Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 Helgarblað DV Þórunn Kristín Emilsdóttir hefur fariö ótroðnar slóöir í lífinu enda fæddist hún með hæfi- leika sem ekki er öllum gefnir. Hún sér í heima sem flestum eru ósýnilegir og segist hafa kynnst Qölda fólks úr öðrum víddum en flestir kunna að sjá í. Þessa náðargáfu segir hún hafa gert sér kleift að fylgjast með látinni dóttur sinni og komast í gegnum afar erfið veikindi. Þegar huldufólk og mennskar verur fella saman hugi eiga þær líka mjög erfitt með að sameinast eins og við þekkjum úr sögnum. Ég fæ ekki alveg séð hvernig það á að geta gengið upp en ástin er óskiljanlegasta aflið í veröldinni. Þórunn Kristfn Emilsdóttir miðill, eða Þóra Stína eins og hún er kölluð, hefur ekki farið troðnar slóðir í gegn- um lífið. Það var henni ef tii vill held- ur ekki ætlað því i vöggugjöf fékk hún sérstæða hæfileika. Hún segist sjá inn í víddir sem öðrum em huldar og hef- ur meðal annars átt ánægjuleg sam- skipti við íslenska álfafjölskyldu. Þau kyxini hafa vakið athygli margra og segir hún erlenda kvikmyndagerðar- menn meðal þeirra. Sjáif er Þórunn þó hlédræg og býr í sumarhúsi sínu í Grímsnesi og hefur félagsskap af álfum, huldufólki og öðrum jarðarverum. Það kompaní kann hún vel við, þau hafi reynst henni vel í gegnum tíðina og meðal annars kom- ið henni lifandi í gegnum þrjú krabbamein. Var afi þinn að banka? „Var það afi þinn sem bankaði héma á dymar áður en þú komst?" spyr Þórunn þegar blaðamann ber að garði og lækkar í sólarorkuknúnu út- varpi. Blaðamaður dregur það í efa en þykir vænt um að vera úr handan- heimum hafi látið vita af komu hans og bent Þórunni á að hella upp á kaffi. Blaðamaður er mjög ókunnugur öllu því sem gæti mögulega verið yfirskil- vitlegt og getur því ekki annað en byrjað á að spyrja Þómnni um tengsl hennar við aðrar víddir. „Ég hef „séð" frá því ég man eftir mér og þá bæði þá látnu og ýmis kon- ar jarðarverur. Samt sem áður gerði ég mér varla grein fyrir þessu fyrr en ég var að verða fertug," segir Þórunn en þegar hún fór að heyra meira og sjá meira leitaði hún til læknis til að fá svör við því hvers vegna hún væri svo ólík öðrum. „Þegar maður er fæddur svona er erfitt að gera sér grein fýrir þessum hæfifeika en þegar ég áttaði mig al- mennilega á því hvað ég var ólík flest- um öðmm leitaði ég læknis, hver myndi ekki gera það?“ segir Þórunn og sýpur íbyggin á kaffinu sínu. Lítil og hnýsin systir Uppeldi Þómnnar var fremur ólíkt annarra bama. „Ég var í fóstri í sjö ár en fór tii mömmu aftur þegar ég var tíu ára. Það var kannski svolítið sér- kennilegt hvemig það atvikaðist," segir Þómnn og brosir. „Ég fór í raun til þeirra og sagði þeim að þau mættu eiga mig. A þeim tíma vom foreldrar mínir að skifja og skömmu síðar veiktist mamma af berklunum þannig að þama bjó ég í mörg ár í góðu yfirlæti. Ég var líka svo heppin að fóstursystir mín var mér einkar góð þótt ég hafi oft komið henni í vandræði." Hvemigkomstu henni ívanda? „Fyrir mér var hún afar merkileg manneskja og þegar hún var að byrja fara út á kvöldin átti ég það til að fara úr líkama mínum og fylgja henni eft- ir. Á morgnana sagði ég svo ölfum hátt og snjallt ffá því hverja hún hefði hitt og öðm sem hún tók upp á og uppskar ófáa marbletti fyrir," segir Þórunn og hlær en tekur fram að sem betur fer hafi enginn lagt trúnað á orð litlu systur. Fjölskyldan mín