Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.05.1991, Side 27

Símablaðið - 01.05.1991, Side 27
Á tali í Feneyjum. F.v.: Sigríður E., Sara og Sigríður J. andi. Ókum við yfir Appennínafjöllin til hins sögufræga og fallega héraðs Toskanna, á leið til Flórens sem stendur við ána Arno. A leiðinni var áð í myndrænu fjallaþorpi, er nefnist Benedicta, og snætt eitt það besta „Lasagne“ sem áðurnefndar hafa bragðað á lífsleiðinni. í Flórens var allt það markverðasta skoð- að, þ.á m. Ufisisafnið, styttan af Davíð, Dómkirkjan, Kapella Jóhannesar skírara, þar sem sjá mátti hurð eina stórfenglega úr skíra gulli og tók 27 ár að fullgera hana. Síðast en ekki síst gengum við á Gullbrúnni (Ponte Vecchio). Þar var úrvalið af skart- gripum svo yfirþyrmandi að við áttum í erf- iðleikum með að hemja okkur !!! Frá Flórens var haldið til Písa þar sem skakki turninn var að sjálfsögðu þungamiðj- an! Að síðbúnum kvöldverði loknum var þotið af stað eftir hraðbraut í fjóran og hálf- an tíma aftur til hótelsins. Það voru þreyttar en ánægðar símakonur sem renndu í hlað klukkan þrjú um nóttina að Handy See íbúðablokkinni í Porto Verde. Einn dagur var notaður til að litast um í fríríkinu San Marino sem er elsta og minnsta lýðveldi í heimi. San Marino stend- ur á Títanfjalli með stórkostlegu útsýni yfir Adríahafsströndina. Eftir vikudvöl í Porto Verde lá leiðin eftir austurströnd Ítalíu til Feneyja. Var komið við í nokkrum borgum á leiðinni, þ.á m. Ravenna. Feneyjar eru ógleymanlegar. Þær eru byggðar á 118 litlum eyjum, aðskildum með þröngum síkjum. Borgin er svo sérstök á allan hátt að það er lífsreynsla að dveljast þar og skynja andrúmsloft hennar. Fyrsta kvöldið sigldum við á „vatnastrætó“ til Markúsartorgsins, en við gistum á eyjunni Lído. A torginu var fjöldi hljómsveita sem hver lék sína tónlistartegund. Fyrir valinu varð að setjast niður á sérstaklega róman- tískum stað fyrir framan Hertogahöllina, þar sem jasstónlist var spiluð. Attum við þarna afar ljúfa kvöldstund saman. Þar sem verðlag í Feneyjum er hátt, fengum við okk- ur ódýrasta vínið sem boðið var uppá, nefnilega Campari! I Feneyjum var margt að skoða og má þar til dæmis nefna Mark- úsarkirkjuna og áðurnefnda Hertogahöll. Austurríki skoðað Austurríki var næsti áfangastaður. Gist var í litlu þorpi í Suður-Austurríki sem heitir Mittertrixen. Þar býr Arna, systurdóttir Söru, í u.þ.b. 300 ára gömlu húsi. Sara gist hjá Örnu og manni hennar, en við hinar í eina gistihúsi staðarins sem einnig hýsti þorpskrána. Var afar notalegt að koma þangað á kvöldin og þiggja heimabruggað SÍMABLAÐIÐ 25

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.