Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.05.1991, Síða 4

Símablaðið - 01.05.1991, Síða 4
Leiðari Blómleg félagsstarfsemi og viðburðaríkt vor Að undanförnu hefur hver viðburöurinn á fætur öðrum rekið á fjörur símamanna. Þar má nefna nýja reglugerð um starfsmannaráð og nýja reglugerð um starfrækslu Pósts og síma. B.S.R.B. þing er á næstu grösum og samningar í haust. Félagslífið hefur verið með miklum blóma. Á kjördag 20. apríl gekkst félagið fyrir fjöl- mennri ráðstefnu og aðalfundur var haldinn í vor þar sem tryggð var afkoma félagsins. Fundir hafa verið haldnir í deildum þar sem mætt hefur allt að helmingur félagsmanna. Fé- lagslegur áhugi hefur löngum verið einkenni símamanna og er það enn í ríkum mæli. Ný reglugerð um starfsmannaráð var gefin út 21. febrúar. Helsta breyting frá fyrri reglu- gerð er að póstmenn fá nú tvo fulltrúa í ráðinu með atkvæðisrétt (eins og Símamenn). Há- skólaborgarar fá nú atkvæðisrétt handa sínum fulltrúa. Áður höfðu þeir atkvæðisrétt í mál- efnum sem snertu þá sérstaklega. A.S.f. félagar fá nú sambærilegan rétt og háskólamenn höfðu fyrir þessa breytingu og póst- og símamálastjóri tilnefnir sinn fulltrúa í ráðið. f nýja ráðinu munu fulltrúar símamanna leggja vaxandi áherslu á að ráðið fjalli um launakjör og starfsaðstöðu fólks eins og reglur um ráðið gera ráð fyrir. Símamenn hafa flutt tillögur um þetta efni og munu fylgja þeim eftir. Reglugerðin er birt hér í heild í hlaðinu. Þann 1. maí tók gildi ný reglugerð um Póst og síma. Þar eru nokkrar breytingar frá því sem var. Umdæmin sem áður voru fjögur verða nú sex að tölu. Reykjavíkursvæðið verður nú tvö umdæmi, símaumdæmi (umdæmi 5) og póstumdæmi (umdæmi 6). Fjarskiptaeftirlit og tegundaprófanir notendabúnaðar eru fluttar frá Pósti og síma. Reglugerðin er birt hér í blaðinu. Félag íslenskra símamanna mur fylgjast með því hvernig þessar skipulagsbreytingar eru framkvæmdar. Hvort farið er efti læfni eða skólagöngu einvöröungu þegar menn eru settir til ábyrgöar og stjórnunar í hinu nýja skipulagi. Félag íslenskra símamanna sér fyllstu ástæðu til að hvetja stjórnvöld ríkisins og Pósts og síma til að skipta starfsfólki ekki í tvo hópa - háskólagengna og hina. Sérstaka athygli vekj- um við á þessu þegar ákvörðun er tekin um kaup og kjör, hlunnindi, menntun á námskeið- um og kynnisferðum hérlendis og erlendis er að gagni má koma fyrir einstaklinginn og fyrir- tækið í heild. 2 SfMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.