Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006
Helgarblaö
I I ljósi umræðu um tíðrætt fjölmiðla-
frumvarp hefur hlutverk og staða Rík-
isútvarpsins verið rædd fram og til
baka. Ekki eru allir sammála og sitt sýn-
ist hverjum. Helgarblað DV leitaði til máls-
metandi fólks í fj ölmiðlageiranum og lagði
fyrir það eina spurningu. Hvað myndir þú
gera ef þú værir útvarpsstjóri í einn dag?
Rásl erRíkisútvarpið
„Ég myndi beita mér fyrir alvöru að taka Ríkisútvarpið af auglýs-
ingamarkaði," segir Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfund-
ur. „Burtséð ffá allri hugmyndafræði þá held ég að það yrði sann-
kölluð frelsun fyrir Ríkisútvarpið sem gæti þá farið að sinna hlut-
verki sínu á miklu markvissari, frjórri og skemmtilegri hátt ef það
þyrfti ekki að haga sér í aðra röndina eins og einkafyrirtæki á aug-
lýsingamarkaðnum. Ég myndi setja neðarlega á forgangslistann að
athuga með breytingar á Rás 2 samkvæmt móttóinu, ef það er ekki
bilað á ekki að gera við það,“ segir Illugi og bætir við: „Auðvitað
myndi ég vilja sjá meira af íslensku efhi og leiknu efni í Sjónvarp-
inu. Það vilja allir en það gerir bara enginn neitt í því. Ég lít svo á að
Rás 1 sé Rfldsútvarpið. Þar myndi ég koma með alls konar breyt-
t ingar hér og þar en engar grundvallarbreytingar í bili.“
Sigrún Stefáns-
dóttir dagskrár-
stjóri svaeðisstöðv-
anna og Rásar 2
„Kastljós hefur fariö vel
afstað og ég myndi
vilja sjá það áfram á
dagskrá. Hins vegar
mætti alveg gera það
aðeins frjálslegra I upp-
setningu og auka inn-
slög utan aflandi."
J Maður selur ekki gulleggið sitt
„Ég myndi gera nokkrar breytingar á útvarpsdagskránni. Verkið er þegar hafið
iB en næsta skref væri að sérvinna fréttir fyrir báðar rásirnar," segir Sigrún Stefáns-
t \ sm dóttir, dagskrárstjóri svæðisstöðvanna. „Ég myndi lflca vilja efla kvölddagskrá Rás-
■' W ar 2 og vera með Iifandi útvarp inn í nóttina, bæta tæknibúnað útvarpsins og með
W því tryggja hnökralausa útsendingu og auk þess myndi það auðvelda svæðis-
stöðvunum að verða enn virkari. Ég myndi líka fara grannt ofan í saumana á
heildardagskrá beggja rása og marka skýrari línur um hvaða efni ætti heima á
hvorri rás. Báðar rásir RÚV gegna mikilvægu hlutverki fyrir ólflca markhópa og það
væri óðs manns æði að selja Rás 2 þar sem hún gegnir afar þýðingarmiklu hlutverki í
íslenskri tónlist og þar með í íslensku menningarlífi. Maður selur heldur ekki gulleggið
Btiyndi vilja efla fréttaflutning og gerð fréttatengds efnis í sjónvarpinu. Reynslan
ð það er afar vinsælt. Kastljós hefur farið vel af stað og ég myndi vilja sjá það
n á dagskrá. Hins vegar mætti alveg gera það aðeins ffjálslegra í uppsetningu
.uka innslög utan af landi. Innlent efni hefur alltaf notið meiri vinsælda en
íað efni. Innlendar þáttaraðir úr daglega lífinu ber að efla og tryggja að fram-
tt sé efni jafnt af landsbyggðinni sem höfuðborgarsvæðinu. Ég er kvikmynda-
úklingur og vildi því gjaman skreyta dagskrá sjónvarpsins með fleiri kvikmynd-
im. Eftir að hafa búið f Danmörku í mörg ár og kynnst þar nýrri vídd í kvik-
myndavali, myndi ég að sjálfsögðu leggja áherslu á að fá kvikmyndir frá Evr-
ópu og ekki síst frá Norðurlöndunum sem og norrænar þáttarraðir."
