Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 37
DV Lífsstill LAUGARDAGUR 29. APRlL 2006 37 Ingvar H. Guðmundsson /Vfotur Nýtt og spennandi starf bíður Kol- brúnar Björnsdótt- ur í sumar á Rás 2. Við hittum þessa ljúfu og glaðlegu konu í vikunni sem leið, lögðum nokk- ur tarotspil fyrir hana og huguðum að framtíð hennar og áherslum. „Þessa dagana er ég á kafi í prófum þannig að lítið annað kemst að hjá mér,“ svarar Kolbrún, sem stxmdar nám í stjómmálafræði, þegar samtal okkar hefst og spilin lögð á borðið til gamans og hún bætir við hlæjandi: „ Það má eiginlega segja að ég sé flutt í Odda. En námið hefur gengið framar vonum. Það er ekki hægt að segja að ég hafi verið beint upplitsdjörf er ég hóf námið á „gamalsaldri". En spen- nandi námsefni, iinir kennarar og síð- ast en ekki síst frábærir vinir, sem ég hef eignast í gegnum námið gera það að verkum að ég kvíði því hálfvegis að útskrifast um jólin." Lætur frítímann ráðast Talið berst að helgunum og hvað Kolbrún og fjölskylda hennar taka Isér fyrir hendur." Helgamar em ansi misjafnar hjá okkur þar sem ég er í námi hafa nokkrar helgar farið í rit- gerðaskrif og þess háttar. Annars erum við afskaplega heimakær fjöl- skylda og finnst óskaplega gott að taka því rólega um helgar og erum þá jafnvel á náttfötunum fram eftir degi," útskýrir hún einlæg og afslöppuð og heldur áfram: „Spilum og spjöllum. Annars plönum við mjög sjaldan helgamar hjá okkur og látum yfirleitt bara ráðast hvað við gemm eftir því hvernig liggur á okk- ur. Ég hlakka hins vegar ávallt til helganna vegna þess að þá er yfirleitt hægt að slaka aðeins á. Það er nógu mikið að gera hjá allri fjölskyldunni virka daga. Árrú er óskaplega dugleg- ur við að fara með krakkana í sund. Svo þarf auðvitað að sinna áhuga- málum bamanna. Annars erum við öll komin með golfbakteríuna og kíkjum stundum í Bása." Mikilvægt að vera í og búa við jafnvægí „Ég gæti ábyggiiega talað um jalrívægi í marga klukkutíma," svarar Kolbrún þegar við spyrjum hana hvað hún leggi áherslu á til að ná jafnvægi eins og komið er inn á í tarotspánni. „En svona í stuttu máli þá finnst mér það afskaplega mikil- vægt að bæði vera í og búa við jafn- vægi. Hvort sem það er jafhvægi á heimilinu sjálfu, milli maka og milli bama en ekki síður jafiivægi á miili vinnu og heimilislífs," segir hún og hugsar sig eilítið um áður en hún tekur aftur til máls: „Þá er ég að tala um andlegt jafiivægi. Fólk er alltaf að leita að hinum gullna meðalvegi og ég er engin undanteking. Ég reyni að koma hlutunum þannig fyrir að þeg- ar ég er heima að sinna fjölskyld- unni, hafi ég ekki samviskubit yfir skólanum eða vinnunni og öfugt. Ég geri svo sem, held ég h'tið fyrir sjálfa mig þannig séð, fyrir utan að villast allt of sjaldan inn í Laugar eða á hár- greiðslustofu. Fæ líka langmestu andlegu næringuna, ef það má kalia það svo, með því að vera samvistum við fjölskylduna." Starfar á Rás 2 í sumar Við þökkum Kolbrúnu fyrir ein- lægt spjall og góða nærveru en okkur leikur forvitni á að vita hvað bíður hennar í sumar að loknum prófum? „Ég hef verið að vinna aðeins með náminu á fréttastofu Út- varpsins, sem fréttamaður, en skipti aðeins um gír í sumar og verð í útvarpinu. Verð í smátíma á Morgunvaktinni en mestallt sum- arið verð ég í Síðdegisútvarpinu á Rás 2. Held að það eigi mjög vel við mig, enda finnst mér afskap- lega gaman að pæla í hlutum. Ég er allavegana farin að hlakka til sumarsins, þótt ég taki ekkert sumarfrí þetta árið.