Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 58
94 FÖSTUDAGUR 28. JÚU2006
Siðast en ekki síst DV
Aðeins 6.000 krónur til London
British Airways hefur stóraukið hlut-
fall lágra fargjalda fyrir flug aðra leið-
ina frá Evrópulöndum til Gatwick-flug-
vallar við London og einnig frá Gatwick.
Frá Keflavík til London kostar farseðill
aðra leiðina nú aðeins frá kr. 6.045 með
sköttum og gjöldum inniföldum. Þessi
■ i ■ breyting British Airways hefur í
för með sér enn frekari lækkun
á verði fargjalda til London auk
tiess sem farseðlaverð til baka aftur til
slands verður svipað. Því má nú fljúga
til London með British Airways og heim
aftur fyrir rúmar tólf þúsund krónur,
með sköttum og gjöldum inniföldum.
„British Airways er þekkt fyrir sam-
keppnishæft fargjaldaverð en jafhffamt
fulla og vandaða þjónustu um borð í
vélum sínum, þar sem farþegar greiða
ekki fyrir máltíðir eða diykid. Á undan-
fömum misserum hefur félagið gripið
til ýmissa ráðstafana með það að mark-
miði að styrkja vitund flugfarþega um
British Airways sem fyrsta vaikost þeg-
ar kemur að vali á flugfélagi til að fljúga
með," segir meðal annars í fréttatilkynn-
ingu ffá flugfélaginu.
„fsland er sá markaður British Air-
ways, þar sem eingöngu er unnt að
kaupa farseðla á netinu. Ríkir mikil
ánægja meðal stjómenda flugfélagsins
með það hversu jákvæðir landsmenn
em gagnvart sölufyrirkomulaginu og er
skemmst frá því að segja að nær undan-
tekningarlaust em vélar félagsins full-
bókaðar tif og ffá fslandi."
British Airways Naer undantekningarlaust eru
vélar félagsins fullbókaðar til og frá Islandi.
hugleikur
Furðufréttin
Stóra tómat-
sósumálið
í Hafnarfirði
„fbúi í Hafnarfirði grunar
áhöfn á rússneskum togara,
sem liggur úti fyrir höfninni,
um að fleygja msli í sjóinn.
Meðal annars fannst rússn-
esk tómatsósuflaska í
fjörunni í Hafnarfirði."
Þannig hefst ffétt á vef-
síðunni visir.is sem val-1
in hefur verið furðu-
frétt vikunnar. Það sem
vekur einkum furðu við i
þessa frétt er að þetta
var tómatsósuflaska en
ekki vodkaflaska sem Hafnfirðing-
urinn rakst á í fjöruborðinu.
Frétt þessi fór víðar í netheim-
um en hún kom fyrst ffam á vik-
urfrettir.is. Þar segir meðal annars:
„Enn berast ffegnir af rússneskum
sjómörmum sem gera óskunda í
Hafnarfirði. Nú síðast virðist sem
svo að rússneskir sjómenn hendi
rusli fyrir borð en togari sem þeir
em á liggur úti fyrir Hafnarfjarðar-
höfii.
Hafhfirðingur segist gruna rúss-
nesku sjómennina um að henda
rusli í sjóinn eftir að hann fann
rússneska tómatsósuflösku í fjör-
unni í Hafnarfirði.
Togarinn lá við Hafnarfjarðar-
höfn um tíma vegna vélarbilunar
en mikinn reyk lagði frá bátnum
eftir að gert var við hann og liggur
hann nú úti fyrir höfninni þar sem
hann bíður þess að komast til ffek-
ariviðgerða..."
Spumingin sem vaknar eft-
ir þessa vettvangsrannsókn hafn-
firsku útgáfunnar af Sherlock
Holmes í fjöruborðinu er hvort tó-
matsósuflöskunni hafi í raun ver-
ið hent frá borði. Það stendur jú í
fféttinni að mikinn reyk hafi lagt
frá skipinu eftir viðgerðina. Vom
Rússamir ekki bara að grilla um
borð og einn þeirra missti kannski
tómatsósuflöskuna fyrir borð í
miðri grillveislunni? Ef rússnesk-
um hamborgumm skolar á land
á næstunni þarna í Hafnarfjarðar-
höfn er málið væntaniega fullupp-
lýst.
Skál og mát!
Grænlandsmót í skák
Vinnustofa í myn
Skákfélagið Hrókurinn heldur vest-
ur til Grænlands um næstu helgi en
ferðin er liður í áframhaldandi upp-
byggingu skákíþróttarinnar á Græn-
landi. Hrókurinn hefur unnið ötullega
að því að kynna skák á Grænlandi og
er þetta fjórða árið í röð sem ferð sem
þessi er farin, að þessu sinni til bæjar-
ins Tasiilaq. Mikið verður um dýrðir
að vanda en auk skákmanna fer hópur
myndfistarmanna með að þessu sinni.
Þar verður Hulda Hákon meðal ann-
arra en hún fór einnig með Hróknum
í fyrra og hreifst mjög af landi og þjóð.
Auk hennar munu iistamennimir
Harry Jóhannsson og Davíð öm Hall-
dórsson verða með í för. Þau ætla sér
að setja á fót vinnustofu í Tasiilaq og
halda svo sýningu að henni lokinni.
