Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 29. APRlL 2006 Helgarblað DV Valur Gunnarsson segir sögur frá nyrsta hluta Noregs, þar sem menn drekka bjór fyrir alvöru karl- menn, mongólskir koksöngvarar taka lagið á barnum, fáklæddar fegurðardísir ganga með hnífa og aðal- samgöngufarartækin eru snjósleðar. Tröllkona frá Tröndelag Sagöi Vali I að hún væri á lausu. iM Ijoskur, mssmmsam m B * II r j hreliKlýiwally „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom í bæinn var að kaupa mér sól- gleraugu og hníf. Sólin hér norðan pólbaugs er sterk og snjórinn hvítur, og því vonlaust að sjá nokkum skap- aðan hlut sólgleraugnalaus. Sem út- skýrir kannski hversvegna allir norð- anmenn eru töffarar. Hnífurinn var þó ekki liklegur tii að ganga í augun á neinum. Meira að segja stelpumar hér vom með stærri hnífa. Áfengi á íslensku verði Þó að ég væri kominn til Noregs var lítið norskt við bæinn að sjá ann- að en verðið á bjómum. Allir tala samísku hver við annan og kjósa frek- ar að tala ensku við aðkomumenn en tungumál herraþjóðarinnar, þótt þeir tali það reiprennandi. Sumir sam- anna minna á Finna í útliti, aðrir em asískir að sjá, og margir em ljóshærð- ir og bláeygðir eins og Norðmenn og Svíar. Það eina sem er hægt að alhæfa um útlit þeirra er að þeir em talsvert minni en Skandinavamir. Bjór fyrir alvöru karlmenn Hér uppi drekka menn ekki Sommer Ringnes eins og kveifamar að sunnan, heldur Mack, sem er framleiddur í bmgghúsinu í Tromsö, og er gerður í ferskasta ísvatni. Og ' áfengisvandamálið hér er talsvert, enda vinna flestir við hreindýrarækt eða stoðgreinum hennar, og upp úr henni er ekki alltaf mikið að hafa. Þó em fjórir silfursmiðir í bænum, enda þarf mikið silfur til að skreyta hátíðar- búninga samana, koftana. Þegar þeir vom enn hirðingjar var ekki hægt að ■ ferðast með pijál eða veraldlegar eig- ur sem þjónuðu engum tilgangi, en fólk bætti sér það upp með að skreyta sjálft sig. Joikherbergi Og á hátfðarstundum eins og á páskahátíðinni, stærstu hátíð Sama, er allur bærinn klæddur í kofta. Menn koma saman til að hlusta á hinar mis- munandi hljómsveitir spila rokk-joik, kántrí-joik eða einfaldlega hefðbund- ið joik, og í reyktjöldunum (sem em sett upp fyrir ffaman hvem bar þar sem bannað er að reykja innandyra í Noregi) joika menn í kór eða í kapp hver við annan. Til að draga úr hávaðamenguninni hefur einn bar- inn, Maras, komið sér upp hljóðþéttu joikherbergi þar sem menn geta farið irm og joikað af hjartans lyst, komi þörfin yfir þá. Og það gerir hún oft. Nautaat eða hreindýrarallý? Hápunktur hátíðarinnar er þó heimsmeistarakeppnin í hreindýr- arallý, sem haldin er á laugardag fyrir páska. Óstýrilát hreindýr hlaupa á af- merktri braut með knapann í eftir- dragi. Stundum verður hann undir þeim, en hreindýr em léttari en hross eða naut, og lítil hætta á ferðum. Eins og með allar íþróttir er hreindýrarallý nokkuð sem maður þarf að læra að meta með tímanum, og eftir að hafa séð nokkra knapa fara framhjá lítur þetta afit eins út. Á barnum er aldrei eins Á bamum er hins vegar alltaf eitt- hvað nýtt um að vera, enda ekki kafi- að að fara út á lífið fyrir ekki neitt. Mongólski koksöngvarinn Yat-Kha hefur verið nágranni minn meðan á Kautokeino-dvölinni hefur staðið, og hef ég fengið að njóta góðs af æfing- um hans meðan ég hef haldið sífellt fastar utan um hnífinn. Tröllkona ffá Tröndelag segir mér að hún sé á lausu, en ég er of upptekinn við að horfa á hóp af stelpum frá Alta sem em tattóveraðar og nærbrókarlausar og ófeimnar við að sýna hvort tveggja. Ég verð fljótlega of ástfanginn til að koma upp orði. Yat-Kha lætur til sín taka Mongólski koksöngvarinn er hins vegar hvergi banginn og stígur upp á svið og tekur lagið með pönk-joik söngvaranum Ingor Ánte Áilu. Undir lok kvöldsins er hann kom- inn með útjöskuðustu ljósku s 5S Hreindýrarallý Er nokkuð sem Valurseg• ir að maöur læri að meta með tímanum. Koklistir Ljóskan eyðir meiri tíma á kló- settinu en virðist nauðsynlegt og fer svo inn í herbergi til Yat-Kha þar sem ég reikna með að þau skiptist á að sýna hvom öðm hvað þau geta gert með kokinu. Ég er þó hvergi nærri kominn með upp í kok af Kautó, en sænskar stelpur lofuðu mér fari 1 til Kiruna, stálborgar Svíþjóðar, og ég gat ekki sagt nei. Ég veit þó að hér eftir mun ég alltaf sakna þess þegar ég drekk að hafa of- urölvi fólk í samakoftum í kring- um mig. tinm. ■ -.1. valur Gunnarsson Verður fljótlega ofást- fanginn til aö koma upp orði þegarhann horfir á hóp tattóveraðra og fá- klæudra stúlkna afhirð- ingjaættum. ,Ég er of upptekinn viö aö horfa á höp af stelpum frá Alta sem eru tattóverað- ar og nærbrókar- Íausarog ófeimn■ ar viö að sýna hvort tveggja. Ég verð fljótlega of ástfanginn til að koma upp orði. plássins upp á arminn, og ég fæ að fljóta með í leigubílnum. Þó að tæplega 3000 manns búi í Kautokeino er bærinn afar dreifður eins og búast má við af fólki sem átti forfeður sem bjuggu í tjöldum á víð- áttum Lapplands, og engar almenn- ingssamgöngur em þar sem allir ferðast um á eigin snjósleðum. Því tek ég farinu fegins hendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.