Símablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 7
Kaupmáttur, vísitala, viðskiptakjör, öll
þessi atriði hafa veruleg áhrif á kaup, kjör
og lífsafkomuna í heild. I samningunum
sem undirritaðir voru í febrúar 1990 og í
daglegu tali eru nefndir þjóðarsátt, varð
samkomulag um að samningsaðilar skipi
sérstaka launanefnd með 2 fulltrúum til-
nefndum af B.S.R.B. og 2 fulltrúum til-
nefndum af fjármálaráðherra. Nefndin skal
fylgjast með breytingum verðlags og kaup-
máttar, þróun viðskiptakjara og útflutnings-
tekna og efnahagsmála almennt á gildistíma
samningsins með hliðsjón af forsendum
þessa samnings. Launanefndin skal sérstak-
lega fylgjast með þróun framfærsluvísitölu
og meta ástæður til launahækkana fari verð-
hækkanir fram úr viðmiðunarmörkum
samningsins í maí og sept. 1990 og í maí
1991, að teknu tilliti til breytinga á við-
skiptakjörum. í nóvember 1990 skal nefndin
endurskoða megin forsendur samningsins
fyrir síðari hluta samningstímans. I septem-
ber varð breyting á framfærsluvísitölu og
hækkuðu laun þá lítillega eða 0,27% frá 1.
október. í nóvember fór fram endurskoðun
samkvæmt ákvæðum 7. gr. kjarasamnings
og varð niðurstaða að endurskoðun lokinni
sú að til viðbótar umsaminni 2% iauna-
hækkun 1. desember komi 0,55% hækkun
frá sama tíma. í nóvember var einnig sam-
þykkt að viðskiptakjörin yrðu sérstaklega
skoðuð í febrúar. Niðurstaða launanefndar-
innar í febrúar varð sú að laun hækkuðu um
2,8% í mars 1991 í stað 2,5% eins og samn-
ingar kveða á um.
Núgildandi kjarasamningur rennur sitt
skeið á enda 31. ágúst nk. Fundir í sam-
starfsnefnd hafa verið tæplega einu sinni í
mánuði og hefur gengið treglega að fá úr-
lausn þeirra mála sem lögð hafa verið fyrir á
þeim vettvangi.
SAMKOMULAG UM BREYTING-
AR Á KAFLA UM SLYSATRYGG-
INGAR
21. maí 1990 var undirritað samkomulag
um breytingar á kafla um slysatryggingar
milli F.I.S. og fjármálaráðherra f.h. ríkis-
sjóðs og falla þar með úr gildi allar greinar í
kafla 7.1, slysatryggingar í kjarasamningi
aðila. í samkomulaginu kveður svo á um að
starfsmenn skuli slysatryggðir allan sólar-
hringinn. Tryggingarfjárhæðir miðast við
vísitölu framfærslukostnaðar í apríl 1989,
119,9 stig. Við uppgjör bóta skal framreikna
fjárhæð miðað við þær breytingar sem orðið
hafa á vísitölu framfærslukostnaðar frá apríl
1989 til uppgjörsmánaðar.
SVEIGJANLEGUR VINNUTÍMI
Gamalt baráttumál F.Í.S. hefur náð fram
að ganga. Undirritað var samkomulag um
sveigjanlegan vinnutíma 24. október 1990
þar sem m.a. kom fram eftirfarandi:
„Þar sem því verður við komið, vegna
þeirrar starfsemi sem fram fer á hverjum
vinnustað eða starfsdeild, verður sveigjan-
legur vinnutími heimilaður frá og með 1.
nóvember 1990. Heimild þessi er veitt til sex
mánaða og verður að þeim tíma liðnum
endurskoðuð. Yfirmaður hverrar deildar
þarf að tilkynna Starfsmannadeild skriflega
ef fyrirhugað er að taka upp sveigjanlegan
vinnutíma.“
STARFSRÉTTINDI OG ÖNNUR
RÉTTINDI
Að undanförnu hefur komist í hámæli
ásókn rafverktaka í störf símamanna og
hafa rafverktakar beitt ýmsum ráðum til að
útiloka símamenn frá vinnu. Það hefur ver-
ið verkefni símamanna (samheiti yfir þá
sem hafa rétt til að vinna við símakerfi) að
vinna við uppsetningu síma og símakerfa
allt síðan norskir símamenn símvæddu ís-
land og kenndu íslendingum fagið, eins og
segir til um í núgildandi lögum og reglum
um starfsréttindi þessarar stéttar á óvéfengj-
anlegan hátt. Það hefur verið hlutverk raf-
virkjameistara að annast píuplagnir fyrir
rafmagn.
Þeir hafa löngum rennt hýru auga til
starfa símamanna, sérstaklega hefur kveðið
rammt að þessu þegar samdráttur hefur
orðið á vinnumarkaðinum eins og árin 1967
og 1968 svo og nú. Þegar breytt var reglum
um innflutning og sölu símtækja sl. áratug
reyndu rafverktakar aftur að láta að sér
kveða í sambandi við smástraum og aðrar
SÍMABLAÐIÐ 5