaði í lög- regluna vegna þess að hassið sem hann keypti af eiturlyfjasala hefði ekki verið jafngott og það átti að vera. „Þetta eru svik. Hassið var rétt í meðallagi í gæð- um," sagði Bendt við lög- regluna í Dalmstadt. Hann hafði áður farið fram á við eiturlyíjasalann að endur- greiða sér um 30 þúsund krónur sem hann eyddi í hassið. Bendt hefur nú ver- ið kærður fyrir að kaupa og eiga ólögleg efni. Dalurfyrir skróp Terence Braxton, leik- fimiskennari í Flórída, græddi á tá og fingri frá september og fram í des- ember á síðasta ári. Braxton hóf þá nýja, og jafnframt ólöglega, þjónustu við nemendur. Hann rukkaði þá um einn Bandaríkjadal, 64 krónur íslenskar, fýrir að sleppa við leikfimistíma. Talið er að Braxton hafi orðið sér úti um þúsundir dala, en hefur aðeins verið kærður fyrir að taka 230 dali, tæp- lega 15 þúsund krónur, af sex nemendum. Upp komst um Braxton þegar foreldri hafði Scimband við skóla- stjóra Esacambia-skólans og kvartaði. Cathy Lenceski segir dóttur sína, Angelu Harris. hafa sofið hjá 100 mönnum þrátt fyrir að vera HlV-smituð. Lögreglan í St. Charles í Bandaríkjunum á í erfiðleikum með að staðfesta söguna en alls hafa fjórir hringt inn nú þegar vegna málsins. Angela Harris er fjögurra barna móðir og gengur með það fimmta. Eitt barna hennar smitaðist af HlV-veirunni við fæðingu. Segir dóttur sína hafa smitað 100 menn af HIV Hin 26 ára bandaríska Angela Harris hefur verið ákærð fyrir að reyna að sýkja fyrrverandi kærasta sinn viljandi af HlV-veirunni. Hún mun hafa sofið hjá honum þrisvar sinnum án þess að nota verjur og án þess að greina honum frá því að hún væri sýkt. Hinn 42 ára kærasti hennar hefur ekki enn verið greindur með HIV. Upp komst um Harris eftir að móðir hennar, Cathy Lenceski, hafði samband við lögreglu og sagði hrikalega sögu dóttur sinnar. Fjögurra barna móðir Angela Harris er fjögurra barna móöir og gengur með það fímmta. Lenceski sagði lögreglu að dóttir hennar hefði líldega sofið hjá um 100 mönnum síðastíiðin fjögur til fimm ár, þrátt fyrir að hún hefði vit- að að hún væri með alnæmis- veiruna. Lögreglan er enn að rann- saka málið og því hefur ekJd verið hægt að staðfesta sögu móðurinnar. I desember hringdi hún í kærasta dóttur sinnar og varaði hann við því að Harris væri smituð. Hann vissi þá ekkert um að Harris væri sýkt og höfðu þau þá þegar haft mök. Fjögurra barna móðir Harris hefur átt fjögur börn með þremur mönnum og er nú ófrísk að því fimmta. Einn sonur hennar er sýktur af alnæmisveirunni. Barns- feður hennar vissu af því að Harris væri með sjúkdóminn en lögreglan í St. Charles í Missouri í Bandaríkjun- um segir óvíst hvort þeir hafi sjálfir smitast. Ef Harris verður dæmd fyrir verknaðinn gæti hún endað í fang- elsi í fimm til 15 ár. Verði kærasti hennar hins vegar einnig greindur með sjúkdóminn gæti Harris verið dæmd í lífstíðarfangelsi. „Þá þurfum við að komast aðþví hverj- um rekkjunautar hennar hafa sofið hjá og þurfum að rekja langa slóð." Fjórir hafa haft samband við lögreglu Samkvæmt breska blaðinu The Sun hafa alls fjórir haft samband við lögreglu vegna málsins. Þar á meðal eru tvær konur sem segja að menn þeirra hafi haft mök við