Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Frítt fyrir alla
Bæjarstjóm Sandgerðis-
bæjar samþykkti rausnar-
lega tillögu nú á dögunum.
Þannig er mál með vexti að
íbúar Sandgerðisbæjar fá,
vegna tillögunnar, frítt í
sund. Það skiptir ekki máli
hvort um ræðir
konur eða karla
því það er frítt
fyrir alla. Þessi fríi
aðgangur er þó
um óákveðinn
tíma eða þar til henni verð-
ur lokað vegna byggingar-
framkvæmda, það er
stækkun á íþróttamiðstöð
og sundlaug.
Þróun í
Grundarfirði
Menntamálaráðuneytið
stendur fyrir UT2006 - ráð-
stefnu um þróun í skóla-
starfi, föstudaginn 3. mars
2006. Ráðstefnan er haldin
í Fjölbrautaskóla Snæfell-
inga í Grundarfirði. Á
UT2006 er áhersla lögð á
sveigjanlega kennsluhætti.
Ráðstefnugestir verða virkir
þátttakendur í dagskránni
og formlegir fyrirlestrar
verða í lágmarki. Skipulag
ráðstefnunnar er með ný-
stárlegum hætti og gefur
fólki færi á að taka þátt í
áhugaverðri og spennandi
uppbyggingu skólastarfs á
fslandi.
„Nú er Konu- og karlakvöldið,
sem við á FM 957 erum með í
kvöld,aðala triðið," segir Sig-
valdi Kaldalóns -Svali á FM
957.„Svo erum við að byrja
aftur með Hlustaðu á hljóðið
Hvað liggur á?
orugg-
lega
vinsælasti útvarpsleikur á ís-
landi. Við ætlum að gefa tals-
verðar fjárhæðir; síðast gáf-
um við alls milljón. Einnig
erum við að undirbúa aug-
lýsingaherferð. Við ætlum að
fríska upp á stöðina og lóg-
/ð."
Reykjavíkurborg er í vanda með að finna kvenkyns vaktmenn á Núllið; almennings-
salernin sem hafa verið neðst í Bankastrætinu í nær átta áratugi. Helgi Kárason hef-
ur staðið vaktina á Núllinu í sjö ár. Helgi segir ástandið óviðunandi, of mikið álag sé
á starfsmönnum sem þurfi að vinna nánast alla daga ársins. Baldur Einarsson, deild-
arstjóri hjá borginni, segir illa ganga að finna fólk til að standa vaktina.
Salernisvörðurinn
Helgi Kárason stendur
vaktina karlamegin og
segir ástandið í starfs- S
mannamálum ekki gott.
„Okkyr vantaf
| starfsmefín o<
Éelstþarfþað al
vejra kvenmaðurf
llis
Almenningssalernin neðst í Bankastrætinu, á Núllinu, hafa fylgt
Reykvíkingum síðan 1930. Salernisverðir á Núllinu eru ósáttir
við að enginn virðist fást til að gegna sömu störfum og þeir og
vegna þess þurfa þeir til að mynda að vinna flesta daga ársins.
Salernin eru kynjaskipt og athygli vekur að karlmaður hefur
staðið vaktina kvennamegin síðastliðið hálft ár.
„Þetta er ekki gott ástand,“ segir
Helgi Kárason, salernisvörður á
Núllinu í Bankastræti.
Helgi hefur unnið á Núllinu frá
árinu 1999 og segir álagið síðasta
hálfa árið hafa verið allt of mikið.
Síðasta sumar hætti eini kvenmað-
urinn sem starfaði á Núllinu og hafa
karlmennirnir þurft að ganga í
hennar störf. Tvo starfsmenn vantar
til viðbótar við þá fjóra sem eru fast-
ráðnir salernisverðir þar nú.
Karl vaktar kvennamegin
Helgi segir að kvenkyns gestir á
salernunum hafi kvartað undan því
að karlmaður standi vaktina
kvennamegin á Núllinu. „Það vantar
hér kvenkyns starfsmánn. Við erum
að vinna hér alla þá daga sem er
opið og fáum sjaldan frí,“ segir hann
og bætir við að skrýtið sé að fáir sæki
um störfin.
Starfið felur í sér að þrífa, opna
salerni og vera til staðar fyrir gesti.
