Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 40
76 FÖSTUDAGUR 28. JÚLl2006 Helgin ISV Nítján ára breskri stúlku var nauðgað af tveimur mönnum þegar hún gekk yfir Birmingham-garðinn um miðnætti á iaugar- dagskvöldið. Stúlkan var á leiðinni heim þegar mennirnir komu aftan að henni. Þeir héldu henni niðri á meðan þeir nauðg- uðu henni. Lögreglan lýs- ir eftir mönnunum tveim- ur, sem eru báðir hvítir, annar feitur en hinn grannur. Lögreglan hefur aukið eftirlit i garðinum eftir árásina. sari Karlmaður sem keppti í breska raunveruleika- þættinum Big Brother hefur verið handtekinn vegna nauðgunar. Hinn 26 ára Sezer Yurtseven var handtekinn á heimili sínu í London fyrir að nauðga ungri fyrirsætu. Fyrirsætan segir að sér hafi verið nauðgað á Great Eastern Hotel snemma á föstudags- morguninn. Parið hittist kvöldið áður og sást kyss- ast og faðmast fyrir utan skemmtistaðinn Movida áður en þau fóru saman á hótelið. Þegar fréttir af óhugnanlegu morði í bænum Jasper í Bandaríkjunum bárust þann 7. júní 1998 hryllti flesta við. Miðaldra mað- ur hafði verið bundinn aftan í pallbíl og dreginn marga kflómetra. Bæjar- búar á leið í kirkju á sunnudegi fundu sundurtætt lfldð fyrir utan gamaidags „svartan" grafreit. Lög- reglan leit undir eins á morðið sem „hatursmorð" því greinilegt var að kynþáttafordómar settu svip sinn á hinn skelfilega atburð. Svartir og hvítir aðskildir en samlyndir Fjölskylda James Byrd Jr. sá hann síðast á lífi í brúðkaupsveislu frænlcu þeirra. James, sem var 49 ára, hafði setið á veröndinni með bamabam sitt í fanginu. Hann hafði drukkið þó nokkuð og þegar hann fann ekkert far um miðnætti álcvað hann að ganga heim. Það sem gerðist næst er of óhugnanlegt til að Byrd fjölskyld- an geti skilið það. James var þriðji í röðinni af átta systkinum. „Hann elskaði fólk og var mjög félagslyndur,“ segir Verrett yngri systir hans. James hafði búið mest alla ævi sína í lida bænum Jasper í Louisiana, þar sem tæplega 7000 manns búa. Verrett systir hans segir íbúum bæjarins, svörtum og hvítum, hafa komið vel saman í gegnum árin þótt samskiptin milli hópanna hafi ekki verið mikil og að bömin hafi gengið í „svartan" skóla þar til árið 1969. Varð að drepa svertingja Þrír hvítir menn hittu Byrd þar sem hann var á gangi heim um nótt- ina. Lawrence Russell Brewer 31 árs og John William King og Shawn Berry báðir 23 ára höfðu keyrt um götur Jasper og drukkið. King fædd- ist í Mississippi og hafði verið ætt- leiddur þegar hann var þriggja mán- aða. Móðir hans lést þegar hann var aðeins 15 ára og eftir það fór að halla undan fæti. 17 ára var hann hand- tekinn fyrir innbrot og á sama tíma hætti hann í skólanum. Tvítugur hafði King verið dæmdur í fangelsi en á þeim tíma kynntist hann Shawn Berry. Á bak við lás og slá lærði King fjótt að hann yrði að eiga samleið með einhveijum hópi til að eiga möguleika. Hann sóttist eftir að komast inn f hóp rasista en átti eftir að taka lokaprófið til að verða gjald- gengur meðlimur. Hann átti að drepa svartan mann. Inn og út úr fangelsum Berry og King bmtust saman inn í hús og vom dæmdir í tíu ára fangelsi árið 1992. Þeim var báðum sleppt árið 1993. King var aftur stungið inn 1995 en fékk frelsi 1997. Brewer var dæmd- ur í sjö ára fangelsi fyrir innbrot árið 1987 en fékk reynslulausn nokkrum mánuðum síðar. Stuttu seinna var hann dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir eiturlyfjasölu en slapp út 1991 þang- að til hann braut aftur af sér í febrúar 1994. Hann slapp út nokkmm mán- uðum áður en þeir myrtu Byrd. Lýsti morðinu í bréfi Brewer, King og Berry vom fljót- lega handteknir fyrir morðið og við- urkenndi Berry strax aðild að mál- inu. Þegar málið kom fyrir rétt lýstt Brewer hvemig Byrd var skorinn á háls áður en hann var festur aftan í bflinn. Brewer grét á meðan hann lýsti atburðarrásinni og neitaði að horfa á myndir af tætm lflcinu. Hann viðurkenndi að hafa sparkað í Byrd en neitaði að hafa tekið þátt í drepa hann. Bréf sem saksóknari las fýrir kviðdóminn tók þó allan vafa um að Brewer hefði átt sinn þátt. „Mér h'ður eins og ég hafi verið Wekkjaður á fót- unum aftan í pallbfl og dreginn áfram á miklum hraða," stóð í gömlu bréfi sem Brewer hafði sent fyrrver- andi eiginkonu sinni. „Tilviljun," sagði Brewer. Hans útgáfa af því sem gerðist hljómaði á þessa leið: Vinim- ir þrír höfðu keyrt um undir áhrifum og ákváðu að festa keðjur í póstkassa sem þeir gerðu og drógu á eftir bfln- um. Þegar þeir mættu Byrd vildi Berry bjóða honum far King til mikils ama og enduðu