Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2006, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 29. APRlL 2006 Síðast en ekki síst DV Magnaður kraftur útvarpsins Kiss FM 89,5 er ekki bara með heitustu tónlistina í bænum. Starfs- menn útvarpsstöðvarinnar skoruðu á forsvarsmenn Orkunnar að lækka bensínverð á einni af stöðvum sín- um í gær niður í 89,5 krónur, sem er einmitt tíðni stöðvarinnar. Orku- menn skoruðust ekki undan og I lækkuðu bensínverðið hjá I sér við Miklubraut í gær. Þar myndaðist mikið öngþveiti í gærdag enda margir sem vildu fylla á tank- inn á þessum prís. Bensínverð hefur verið mikið í umræðunni enda orðið svívirðilega hátt. Kraftur útvarpsins er greini- lega magnaður og er vonandi að fleiri olíufélög taki Orkuna sér til fyr- Ha? irmyndar. Það er greinilegt að út- með strípur og bassabox í haus- varpsmenn Kiss FM eru ekki bara num. Hvað veistu um j s Middlesbnough / 1. Hvað heitir heimavöllur liðsins? 2. Hvaða lið sló Middles- brough út í undanúrslitum UEFA-keppninnar? 3. Hver skoraði tvö mörk í leiknum? 4. Hvað heitir stjórnarfor- maður liðsins? 5. Hvenær var félagið stofn- að? Svör neðst á síðunni: Hvað segir mamma? „Hún hefursungiö frá þvl hún var smástelpa, alltaf gólandi,“ segir - Sigríöur M Finnsdóttir, móöir Ragnheiöar Söru Grlmsdóttur úr ldolinu.„Húnvar mjög lagviss og sýndi alltafmikil tllþrifog svo er hún alæta átónlist. Þegarsýndarvoruóperurl sjónvarpinu á nýársdag sat hún dáleidd fyrir framan sjónvarpiö. Hún gerir allt vel sem hún tekur aö sér og I Idolinu var hún alltafsú sem varmestundirbúin. Mér fannst hún standa sig rosalega vel og sýndi og sannaöi hvaö hún hefur mikla hæfíleika. Ég get ekki annaö en veriö stolt afhenni“ Sigrföur V. Finnsdóttir, bókari hjá Actavis, er móðir Ragnheiðar Söru Grímsdóttur Idolstjörnu. Ragnheiður erfædd 30. júní 1981. Hún útskrifað- ist frá MK og fór sfðan f söngnám í ~ Nýja tónlistarskólanum þar sem hún stundaði einnig gftarnám. Ragnheið- ur Sara keppti í Idolinu 2006 og komst f fjögurra manna úrslit. GOTT hjá Eivöru Pálsdóttur að fínna ástina hjá herraþjóöinni. 1. Hann heitir Riverside Stadium. 2. Middlesbrough slö út Steua Búkarest. 3. Það var ftalinn Massimo Maccarone. 4. Hann heitir Steve Gibson. 5. Það var stofnaö árið 1876. Cortes rís úr veikindum Tvíefldur til að stýra túnleikum sonar síns „Jú, velgengni Garðars er mjög ánægjuleg fyrir mig. Honum hefur vegnað vel. Þetta er eins og ævin- týri,“ segir Garðar Cortes eldri í sam- tali við DV. Garðar mun stjórna sinfóníu- hljómsveit ásamt Rythmabandi Óskars Einarssonar sem leika und- ir á stórtónleikum í Laugardalshöll í kvöld þar sem Garðar Thór Cort- es og Katherine Jenkins koma fram. f sjálfu sér er ekki í frásögur fær- andi að Garðar stjórni hljómsveit, landskunnur hljómsveitarstjórinn. En Garðar hefur átt við erfið veiki að stríða; fór í haust í erfiða hjarta- aðgerð þar sem fjórar hjáleiðir voru tengdar, „fjórfalt bæpass" auk þess sem nú skömmu eftir áramót fór hann i aðgerð á hné. í öllum þessum átökum hefur Garðar svo losað sig við 25 til 30 kíló en rís nú tvíefldur, til að stýra hljómsveit á tónleikum son- ar síns í kvöld. Hetjusaga. Venjuleg sjúkrasaga Sjálfur vill Garðar ekld gera neitt úr þessu. „Þetta er ósköp venjuleg sjúkrasaga. Svo kemst maður yfir það og ekkert sem heitir. Blessaður, það hafa einhverjir verið að skreyta. Bara eins og hjá öllum þeim sem lenda í hremmingum og ná sér. Eng- in sérstök saga í tengslum við það, allt venjulegt og ekki um neina hetj- udáð að ræða." Garðar hefur hins vegar ekkert á móti því að ræða velgengi Garð- ars yngri en nýjustu fregnir af hon- um eru þær að viðræður standi nú yfir við útgáfurisann EMI um plötu- samning. Og er von á útsendara fyr- irtækisins á tónleikana í kvöld. Garð- ar gerir ekki mikið úr því. Né kemur honum beinlínis á óvart að Garðar Thor skuli vera á þessu góða róli. „Nei, hann hefur alla möguleika. En kannski að heppnin hafi líka ver- ið með honum. Þeir eru svo margir Garðar hefurátt við erfíð veiki að stríða; fór í haust í erfiða hjarta- aðgerð þarsem fjórar hjáleiðir voru tengdar, „fjórfalt bæpass" auk þess sem nú skömmu eftir áramót fór hann í aðgerðáhné. talenteraðir sem lenda ekki á réttum tíma á réttum stað með réttu fólki. En honum hefur auðnast það. Syst- ir hans er líka söngkona en fer aðra leið," segir Garðar. Mamman frábær píanisti Ekki er ofsagt að börn Garðars hafi alist upp við tónlist frá blautu barnsbeini. Garðar segir mömmu þeirra frábæran konsertpíanista, en hún heitir Krystyna Cortes, og er ensk, en á einnig ættir að rekja til Póllands. „Pabbi hennar var pólslcur myndhöggvari en mamma breskur myndlistarmaður." Við svo búið er rétt að óska Garð- ari velgengni í kvöld, eða er einhver hjátrú ríkjandi í þeim efnum þegar tónlistarmenn eru annars vegar, líkt og leikhúsfólk? „Nei. Engin hjátrú. Það endar hvergi. Þá þyrfti maður að fara að stjórna í sömu sokkunum og slíkt. Frægt er til dæmis með Pavarotti sem varð fyrir tónleika að finna ryðgaðan nagla í tónleikahúsinu. Þetta olli því- líkum vandræðum að þeir voru farn- ir að planta ryðguðum nöglum svo hann gæti fundið þá.“ jakob@dv.is Garðar Cortes Hefur átt við erfíö veikindi að stríða að undaförnu en ris upp tvlefldur til áð stýra hljómsveit á tónleikum sonarsíns. DV-myndir Stefán Karlsson Katherine Jenkins Óperusöngkonan snjalla syngur með Garðari I kvöld. Frá æfingu í gær Cortes eldri segirson sinn hafa verið heppinn; á réttum tima, á réttum stað með rétta fólkinu. Garðar Thor Cortes Fulltrúar frá EMI geröu sér leið til landsins og fylgjast i kvöld meö frammistöðu hins unga söngvara. Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi MinnistöfUtr Umboðs- og söluaðili sími: 551 9239 www.birkiaska.is ■■ Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.