Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. APRlL 2006 Fréttir DV Ólafiir F. Magnússon Kostir & Gallar Ólafur er hlýr, umhyggjusamur og klár maður sem gefst aldrei upp. Mjög trausturog mikill hugsjónamaður og náttúru- unnandi. Hann á það til að fara fram úr sér í sínum viðfangsefnum og tekur hlutina I pólitíkinni stundum ofnærri sér. Hann erlítið fyrir málamiðlanir. „Ólafur er gæddur miklum mannkostum. Hann erhlýrog umhyggjusamur og blíður við fólk. Það er ekkert skrítið að hann skyldi verða læknir. Hann er klár, vel máli farinn, góður félagi og mikill náttúrunnandi. Hann er ekkert með sérstaklega þykkan skráp í pólitíkinni“ Margrét Sverrisdóttir, formaður Frjálslynda flokksins. „Ólafur erþrautseigur og fylginn sér og mótlæti er honum hvatning til að gera betur og hann gefst aldrei upp. Þetta nýtist honum I pólitíkinni en einnig í daglegu lífi. Honum hættir hins vegar til að fara fram úrsérí slnum viðfangs- efnum. Hann vinnur stundum of mikið og hættirþví til að ganga ofnærri sér.“ Gunnar Hólm Hjálmarsson iönfræðingur. „Ólafur er hugsjónamaður og lætur sé annt um þau málefni sem hann tekur sér fyrir hendur. Við höfum áttgott samstarfí borgarstjórn þrátt fyrir að við höfum ekki alltafáttsamleið. Ég hef ætíð getað treyst orðum Ólafs. Ólafur er oft mjög stífur á meiningu sinni, sem stundum getur verið galli þegar nauðsynlegt er að leita málamiðlana í erfiðum úrlausnarefnum.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgastjóraefniSjálfstæðisflokksins. ólafur Friðrik Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, er fæddur á Akureyri 3. ágúst 1952, sonur Magnúsar ólafssonar læknis og önnu G. Stefánsdóttur ritara. ólafur er læknir að mennt og hefur starfað sem slíkur bæði fyrir hið opinbera og á eigin stofu. ólafur hefur setið í fjölda nefnda og stjórna, fyrstfyrirSjálfstæðisflokkinn en nú Frjálslynda flokkinn. Eiginkona Ólafs er Guðrún Kjartansdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur. ólafur á fjögur börn. Nígeríumennirnir Nosa Gibson Ehiorobo og Sunday Osemwengie voru báðir dæmdir í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir fjársvik. Nosa og Sunday komu til landsins 17. mars en þegar þeir ætluðu af landi brott 15 tímum síðar kom í ljós að þeir höfðu meðferðis 100 þúsund evrur. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkur- flugvelli, fagnar dóminum og segir þetta skýr skilaboð til annarra svikahrappa. Nosa Gibson Ehiorobo og Sunday Osemwengie hafa verið dæmd- ir í 15 mánaða fangelsi fýrir fjársvik. Þeir sviku 100 þúsund evrur, eða 8,7 milljónir króna, út úr grunlausum íslendingum sem trúðu því að þeir væru að kaupa bleðla sem hægt væri að breyta í pen- inga. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli segir þetta tímabæran dóm og skýr skilaboð til fjársvikara. Nosa og Sunday komu til lands- ins 17. mars og hafði þá tollurinn af- skipti af þeim því ferðir þeirra þóttu grunsamlegar. 