mennfrnir í rifrildi. „King réðist á Byrd og þeir slógust á götunni. Ég sparkaði í Byrd til að reyna að fá þá til að hætta að slást en þá kom Berry aftan að honum og skar hann á háls fyrir framan mig," sagði Brewer fyrir rétti. James Byrd Jr. James hafði búið mest alla ævi slna I litla bænum Jasper I Louisiana þar sem tæplega 7000 manns búa. Fyrst skorinn á háls Saksóknarinn hafði hingað til haldið að Byrd hefði dáið þegar hann var dreginn aftan í bflnum. Lfldð var svo illa farið að enginn gerði sér grein fyrir skurðinum á hálsinum. Sak- sóknarinn var enn ekki sannfærður og færði sönnur fyrir því að það væri ekki nægilega mikið blóð á staðnum auk þess sem krufning hefði leitt í ljós að Byrd hefði verið á lífi þegar hann var dreginn af stað og reynt að halda uppi höfðinu meðan á ferðinni stóð. Mismunandi útgáfur af sannleikanum „Ég var í svo miklu sjokki að ég gat ekkert gert og settist einfaldlega inn í bflinn. Ég reyndi að fá þá til að hætta en King hélt áfram að sparka í hann og byijaði svo að festa líflausan lflc- amann aftan í bflinn," sagði Brewer. Frásögn Kings er töluvert frábrugðin. „Berry skuttaði mér og Brewer heim skömmu eftir að hafa tekið Byrd upp í bflinn," hélt King fram. Lögreglan fann þó blóð á fötum hans jafnt og fötum Brewers og Berrys. Þriðja út- gáfan er saga Berrys. Samkvæmt hans vitnisburði voru það Brewer og King sem réðust á Byrd og börðu hann áður en þeir festu hann aftan í bflinn. Mt.-; P v’ M Lawrence Russell Brewer var 31 árs en John William King og Shawn Berry 23 ára þegar þeir frömdu morðið á James Byrd Jr. Allir dæmdir til dauða Tólf manns sátu í kviðdómnum þegar réttað var yfir King. Ellefu hvít- ir og einn svartur. Saksóknarinn fór fram á dauðarefsingu og fékk hana. Brewer og Berry hafa einnig verið dæmdir til dauða. Enginn sem minnti á meðlimi Ku KIux Klan eða New Black Panters lét sjá sig helgina sem Byrd var jarð- sunginn. Hópamir höföu hins vegar fjölmennt til bæjarins stuttu eftfr morðið en bæði Berry og King höföu látið flúra Iflcama sína með rasista táknum þegar þeir dvöldu í fangelsi. Eftir að dauðadómurinn hafði verið lesinn yfir King bað faðir hans Byrd fjölskylduna fyrirgefningar. „Ég fyrirgaf honum. Ég held ekki að hann hafi alið son sinn upp í svona hatri. Það þarf meira til," sagði sonur Byrds. Bandarískur karlmaður var dæmdur sekur fyrir að ætla að myrða kærustuna og fyrrverandi konu sína. Bað kærustuna að kála fyrrverandi Kviðdómur sakfelldi banda- rískan karlmann fyrir að hafa beðið kærustuna sfna að drepa fyrrverandi eiginkonu sína og sfðan reynt að drepa þær báð- ar. Stuart Shader, 35 ára, var fundinn sekur í síðustu viku. Hann bað þáverandi kærustu sína, Shawna Nelson, sem iðk- ar einhvers konar svarta- galdur, að brjótast inn á heim- ili fyrrverandj eiginkonu sinn- ar og blanda eitri út f kaffið hennar. Nelson segir að Shader hafi sagst skilja ef hún myndi drepa sig eða láta sig hverfa til Mexíkó eftir að hún heföi lokið erindi sínu. Nelson fór hins vegar til lögreglunnar og lét hana vita og Shader endaði í fangelsi. Þar reyndi hann að finna leigumorðingja til að drepa þær báðar. Klefafé- lagi hans lét lögregluna hins vegar vita hvað væri í gangi svo þegar Shader hélt að hann væri að ræða við leigumorð- ingja úr kynþáttahatursfélag- inu Aryan Brotherhood var hann að tala við lögregluþjón í dulbúningi. Hann á von á 24 ára fangelsi fyrir hverja kæru. Aryan Brotherhood StuartShader hélt að hann væri að ræða við meðlim úr Aryan Brotherhood en var I rauninni að tala við lögregluþjón I dulargervi. James Byrd var festur á fótunum aftan í pallbíl og dreginn marga kílómetra. Mennirnir þrír sem réöust á Byrd vegna þess aö hann var svartur hafa allir ver- ið dæmdir til dauða. Morðingjarnir höfðu allir verið inn og út úr fangelsum frá unglingsaldri og komust þar í kynni við rasistafélög á borð við Ku Klux Klan. Morðið er eitt það óhugnanlegasta sem sögur fara af í Bandaríkjunum. dauða aftan í pallbíl Sakamal Nauðguðu ungri stúlku Tekinn af lífi á Costa del Sol Breskur maðurvar skotirm til bana afstuttu færi inni á bar á Costa del Sol á Spáni um helgina. Lögreglan telur að hinn 43 ára maðurhafi verið tekinn aflíG vegna rifrildis sem harm átti þátt íkvöldið áður. Barirm var fullur af túristum þegarmorðið átti sérstað. Lítili drengursat við hlið marmsins en slapp ómeidd- ur. Sjálfur á maðurirm tvö böm. Gestir barsins öskruðu þegar maðurirm var skotinn íhöfuðið og brjóstið. Harm lést samstundis. Dreginn til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.