Harris án þess að nota verjur. Einnig hringdi móðir inn sem segir Harris hafa haft mök við 17 ára son sinn. Engin af þessum sögum hefur aftur á móti verið sönnuð, því málið er allt á rannsóknarstigi. Erfitt mál Julie Burkemper, talsmaðuí um- hverfis- og helbrigðisráðs St. Charles-sýslunnar, segir að málið sé erfitt og að eftirspurn eftir HlV-próf- um hafi aukist til muna. „Ef að þessi saga reynist sönn getur þetta orðið arisi erfitt. Þá þurfum við að komast að því hverjum rekkjunautar hennar hafa sofið hjá og þurfum að rekja langa slóð.“ Hún segir að þetta sé í raun lexía fyrir alla. „Þetta ætti að minna fólk á að það er ekki til neitt sem heitir öruggt kynlíf. En það er öruggara ef maður notar smokk." Smitaðist 14 ára Harris smitaðist þegar hún var 14 ára þegar hún missti fóstur. Eldd er vitað hvað vakir fyrir henni með því að segja rekkjunautum sínum eldd ffá því að hún sé smituð. Lögreglan í St. Charles hefur nú sent út myndir af henni og auglýsir eftir mönnum sem hafa sofið hjá henni. Ljóst er að ef sagan reynist sönn mun Harris verða dæmd í langa fangelsisvist. kjartan@dv.is Veðrið eryndislegt I dag og skíðafærið gott, “ segir Bald- vin Halldór Sigurðsson, oddviti Vinstri-grænna á Akureyri.„Svo er hægt að fara á skauta eða í leikhús. Þaðer Landsíminn að vera á Akureyri I dag. Póli- tlska baráttan að fara í gang og það er mikill hugur IVG-mönnum. Við vonum að meðbyrinn sem við höf- um endist okkursem erum I framvarðasveitinni. “ Nýr raunveruleikaþáttur í Hollandi „Pimpaðu" lífið mitt Hollenska sjónvarpsstöðin EBU hefur hafið framleiðslu á nýjum raunveruleikaþætti í anda hins sí- vinsæla þáttar Pimp My Ride, sem framleiddur er af MTV og hefur verið sýndur á Skjá einum. í þeim þætti tekur þáttastjómandi við gömlum og illa förnum b£l- um og lætur gera þá upp. En hollenska útgáfan gengur út á að „gera upp“ líf þeirra sem hafa verið óheppnir með sinn hlut. Heimilislausir verða teknir í þáttinn og líf þeirra tekið fyrir. Talsmaður þáttanna, Martin van Oosten, segir að reynt verði að breyta lífi þeirra. „Fyrst mun þáttastjórnandinn taka hina heimilislausu inn í heim þeirra ríku. Þeir munu verða keyrðir um á limmósínum, keypt verða ný föt á þá, þeim boðið á bestu veit- ingastaði sem völ er á og bókuð herbergi á fi'nustu hótelun- um," segir van Oosten. Þetta er þó ekld allt. Þeir sem koma í þáttinn þurfa að leggja ýmislegt á sig. „Svo þurfa gestir olckar að finna sér starf og sfna eigin íbúð. Þeir munu þó fá þjálfun frá ýmsum aðilum og hjálp frá ýms- um samtökum. Þetta gengur í eina viku og svo þurfa þeir að spjara sig á Pimp My Ride I þessum þátt- um finnur þáttastjórnandinn Xzibit gamla og hálfónýta bíla og breytirþeim i kagga. fk Þe eigin spýtur," segir van Oosten sem segir það erfitt að finna heimilis- lausa sem geti þolað álagið að breyt- ast í hefðbundinn borgara á einni viku. En hann segir þetta vera þátt sem gefi fólki mikið: „Við vildum gera þennan þátt því við viljum gefa eitthvað til fá- tækra, til þeirra sem þess þurfa." Pimp My Life Iþessum nýju þáttum finnur þáttastjórnand- inn heimilislaust fólk og kemur þvíinn í lífið aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.