í álfheimum „í fyrsta skipti sem ég kveikti virki- lega á perunni um skyggnina var ég í golfi með manninum mínum. Hann sló út fyrir völlinn og ég sá tvö böm taka boltann upp. Maðurinn minn skildi hvorki upp né niður í því hvað hefði orðið af honum en ég benti honum á bömin sem stóðu álengdar. Ég uppskar þó engin svör heldur spurði hann mig bara hvaða krakka hvað ég væri að tala um,“ segir Þór- unn sem ákvað að segja ekki meira eftir það. Þórunn segist þó alltaf hafa verið afar forvitin og það dró hana aftur á fund barnanna sem hún sá við golf- völlinn. „Þetta em voðalega góðir krakkar og ég fékk að kynnast fjöl- skyldu þeirra. Nú emm við orðin svo náin aö ég kalla þau fjölskylduna mína," segir Þórunn eins og kynni við álfa séu sjálfsagður hlutur, sem þau em þó í raun fyrir henni. „Þetta er yndislegt fólk sem ég heimsæki yfir- leitt svona tvisvar á ári. Ég hef fengið miklar upplýsingar frá þeim um þeirra heim og er hvergi nærri hætt að spyrja." Um hvaö ertu aö spyrja? „Ég vildi auðvitað fá að vita hver þau væm og hversu lengi þau hefðu búið hérna, samband þeirra við annað fólk og annað í þeim dúr sem maður spyr fólk sem maður er að kynnast að. Ég hef fengið góð svör en á samt mjög erfitt með að skilja hvers vegna það er ekki alltaf sama veður hjá þeim og hjá okkur en ég veit að það tengist samt eitthvað því að það em færri mánuðir í árinu hjá þeim," segir Þómnn hrein- skilnislega og bætir við að hún myndi einnig gjama vilja komast að því upp úr hveiju þau þvoi þvottinn sinni því allt lín sé áberandi hreint í heimi álf- anna. „Það vakti einnig undmn hjá mér þegar ég komst að því að þeir em ekki allir skyggnir þannig að það er ekki sjálfgefið að álfar sjái mennskar vemr. Áfinn í fjölskyldunni hefur tif að mynda reynt mikið að fá yngstu telpuna í fjölskyldunni til að „sjá" en það gengur illa, enda held ég að skott- an sú hafi bara engan áhuga á því," segir Þómnn og brosir við tifhugsun- ina um þessa vini sína. Ástin er óskiljanlegasta afl veraldarinnar Kynni álfa og manna reyna þó á heilsuna að sögn Þórunnar. „Ég kom þarna einu sinni um vetur og þá var drengurinn á heimilinu mjög veikur. Gamli maðurinn afi hans sagði mér þá að drengurinn hafi séð lamb sem dottið hafði með Hvítánni og sat þar á stalii og jarmaði sáran. Hann vildi vit- anlega bjarga lambinu en það var mjög erfitt því hann var á annarri Ég átti svo eina dóttur til viðbótar sem dó skömmu eftir að hún fæddist. Sem betur fer hefég þó fengið að fylgjast með henni þar sem hún dvelur núna. tíðni. Einhvem veginn gat hann þó þétt tíðnisvið sitt, ef það er rétta orð- ið, og lyft lambinu upp af stallinum sem það var fast á. Þetta reyndi samt svo mikið á piltinn að hann var veikur í allavegana einn og hálfan mánuð á eftir. Þegar huldufólk og mennskar vemr fella saman hugi eiga þær líka mjög erfitt með að sameinast eins og við þekkjum úr sögum. Ég fæ ekki al- veg séð hvernig það á að geta gengið upp en ástin er óskiljanlegasta aflið í veröldinni," segir Þómnn hugsi og horfir ofan í svart kaffið í bollanum sínum. Skarpari eftir veikindi Þórunn hefur barist við veikindi í lífi sínu en hún segir þau aðeins hafa gert sig skarpari. „Ég hef fengið mjög góðar leiðbeiningar frá öðmm verum um hvemig ég geti rifið mig upp aftur úr veikindunum. Þetta hefur valdið því að heimilislæknirinn minn, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.