Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2006, Page 42
54 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ2006 Helgin DV Idhúsið mitt ihildur Halldórsdóttir fieynirað da hollum mat að börnum slnum ) eru þó, eins og önnur börn, veik fyrir skyndibita. V T Kjúklingaréttir, grillaður fiskur og grænmeti er í skilyrðislausu uppáhaldi hjá Hrafnhildi Hall- dórsdóttur útvarpskonu á Rás 2. Hún er með þrjú börn sem hún segir vissulega vera af pitsukynslóðinni en reynir að halda sem mest að þeim fiski og hollum réttum. 'v Laxinn góður eftir golfið Hrafnhildur hefur verið á Út- varpinu síðan 1994 og komið við í flestum dagskrárliðum stöðvarinn- ar. Nú er hún með morgunþátt milli sjö og níu en áður var hún með þátt- inn milli níu og tólf. Hrafnhildur segist láta það vera hversu góður kokkur hún er, en hún hefur þó alltaf gaman af að reyna eitthvað framandi. Eldhúsið hennar er líka ákaflega fallegt og vel útbúið. „Það ættu náttúrlega að vera bornir fram ffnni réttir í stíl við þetta fína eldhús," segir hún hlæjandi. „Það er bara þannig þegar maður er með börn að þá passar ekki alltaf að vera með eitthvað óvenjulegt." Börn Hrafnhildar eru þrjú, tvær stelpur, 14 og 11 ára, og fimm ára strákur. Hún segir þau vissulega vera mikið fyrir pitsur og skyndibita en hún reynir að halda að þeim hollum mat, ekki síst fiski og kjúklingi. „Lax er þeirra uppáhald," segir hún, „og þeim finnst hann bestur bara soðinn með nýjum kartöflum og smjöri. Eiginmaðurinn, sem er menntaður í Þýskalandi, er þó hæstánægður ef hann fær malt- brauð og álegg í kvöldmatinn að hætti Þjóðverja. Eftir að börnin fóru að fá heitan mat í skólanum og leikskólanum leggur maður minna upp úr kvöld- matnum," segir Hrafnhildur. „Við erum oft með skyr, brauð og álegg á kvöldin. Minn uppáhaldsmatur er þó kjúklingur og hann ásamt fiski og grænmeti er oft á borðum enda reyni ég að vera meðvituð um mataræðið. Það er líka orðið auðvelt núna þegar grænmetisúrvalið er jafngott og raun ber vitni." Golfdella í uppsiglingu Hrafnhildur er í golfi þegar blaðamaður nær sambandi við hana og segist alveg vera húkkuð á sportinu. „Þetta er alveg að heltaka mig," segir hún. „Ég gaf þessu aldrei séns en núna þegar börnin eru orð- in svona stór finnst mér þetta alveg frábært. Við förum saman nokkrar hressar kerlingar og ég efast ekki um að ég er betri mamma, eigin- kona, starfskraftur og bara allt fyrir vikið," segir hún og kveðst stolt vera með 31,7 í forgjöf. „Ég er hæstá- nægð með það í bili og finnst þetta fínt mótvægi við skíðaíþróttina sem við stundum stíft á veturna." Hrafnhildur ætlar að gefa okkur uppskrift að grilluðum laxi sem hún segir hentugan og léttan sumarrétt. í réttinn fer eitt stórt laxaflak, sem er úrbeinað og dúllað við. Þá eru skornar um það bil fimm þver- rákir í flakið og graslaukssmurostur settur í sárin. Þá er steinseljusmjör brætt og smurt yfir flakið og síðan er sítrónupipar, svolítið af sykri og salti stráð yfir. Þetta er svo grillað með roðið niður í um það bil sjö mínútur og örstutt á hinni hliðinni. Með þessu ber Hrafnhildur fram nýjar íslenskar kartöflur og eitthvert æðislegt salat. Ef vill má grilla fisk- inn í álpappír í ofni. edda<s>dv.is Eldhús Hrafnhildar er hið glæsilegasta Hún segir hlæjandi að svona flnteldhús kalli hugsanlega á finni rétti en eru bornir fram þar á venjulegum dögum, en börnin séu ekki mikið fyrir framandi mat. Hrafnhildur, sem er menntuð I Austurriki, og eiginmaðurinn, sem er menntaður i Þýskaiandi, eru hæstánægð með snarl á kvöldin eins og tiðkast I þessum löndum. BYLTING í SVEFNLAUSNUM FRÍ LEGUGREINING OG FAGLEG RÁÐGJÖF Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121 llúsgagnavinnusioia RH Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is Rúmgott er leiðandi í þróun og framleiðslu á heilsudýnum og rúmbotnum undir vöru- merkinu EZ-sleep á íslandi. Við höfum yfir að ráða fullkomnum tækjabúnaði til að mæla þrýstijöfnun á líkama hvers einstaklings sem gerir okkur kleift að framleiða svæðaskiptar heilsudýnur sniðnar að viðkomandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.