15 tímum síðar ætluðu þeir úr landinu en fengu ekki flug og frestaðist því brottför þeirra um aðra 15 tíma. Þegar þeir komu öðru sinni upp á flugvöll var aftur höfð afskipti af þeim og fundust þá 100 þúsund evrur í farangri þeirra. Einnig fundust tæki og tól til þess að breyta pappírsnepl- um í peningaseðla. Fórnalömb treg til samstarfs Þeir sem urðu fyrir barðinu á fjár- svikurunum voru tregir til samstarfs því þeb stóðu í þeirri trú að þeir gætu breytt pappírnum sem þeii' keyptu í falsaða peninga. Var svo úr að tveir íslendingar fengu réttarstöðu grunaðra og voru yfirheyrðir en þeir voru þó ekki ákærðir í kjölfar málsins. Sýlsumaður fagnar dómi Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á KeflavíkurflugveUi, fagnar dóminum. Jóhann segiraðþað sétt'ma- bært að stemma stigu við erlend- um fjársvikur- um en komur þeirra hingað til lands hafa stóraukist á síðustu miss- „Jóhann R. Benedikts- sonsegiraðþaðsé tímabært að stemma stigu við erlenda fjár- svikara." erum. Daglega blekkjast fleiri af svik- um þeirra en margvíslegar aðferðir hafa verið notaðar eins og tölvupóst- ar þess eðlis að fólk borgi pening í von um að fá meiri pening. Ótrúverðugar skýringar Nígeríumennimir halda fram sak- leysi sínu en skýringar þeirra þóttu afar ótrúverðugar. Annar mannana hélt því til að mynda fram að féð væri ekki þeirra heldur væru þeir aðeins að sækja reiðufé fyrir ríkan Bandaríkjamann. Nosa og Sunday sýndu enginn svipbrigði þegar dóm- ur féli í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þeir báðu einungis um frest til þess að áfrýja dómn- um til Hæsta- réttar og má því búast við að þeir áfrýi dómnum. valur@dv.is Hvað gerir Svarthöfði nú? Svarthöföi Fyrir mörgum árum sagði sagði einhver gaur: „Be careful what you wish for - it might come true!" Þetta var á þeim árum sem Svarthöfði kunni ekki ensku og afgreiddi þetta sem hvert annað brennivínsraus. Einhverra hluta vegna syngur hún í kollinum á Svarthöfða þessi setning núna - á þessum tímamótum. Fyrir stuttu skrifaði Svarthöfði gal- gopalegan pistil um uppgripin sem framtakssamir fangar geta komist í á Litla-Hrauni. Og var í hálfkæringi að vísa til þess að með því að selja inn- an veggja fangelsisins hass og annað smálegt má hæglega komast í fjögur hundruð þúsund kall svart á mán- uði. Sem jafngildir 700 þúsund kaili á mánuði. Sem er einu núlii meira en Svarthöfði hefur haft. „Þú ættir að vera ánægður. Nóg ertu búin að gagnrýna DV. En hvað nú?“ sagði Svarthöfða þegar Svart- höfði færði henni tíðindin. Þrjú þúsund kaU fyrir daglegan pistilinn gerir um 70 þúsund kall á mánuði. Nú stefnir í að Svarthöfði fari á Hraunið en þá í skuldafangelsi frekar en að hann hafl hent steini í glugga skartgripaverslunar. „Be careful..." DV bara búið. Vikublað? Hvað er nú það? Svarthöfði hefur hingað til nærst á því að vera með puttann á púlsinum. Koma með sín- ar fféttir strax. En Svarthöfði hefur náttúrlega fýrst og fremst skyldum að gegna gagnvart dyggum lesend- um sínum. Ef samningar takast við ritstjórann, og hér segir Svarthöfði ef, þá er það... hvað? 12 þúsund kall á mánuði! Lifir einhver á því? Sjálfsagt verður hún rík gleðin hjá skrílnum. Sem heiintaði minni upplýsingar, að fréttir væru dulkóð- aðar af tíllitssemi við sensetíva les- endur. En ifldega skammvinn gleðin samt. Um hvað á að tala? Á hverju á að hneykslast? „Be careful what you wishfor..." Svarthöfði vill nota þetta tæki- færi, um leið og hann þurrkar tárvot- an hjálm sinn, og þakka lesendum samfylgdina þessa áratugi. Svarthöfði Hvernig hefur þú það? „Ég var að koma úrjógatíma og get varla lýst þvíhve velmér líður þessa stund- ina,“segir Hallur Hallsson blaðamaður. „Ég er alltafeins og nýr og endurnærður maður eftir þessa tlma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.