Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 Menning ðV r wW I | Pétur [ Östlund Einn I úr Útlendinga- hersveitinni. Útlendingar í Eyjum Meðlimir Útlendingahersveit- arinnar, sem flestir eru búsettir er- lendis, hafa að tilstuðlan Djasshá- tíðar Reykjavíkur, náðst saman eftir sex ára Úé og hafa undanfarið verið á tónleikaferð um landið. Sveitina skipa menn úr framvarðasveit ís- lenskra djassleikara: Ámi Egilsson - bassi, Ámi Scheving - vibrafónn, Jón Páll Bjamason - gítar, Pétur östlund - trommur, Þórarirui Ól- afsson - píanó. Sveitin hefúr nú þegar leikið á fjórum stöðum við góðar undirtekdr og hafa menn verið á einu máli um að djassistam- ir séu í feiknaformi. Útlendingaher- sveitin verður í Vestmannaeyjum í dag og mun síðan spila á sjöttu og síðustu tónleikunum f sal FÍH í Rauðagerði annað kvöld kl. 21. Skoskogíslensk orgelverk Dr. Douglas Brotchie, organ- istiHáteigskirlqu, leikuríDómkirkj- unni á morgun ld. 17. Hann helgar efnisskrána org- eltónlistfráSkot- landi og íslandi. Þar sem ekki er til neitt hefðbund- iðtónskáldáís- Dr. Douglas Brotchie Leikur á orgel I Dómkirkj- unni á morgun. landi ff á barokktímabilinu hefúr Brotchie kosið að spila tónlist eftir danskan organista, Diderich Buxt- ehude, en hann var að sögn bæði ff ægur og virtur í Danaveldi og Norður-Þýskalandi. Af skoskum verkum leikur Brotchie verk eftir Eric Smith, sem á sínum tíma var organisti í einni af höfuðkirkjum Edinborgar og ennfremur fyrsti tónlistar- og orgelkennari Brot- chies. Að síðustu leikur organist- inn verk eftír Hafliða Hallgrímsson „Ummyndun Krists á fjallinu" Sjóaramyndir Vals I Nalvistinn Valur | viðeittverkasinna. Núferhver að verða síðastur að sjá sýningu Vals Sveinbjömssonar naívista í Gerðubergi,| enhennilýkurá morgun. Valur málar ’ einkum með akrýliitum og vatnslit- um. Oft em þetta myndir af göml- um félögum frá sjómannsárunum og á bakhlið myndarinnar skráir hann gjaman sögu eða sögubrot til skýringar. Einnig málar hann óhlut- bundnar myndir. Ein myndanna á sýningunni, „Margræðir heimar" er að sögn ekki óáþekk málverk- um Cobra-málaranna, litríkt mál- verk sem Valur var 3 mánuði að fúllvinna. Aðrar sýna skipsfélaga og skipstjóra sem hann kynntíst á sjónum og enn aðrar spretta fram úr hugarfluginu sem á sinn eigin tilverurétt og raunveruleik. Aðdáendur gamalla íslenskra dægurlaga fengu sitthvað fyrir sinn snúð í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið. Sinfóníuhljómsveit íslands lék, ástsælasta þula ríkisútvarps- ins kynnti lögin og þær Eivör Pálsdóttir og Ragnheiður Gröndal sungu og heilluðu alla upp úr skónum. Á sérsamningi við Yfirskrift tónleikanna var Manstu gamla daga, bein vísun í upphafslag- ið, sem Alfreð Clausen gerði ódauð- legt á ámm áður. Hljómsveitin lék án söngs og var bersýnilega í bigband- stuði með blásturshljóðfæri í aðal- hlutverki. Þar lék hinn breski stjóm- andi Benjamin Pope við hvum sinn fingur. f tónleikaskrá er sagt fr á því að Pope þreyttí nýlega frumraun sína í Konunglega óperuhúsinu, og til þess er tekið að Karl Bretaprins hafi verið viðstaddur. Pope hefirr sterka nær- vem sem stjómandi, er brosmildur og fjörugur, og ég er viss um að Karli hefúr hreint ekki leiðst undir hljóm- sveitarstjóm hans. Röddin sem allir þekkja Fortíðarþráin fór þó fyrst að hríslast um mann þegar Ragnheið- ur Ásta Pétursdóttir, uppáhaldsþula okkar allra, steig á svið til þess að kynna lögin og fræða gestí um upp- runa þeirra. Með ómþýðri röddinni, sem hvert mannsbam á íslandi þekk- ir, kynnti hún til leiks tvístimið Eivöm Pálsdóttur og Ragnheiði Gröndal. Ragnheiður söng