Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 2
I 2 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ2006 Fyrst og fremst DV Fyrst og fremst Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjóri: Páll Baldvin Baldvinsson - pbb@dv.is Aðstoðarritstjóri: Freyr Einarsson - freyr@dv.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson - oskar@dv.is Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir- anna@dv.is Ásgeir Jónsson - asgeir@dv.is Edda Jóhannsdóttir - edda@dv.is Friðrik Indriðason - fridrik@dv.is Garðar Úlfarsson - gardar@dv.is Guðmundur Steinþórsson - gudmundur@dv.is Hanna Eiríksdóttir- hanna@dv.is Indíana Ása Hreinsdóttir - indiana@dv.is Jakob Bjarnar Grétarsson - jakob@dv.is Jón Mýrdal - myrdal@dv.is Kormákur Hjálmarsson kormakur@dv.is Óttar M. Norðfjörð - ottar@dv.is Reynir Bragason - reynir@dv.is DV Sport: Óskar Ófeigur Jónsson Hjörvar Hafliðason - hjorvar@dv.is DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsinseru hljóðrituð. Páll Baldvin Baldvinsson Idag er vika liðin frá því að landher ísraels réðist inn í Líbanon. Viðvörunum var dreift með flugritum til íbúa á eins og hálfs kílómeters ræmu við landamærin þar sem 300 þúsund búa. í dag er flóttafólkið frá suð- urhéruðum landsins komið vel yflr hálfa milljón. Það flýr undan látlitlum loftárásum sem fylgt er eftir með land- hernaði. Engu er hlíft: börn, konur og öldungar falla. Ráð- ist á sjúkraflutningabíla og viðgerðarflokka á skemmd- um veitum vatns og rafmagns. Þrátt fyrir ítrekaðar aðvaran- ir frá kvöldi til morguns var stöð Rauða krossins skotmark fyrir fáeinum dögum. Yfir- stjórn ísraelshers er ekkert heilagt i þessu innrásarstríði. Hernum er beitt af forneskju- legri grimmd. Svo þústað er alþjóðasamfé- lagið af stjórn Bandaríkjanna sem stendur að baki innrás- arhernum og kostar innrásina að enginn segir neitt: menn lýsa bara áhyggjum sínum. Vesturlönd ætla að standa hjá föstu hafa tapað þeim stríð- um. En gömlu nýlenduveldin eru eðli sínu trú og læra ekk- ert af sögunni. Við stöndum ekki hjá í þess- um stríðum: ríkisstjórn lýð- veldisins íslands vill að víð leggjum Iið í herbandalagi Vesturlanda sem beitt er í írak og Afganistan. Hún beitir sér hvergi gegn yfirgangi ísraels enda þæg bandarískri yflr- ráðastefnu. Við erum með. Við erum í liði með þeim sem fara fram af tæknivæddu ofbeldi, langt fjarri heimkynnum sín- um, til þess eins að ræna þjóð- ir sjálfstæði, ræna þær auð- lindum sínum og frelsi. Og við verðum með ofbeldisöflunum þegar óhjákvæmilegur ósigur þeirra hvolflst yfir. Það hefur alltaf verið erfitt fyrir venjulegt fólk að vera réttlátt. Um þessar mundir hlýtur það að vera þraut. Mesti vandinn hvílir auðvitað á lögfræðingum, einkum ef þeir eru svo færir í faginu að þeim er falið að starfa við dómstóla. Að hljóta þann heiður að sitja í dómarasæti við al- þjóðadómstól er eflaust helvíti, að þurfa til dæmis að ákveða hvort það er góðverk eða glæpur gegn mann- kyninu þegar fjöl- menn þjóð ryður sprengjum yfir fámenna. Til er al- þjóðasamþykkt um skilgrein- ingu á hvers eðl- is glæpurinn er og lög sem varða refs- ingu á brotum. En í heiminum ríkir alþjóðlegur ótti sem liggur í læðingi, fáir þora því að viðurkenna að þeir sjái það sem liggur í augum