Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 35
PV Helgin FÖSTUDAGUR 28. JÚU2006 71 Enn fordómar í garð geðklofa Fordómar í garð geðsjúkra voru vœntanlega meiri á þínum uppvaxt- arárum en þeir eru nú? „Já, fordómar í garð geðveikra voru töluverðir þegar ég var yngri og það er engin spurning að þeir hafa minnkað. Það er engin skömm leng- ur að viðurkenna þunglyndi, kvíða- röskun eða annað slíkt. Það er samt enn viss stimpill að vera greindur með alvarlegustu geðsjúkdómana og ég er viss um að það eru enn fordóm- ar í garð fólks með til dæmis geð- klofa, hér á landi sem annars staðar. Geðklofi er með alvarlegustu sjúk- dómum vegna þeirrar miklu trufl- unar sem hann hefur á líf þess yfir- leitt unga fólks sem sjúkdómurinn leggst á. Geðklofi er heilasjúkdóm- ur með sterka ættlægni þó að meiri- hluti þeirra sem fá sjúkdóminn hafi samt ekki ættarsögu. Þrátt fyrir þetta er talið núorðið að félagslegir þættir spili einnig inn í tilurð geðklofa, alla vega hefur ekki önnur skýring fundist á því að svart fólk af Karíbahafsupp- runa - önnur kynslóð innflytjenda - hefur í kringum sjö sinnum hærri tíðni geðklofa en annað fólk á Bret- landseyjum sem og frændur þeirra sem urðu eftir í Karíbahafinu." Ranghugmyndir algengar „Einkenni geðklofa eru á þremur sviðum. Svokölluð pósitív einkenni lýsa sér með geðrofi; truflun á skynj- un með ofskynjunum og ranghug- myndir eru einnig algengar. Ein af nýlegum kenningum um tilurð þéssara einkenna er að í geðrofí sé ákveðið boðefnakerfi, dópamínkerf- ið, ofvirkt. Það veldur því að hlutir og atburðir sem ekki skipta máli fá allt í einu persónulega merkingu. Einhver er til dæmis að ganga niður götu, sér lögreglumann handan götunnar og finnst að hann eigi við sig erindi." Að fara inn í skel „Til að fá botn í þessar sterku til- finningar myndar einstaklingur- inn skýringar, til dæmis þá að lög- reglan sé á eftir viðkomandi, það er þá ranghugmynd. Geðrofslyf virka með því að slá á þessa ofvirloii dóp- amínkerfisins. Drifið á bak við rang- hugmyndina hverfur og einstakl- ingurinn er líklegri til að taka til greina uppástungur um að hann hafi kannski misskilið hlutina. Ann- ar flokkur einkenna er truflun á hugsun; óskýr hugsun eða hugs- anastopp. Léleg rökfylgni í hugsun og afar „konkret" hugsun sést oft, en batnar með lyfjameðferð, þótt viss skerðing á hugsun sé oft varan- leg. Truflanir á hreyfingum þar sem sjúklingar taka jafhvel upp óþægi- legar stöður klukkutímum saman sáust oft áður fyrr en eru sjaldgæfar nú orðið. Þriðji flokkur einkenna er svokölluð neikvæð einkenni. Það er þegar sjúklingurinn missir áhuga á umhverfi sínu, dregur sig inn í skel sína og „hverfur". Að mörgu leyti er þetta sá hópur einkenna sem erfið- ast er að meðhöndla, því geðlyf duga lítt á þetta." Geðklofi ósýnilegur í samfélaginu „Að ná fljótt til sjúklinga, mark- viss iðjuþjálfun og önnur endur- hæfing hefur eitthvað að segja en því miður er þetta trúlega stærri or- sök skerðingar á starfshæfni og lífs- gæðum þessa hóps en hinir flokkar einkenna. Það er engin tilviljun að geðklofi er býsna ósýnilegur í sam- félaginu, þrátt fyrir að tæplega einn af hverjum hundrað þjáist af sjúk- dómnum. En þetta er fóík sem, vegna veikinda sinna og skerðingar, á erfitt með að berjast fýrir sínum réttinda- málum." Ekki miklar framfarir Ersjúkdómurinngeðklofi almennt misskilinn? „Já, margir halda enn að þetta sé ldofinn persónuleiki sem er alls óskylt heilkenni, mjög