Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 28. JÚLl2006 Helgin DV Með þeim flottustu Dorrit fylgist vel meö tlsku og er alltaf með á nótunum og á undan sinni samtlð. Hér er hún ásamtJóni Ásgeiri og Ingibjörgu Pálmadóttur á Mosaic- tiskusýningu I Laugardalnum sem haldin var á siðasta ári. Tók sig vel út Forsetafrúin tók sig vel út I vinnugalla og með hjálm I heimsókn sinni IAlcan. Það er greinilega sama hvernig Dorrit klæðist, hún er alltafjafn flott. Aðsvif á fslensku bókmennta- verðlaununum Dorrithné niður við upphaf afhendingar Islensku bókmenntaverðlaunanna. Ekkier vitað hvað olli aðsvifinu. Afmæli kóngsins Dorritog Ólafur Ragnar voru á meðal þotuliðsins sem mætti f 60 ára afmælisveislu Karls Gústafs Sviakonungs í apríl á árinu. Edduverðlaunin Dorritvareinafþeim sem afhentu Edduverðlaunin 2002. Fyrirsætan Dorritsat fyrirlauglýsingu Gjörningaklúbbsins. „Ég er afar stolt og ánægð, eigin- lega bara í skýjunum," sagði Dorrit Moussaieff þegar DV náði tali af henni og spurði hvernig tilfinning það væri að verða íslendingur en forsetafrúin hefur sótt um íslensk- an ríkisborgararétt. Aðspurð seg- ist Dorrit hlakka til að eyða ellinni hér á landi. „Ekkert þætti mér betra en búa hér með frábæru fólki, geta andað að mér hreinu lofti og drukk- ið gott vatn. Best þætti mér þá að búa á sveitabæ með hesta, land- námshænur, kýr og kindur, rækta hollt grænmeti í garðinum, um- kringd hávaxinni hvönn. Ég reyndi að rækta hvönnina í London en það gekk ekki," segir Dorrit hress og kát að vanda. „Já, ég er mjög stolt af því að verða íslendingur. Eg þekki engan sem ekki væri stoltur af því. Flestir íslendingar gera sér ekki grein fyr- ir því hversu mikii forréttindi það eru í veröldinni að vera íslendingur. Maður áttar sig kannski betur á því þegar maður kemur úr annarri átt." Giftust á afmælisdegi forsetans Dorrit Moussaieff fæddist 12. janúar árið 1950 í Jerúsalem en foreldrar hennar, Alisa og Shlomo Moussaieff, hafa fengist við skart- gripaviðskipti í áratugi. Dorrit er elst þriggja dætra þeirra hjóna en syst- ur hennar heita Tamara og Sharon. Hún fluttist ung að árum til Bret- lands og hefur þar búið lengst af þar sem fjölskylda hennar á stóra keðju skartgripaverslana og er á meðal rík- ustu fjölskyldna Bretlandseyja. Dorrit fékkst við hönnun skart- gripa og margvísleg viðskipti og hafði einnig umsjón með innrétt- ingu fjölmargra gamalla og sögu- frægra húsa og var um tíma grein- arhöfundur í breskum tímaritum. Arið 2000 trúlofaðist Dorrit herra Ólafi Ragnari Grímssyni forseta ís- lands. Þau giftu sig svo á afmælis- degi forsetans, þann 14. maí 2003, og hefur þjóðin tekið hinni nýju for- setaffú afar vel. Hún er ekki fyrsta íslenska forsetafrúin sem er af er- lendu bergi brotin þar sem Sveinn Björnsson, fyrsti forseti íslands, átti danska konu. Flúðu átökin í Jerúsalem Dorrit var innan við tvímgt þeg- ar fjölskyldan flutti frá Jerúsalem en þá var tekið að hima í kolunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. Mikil ólga var um það leyti milli ísraela og Araba og þá geisaði Sex daga stríðið sem lauk með algjörum sigri ísraela á Egypt- um. Shlomo Moussaieff hefur líklega séð þami kostinn vænstan að flytja með fjölskyldu sína á brott og hefja nýtt líf fjarri ófriði og átökum. Seint á sjöunda áratugnum fluttu því for- eldrar Dorritar ásamt henni og yngri systrum hennar tveimur til London. Tamara systir Dorritar býr nú í New York en Sharon býr ásamt fjölskyldu sinni í Tel Aviv. Það hefur eflaust verið mik- il breyting fyrir Dorrit og systurnar að skipta yfir í ólíkt umhverfi sem var svo fjarri þeim menningarheimi sem þær áttu að venjast. Leiða má að því líkur að breytingin hafi haft mikil áhrif enda er haft eftir Dorrit í viðtali við breska blaðið Hello! að hún hafi verið í miklu kapphlaupi við tímann. Henni hafi legið á að verða fullorðin. „Eins og margt fólk af minni kynslóð hrifumst við með andrúmsloftinu á sjöunda áratugn- um. Við gerðum ýmislegt sem ég er viss um að mörg okkar hafa séð eft- ir síðar. Reyndar myndi ég kannski ekki segja sjá eftir, heldur hugsuðum við ekki um afleiðingar gjörða okkar. Þetta voru tímar þar sem maður lifði í hita augnabliksins," sagði Dorrit í viðtalinu. Uppreisnargjarn unglingur I London kynntist Dorrit Neil Zar- ach, eiganda og stofnanda hátísku-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.