Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 45
Helgarblað DV LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 45 mí ■ f Það ósýnilega sett á mynd Þórunn skrifar um reynslu slna og færir I myndir. gæti ekki verið betri læknir, sagði eitt sinn við mig að guði hlyti að vera mjög illa við mig. Ég spurði hann auð- vitað forviða hvers vegna hann segði það og hann útskýrði orð sín með því að hann hefði haft svo mörg tækifæri til að taka mig til sín en aldrei notfært sér þau," segir Þórunn brosandi. Hvaða veikmdi hafa verið að plaga þig? „Ég hef farið í margar brjósklosaðgerðir auk þess sem að vírus sem ég fékk hafði varanleg áhrif á hreyfigetu mína og svo hef ég þrisvar sinnum greinst með krabba- mein, þannig að það er ýmislegt sem hefur slegið mig niður," segir Þórunn af æðruleysi. „Ég lít á þetta sem verk- efni og vinn úr þeim. Þegar upp er staðið hafa veikindin aðeins skilað mér gróða þótt auðvitað vildi ég enn geta verið úti á vinnumarkaðnum, það er hreint ekki auðvelt að lifa af ör- orkubótum. En ég er heppin, ég á þennan bústað og íbúð sem sonur minn dvelur nú í." Ellismellur á skólabekk Þórunn er menntaður þjónn og starfaði lengi sem framleiðslustjóri. Hún hafði unun á starfi sínu og segir guð hafa gefið sér tækifæri sem hún hafi orðið að nýta. „Ég fékk vírusinn þegar ég var þrítug það tók mig tvö ár að ná mér af þeim veikindum sem honum fylgdu en það tókst og eftir það fór ég í Veitinga- og hótelskólann. Ég leit þannig á að guð hefði gefið mér annað tækifæri og það ákvað ég að nýta. Þar fyrir utan þótti mér vænt um að bömin mín fengju að sjá að það er aldrei of seint að læra og svo var þetta gott fyrir sjálfsálitið því ég fékk mjög góð störf á eftir," segir Þór- unn sem segir námið hafa verið þræl- skemmtilegt þótt oft hafi hún verið köliuð ellismellurinn meðal sam- nemenda sinna í léttu gríni. „Það var nú samt svolítið erfitt að vera svona næmur þegar maður er að vinna við starf sem oft fylgir mikil drykkja. Það er sárt að sjá hvað fólk verður varnarlaust þegar það verður drukkið og ýmis konar verur komast alltof greiðlega að því. Því fylgja leið- inlegar persónubreytingar og erfið stemning," segir Þómnn alvarleg á svip. Hún telur ekki rétt að öl sé innri maður þegar fólk fer yfir strikið í drykkjunni því þá spili svo ótal margt fleira en fólk átti sig á inn í. Út úr líkamanum „Ég ætlaði nú ekkert að tala um veikindin," segir Þórunn og hlær. „Það er samt ekki hægt að aðskilja alia hluti, til að mynda man ég þegar ég átti þriðja bamið mitt að ég fór úr lík- ama mínum. Þetta var afar erfið fæð- ing og þetta þótti mér einn af þeim kostum sem fylgja því að vera eins og ég er,“ segir Þórunn og blaðamaður er sannfærður um að margar konur sem hafa gengið í gegnum erfiðar fæðingar hefðu viljað geta notfært sér hæfileika Þórunnar til að lina þrautir sínar. „Ég held að maður eigi að nota svona næmleika til að hjálpa sér og öðrum en ekki til þess að sitja eins og gúrú. Maður á ekki að nota þessa hæfileika sem fjáröflunarleið eða stjómunartæki," segir Þórunn sem telur þá sem noti skyggnina sér til við- urværis „brenni fljótlega upp“ eins og hún orðar það. Rannsóknir á ósýnilegri veröld Þórunn segist hafa tekið á móti fjölda erlendra kvikmyndagerða- manna sem hafa áhuga á íslenskri álfamenningu. í eitt skipti þótti henni þó þýskt kvikmyndagerðarfólk fara óvarlega með reynslu hennar af handanheimum og þar sem henni þykja þessi mál mjög heilög ákvað hún að hætta að taka á móti þessum forvitnu gestum - þanngað til hún hitti franskan leikstjóra að nafni Jean- Michel Roux. „Magnús Skarphéðinsson hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að