sjaldgæft og reyndar umdeilt hvort það sé til sem slíkt. Því miður hafa framfarir á sviði geðlyfja ekki verið eins mikl- ar og maður myndi kjósa. Þær fram- farir sem hafa orðið felast einkum í annars vegar annarrar kynslóð- ar geðrofslyfjum, hins vegar í nýrri þunglyndislyfjum, svokölluðum sér- hæfðum serotónínblokkurum. Ann- arrar kynslóðar geðrofslyf virka sum hver aðeins betur en eldri lyfin en eru miklu dýrari. Eina undantekn- ingin er clozapine, sem er töluvert öflugra en þarfnast reglulegra blóð- prófa vegna hættu á hvítkomafæð. Þessi annarrar kynslóðar lyf voru tal- in valda minni aukaverkunum, valda síður því að sjúklingar fái truflanir á hreyfingum eins og gerist stundum með eldri lyfin. Nú er hins vegar að koma á daginn að nýrri lyfin hafa sín eigin vandamál, sum þeirra eru lík- legri til að valda þyngdaraukningu, háum blóðþrýstingi og sykursýki og það er á síðustu árum orðið forgangs- verkefni hjá geðlæknum að reyna að koma í veg fyrir þessar aukaverkanir. Sérhæfðu serotónínblokkararnir em ekki sannanlegra betri en eldri lyf við þunglyndi þótt þau séu ef til vill betri í sérstökum tilfellum. Þau valda hins vegar minni aukaverkunum og em örugg þótt tekinn sé af þeim of- skammtur, sem getur skipt máli." Geðgjörgæsla Þú hefur í rúm tvö ár verið yfir- lœknir á geðgjörgcesludeild, sem þú byggðir upp frá grunni, jafnframt því að sinna áfram rannsóknum við Geðfrœðastojhun Lundúnaháskóla. Eru geðgjörgcesludeildir nýtt fyrir- komulag? „Já, það er rétt að ég tók þátt í því að byggja upp deildina frá grunni. Þar var ekkert til sparað og spítal- inn fékk verðlaun fyrir bestu spítala- hönnun ársins 2004 í Bretlandi. Geð- gjörgæsla hefur þróast í Bretlandi og mörgum öðmm löndum á síðustu fimmtán til tuttugu árum. Á hverjum tíma er yfirleitt lítill hópur sjúklinga sem vegna veikinda sinna sýnir mjög truflaða hegðun. Þessi hópur, yfir- leitt bráðveikra sjúklinga í geðrofi, er í mikilli hættu, bæði á að skaða sjálfa sig og aðra. Á venjulegri bráðadeild fer mikið af orku starfsfólks í þessa einstaklinga en aðrir sitja nokkuð á hakanum og geta jafhvel verið í hættu frá þessum sjúklingum. Geð- gjörgæsludeildir takast á við þenn- an vanda með því að taka við þess- um veikustu sjúklingum, yfirleitt í skamman tíma, frá nokkrum dög- um upp í 3-4 vikur. Á þessum deild- um er umhverfið öruggara, þannig að viðkomandi getur ekki sloppið út eða auðveldlega skaðað sig eða aðra með húsmunum. Það er gjarnan sér- garður þar sem fólk getur fengið sér ferskt loft í næði. Reynt er að hafa gott rými, bjóða upp á iðjuþjálfun, oft er sérstakur íþróttasalur og ýmis- legt fleira. Mönnun þessara deilda er þannig háttað að starfsfólk er fleira og sérþjálfað í að takast á við trufl- andi hegðun með mannúðlegum og öruggum hætti" Sértæk þekking og áhugi „Þriðji þátturinn er lyfjameðferð- in. Þessar deildir þurfa oft á stærri skömmtum og flóknari samsetning- um lyfla að halda en almennt gerist og eru það oft geðlæknar með sér- staka þekkingu og áhuga á sviði geð- lyfja sem starfa við geðgjörgæslu. Ég hef í mörg ár unnið að rann- sóknum á geðrofslyfjum með Ro- bert Kerwin, prófessor við Geð- fræðastofnun Lundúnaháskóla, og varði nýlega doktorsritgerð þar. Þessi áhugi minn á sérstakl'ega meðferð geðklofa sem svarar ekki annarri meðferð leiddi mig inn í geðgjör- gæslu." Geturðu sagt okkur örlítið af rit- gerðinni þinni? „Ritgerðin mín fjallar um rann- sóknir sem ég vann að um