Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGilR 28. JÚLÍ2006 Helgin DV I íslenska skautbúningnum Dorrit varglæsileg líslenska skautbúningn- um þegar Ólafur Ragnar var settur forseti Islands í þriðja skiptið. Jólabarn Dorrit kveikti Ijósin á jólatrénu í Kringlunni árið 2004. 1 Forsíðustúika Dorritprýddi 1 forsiðu glanstímaritsins ™ Mannlífs í nóvember2003 ein ,sj og hver önnur fegurðardis. Ástfangin Dorriter greinilega yfir sig ástfangin af forsetanum og ekki amalegt fyrir okkur Islendinga að eiga svo glæsilega forsetafrú. iaaagwwBi, m Með norsku konungsfjölskyld- unni Ólafur Ragnar og Dorritásamt Hákoni krónprins Noregs og Mette- Marit, eiginkonu hans. Öskudagur Dorrit tók vel á móti börnunum síðasta öskudag. Hér erhún ásamt tveimur Silviu Nóttum. þess að stöðin myndi bæta Reykja- vík inn á veðurkortið. „Af hverju Reykjavík?" spurði fréttamaður- inn undrandi. „Nú af því við erum heimsborg," var svarið. „Forseta- frúin var ekki Laura Bush, held- ur hin glæsilega orðhvata Dorrit Moussaieff, eiginkona forseta ís- lands Ólafs Ragnars Grímssonar," hefur heimildarmaður eftir frétta- manninum. Þessi frásögn kemur heim og saman við lýsingu Steinunnar á Dorrit en hún segir hana einmitt vera skemmtilega spontant og feikilegan húmorista. Hún bætir við að Dorrit hafi þann eiginleika að laða að sér fólk enda sé hún skarpgreind, vel lesin, auk þess að vera mikil tungumálamanneskja. „Dorrit hefur líka afskaplega góða nærveru, aldrei of formleg en allt- af afslöppuð og þægileg. Hún hef- ur þau áhrif að gaman er að tala við hana og það gerir það að verk- um að maður slakar á og veit allt- af hvað maður á að tala um," sagði Steinunn. Hamingjusöm og ástfangin Dorrit er alltaf glæsileg til fara og ber með sér glæsileika og góð- an smekk. Þrátt fyrir stöðu sína er hún aldrei stíf og prótókollregl- ur á hún til að láta lönd og leið ef því er að skipta. Einn viðmælenda DV sagði að stundum gengi hún svo langt í frjálsræðinu að Ólafi Ragnari þætti nóg um. „Hann tek- ur hlutverk sitt alvarlega og kem- ur óaðfinnanlega fram en hann á það til að vera einum of stífur og formlegur. Þá bregður forsetafrú- in stundum á leik og hefur gaman af. Svo hlær hún bara enda á hún til að stríða Ólafi dálítið og grínast. En þau eru afskaplega hamingju- söm og ánægð; það leynir sér ekki hve ástfangin þau eru," sagði einn viðmælendanna og benti á að það sannaði svo ekki væri um villst að til sambandsins hefði verið stofn- að af ást. DV fyrst með fréttir um samband Ólafs og Dorritar Þegar samband þeirra vitnað- ist er ekki ofsagt að það hafi kom- ið þjóðinni í opna skjöldu. íslend- ingar voru ekM búnir að gleyma Guðrúnu Katrínu sem naut mik- illar virðingar og hylli meðal þorra þjóðarinnar. Það var DV sem fyrst fjölmiðla sagði frá sambandi Ól- afs og Dorritar. Ólafur Ragnar bauð þá Dorrit á hestbak austur í Landsveit. Hann hafði nokkrum mánuðum fyrr kynnst henni í há- degisverðarboði í London. Með leyfi forsetans fylgdi ljósmyndari DV, Gunnar V. Andrésson, þeim eftir. Ekki vildi betur til en svo að forsetinn datt af hestbaki og hand- leggsbrotnaði. Dorrit sýndi hon- um mikla umhyggju og hafði mikl- ar áhyggjur af líðan Ólafs Ragnars. Það leyndist engum sem sá mynd- irnar af þeim í DV daginn eftir að eitthvað meira en vinskapur var á milli þeirra tveggja. Sitt sýndist hverjum um sam- band þeirra í byrjun. Helst settu menn fyrir sig þá staðreynd að Dorrit er útlendingur. En með tím- anum hiefur henni tekist að vinna hug og hjörtu þjóðarinnar. Þær hljóma ekki hátt raddirnar sem setja út á Dorrit og almennt er þjóðin stolt af sinni glæsilegu og skemmtilegu forsetafrú. Það hef- ur fallið íslendingum vel í geð hve frjálsleg og laus við tilgerð hún er og menn eru sammála um að Dorrit hafi einkar góð áhrif á Ólaf Ragnar. íslensk á mánudaginn Fórsetafrúin hefur nú sóst eftir íslenskum ríkisborgararétti. Með- mælendur hennar eru Karl Sig- urbjörnsson biskup og Rannveig Rist, forstjóri Alcan. Mun umsókn hennar þegar hafa verið afgreidd í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og vonast er eftir að hún gangi í gegn sem fyrst svo Dorrit Moussa- ieff verði orðin íslenskur ríkisborg- ari strax á mánudaginn. indiana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.