tala við þennan mann. Hann sagði að leikstjórinn tæki þessi mál mjög alvarlega og ég ætti að minnsta kosti að prófa að eiga við hann spjall. Ég lét tilleiðast, sem bet- ur, fer því þessi kynni okkar urðu að vináttu. Hann hefúr þegar gert eina mynd um ísland og huldufólk og stærri mynd sem ber heitið In- vestigation into the invisible world en hún hefur meðal annars verið sýnd á Sundance-hátíðinni í Frakklandi og vakið töluverða athygli eins og blaða- maður sannreyndi með því að athuga umræður um verkið á veraldarvefii- um. Fylgist með látinni dóttur sinni Þórunn á ijögur börn og þeirra á meðal er fjölmiðlamaðurinn góð- kunni Heiðar Austmann. Hún segist afar stolt af cifkomendum sfnum þótt henni finnist kominn tími til þess að Heiðar verði faðir. „Ég á núna sex bamaböm en mig langar í rnu þannig að hann Heiðar minn verður að fara láta til sín taka," segir hún og bendir Virkjunin á Kára- hnjúkum er eitt afþví sem á ekki að Ijúka við. Ég vona að það verði ekkert mann- tjón þegar jörðin læt- ur á sér kræla en hitt eru bara peningar sem skipta ekki máli þegar til lengri tíma er litið. ánægð á fjölskyldumynd uppi á vegg sem fjöldi fallegs fólks prýðir. Við það bregður þó fyrir alvarlegum svip á andliti hennar. „Ég átti svo eina dótt- ur til viðbótar sem dó skömmu eftir að hún fæddist. Sem betur fer hef ég þó fengið að fylgjast með henni þar sem hún dvelur núna. Dauðinn er ekkert slæmur, það sem er slæmt er að láta fólk þjást því við þorum ekki sjálf að sleppa taki af því, það er eig- ingimi og hún er slæm. Það er dauð- inn ekki, það veit ég sjálf því ég veit hvemig hún dóttir mín hefur það," segir Þórunn sannfærandi á svip. „Kárahnjúkavirkjun á ekki að Ijúka" „Margir átta sig ekki á því hve margar verur er í kringum okkur. Þær em á mörgum tíðnisviðum, hver hef- ur sína visku og mér þykir engin annarri ffemri. Allir hafa sitt hlutverk á jörðinni en mér finnst maðurinn alltof duglegur við að eyðileggja það sem gott er. Hvers vegna getum við ekki bara verið í náttúrunni. Við segj- um fjálglega að okkur þyki gott að koma út í náttúruna en samt virð- umst við svo oft þurfa að umpóla henni," segir Þómnn sem segist skynja miklar breytingar í móður jörð þessa stundina, það sé ýmislegt á seiði sem hún geti einfaldlega ekki sætt sig við. „Virkjunin á Kárahnjúk- í guðs friði Þórunni Kristlnu llður vel Ináttúrunni enda býr hún I friði við alla vætti sem I henni finnast. um er eitt af því sem á ekki að Ijúka við. Ég vona að það verði ekkert manntjón þegar jörðin lætur á sér kræla en hitt em bara peningar sem skipta ekki máli þegar til lengri tíma er Utið," segir Þórunn og það þykknar í henni þegar þessi mál ber á góma. „í guðs friði" Það er notalegt að sitja í stofunni í bústaðnum hennar Þómnnar. Þótt blaðamaður sé einstaklega jarðbund- in manneskja sem handanheimsfólk hefur aldrei nokkum tímann sýnt áhuga að komast í tæri við getur hann ekki annað en hlustað af athygli á frá- sögn Þórunnar. Hún er einfaldlega svo afslöppuð og hispurslaus í frá- sögn sinni. „Mér þykir vænt um að það sé til efasemdarfólk vina mín,“ segir Þórunn þegar blaðamaður lætur í ljós efa. „Það sýnir mér bara að ég þarf að spyrja þá sem ég þekki annars staðar frá fleiri spuminga og ég er hvergi nærri hætt að spyrja,“ segir Þórunn og þegar vantrúaður blaða- maður gengur út um hliðið á landar- eign hennar í Hraunborgum í ölfusi, sem á er letrað „í guðs friði", stendur hann sig að því að skima í kringum sig eftir torkennilegum verum sem hann hefur ekki komið auga á áður. karen@dv.is Viöur án viðhalds í álfheimum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.