Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 17
DV Fréttir
FÖSTUDAGUR 28. JÚU2006 1 7
Ammaíham
gegn þjófi
Áttræð amma í w**-
Liverpool endur- í
skapaði þekkta senu | . .
úr myndinni um
Krókódíla-Dundee ^
þegar innbrotsþjófur
ógnaði henni með
25 sm löngum hníf
á heimili hennar. Amman
greip þá enn stærri hníf úr
eldhúsi sínu og hrópaði á
þjófinn: „Þetta er ekki hnífur.
Þetta hér er hnífúr." Amman,
frú Whelan, var þama með
beina tilvitnun í Paul Hogan
úr fyrrgreindri mynd. Þjófn-
um var svo brugðið við þessi
viðbrögð ömmunnar að
hann hætti við innbrotið og
var síðan gripinn skömmu
síðar af lögreglunni.
Aftur með
buxurnará
hælunum
Söngvarinn
George Michael hef-
ur aftur verið grip-
inn með buxumar á
hælunum á opinber-
um stað. í þetta sinn
með 58 ára göml-
um atvinnulausum
sendibílstjóra í garði
í London. Það var vikurit-
ið News of the World sem
náði myndum af George í
Hampstead Heath í London
en garður þessi er þekkt at-
hvarf samkynhneigðra karla
í borginni. „Til helvítis með
ykkur. Þetta er minn lífsstfli,"
mun George hafa öskrað að
ljósmyndara NOTW. Þetta er
í annað sinn sem George er
gripinn í svona aðstæðum.
Fyrra skiptið var á karlaklós-
etti í Los Angeles 1998 þar
sem hann var handtekinn
fyrir að flassa kynfærum sín-
um framan í lögreglumann.
Klámá
vergangi
Belgíumenn
hafa streymt
upp í sveit í vik-
unni eftir að það
spurðist út að
þarværi mikið
af klámefni á vergangi. Klá-
mefnið kom fr á kynlífssýn-
ingu sem fór í vaskinn. Ungir
sem gamlir klámaðdáendur
hafa sést á ökrunum í kring-
um smábæinn Geraards-
bergen, nálægt Brussel, þar
sem þúsundir af klámdisk-
um og erótískum bókum
liggja út um allt. Efnið kemur
frá ldámsýningunni Imagin-
atíon 69 sem fór á hausinn
þar sem ekki fengust nógu
margir gestir á hana. Staðar-
búar hafa lúmskt gaman af
öllu tilstandinu og hafa nefnt
akrana Pomotopia.
Sjóræningjar í
klámútgáfu
Það er orð-
in fremur regla
en undantekn-
ing að búin er
tíl klámútgáfa af
vinsælum kvik-
myndum og nú er komin ein
slflc af Sjóræningjum Kar-
íbahafsins. Þessi mynd, sem
heitir einfaldlega Pirates, hef-
ur sópað að sér verðlaunum
þar með talið 11 AVN-verð-
launum, sem em óskarsverð-
laun klámmyndabransans.
Hún er einnig sú dýrasta sem
gerð hefur verið. Af öðrum
klámkópíum þekktra mynda
má nefna sem dæmi:Free
My Willy, In and Out of Afri-
ca, Desperately Homy Hou-
sewifes og Sopomos.
Enn ein bókin um John F. Kennedy yngri mun líta dagsins ljós í haust. Það er æskuvin-
ur Johns, William Sylvester Noonan, sem skrifar bókina en hún ber heitið „Forever
Young: Growing Up With John F. Kennedy“ eða „Ungur að eilífu: Að alast upp með...“
John F. Kennedy yngri var ein helsta vonarstjarna Kennedy-veldisins sem næsta for-
setaefni þess. Hann lét hins vegar lífið í flugslysi er hann var að fljúga einkavél sinni
heim til Martha's Vineyard árið 1999, þá 38 ára gamall.
„Hve mörg tré þurfa að deyja í viðbót í þágu þjóðsögunnar um
Camelot yngri? Heill skógur að því er virðist." Þannig hefst frásögn
blaðsins New York Daily News um nýjustu bók Massachusettsbú-
ans Williams Sylvesters Noonan sem bætist nú í hóp þeirra fjöl-
mörgu sem skrifað hafa bækur um John F. Kennedy yngri.