Unnið er vaktavinnu, tvo daga aðra
vikuna og fimm daga hina. Vinnu-
dagurinn er frá átta á morgnana til
sex á kvöldin auk næturvakta um
helgar. „Þetta er mjög fínt „djobb"
sem hentar öllum. Næturvaktirnar
rnyndu henta skólafólki sérstaklega
vel,“ segir Helgi.
Þarf helst að vera kvenmaður
\ Baldur Einarsson, deildarstjóri
hjá framkvæmdasviði Reykjavílair-
borgar, kannast við vandamálið:
„Það gengur illa að fólk og það er
verið að leita að mannskap til að
Núllinu sem gegnt hefur hlutverki
sínu í marga áratugi. Ný kynslóð al-
menningssalerna hefur skotið upp
kollinum í miðbænum þar sem fólki
er gert að greiða fyrir salernisferð-
ina.
Helgi segir að þrátt fyrir hina
nýju kynslóð salerna sé Núllið enn
þá notað.
„Það er íjöldinn allur af fólki sem
kemur niður á skálina að pissa og
því er nauðsynlegt að halda þessu
opnu,“ segir Helgi Kárason salernis-
vörður - karlamegin á Núllinu.
gudmundur@dv.is
Karlaveldi Karlar sinna störf-
um beggja kynja á Núllinu I
Bankastræti. Engin kona vill
vakta kvennasaiernið og von-
ast starfandi saiernisverðir til
að fá konu i lið með sér.
sinna þessu," segir Baldur og bendir
á að ráðningarstofa fari með það
verkefni. „Okkur vantar starfsmann
og helst þarf það að vera kvenmað-
ur,“ segir Baldur.
Síðast var starfsmaður ráðinn í
haust en hann var karlkyns.
„Það hefur verið svolítið álag á
þeim þarna og okkur vantar einn til
tvo menn í störf. Það gengur erfið-
lega," segir Baldur.
Fjöldi fólks kemur að pissa
Menn hafa löngum velt fyrir sér
hvort ekki sé kominn tími á að loka
Glæsilegt úrval af
handsmíðuðum
íslenskum
skartgripum
/LÁRAÁ
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10
sími 561 1300
Dómur yfir Guðmundi Þórarinssyni sem ofsótti læknaprófessor staðfestur
Hæstiréttur heldur Guðmundi á Sogni
Hæstiréttur staðfesti á fimmtu-
dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
yfir Guðmundi Þórarinsson. Hann
var í september á síðasta ári dæmd-
ur til vistar á Sogni eftir að hafa of-
sótt og ráðist á lækni sem fram-
kvæmdi fyrir hann barnsfaðernis-
rannsókn.
I réttarhöldunum yfir Guðmundi
var fyrst og fremst deilt um sakhæfi
Guðmundar. Verjandi hans, Sveinn
Andri Sveinnson, dró í efa það mat
dómkvaddra sérfræðinga að Guð-
mundur væri haldinn geðsjúkdómi.
Vegna þessa mats sálfræðinganna
var hann sendur af dómara á Sogn.
Hefði verið farið eftir vilja Guð-
mundar og verjanda hans hefði
Guðmundur verið úrskurðaður sak-
hæfur og dæmdur fyrir ofsóknir sín-
ar gegn lækninum. Hefði sú verið
raunin gengi Guðmundur að öllum
líkindum laus í dag.
Veikindi hans hafa verið skil-
greind af sérfræðingum sem kver-
úlanta-paranoia. Hún mun hafa or-
sakast af deilu Guðmundar við aðila
sem úrskurðuðu að barn sem hann
taldi sig eiga væri ekki hans.
Guðmundur verður vistaður á
Sogni þar til læknar þar telja að
hann hafi náð fullum bata af veik-
indum sínum.
Guðmundur Þórarinsson sat á
Litla-Hrauni í fjóra mánuði á meðan
málið var rannsakað og rekið
fyrir dómstólum en það þyk-
ir afar sjaldgæft miðað við
umfang þess. Nægir að
benda á mál þekktra ofbeld-
ismanna sem fara ítrekað
með alvarlegum árásum
gegn almenningi án þess að sitja í
gæsluvarðhaldi á meðan mál þeirra
eru rannsökuð.
andri@dv.is
Guðmundur Þór
arinsson Situr
áfram nauðugur á
Sogni eftir úrskurð
Hæstarétts.
mk..tssr&
I * W1IBBIiíif.fcM*'W®*1WMMWl*
KYLDIPROFESSML
Segist faðir bants stmhannj ektiw
L A VERÖNDINA?
1UR