Hvers vegna, lag Sigfúsar Halldórssonar, leikandi létt. Ragnheiður var ögn andstutt í byrj- un en söng fjörlega og var þaraðauld í gullfallegum kjól sem hver einasta kona í salnum hefði efalaust viljað hnupla með sér heim. Frænka Þrándar Hinn helmingur tvístimisins, Ei- [ ; vör Pálsdóttir frá Götu í Færeyjum Ragnheiður Asta í gamla daga Areiðanlega nýbúin að segja söguna á bakvið eitthvað gott dægurlag. SSiiS (Ragnheiður Ásta sagði að hún væri náskyld Þrándi í Götu!) steig næst á svið. Hún var berfætt að vanda og klædd grænni netadræsu utan yfir svartan kjól. Óneitanlega sérstök, en röddin... ó mæ god! Ég verð að játa að ég heyrði ekkert í hljómsveit- inni meðan þessi stúlka, sem hlýtur að vera á sérsamningi við einhverja lyldimenn í himnaríki, söng Frost- rósir: „Þú komst til að kveðja í gær./ Þú kvaddir og allt varð svo hljótt./Á glugganum frostrósin grær./Ég gat ekkert sofið í nótt". í lokin tók hún undir fagra strengina með óaðfinn- anlegri sópranrödd. Eivör áttí þó enn eftír að koma á óvart, þegar hún söng Sveitín rniili sanda eftir Magnús Blöndal Jóhanns- son, „vókalísuna" sem Ragnheið- ur Ásta sagði í kynningu að væri ein hin erfiðasta sem sungin hefði verið í íslensku dægurlagi. Þetta gerði Ei- vör svo vel að hún hefur efalaust kall- að fram tár hjá forhertustu togara- jöxlum. Bem fætumir snertu sviðið meðan hún söng og svo snertí hún loftið með fingurgómunum - einsog til þess að lokka til sín einhvem kraft sem öðrum er hulinn. Glæpur Eftír hlé höfðu söngkonumar skipt um kjól. Mikið er nú annars gaman þegar listrænir hæfileikar og líkam- leg fegurð sameinast í sömu mann- eskjunum. Ragnheiður var komin í annan svartan kjól, fallegan - en Ei- vör hafði skipt netadræsunni út fyrir hreinræktaðan dívu-kjól með háum kraga og víðu pilsi. Mér þóttí það glæpur gegn tón- leikagestum að leyfa þeim ekki að heyra texta Tómasar við Dagnýju Sig- fúsar. Mér þóttí það beinlínis glæp- ur gegn mannkyninu að Múlasyrpan skyldi ekki sungin heldur bara spiluð: Augun þín blá og Það sem ekki má. Engu að síður lék hljómsveitin þau lög óaðfinnanlega og fiðlumar vom dásamlegar. Ragnheiður söng Draum fang- ans og Litla tónlistarmanninn ofboð blíðlega. Besta framlag hennar þetta kvöld voru þó að mínu mati lögin Kata rokkar og Gettu hver hún er eft- ir Jón Múla og Jónas. Ragnheiður var ferlega góð og hljómsveitin lék þessi flottu lög af miklum kraftí. íþrótt og snilld Það er ekki hægt annað en að bera saman söngkonumar tvær og því miður lýtur Ragnheiður Gröndal, þessi færa söngkona, í lægra haldi fyrir Eivöm. Ragnheiður hefur sæta og elskulega samkvæmisrödd og hún syngur af mikilli íþrótt - meðan Eivör Manstu gamla daga Sinfóniuhljómsveit íslands lék í Háskólabíói 27. april undir stjórn Benjamins Pope. Einsöng- ur: Ragnheiður Oröndal og Eivör Pálsdóttir. Útsetningar: Hrafnkell Orri Egilsson. Kynnir: Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. Tónlist syngur af óáþreifanlegri snilld. Ragn- heiður gerir vel, en kemur ekki mik- ið á óvart, meðan Eivör fær mann til þess að svelgjast á sinfómubrjóst- sykrinum æ ofan í æ. í lokalaginu - ofurblíðlegu Gling- gló undir bjölluhljómi - vom þær þó alveg jafn yndislegar og Ragnheiður jafiivel ögn betri, enda ofurblíðlegur söngur hennar aðalsmerki. í það heila tekið vom þessir tón- leikar æðisgengnir fyrir þá sem eru sökkerar fyrir gömlum íslenskum dægurlögum. Útsetningamar vom flottar, spiliríið þétt, söngurinn góður - og ekki má heldur gleyma konunni sem hélt þessu öllu saman; Ragn- heiði Ástu, sem var algert yndi. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.