Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 Helgarblað DV Bauð dótt- ur sína tií sðlu Karlmaður i Bandaríkjunum, Danny Vu, hefur verið handtekinn fyrir að reyna að selja 18 mánaða dóttur sina svo hann gæti lagfært húsið sitt. Barnlaust par, sem fékk tilboð um að kaupa stúlkuna, lét lögregluna vita.„Maðurinn var einstæður og átti í erfiðleikum með uppeldið,"sagði lögreglan en Vu gæti átt von á allt að sex ára fangelsi. Stúikunni hefur ver- ið komið fyrir hjá fósturfjöl- skyldu. Vu vildi 7 þúsund dali fyrir dóttur sína. SMpulögðu áras á skóla Sex nemendur ísjöunda bekk í North Pole Middle School í Alaska hafa verið handteknir grunaðir um að hafa ætlað að ráðast ánem- endur og kennara skólans með byssum og hníf- um. Sögusagnir um árásina höfðu verið á kreiki í skólanum en hræddur nemandi lét foreldra sina vita, sem höfðu samband við lögregl- una. Skólastarfið er hafið að nýju eftir rannsókn lögreglunnar en lögregluþjónar eru um alla ganga skólans. Nemendurnir höfðu ætlað að hefna sín eftir áralangt einelti. ifa ætlað •maam isagnir L—iVk na X % rið á kreiki í n on hraoAtiur Nemandi nauðgaði öðrum Breskur drengur hefur verið handtekinn i tengslum við nauðgun á 14 ára stúlku í skóla í Basildon í Essex i Bretlandi. Kenn- ari varð árásinnar var, stöðvaði drenginn og kallaði á lögregluna. Drengnum, sem einnig er 14 ára, hefur verið sleppt gegn tryggingu á meðan lögreglan rannsakar málið. Stúlkan hafði verið að koma úr bókasafni skólans þegar ráðist var á hana en hún og drengurinn voru bekkjarfélagar. Háskólakennarinn Thomas Murray þótti dagfarsprúður maður. Hann var elskulegur við nemendur sína og þótti á allan hátt ólíklegur til að myrða eiginkonu sína á hrottafenginn hátt. Enda sagði hann sjálfur við yfir- heyrslur að honum þætti fáranlegt að vera grunaður um verknaðinn, hann væri nú bara . . . Algjöp skátadrengur Thomas Murray var sérlega elskulegur kennari. Samstarfmenn hans sögðu að ef hann hefði neyðst til að fella nemanda á prófi hefði það eitt framkallað hjá honum magaverk af kvíða. Hann þótti greindur, nærgætinn í starfi sínu og því urðu margir þrumu lostnir þeg- ar í ljós kom að hann hafði myrt fyrrverandi eiginkonu sína á hrotta- legan hátt. Ástir kennara og nemanda Það þykir ekki kunna góðri lukku að stýra að falla fyrir nem- endum sínum, en þegar hin fagra Carmin Ross birtist einn daginn í kennslustund hjá Murray réð hann ekki við sig og lét skynsemi lönd og leið. Samband þeirra dafriaði og hlaut náð fyrir augum yfirmanna háskólans sem Murrey kenndi við. Sakamal Fjölskylda Carmin gladdist fyrir hennar hönd og töldu dóttur sfna hafa eignast gott mannsefni. Lögfræðingur á rangri hillu Carmin útskrifaðist sem lög- fræðingur árið 1988 og skömmu síðar fluttust hún og Murray til Kansas. Ferill hans blómstraði en Carmin fann að hún var ekki á réttri hillu, lögfræðin átti ekki við hana og hún snéri sér að andlegum málefri- um og nýaldarspeki - eiginmanni hermar til mikils ama. Draumar þeirra hjóna urðu sí- fellt ólíkari. Carmin dreymdi um að eignast fjölskyldu en Murray vildi h'tið sinna öðru en starfsframanum og tilhugsunin um bleiuskipti vakti hjá honum hroli. Þau eignuðust þó dóttur árið 1998 og gáfu þau henni nafni Ciara. Murray fór föðurhlutverkið illa úr hendi og sagði Carmin að hún hefði í raun alltaf upplifað sig sem einstætt foreldri. Bjartsýn á sættir í september árið 2002 kynntist Carmin ástinni í lífi sínu. Hann hét Larry Lima og starfaði sem félags- ráðgjafi. Larry hafði miklar mætur á Ciöru litlu og vildi ganga henni í föður stað. Carmin fór því fram á skilnað við Murray. Ætla mætti að framagjarni há- skólakennarinn hefði glaðst við að losna við flestar þær skyldur sem fylgja því að vera foreldri enda hafði hann nánast aldrei sýnt dóttur sinni athygli. Þannig var því þó ekki farið, hann varð ævareiður og gerði konu sinni grein fyrir því að hann færi fram á fullt forræði og hann myndi láta lögffæðinga sína útmála hana sem geðsjúkling fyrir dómi. Það sagði hann létt verk vegna áhuga hennar á nýaldarspeki. Carmin var samt bjartsýn og sagði við Larry að ástandið myndi skána þegar mesta afbrýðisemin væri rokin úr