uppi. Aldrei í sögunni hafa samt hlut- irnir verið eins sýnilegir vegna fjöl- miðlanna. En feluleikurinn er því- líkur, þrælsóttinn, gunguhátturinn svo ógurlegur að næstum mesti glæpur í sögu heimsins er framinn af fýrirmyndarþjóð, en engu að síð- ur er hann réttlættur. Það gera jafn- vel þeir sem hafa atvinnu af því að fylgjast með hvort glæpir hafi verið framdir. Eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk hefur bandaríska þjóðin átt í látlausum stríðum einhvers staðar í heiminum. Hún hefur drepið, beint eða óbeint, næstum fleiri en Hitler og Stalín, í Víetnam og öðrum ríkj- um. Samt fer enginn fram á þann sjálfsagða hlut að ráðamenn henn- ar verði dregnir fyrir stríðsglæpa- dómstól. Hið áður óskabam hefur líka stutt flesta einræðisherra heims- ins en fengið þá fyrr eða síðar upp á mótí sér. Þá er ekki bara reynt að drepa þá sem morðingja, heldur er murkað um leið lífið úr saklausum fórnarlömbum einræðisherranna, einkum ef þau eru ekki af hvítu teg- undinni. Yfirleitt eru þannig réttlætísstríð háð tíl að vemda Bandaríkin gegn árásum eins og herveldið væri varn- arlaust, ófiðraðurkjúklingur. En gagg hans ræður yfir heimsbyggðinni. Aðeins einn vinveittur einræðis- herra sleppur við dóma, Pinochet. Hann þarf ekki að svara til saka í landi sem er stjórnað af sósíalista, konu, dóttur hershöfðingja sem ein- ræðisherrann myrti. Hvað veldur þeim réttíndum? Guðbergur Bergsson rithöfundur . . Grimmdarlegt innrásarstríð verður að stöðva og horfa þegjandi uppá ísrael leggja landræmu af Líbanon undir sig og rústa svæðið „aft- ur á steinöld". Takmarkið er að búa til einskis manns land milli landanna svo Hisbollah eigi erfiðara með að halda uppi skærum sínum í ísrael. Al- þjóðasamfélagið samþykkir skilning herraþjóðarinnar: borgarskæruliðar Hisbollah eru hermdarverkamenn en ekki hluti af andspyrnuhreyf- ingu sem berst gegn grimm- um innrásarher eins og kunn er frá stríðsárunum í Evrópu. Það samþykkir þegjandi að tugþúsundir Palestínumanna sitji í fangelsum ísraela en heimtar að Hisbollah skiii þessum fáu föngum sem eru í þeirra haldi. Átakasvæðið fýrir botni Miðjarðarhafsins varð til þeg- ar nýlenduveldið breska tók að rýma þar til fyrir aðfluttu fólki. Raunar eru fornar ný- lendur Breta helstu átaka- svæði þessa beimshluta: Afganistan, írak, Sri Lanka, Sierra Leone. Á öllunt þess- um stöðum er Iiðið heimsveldi að verja hagsmuni sína með bandamönnum sínum. Á öll- um þessum stöðum mun það fara halloka - nú sem áður. Hvergi á jarðríki eru sögu- leg dæmi skýrari og fleiri en á þessum slóðum um að yfir- gangur hervelda er á endan- um dæmdur til að mistakast. Staða herja Vesturlanda í Afganistan er sögð vonlaus. Ástandi í frak er best lýst sem öngþveiti. Herir hinna stað- Dorrít fær ríkisborgararétt á mánudag I.Viggó Sigurðsson Flugdólgar eiga ekki aöbúaá eyju. 2. Séra Flókí Kristinsson Þeirsemtrúaekkiá jólasveininn hafa ekkerthér aö gera. 3. Björn Bjarnason Gæti gengið I herinn alls staöar annars staðar. Það er erfitt að vera réttlátur 4. Geir Ólafsson lce blue hefur alltaf verið of stórfyrirlsland. 5. Valgerður Sverrisdóttir Þyrfti að fara á einhvern stað þarsem hún gæti ekki eyðilagt náttúru landsins. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.