“elly@dv.is • ... ■ . NJOTTU LIFSINS með H£ILBRI£ÐUM LIFSSTIL Drykkur með perum 09 mangó Drykkurinn er frískandi og orkugefandi morgun- eða milli- máladrykkur en hentar einnig vel með mörgum indverskum karrýréttum. Fyrir4glös: 1 stórt vel þroskað mangó 1 lin pera 300 g sojajógúrt 2 msk fljótandi hunang 2 msk limesafi Afhýðið mangó og skerið frá kjarna. Afhýðið peru og fjarlæg- ið kjama. Blandið saman í blandara jógúrtina og ávextina ásamt 300 millili'trum af vatni. Bætið hunangi og limesafa sam- an við. Hellið í glös og berið fram strax. Skreytið með fersk- um ávaxtasneiðum. Góðahelgi, Ingvar Bikarás Tilfínningar,ást, næmi,andleg liðan þin sem og listrænir hæfíleikar koma hér fram.Aug- ijósiega er hér um náið samband milli þín og annarrar manneskju að ræða. Samneyti ykkar efiir kraftþinn,jafnvægi og löngun þína að njóta stundarinnar. Titfínningar þinar sem tengjast ástinni, vellíðan ogjafn- vægi eru sannarlega uppfylltar. Hér kem- ur einnig fram að þú ert hlý og heil manneskja sem gefur hjarta þitt afai- hug þegar ástin er annars vegar. Þú nýt- ur lífsins og stundarinnar á réttan hátt. VII- Stríðsvagn inn Ákveddu þig hvert þú ætlar þér og hvernig þú kýst að nýta vitsmuni þina og tíma. Þú virðist vita hvert þú ætlar þérílífínuog hvernig markmiðúm skal náð og ekkisisthvar tækifærin liggja. Metnaður, drifkraftur sem sjaldan sést og sá eiginleiki og vilji til að ganga ófarinn veg býrgreinilega innra með þér. Vandinn er að þú nýtir ekki hæfileika þina rétt og hér er verið að benda þér á að leysa þann vanda. 7 stafir Talan sjö teng- ist metnaði þínum og ekki sístáræðni ogákafa.Eig- inleikar þínir til að kljást við erfiö- leika eru öf- undsverðir þviþú býrð yfírkjarki og ástríðu sem flytja nánast fjöll. Einhvers konarpróf biðurþin.Hvortsem um atvinnuviðtai eða ökuprófer að ræða muntþú nýta kosti þina þér til framdráttar. Þér erráð- lagt að standa föstum fótum I eigin vit- und I visdómi óvissunnar en þar munt þú fínna freisi til að skapa allt það sem þig vanhagarum. ■■MMH Hikar ekki við að hugleiða Gerður G. Bjarklind er fædd 10.09.1942 Lífstala Oerðar er 8 Lífstala er reiknuð út frá fæðingardegi. Hún tekur tii eiginleika sem eiga öðru fremur að móta lifviðkomandi. Eiginleikarsem tengj- astþessari tölu eru: Framkvæmdir, félagsleg staða, valda- sókn og efnisieg markmið. Hún hefur fundið jafnvægið innra með sér og hikarekki við að hugleiða efþað eittýtir undir hennarjákvæðu eiginleika. Hún er fær um að takast á við erfíðar aöstæður með atferli sínu og aga. Árstala Gerðar árið 2006 er 9 Árstala er reiknuð út frá fæðingardegi og þvi ári sem við erum stödd á. Hún áað gefa vísbendingar um tækifæriog hindranir. Ríkjandi þættir í nlunni er: Nær til fólks og það á vissuiega við um Gerði. Kaffi latte ómissandi á hverjum morgni „Morgnarnir eru misjafnir hjámér allt eft- ir þvf hversu tímanlega ég er á ferðinni og um hvaða vikudag ræðir,“ svarar Elva Dögg einiæg.„Efég næ að boröa heima með fjölskyldunni fæ ég mér gult cheerios ^o^djúsAEfég er ofsein hleyp ég út f Vísi þegar ég kem til vinnu og fæ mérAB mjólk með ávaxta- bragði sem ég drekk afstút. Kaffi latte á Kaffitári eða Gráa kettinum er sfðan ómissandi, helst á hverjum morgni segirhún og brosir ómótstæðilega. Helgarnar? „Um helgar fæ ég mér eitthvað vegtegra, ristað brauð,jafnvel rúnstykki með góðu áleggi, og iðutega lagar maðurinn minn æðislega gott kaffí með."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.