Rás 2 eins og pitsustöð
„Almennt myndi ég setja mér það markmið að auka innlent
dagskrárefni enn frá því sem nú er í sjónvarpi. I því skyni væri ég
tilbúinn til að fórna einhverju af því erlenda efni sem boðið er
upp á. Jafnvel einhverju af því sem talið er vinsælt. Fyrst og
fremst myndi ég þó leita eftir markvissari leiðum til að búa til
ódýrara efni sem þó uppfyllti nauðsynleg tæknileg gæði,“ segir
Birgir Guðmundsson, lektor í Háskólanum á Akureyri. „Gufan
stendur sig að flestu leyti mjög vel en er hins vegar oft frekar þurr
og hæg sem kemur niður á hlustun og unga fólkið festist ekki við
hana. Ríkisútvarpið á að skapa ákveðin viðmið eða staðal um
gæði sjónvarps- og útvarpsefnis og gæta að menningararfleifð-
inni, en um leið þarf það að hafa nægjanlegt skemmtanagildi til
að fólk nenni að horfa. Sjónvarpið þarf að taka sig á hvað varðar
menningar- og menntunarþáttinn en er alveg á kafi í skemmt-
anagildinu. Gufan er andstæðan og þyrfti að slá oftar á létta
strengi án þess að þynna inihaldið of mikið út. Gufan gengur
sinn veg og Sjónvarpið annan, en þessar stöðvar þyrftu að reyna
að mætast á miðri leið. Rás 2 er náttúrulega á stórum köflum
eins og einhver pizzastöð þar sem heilu auglýsingaprógrömmin
eru kölluð dagskrárgerð. Því þarf að breyta og skerpa á hlutveki
hennar sem vettvangi íslenskrar dægurtónlistar annars vegar og
landshlutaútvarps hins vegar. Það felst í hlutverki RÚV sem
stofnunar sem aðrir miða sig við að hafa öflugar fréttir, því má
alls ekki skera þann þátt niður og ég held að það kynni að vera
varasamt að sameina alveg fréttastofur Útvarps og Sjónvarps."
Leita tilboða um íslenskt
sjónvarpsefni
„Ef ég væri útvarpsstjóri myndi ég
efla Rás 1 og auka dagskrárgeröina svo
þar yrði minna um endurflutt efni,"
segir Guðbjörg Hildur Kolbeins fjöl-
miðlafræðingur og bætir við að sem
útvarpsstjóri myndi hún hins vegar
halda Rás 2 óbreyttri en tryggja að þar
hefði dagskrárgerðarfólk frjálsar hend-
ur. „Varðandi Kastljósið myndi ég hafa
það óbreytt enda farin að venjast því.
Ég var ekíd sátt við það fyrst eftir að því
var breytt en það hefur vanist furðu
vel. Þó sakna ég þess að geta ekki
hlustað á það á Rás 2 á kvöldin." Guð-
björg segir að stórauka mætti innlenda
dagskrárgerð í Sjónvarpinu. „Það sýnir
sig ítrekað í rannsóknum á áhorfi á
sjónvarp að fólk vill innlenda dagskrár-
gerð, hvort heldur sem er íslenskar
kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Sem
útvarpsstjóri myndi ég því leita tilboða
hjá kvikmyndagerðarmönnum um
gerð íslensks sjónvarpsefnis."
Guðbjörg Hildur Kol-
beins fjölmiðlafræðingu
„Þaðsýnirsig ítrekað frann-
sóknum á áhorfi á sjónvarp
að fálk vill innlenda dag-
skrárgerð, hvort heldur sem
er íslenskar kvikmyndir eða
sjónvarpsþætti.
Birgir Guðmundsson
lektor
Gufan stendur sig
| að flestu leyti mjög velen e
hins vegar oft frekarþurr o<
hæg sem kemur niður á
hlustun og unga fólkið fest-
istekki við hana."