fyrrverandi eigin- manni sfnum. Allt virtist blóði drifið Þann 11. nóvember fór Carmin í hugleiðslu en snéri aldrei aftur. Larry reyndi að hringja í hana en hún svaraði ekki. Hann taldi fúllvíst að eitthvað væri að og hafði sam- band við lögreglu. Fyrsti staðurinn sem lögreglan kannaði var heimili fyrrverandi eiginmanns hennar. Enginn svaraði þegar lögreglan kom á vettvang en þegar litið var inn um gluggana sást að átkök höfðu átt sér stað. „Það var blóð á veggjunum, blóð á gólfinu, blóð í loftinu, allt virtist blóði drifið,1' sagði lögreglumaður sem var á vett- vangi þegar líkið af Carmin fannst. ,Á fimmtán ára ferh mínum hef ég aldrei orðið vitni af jafn hrikalegri aðkomu og þama," bætti hann við. Barnið sett í umsjá föðurins Murray var reiður þegar hann var færður til yfirheyslu en lög- reglumaður benti honum góðfús- lega á að engin ástæða væri til ann- ars en að gruna hann enda hefði hann ekki einu sinni haft fyrir því að spyrja hvað hefði komið fyrir Carmin þegar honum var greint frá dauða hennar. „Mér finnst fáran- legt að gruna mig um morð. Ég er bara algjör skátadrengur," sagði Murrey þá. Hann neitaði sök og lögreglan hafði of takmarkaðar sannanir til að halda honum. Ciara litla fór því í umsjá föður síns. Foreldarnir taka til sinna ráða Þetta sættu foreldar Carmin sig ekki við og fjórum mánuðum eftir dauða hennar héldu þau til Kansas ásamt lögffæðingi sínum, staðráðin í að koma lögum yfir morðingja dóttur sinnar. Þau skoðuðu upp- tökur af yfirheyrslum yfir Murray, hann hélt því fram að hann hefði skutlað dóttur sinni til dagmóður klukkan hálf rnu þegar morðið var framið og sótt hana um hádegi. Hann hefði ekki haft nokkum tíma til að keyra heim til sín eftir það til að myrða konu sfna. Þessi orð hafði lögreglan tekið góð og gild en for- eldrar Carmin sannreyndu að tíma- setningamar stemmdu ekki. Á upp- tökunum sást einnig að hendur Murreys vom alsettar sárum sem laganna verðir höfðu ekki tekið eft- ir. Haldbestu sannanimar fundust svo í tölvu Murrays en þar sást að Blóð Lögreglumaður sagðist aldrei hafa séð í jafn hrikalega aðkomu f á vettvangi. hann hafði leitað eftir leigumorð- ingja. í öruggum höndum Murray var fundinn sekur um morð af yfirlögðu ráði 17. mars 2005 og var hann dæmdur í lífstíð- arfangelsi. „Þessi maður kostaði okkur þann mesta sársauka sem hægt er að kalla yfir fólk. Okkur tókst þó að fá réttlætinu framgengt og við höfum Ciöru hjá okkur og vitum að henni er nú óhætt," sagði faðir Carmin eftir að dómurinn var kveðinn upp. Thomas Murray /ar sérlega elskulegur maður og engan gat grunað að hann hefði í hyggju að myrða hina fögru eiginkonu sína. Ástfangin Thomas varð fráhverfur konu sinni eftir að þau eign- uðust barn en hún fann ástina I örmum Larrys. Kynþáttahatarinn Michael Barton er umkringdur svörtum föngum í fangelsinu Hefnt fyrír hatursglæp Breski rasisúnn Michael Barton var barinn í fangelsi af þremur svört- um fóngum. Árásin var hefnd fyrir morðið á Anthony Walker en Michael, sem er bróðir knattspymu- sljömunnar Joeys Barton, og frændi hans myrtu Walker. Hinn 17 ára Michael var dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir morðið og var í síðasta mánuði 20% fanganna em svartir. Þar með varð Midiael straxað skotmarki fang- anna enda hafði dómarinn kallað hann rasista og morðið hatursglæp. Þrír menn réðust á Barton í sturtu og börðu hann og skám í andlitiö með rakvélablöðum. Heimildamaöur The Sun sagði Barton í stöðugri lífehættu innan veggja fangelsisins. „Hann er ekki lengur sá töffari sem hann var enda er hann umkringdur svörtum fóngum allan sólarhringinn og mun lifa í ótta það sem eftir er." Móðir Walkers hefúr þó fyrirgefið morð- ingjum son- ar síns. „Ég vil ekki hata Michael Barton Hinn I7ára bróðir knatt- spyrnustjörnunnar Joeys Barton myrtiAnthony Walker rétt fyrirutan heimili hins sfðarnefnda. því hatur varð Anthony að bana. Ef ég ætla að halda áfram að life verð ég að fyrir- gefe. Ég vil ekki verða bitur því þá verð ég enn meira fómarlamb," sagði hún. Anthony Walker Ráöist var á Barton ifangelsinutilað hefnda fyrir morðið á Walker.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.