Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. APRlL 2006 Fréttir DV Hnefaleikarinn Tue Björn Thomsen borinn til grafar Ólétt kærastan sat við líkið alla vikuna Fundu ástina áXbox Par ætlar að gifta sig eftir að það kynntist á net- inu við að spila á Xboxin sín í 7.000 km fjarlægð frá hvort öðru. Cla- ire Wilcox í Car- diff á Englandi og Shane Nel- son í Missouri í Bandaríkjunum spiluðu golf gegn hvort öðru og fóru síðan að spjalla saman á netrásinni. Eitt leiddi af öðru, nú hafa þau hitt hvort annað og ætía sér að giftast í sumar. Athöfnin fer fram í Cardiff en síðan ætía þau að stofna heimili vestan hafs. Hinn íslenskættaði hnefaleik- ari, Tue Björn Thomsen, var bor- inn til grafar í Sædden kirkju í Esbjerg í gærdag að viðstöddu fjölmenni. I umsögn danska blaðsins BT um jarðarförina seg- ir meðal annars að Marianne, hin ólétta kærasta Tues, hafi ekki vikið frá líki hans á Retsmedicinsk Ins- titut alla vikuna, eða frá því hann var myrtur síðastliðinn sunnudag. „Hún á ótrúlegta erfitt með að skilja að faðirinn að ófæddu barni hennar er ekki lengur á lífi," segir Björn Thomsen, hinn 67 ára gamli faðir Tues í samtali við BT. í tengslum við útförina hafa nokkrir af vinum Tues Björn kom- ið á fót sjóði til að styðja fjárhags- lega við bakið á ófæddu barni hans en kærastan, Marianne Retvig, á von á sér í september. „Það er verulega fallegt af þeim að koma þessum sjóði á laggirn- ar og ég veit að Marianne er mjög hrærð og þakklát fyrir þetta fram- tak," segir Björn Thomsen. „Sjálf hefur hún enn ekki krafta til að koma fram og þakka þessum vin- um hans persónulega fyrir fram- takið. Hún er enn of niðurbrotin yfir því sem gerðist." Þó að Tue Björn hafi búið í Kaupmannahöfn síðustu ár var fjölskyldan sammála um að jarða hann við Sædden. „Elsti bróðir Tues býr í Esbjerg, ég bý í Varde, móðir hans á Fanö og þriðji bróð- irinn er einnig grafinn við Sædd- en. Því vorum við sammála um Sædden sem hinstu hvílu Tues," segir Björn Thomsen. Ef einhverjir hér heima vilja styrkja ófætt barn Tues geta þeir sett fé inn á reikning númer 5095- 1357420 í Jyske Bank. Tue Björn Thomsen Hnefaleikar- inn var borinn til grafar i Esbjerg. ICELANDAIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.