Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 29. APRlL 2006 Sport DV Sá fyrsti af mörgum Valur og Breiða- blik spila til úrslita í deildabikar kvenna í knattspymu á morg- un og fer leikur- inn fram klukkan 16.30 í Egilshöllinni. Breiðablikvann Stjömuna 2-1 í undanúrslit- um og Valsstúikur slógu út KR eftir vítaspymukeppni. Breiðablik hefúr unnið deildabikarinn oftast allra iiða í kvennaflokki eða fjór- um sinnum, síðast árið 2001 þegar þær unnu Val í úr- slitaleik, 4-2 eftir vítaspymu- keppni. Valur hefur unnið deildabikar kvenna í tvö skipti og er núverandi hand- hafi titilsins. Henryennáný valinn bestur Enskir blaða- menn hafa valið Thi- erry Henry hjá Arsenal besta leikmaim árs- ins í þriðja sldptið á síðustu fjórum árum. Henry er kominn með 23 mörk í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og hefur tveggja marka forskot á Ruud Van Nistelrooy í bar- áttunni um guilskóinn. Fyrir- liði Chelsea, John Terry, varð í öðm sæti í kjörinu og Wa- yne Rooney hjá Manchester United lenti í þriðja sætinu. Steven Gerrard sem var á dögunum valinn leikmaður ársins af leikmönnum deild- arinnar lenti í fjórða sæti og í fimmta og sjötta sæti vom síðan Chelsea-mennimir Joe Cole og Frank Lampard, sem hlaut þessi verðlaun í fyrra. rl Shaq sjaldan verið verri Shaquille O'Neal átti skelfilegan dag þegar Miami Heat tap- aði þriðja leiknum í einvíginu við Chicago Bulls en Miami hafði unnið tvo fyrstu leik- ina þar sem Shaq var með 24,5 stig og 11,5 fráköst að meðaltali. f fyrsta leik einvíg- isins í Chicago var Shaq hins vegar aðeins með 8 stig og 4 fráköst á sama tíma og hann var í villuvandræðum og tap- aði boltanum 8 sinnum á þeim 24 mínútum sem hann spilaði. Ben Gordon (24 stig), Kirk Hinrich (22 stig, 11 stoð- sendingar) og Andres Noc- ioni (19 stig, 9 fráköst) vom í miklu stuði hjá Chicago á sama tíma og Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami. Kosið um forseta ÍSÍ 68. íþróttaþing fSÍ verður haldið á Grand Hótel í Reykjavík um helgina en íþróttaþing f SÍ er æðsti vettvang- ur íslenskrar íþrótta- hreyfingar. Fyrir þing- inu liggja 20 tillögur um ýmis mál er varða málefni íþróttahreyfingarinnar. Með- al annars em tillögur um íþróttastefnu ríkisins, nokkr- ar lagabreytingar og ýmsar ályktunartiilögur. Það sem ber þó hæst á þinginu er kjör í embætti forseta ISÍ en Ellert B. Schram forseti ÍSÍ gefur ekki kost á sér til endurkjörs á þinginu. Fráfarandi for- maður KKÍ, Ólafur Rafnsson, gefur kost á sér í embættið en kosið er á milli hans og Sigríðar Jónsdóttur varafor- setafSÍ. Þaö er vel þekkt að leikmenn skipti um félög milli tímabila og reyni fyrir sér hjá öörum félögum en venjan hefur verið sú að þjálfarar taka sér oft frí áður en þeir taka við öðrum liðum. Tveir þjálfarar, Bárður Eyþórsson og Benedikt Guðmundsson, hafa hins vegar skipt um lið á einni viku. mf Þjalfarar skipta KR-ingar tilkynntu í gær að þeir væru búnir að ráða Benedikt Guðmundsson sem þjálfara meistaraflokksliðs félagsins og mun hann taka við af Herberti Arnarsyni sem hefur þjálfað liðið und- anfarin tvö tímabil. Benedikt hefúr þjálfað lið Fjölnis undanfarin þrjú ár og hefur farið með liðið í fyrsta sinn í úrvalsdeild, í bikar- úrslit og inn í úrslitakeppni á þessum tíma. Þeir Bárður og Benedikt hafa ver- ið kosnir þjálfarar ársins síðustu þrjú tímabil, Bárður 2004 og 2006 og Benedikt í fyrra og það er löngu sann- að að þar fara hæfileikaríkir þjálfar- ar sem hafa náð að byggja upp sterk ÞJÁLFARAR SEM HAFA SKIPTUM FÉLAG: 2006 Bárður Eyþórsson frá Snæfelli (14-8) til (R (?). Benedikt Guðmundsson frá Fjölni (8- 14) til KR (?) 