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 33
lÉÉllÍlll
'
■
IM
Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri
á Utvarpi Sögu „Hlutverk Rlkissjón-
varpsms hlýtur að vera sá að efla Islenska
menningu og sýna meira afþvtsem er að
gerast hér í kvikmyndum, listum og
______ mörgu öðru.‘
m
•M'Xv.
Myndi stofna íþróttarás og vera
samkeppnishæfur á báðum stöðum
„Sem útvarpsstjóri myndi ég óska þess að lög-
in færu sem fyrst í gegn, stofna síðan íþróttarás
og leggja niður dreifkerfið. Einnig myndi ég selja
Rás 2 þar sem rekstur hennar fellur engan veginn
undir það hlutverk að þjónusta almenning," seg-
ir Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás
eins. „En ef við hugsum þetta ekki út frá lög-
gjöfinni myndi ég ekki selja Rás 2 þar sem hún
er beitt vopn á markaði. Gamla Gufan yrði
óbreytt enda er hún eini miðillinn í eigu Ríkis-
útvarpsins sem sinnir þessu þjónustuhlutverki
almennilega. Fréttirnar yrðu óbreyttar en ég
myndi trúlega stytta Kastljósið og sýna inn-
lendri dagskrárgerð meiri metnað og þá aðal-
lega sýna meira af leiknu íslensku efni en þess
ber að geta að Skjár einn er eina stöðin sem
sýnir íslenskt efni þessa vikuna sem er hálf
sorglegt fyrir Rfldssjónvarpið með sinn tvo og
hálfa milljarð í forgjöf. Auk þessa myndi ég
hiklaust setja af stað íþróttarás í haust til að
losna við efnið af hinni rásinni og vera þannig
samkeppnishæfur á báðum stöðum."
-
Magnús Ragnarsson
sjónvarpsstjóri Skjás
eins „Gamla Gufan yrði
óbreytt enda er hún eini
miðillinn l eigu Ríkisútvarps
ins sem sinnirþessu þjón-
ustuhlutverki almennilega. “
Kastljós undir sjálfstæðum ritstjóra
„Ef ég væri útvarpsstjóri Rfldsútvarpsins myndi ég hreinsa svoleiðis til í rekstrinum
að það hálfa væri nóg,“ segir Amþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Sögu. „Ég myndi
skera allsvakalega niður í bruðlinu sem ég tel að þama sé og loka Rás 2 sem er aðeins
popprás og sinnir ekki því hlutverki sem hún á að gera," segir Arnþrúður og bætir
við að sem útvarpsstjóri viti hún hvernig hægt sé að reka svona starfsemi á hag-
kvæman hátt. „í sjálfti sér myndi ég ekki breyta Gufunni en að mínu mati á rfldsút-
varp að standa undir því lögbundna hlutverki sem það á að sinna. Það er hins vegar
svo upptekið af markaðnum og því sem er þar að gerast að það sinnir ekki þessu hlut-
verki sínu. Ég myndi stytta Kastljósið og skoða ritstjómarstefnuna þar. Ég vildi sjá
Kastljósið undir sjálfstæðum ritstjóra til að tryggja hlutlausari umfjöllun enda er umfjöllun-
in þar oftar en ekki í beinum tengslum við fréttatímana, fýrst koma fféttirnar og svo drottn-
ingarviðtölin í Kastljósinu við einstaka stjórnarherra, aðrir komast aldrei þama inn. Ég held
að það væri mjög mikilvægt að auka innlent efni í sjónvarpinu þótt ég sjálf horfi aldrei á
sjónvarp. Hlutverk Rfldssjónvarpsins hlýtur að vera það að efla íslenska menningu og sýna
meira af því sem er að gerast hér í kvikmyndum, listum og mörgu öðm."