nokkurra ára skeið. Ég notaði klínískar rann- sóknir til að kanna notkun tveggja „Ég tel það mikil for- réttindi að vera í þeirri aðstöðu að fólk treysti mér fyrir sögu sinni og dáist að því hugrekki og dugnaði sem fólk sýnir þegar það tekstá við oft mjög erfíða sjúk- dóma og vandamál." geörofslyfja samtímis; clozapine og amisulpride. Jafnframt beitti ég sér- hæfðri heilaskönnunaraðferð til að skilja hvaða þættir dópamínboð- efnakerfis heilans tengjast svörun við lyfjunum. Niðurstöðurnar sýndu samverkandi árangur af notkun lyfj- anna í sérvöldum hópi mjög veikra sjúklinga. Þær undirstrika hversu ólfkir mismunandi hópar sjúklinga með geðklofa eru og mikilvægi þess að beita skipulegum vinnubrögðum við val á réttri lyfjameðferð þeirra." Spennitreyja fjárlaga Fylgistu með starfsemi geðdeilda hér heima og sérðu eitthvað sem mcetti bceta og breyta í umönnun geðsjúkra? „Ég fylgist nú bara með úr fjarska, heyri í félögunum sem vinna á deild- um heima og les um málin í blöð- unum. Það er fjölmargt sem mættí breyta og bæta en ég held nú að margt af því sé í bígerð enda starfs- fólk geðdeildarinnar vel upplýst um það nýjasta í meðferð og skipulagn- ingu þjónustu, það er bara ekki allt- af einfalt að breyta stóru og þungu kerfi sem er í spennitreyju fjárlaga. Öflug samfélagsteymi, sérlega fyr- ir þá langveiku, er eitthvað sem er virkileg þörf á og það er vísir að slíku í meira en einni mynd. Mér skilst að öldrunargeðdeild sé í bígerð, rétt- argeðlækningar þurfa endurskoð- un en það er þegar á teikniborðinu. Geðgjörgæsla er eitthvað sem ég hef áður bent á á vísindaþingi Geð- læknafélagsins í fyrra að mætti hug- leiða en það má finna rök með og á mótí slíkri þjónustu." Lyfin fyrstu 20% af meðferð Er það réttmcet gagnrýni að þínu mati að geðlyfgeri ekki gagn? „Það er erfitt að ræða um öll geð- lyf undir einum hatti. öll geðlyf sem eru á markaði hafa gengist undir ít- arlegar rannsóknir sem taka fleiri ár, þar sem sýna þarf fram á að þau séu örugg og að þau hafi virkni gegn þeim sjúkdómum sem þau eru not- uð við. Það er alveg ljóst að geðlyf hafa slíka virkni, umfram lyfleysu. Hins vegar virka þau ekki í öllum tilvikum og þau eru svo sannarlega ekki eina svarið. Geðlyf þarf að gefa í samhengi við önnur meðferðarúr- ræði. Ég hef stundum sagt, svo ég taki dæmi af geðklofa, að lyfin séu bara 20% af meðferðinni - en fyrstu 20 prósentin og án þess að þau gefi grunninn og taki burt verstu ein- kennin er erfitt að koma við ann- arri meðferð. Svo er það annað mál að það hefur á sfðustu árum verið tílhneiging til „sjúkdómsvæðingar", þar sem fundnir eru upp nýir „sjúk- dómar" og farið er að nota til dæmis þunglyndislyf gegn kvillum sem þau voru ekki ætluð gegn, jafnvel mein- semdum sem er umdeilanlegt að séu sjúkdómar. Þá er ekki skrítið að árangur verði stundum h'till." Lífsgæði Á manneskja með geðklofa von um að geta lifað eðlilegu lífi? „Framvinda sjúkdómsins er mjög mismunandi. Sumir veikjast einu sinni, ná sér með lyfjum og eru utan spítala þaðan í frá. 10-20% ná sér aldrei aftur og verða meira og minna veikir þaðan í frá. Flestír ná sér hins „Núorðið er talið að félagslegir þættir spili einnig inn í tilurð geðklofa, alla vega hefur ekki önn- urskýring fundist á því að svart fólk afKaríba- hafsuppruna - önnur kynslóð innflytjenda - hef- ur í kringum sjö sinnum hærri tíðni geðklofa en annað fólk á Bretlandseyjum"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.