Símablaðið - 01.05.1991, Síða 14
Grétar Guömundsson.
farið á námskeið hérlendis og erlendis og til
þess væri m.a. hægt að fá stuðning úr menn-
ingar- og kynningarsjóði. Auk þessa stendur
sjóðurinn á bak við útgáfu Símablaðsins.
Grétar nefndi nokkur dæmi um styrki úr
sjóðnum svo sem þegar FÍS-konur fóru á
„Nordisk Forum“, stuðningur við líkams-
rækt, íþróttaiðkanir félagsmanna og margt,
margt fleira. Símakórinn er styrktur af
sjóðnum. Flann vísaði til upplýsinga varð-
andi sjóðinn í handbókinni.
Ragnhildur Guðmundsdóttir sagði frá
menntunarmöguleikum innan Póst og síma-
skólans umfram fast nám í skólanum. Hún
sagði frá breytingum á námi talsímavarða
og skrifstofumanna. Hún sagði frá tölvu-
námskeiðum, tungumálanámskeiðum, rit-
vinnslunámskeiðum og fl. og fl. Stöðvar-
stjórar fara á stjórnunarnámskeið og fá
tækifæri til að fylgjast með allri þróun í sam-
bandi við reikningagerð. Endurmenntunar-
námskeið eru farin í gang hjá tæknimönn-
um. Tvö námskeið voru í vor og mörg nám-
skeið verða í haust. Verið er að endurskoða
símritanám. Því verður breytt þannig að
það falli betur að nýrri tækni og auki mögu-
leika til framhaldsnáms á tæknisviði.
Ragnhildur hvatti til þess að fólk notaði
sér þá möguleika til menntunar sem hér
hefði verið lýst og nýtti sér þann stuðning
12 SÍMABLAÐIÐ
Sigríöur Jóhannsdóttir.
sem lýst hefði verið hér á ráðstefnunni. Hún
ræddi einnig útgáfu handbókarinnar og
benti á að hún yrði til á skrifstofu félagsins
fyrir trúnaðarmenn og aðra áhugamenn í fé-
laginu.
Sigríður Jóhannsdóttir fjallaði um réttindi
og skyldur starfsmanna ríkisins, reglugerðir
varðandi veikindaforföll og barnsburðar-
leyfi. Hún sagði frá ráðningarformum. Hve-
nær og hvernig starfsmenn geta fengið lausn
úr stöðu og um rétt til biðlauna ef staða hef-
ur verið lögð niður. Hún talaði almennt um
skyldur ríkisstarfsmanna og m.a. um þagn-
arskylduna sem er stórt mál meðal síma-
manna.
Sigríður ræddi veikindarétt ríkisstarfs-
manna sem er breytilegur eftir starfsaldri
allt frá 30 heilum dögum og 30 hálfum upp í
360 heila daga. Hún sagði frá reglum um
barnsburðarleyfi og að síðustu fjatlaði hún
um orlof sem er frá 192 til 240 vinnustundir
á ári. Sigríður vitnaði að öðru leyti til upp-
lýsinga í handbók.
Auður Bessadóttir fjallaði um tryggingar.
Hún gat þess í upphafi að tryggingar væru
nokkuð sem fólk hugsaði ekki almennt um
og væru því margir illa meðvitaðir um rétt
sinn ef slys eða önnur óhöpp ber að hönd-
um. Auður benti á að fræðslunefnd F.Í.S.