Til stóð að Jón Óskar, eiginmað-
ur Huldu, yrði einnig með í förinni en
hann varð að hætta við sökum anna
hér heima. Hins vegar verður sýning
á verkum hans í Tasiilaq ásamt verk-
um hinna listamannanna. Þá verð-
ur hinn þýskættaði ljósmyndari Tim
Vollmer með sýningu á ljósmyndum
frá Islandi.
Bryndís
Gunnarsdóttir
Hulda Hákon Ferf
annað sinn til Grænlands
með Hróknum en hún er
heiðursfélagi Hróksins.
Bryndís Gunnarsdóttir Margiraðilar
ha fa hjálpað til.
framkvæmdastjóri Hróksins segir að
það séu fjölmargir aðilar úr öllum átt-
um sem komi við sögu í för félagsins til
Tasitiaq að þessu sinni. „Við munum
meðal annars færa bömunum á mun-
aðarleysingjahælinu í bænum gjafir
og standa fýrir ýmsum uppákomum,"
segir Bryndís. „Það er skylda okkar
sem nágrannaþjóðar að leggja okk-
ar af mörkum tti að efla mannlífið á
Grænlandi eins og okkur er unnt.“
„Það er afar ánægjulegt hversu vel
hefur gengið að að undirbúa og fjár-
magna þessa landnámsaðgerð skák-
arinnar á Grænlandi, sem staðið hef-
ur síðan 2003," segir Hrafh Jökulsson
stofnandi Hróksins. „Það eru marg-
ir sem leggja okkur lið við landnám-
ið á Grænlandi. Hugfélag íslands
hefur staðið sem klettur með Hrókn-
um frá upphafi og stórvinir Hróksins
í Bónus gera okkur kleift að virma að
þessu verkefni ásamt mörgum öðmm.
Ungir skákáhugamenn í Hafnarfirði
- Kátu biskupamir - hafa ættleitt lítið
einangrað þorp á Austur-Grænlandi,
sem heitir Kuummiit, þar sem ísmað-
urinn Sigurður Pétursson og enn ein
hjálparhella okkar býr. Þar munu þeir
sinna skákkennslu og halda skákhátíð
í nokkra daga. Skákfélag Háskólans í
Reykjavík sendir vaska sveit enda hafa
þeir sýnt Grænlandi sérstakan áhuga."
Hrafn segir að það sé ekki á hverj-
um degi sem Grænlendingar fái fimm-
ti'u manna sendinefnd skákmanna,
listamanna og annarra velunnara í
heimsókn en sendinefndin verður
orðin fullskipuð um verslunarmanna-
helgina þegar Alþjóðamót FÍ fer ffam
í stærsta bæ Austur-Grænlands, Tas-
iilaq."
Hulda Hákon segir að hún hlakki
tti að fara aftur til Grænlands og
halda þar sýningu. „Það er mjög gef-
andi að fá að taka þátt í þessu starfi,"
segir Hulda.
Þeir Harry Jóhannsson og Davíð
Öm Hafldórsson em einnig spennt-
ir fyrir ferðinni en þetta er í fyrsta
sinn sem þeir fara tti Grænlands. „Við
vonum að sem flestir Grænlending-
ar komi á vinnustofuna hjá okkur
og taki þátt í þeirri sköpun sem þar
verður í gangi," segja þeir félagar.
nrainjuivuisíuii^ruvv.---
ánægjulegt hversu vel hefur
gengið að að undirbúa og
fjármagna þessa landnámsað-
gerð skákarinnar á Grænlandi."
Harry og Davíð
Vonumst til að sem flestir
Grænlendingar komi að
starfinu I vinnustofunni.
Önnur útgáfan af Bless
Gamla myndin að þessu sinni
er af hljómsveitinni Bless í júlí árið
1991. „Þetta er önnur útgáfan af
Bless þar sem upphaflega hljóm-
sveitin hafði sprung-
ið skömmu áður eftir
mjög erfitt tónleika-
ferðalag til Banda-
ríkjanna," segir
Dr. Gunni, eða
Gunnar Hjálm-
arsson, sem
mundar bass-
ann á myndinni.
„Þarna er Logi
kominn á tromm-
urnar og Pétur Þórð
arsoná gítarinn."
Dr. Gunni segir að tti-
koma sín að hljómsveitinni Bless
hafi verið eftir að Svarthvítur draum-
ur lagði upp laupana „og ég hafði
komið stuttlega við sögu í HAM
sællar minningar. Bless náði að gefa
út tvær plötur í upprunalegu útgáf-
unni en í þeirri sem myndin er af
gáfum við aðeins út eitt lag. Það var
„Heimavistin helvíti" sem kom
út á safnplötu á vegum
Skífunnar."
Dr. Gunni segir að
tónlistin sem Bless
lék hafi verið nýrokk.
„Svona Pixie-kennt
en þetta var áður en
Nirvana sló í gegn
þannig að þetta var
frekar óþekkt hérlend-
is," segir hann.
Þótt Bless hafi lagt upp
laupana með nokkrum lát-
um minnist Dr. Gunni þess að
oft á tíðum hafi verið mjög skemmti-
legt að sptia með sveitinni. „Við áttum
vissulega okkar móment meðan við
vorum og hétum," segir Dr. Gunni.
Bless á sviði Dr. Gunni f ham á bassanum með hljómsveitinni Bless. Á innfelldu
myndinnierdr. Gunni I dag.