Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 Helgarblað DV Benedikt Vagn Bjarnason er einstaklega fallegur og skemmtilegur strákur sem verður tólf ára í september. Hann er með sjaldgæfan blóðsjúkdóm, reyndar eini íslendingurinn sem hefur greinst með sjúkdóminn, og hefur verið veikur frá fæðingu. Hann er líka með hjarta- galla og var ekki nema þriggja vikna þegar hann fór til útlanda í erfiða hjartaaðgerð. Áhugamál Benedikts eru fyrst og fremst bílar og ýmis fróðleikur á Discovery og National Geography, en hann er ekki frá því að hann langi að verða bílahönnuður þegar hann verður fullorðinn. Mamma Benedikts, Gunnhildur Hreinsdóttir, veit því hvernig er að vera móðir langveiks barns. Benedikt, sem er yngstur þriggja bræðra, fæddist í september árið 1974. Ekkert á meðgöngunni benti til þess að eitthvað væri að en Gunnhildur segist hafa haft óljósa tilfinningu fyrir að ekki væri allt sem skyldi. „Þetta var einhver óskilgreind móðurtilfinning," segir hún hugs- andi. „Meðgangan og fæðingin gengu vel en í íyrstu læknisskoðun kom í ljós að hann var með alvarleg- an hjartagalla. Hann var því ekki nema þriggja vikna þegar við fórum með hann í stóra aðgerð til Banda- ríkjanna. Hann er búinn að fara í aðra aðgerð síðan og trúlega sér ekki fyrir endann á því," segir Gunnhild- ur. „Það hefur þó allt gengið ljóm- andi vel með hjartað. Hins vegar kom í ljós þegar hann var þriggja mánaða að hann var með sjaldgæfan og ólæknandi blóðsjúkdóm sem heitir á ensku Diamond Blackfan Anemia og lýsir sér þannig að hann framleiðir ekki rauð blóðkom. Hann þarf því alltaf að vera á steralyfjum til að reyna að ýta undir beinmerginn að framleiða rauðu blóðkomin. Það hefur ekki gengið vel þannig að hann þarf að fá blóðgjöf reglulega. Við fömm á tveggja til þriggja mán- aða fresti í blóðgjafir og svo er hann ágætur í um það bil sex vikur en þá fer hann að veikjast. Þá verður hann slappur og lystarlaus og missir orku ið greind. Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur en talið er að milli 400 og 500 manns í heiminum séu með DBA. Það tók átta mánuði að fá grein- inguna en Gunnhildur segist hafa fengið mikið áfall þegar greiningin lá fyrir. „Það hmndi allt og áfallið var ólýsanlegt. Þetta var öll tilfinninga- flóran og ég hélt ég væri að bilast. Sem betur fer tókst okkur að vinna okkur út úr þessu með hjálp góðs fólks." Gunnhildur saknar þess þó að hafa ekki verið boðið upp á einhvers konar sérfræðiaðstoð. „Ég bað um félagsráðgjafa en fékk hann ekki. Þá bað ég um prest og hann kom og hélt í höndina á mér. Hann sagði kannski ekki margt enda ekki margt hægt að segja, en nálægð og umhyggja prestsins skipti miklu máli og veitti mér styrk. Mér finnst þó að allir foreldrar lang- veikra bama eigi að fá aðstoð sál- fræðings eða fagaðila. Þetta snýst ekki bara um mömmuna og pabbann heldur alla fjölskylduna, það geta verið fleiri börn og ömmur og afar sem þurfa fræðslu og stuðn- „Mér finnst aðalatríði að bílar séu flottir og þægilegir og svo verða þeir að vera mjög tæknilegir." og einbeitingu. Síendurteknar blóð- gjafir verða svo til þess að það verður alltof mikil jámsöfhun í líkamanum og það er farið að bera á því hjá Benedikt núna. Þá þarf að losa jámið frá honum með lyfjameðferð." Eini íslendingurinn sem hefur greinst með sjúkdóminn Benedikt er eini íslendingurinn sem hefur greinst með þennan sjúk- dóm en Gunnhildur segir eina þriggja ára stúlku á Islandi vera með svipuð einkenni þó hún hafi ekki ver- ing því lífið verður aldrei samt." Valdi að eiga sem minnst við kerfið „Þegar Benedikt fæddist vom engin stuðningsfélög starfandi en þegar félagið Einstök böm var stofrí- að var ég meðal stofnenda þar. Þessi félög, eins og Neistinn og Umhyggja og öll þau félög sem hafa verið stofn- uð á undanfömum árum skipta sköpum fyrir foreldra veikra bama. Innan um hina foreldrana mætir maður sldlningi sem maður finnur Flott mæðgin Gunnhildur Hreinsdóttir, mamma Benedikts, er ekki litið stolt af honum. Honum fínnsthins vegar mamma stundum óþarfiega mikið yfir honum. hvergi annars staðar. Það er mjög mikilvægt að geta hitt aðra foreldra sem skilja allar þessar tilfinningar. Sjónarhóll er svo félag þar sem fólki er leiðbeint í gegnum bótaffumskóg- inn því oft veit fólk ekkert hvaða rétt- indi það hefur og þarf að fá fagaðstoð í því." Gunnhildur og eiginmaður henn- ar, Bjami Sveinn Benediktsson, tóku strax þá ákvörðun að hún yrði heima til að hlúa að Benedikt og eldri strák- unum en auðvitað bimuðu þessar nýju aðstæður á þeim. „Ég hafði ver- ið í vinnu sem bókbindari en við ákváðum að reyna ekkert að berjast við kerfið til að fá aðstoð. Ekki síst vegna þess að við höfðum heyrt mjög slæmar sögur fólks sem hafði reynt þá leið. Ég sinnti því heimilinu og maður- inn minn vann baki brotnu. Hann hefur þó oft þurft að hlaupa fyrir- varalaust úr vinnu vegna veikinda Benedikts en hann er með skilnings- ríkan og yndislegan vinnuveitanda, sem hefúr sýnt okkur mikinn stuðn- ing. Það em ekki allir það lánsamir. Eldri bræðrunum var svo oft hent á miili ættingja en þeir tóku þessu með jafnaðargeði og em okkur mikill styrkur f dag." Einangrandi að vera með langveikt barn Gunnhildur segist hafa verið mjög einangruð í að sinna drengn- um og fjölskyldunni en nú hefur hún hafið nám í Menntaskólanum í Kópavogi og líkar mjög vel. „Ég reyndi að fara út á vinnumarkaðinn en það gekk ekki. Benedikt er oft las- inn og getur ekki verið einn. Hann er mjög viðkvæmur fyrir öUum um- „Það hrundi allt og áfallið var ólýsanlegt. Þetta var öll tilfinn- ingaflóran og ég hélt ég væriað bilast gangspestum og þarf að vera mikið heima og oft er hringt fyrirvaralaust úr skólanum og ég beðin að sækja hann. Hann er samt óskaplega dug- Lítil hetja Benedikt var ekki nema þriggja vikna þegar hann fór i fyrstu stóru hjartaaðgerðina. DV-myndir Stefán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.