2004 Kristinn Friðriksson frá Tindastól (12-10) til Grindavíkur (5-5, hætti) 2002 Eggert Garðarsson frá Breiðabliki (10-12) til (R (11-11). Valur Ingimundarson frá Tindastól (13-9) til Skallagríms (4-18**) 1997 Friðrik Ingi Rúnarsson frá Grindavík (17- 5) til Njarðvíkur (14-8*) 1995 Hrannar Hólm frá Þór Ak. (18-14) til Njarðvfkur (28-4) 1994 Ingvar S. Jónsson frá Haukum (17-9) til Vals (6-14, hætti). Petar Jelic frá Tindastól (7-19) til Hauka (5-9, rekinn) 1993 (var Ásgrfmsson frá Snæfelli (14-12) til (A (11-15). Valur Ingimundarson frá Tindastól (10-16) til Njarðvíkur (20-6*) 1992 Friðrik Ingi Rúnarsson frá Njarðvík (21-5) tilKR (10-16) 1988 Einar Bollason frá (R (6-10) til Hauka (4- 12). Valur Ingimundarson frá Njarðvfk (14-2) til Tindastóls (7-19) 1986 Gunnar Þorvarðarson frá Njarðvík (16-4) til Keflavíkur (14-6). Jón Sigurðsson frá KR (7-13) til Hauka (8-12) 1981 Hilmar Hafsteinsson frá Val (15-5) til Njarðvíkur (16-4*) *Gerði liðið að (slandsmeisturum **Liðið féll úr úrvalsdeild lið þrátt fyrir ýmis konar áföll eins og miHnn leikmannamissi á milli ára. Nú er spurning hvað leikmenn Snæ- fells og Fjölnis gera því þeir þekkja vel til góðra verka þeirra Bárðar og Benedikts en mikil óvissa er á sama tíma um hvaða þjálfarar taka við. Benedikt kominn aftur heim Bárður hefur aðeins þjálfað lið Snæfells en Benedikt þjálfaði KR- liðið í eitt ár frá því að hann tók við liðinu af Axeli Nikulássyni á miðju tímabil 1995-96 þar til að hann sagði upp starfi sínu rétt fyrir jól. Benedikt stjórnaði KR-liðinu í alls 32 úrvals- deildarleikjum og 17 þeirra unnust. Fjölnir hefur unnið 21 af 44 deild- arleikjum undir hans stjórn síðustu tvö tímabil. Benedikt er KR-ingur að upplagi og hafði unnið frábært starf í yngri flokkum félagsins þegar hann tók við meistaraflokksliðinu fyrir meira en áratug. Aðeins fimmtán þjálfarar Aðeins fimmtán þjálfarar höfðu skipt um félög í 28 ára sögu úrvals- deildar karla áður en þeir Bárður og Benedikt ákváðu að semja við ÍR og KR. Fyrstur til þess var Hilmar Haf- steinsson sem fór frá Val til Njarðvík- ur sumarið 1981. Hilmar hafði gert Valsmenn að bikarmeisturum en bætti um betur og gerði Njarðvíkinga að íslandsmeisturum vorið 1982. Þrír hafa gert nýja iiðið að meisturum Á árunum 1986 til 1994 skiptu 9 þjálfarar um lið á 8 árum en síð- asta rúma áratug höfðu aðeins fimm þjálfarar farið á milli liða án þess að taka sér einhverja hvíld frá þjálfun. Síðastur til þess á undan þeim Bárði og Benedikt var Kristinn Friðriksson sem fór frá Tindastóli til Grindavíkur, en entist reyndar ekki lengur en fram að áramótum og endaði tímabil- ið síðan í herbúðum Sauðkræklinga á nýjan leik. Hilmar er einn þriggja þjálfara sem hafa farið milli liða og gert nýja liðið að íslandsmeisturun- um en hinir eru Valur Ingimundar- son (Njarðvík 1994) og Friðrik Ingi Rúnarsson (Njarðvík 1998) en all- ir höfðu þeir