Ríkisútvarpið út af auglýsingamarkaði
„Samkeppni um auglýsingatekjur við aðra ljósvakamiðla á naumast við. Ég myndi
því leggja til við löggjafann að Ríkisútvarpið yrði tekið út af auglýsingamarkaði, en
tekjumissir, sem af því leiddi, yrði bættur og vel það, til dæmis með hækkuðu afnota-
gjaldi, en ýmsar aðrar tekjuleiðir em þó hugsanlegar," segir Þorbjörn Broddason pró-
fessor. „Ég myndi stórefla fréttastofur Sjónvarps og Hljóðvarps og gera til þeirra mjög
strangar kröfur um vinnubrögð (vandvirkni, flýti, jafnvægi, hörku). Til dæmis myndi
ég hvetja fréttastjóra til þess að hafa ævinlega noldcum hóp fréttamanna, bæði í
hljóðvarpi og sjónvarpi, í langtímarannsóknarverkefnum þar sem mikilvægum mál-
um, sem varða alla þjóðina, yrðu gerð tæmandi skil. Þetta krefst þess meðal annars'
að sérfræðiþekking meðal fréttamanna verði efld. Ég myndi auk þess stórefla dag-
skrárgerð í sjónvarpi fyrir börn og ungmenni og sjá til þess að Ríkisútvarpið tæki for-
ystu í gagnvirkri miðlun með atbeina internetsins, þannig að þar skapaðist lifandi og
skapandi umræðuvettvangur."
Margrét Sverrisdóttir
formaður Hollvinasam-
taka Ríkisútvarpsins
„Gömlu Gufuna myndi ég
efla sem gagnvirkan
fræöslumiöil.þar sem
spennandi og skemmtileg
fjarkennsla væri i boði fyrir
alla landsmenn."
Texta fréttir og allt annað efni
„Ég legði mesta áherslu á að Rfldsútvarpið fengi varanlegan sess sem menningarstofnun og almannaútvarp í
eigu allra landsmanna og undirstrika sérstöðu þess á fjölmiðlamarkaðnum," segir Margrét Sverrisdóttir, for-
maður Hollvinasamtaka Rfldsútvarpsins. „Ríkisútvarpinu ber samkvæmt lögum að gæta óhlutdrægni, vemda
skoðanafrelsi og halda úti fjölbreyttum skoðunum. Eg myndi sjá til þess að það yrði raunverulega sjálfstætt
þjóðarútvarp í stað þeirrar stofnunar sem það er nú, þar sem flokkspólitísk áhrif og tengsl hafa verið ríkjandi. Ég
myndi hafa mér til ráðgjafar um dagskrána, auk hæfra starfsmanna RÚV, eins konar akademíu, sem valin væri
af samtökum og stofnunum í samfélaginu. Ég myndi leggja sértaka rækt við þá skyldu að efla íslenska dagskrár-
gerð en Rfldsútvarpið á að standa vörð um tunguna og menninguna. Gömlu Gufuna myndi ég efla sem gagn-
virkan fræðslumiðil, þar sem spennandi og skemmtileg fjarkennsla væri í boði fyrir alla landsmenn. Ég myndi
efla Rás 2 enn frekar sem miðil sem höfðar til ungs fólks og hefur haldið merkjum íslenskrar dægurtónlistar á
lofti umffam aðra fjölmiðla. Mitt fyrsta verk varðandi Sjónvarpið væri að texta fréttir og í framhaldi af því allt
efni. Einnig myndi ég stórauka úrval vandaðra, evrópskra kvikmynda á kostnað amerískrar flatneskju, en ég vil
gjarna sjá fréttatengda þætti á borð við Kastíjós, sem eru blanda af fréttum, ffóðleik og skemmtun."
Þorbjörn Broddason prófess-
or „ Til dæmis myndi ég hvetja
fréttastjóra tilþess að hafa ævin-
lega nokkurn hóp fréttamanna,
■bæði 1 Hljóðvarpi og Sjónvarpi, í
I langtlmarannsóknarverkefnum
| þar sem mikilvægum málum,
sem varða alla þjóðina, yrðu gerð
tæmandi skil. “
indiana@dv.is