í september mun bókaforlagið
Viking Books gefa út „opinskáar"
minningar Noonans sem var æsku-
félagi og vinur Johns F. Kennedy
yngri. Bandaríkjamenn virðast ekki
geta fengið nóg af lesefni um Kenn-
edy-fjölskylduna enda er hún óum-
deilanlega „konungs"-fjölskylda
landsins. I bókalista Viking Books
segir meðal annars um þetta verk
að þar verði að finna áður óþekkt-
ar persónulegar svipmyndir úr lífi
JFK yngri „og smáatriði úr tilhuga-
lífi og brúðkaupi Johns og Carolyn
Bessette sem aldrei áður hafa litið
dagsins Ijós, upphafið af George-
tímaritinu, óvenju nánu sambandi
Johns við móður sína Jackie og
sorglegar afleiðingar flugslyssins
við Martha's Vineyard sem drap
John, konu hans Carolyn og systur
hennar Lauren.
Góðir félagar
Fram kemur hjá Viking Books
að Noonan muni einnig deila villt-
ari stundunum í lífi JFK yngri,
kvennafarinu, baráttunni við ljós-
myndarana sem stöðugt voru á eft-
ir honum og tímabilinu í lífi Johns
þegar hann var kosinn „kynþokka-
fyllsti karlmaðurinn á lífi" af Peop-
le-tímaritinu. Þeir félagarnir fóru-
oft saman í partí á ströndinni, á
dansleikina í snekkjuklúbbnum
á mánudögum, reyktu í laumi við
hús Johns og svo framvegis.
Margar bækur
Ekki er búist við að bók Noon-
ans bæti miklu við um líf Johns
Það má vera að JFK yngri hafi átt
stutta ævi en listinn yfir bækurn-
ar um hann er langur. Þar má m.a.
finna hneykslisbókina „The Oth-
er Man: John F. Kennedy jr., Caro-
Iyn Bessette and Me" sem skrifuð
var af nærfatamódelinu Michael
Bergin. „The Day John Died" eft-
ir Christopher Andersen. Carole
Radzwill frænka hans skrifaði bók-
ina „What Remains" og fyrrum rit-
stjóri, George Richard Blow, skrif-
aði bókina „American Son". Þetta
eru aðeins nokkrir af bókatitlun-
um sem til eru um ævi og ástir JFK
yngri.
Pólskar ömmur hafa nóg aö gera viö að hekla og sauma
Pólskar nærur seljast sem heitar lummur á netinu
Að sögn fréttaveitunnar Ananova
seljast g-strengsnærbuxur heklað-
ar af pólskum ömmum nú eins og
heitar lummur á netinu. ömmurn-
ar í sveitabænum Koniakow hafa
lengi mátt horfast í augu við þá stað-
reynd að ekki er lengur nein eftir-
spurn eftir hekluðum borðdúkum
þeirra. Svar þeirra við þessu var að
byrja að sauma kynæsandi nærföt og
nú hafa þær ekki undan við að anna
eftirspurn.
Þessi nýja framleiðsla hjá þeim
gömlu er svo velheppnuð að þær
hafa sett á fót netbúð þannig að fólk
um allan heim getur nú fest kaup á
nærunum þeirra. Pólskir kaupendur
hafa þó það forskot á aðra jarðarbúa
að þeir þurfa aðeins að borga um
1300 eða 1500 krónur fyrir parið af
þeim tveimur gerðum af buxum sem
í boði eru. Aðrir þurfa að borga 2200
eða 2800 krónur fyrir parið.
Tadeusz Rucki, maðurinn á bak
við netbúðina segir: „Fólk er ekki
bara villt í hinn hefðbundna hvíta lit,
svartar og rauðar nærur eru einnig
rifnar niður úr hillunum."
Talskona minjasafnsins í Koni-
akow, Helena Kamieniarz, er ekki
jafnhrifin og Tadeusz af þessari út-
rás hjá ömmunum í bænum. „Það
er hneyksli hvernig farið er með
hefðir okkar. Þessi eðalheklun var
ekki fundin upp tíl að búa til svona
klæðnað," segir Helena sármóðguð.
Heklaðar nærur Pólskar ömmurhafa ekki
undan við að framleiða þær.