þjálfað Njarðvíkurlið- ið áður. Þrjú félög í óvissu Fjögur félög af tólf hafa nú sam- ið við þjálfara því auk Reykjavíkurfé- laganna KR og ÍR hafa Keflvíkingar (Sigurður Ingimundarson) og Ham- ars/Selfoss-menn (Pétur Ingvars- son) gengið frá sínum þjálfaramál- um. Miklar líkur eru á að þeir Robert Hodgson (Þór Þorlákshöfn) Krist- inn Friðriksson (Tindastól), Valur Ingimundarson (Skallagrími), Einar Árni Jóhannsson (Njarðvík) og Frið- rik Ingi Rúnarsson (Grindavík) haldi áfram með sín lið og þá standa eftir þrjú félög sem eru enn í mikilli óvissu með hver verður í brúnni næsta vet- ur. Þetta eru lið Fjölnis og Snæfells sem misstu sína þjálfara yfir í önnur félög og svo Haukar sem eru að leita að eftirmanni Ágústs Björgvinsson- ar sem tók við liðinu í botnsætinu á miðiu tímabili og bjargaði því frá falli. Ágúst ætlar að vera áfram með kvennaliðið sem hann gerði að ís- landsmeisturum í vetur. ooj@dv.is Úrslitastund þegar lokaumferð DHL-deildar karla í handbolta fer fram í dag Kemur íslandsbikarinn loksins í Safamýrina? á meðal fjögurra efstu og þar með sæti í deildabikarnum sem tekur við að loknu Islandsmóti og Stjarnan er örugg með sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Staðan í DHL-deild karla Lokaumferð DHL-deildar karla í handbolta fer fram í dag og þar verð- ur barist bæði um íslandsmeistara- bikarinn og sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Leikirnir hefjast allir klukkan 16.15 en flestra augu verða örugglega á Frömurum sem taka á móti Víkingi/Fjölni og geta með sigri Lengsta bið milli íslandsmeistaratitla 60 ár (R (l.titill 1946) 52 ár Ármann (5. titill 1954) 48 ár KR (l.titill 1958) 34árFram (8. titill 1972) 19 ár Víkingur (7. titill 1987) 14 ár FH (15. titill 1992) 8 árValur (20. titill 1998) 7 ár Afturelding (1. titill 1999) 4árKA (2. titill 2002) 1 árHaukar (6. titill 2005) Gerirhann FramaB (slandsmeisturum Guömundur G uömundsson hefurndö óvæntumen jafnframt afar giæsilegum árangri meö Framliöiö I vetur. DV-myndE. Ol. tryggt sér fslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 34 ár. Haukar, sem hafa unnið titilinn þrjú ár í röð og fimm sinnum á síðustu sex árum, eiga einnig möguleika á titlinum ef Fram tapar stigum og þeir vinna ná granna sína í FH í Kaplakrika. Fjögur lið berjast um þrjú síðustu sætin inn í úrvalsdeildina á næsta tímabili. KA er í lang- bestu mál- unum með , 25 stig ogj með heimaleik gegn botnliði Sel- foss en lítið má út af bregða hjá HK (24 stig), FH (23 stig) eða ÍR (23 Á** stig). FH-ingar eru eins og áður segir á heimavelli gegn Haukum en HK sækir Fylki heim og ÍR- ingar mæta Valsmönnum á hlutlausum velli (Vík- inni) þar sem A * ■ Æ w*.. heimavöll- ur þeirra Laug- ardalshöllin, er upptek- inn vegna tónleikahalds. Valur og Fylkir hafa þegar tryggt sér sæti Fram 25 19 3 3 754-658 41 Haukar 25 20 1 4 765-676 41 Valur 25 17 2 6 750-687 36 Fylkir 25 15 3 7 710-634 33 Stjarnan 25 13 4 8 716-691 30 KA 25 11 3 11 694-696 25 HK 25 11 2 12 718-713 24 FH 25 10 3 12 695-700 23 (R 25 9 5 11 784-784 23 Afturelding 25 8 4 13 639-661 20 (BV 25 9 2 14 720-767 20 Þór Ak. 25 4 5 16 699-768 13 Vík/Fjöl 25 6 1 18 678-767 13 Selfoss 25 3 2 20 668-788 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.