Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 43
DV Veiðimál FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ2006 SS Þokkaleg veiði í Korpu 106 laxar og 30 sjóbirtingar eru komnir á land í Korpu. Fínir veiðidagar voru fyrir helgi en hægst hef- ur á í blíðviðrinu. Fimm laxar fengust í gær sem er ekki slæmt á tvær stangir. Sjóbirtingarnir sem veiðst hafa eru flestir vænir og allt upp í sex pund. Mjög góð veiði náðist er áin sjatnaði eftir leiðindaveður í síð- ustu viku og komu þá þrír tíu laxa dagar þar sem van- ir menn stóðu við veiðar. Lax veiðist þó daglega en enn er allur aflinn á svæðinu frá Stíflu og niður í Sjáv- arfoss. Fengið afvef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Killerinn og Watson Fansy Þór er þekktastur fyrir svarta Killerinn. Watson Fansy rneo gulu skotti er undrafluga H _______________________________________________________: / Ý % * li. '* ••iWÉiM. . *** Meðhöndlun á f isk semáaðstoppa upp Veiðimálin hringdu til Manuels Arjona hamskera til að fá upplýsing- ar um hvað skal gera þegar maður fær þann stóra og vill láta stoppa hann upp. Þau atriði sem ber að hafa í huga þegar sá stóri er kominn á bakkann. - Reyna helst að koma fisknum í kæli eða frystiskáp. - Ekki blóðga fisldnn. - Ekki leggja fiskinn á grasið. - Setja fiskinn í plastpoka. - Gott er að setja fisldnn í ána til að kæla hann niður. Ef langt er í góða kælingu. - Passa vel upp á hreystrið því hreystrið á nýgengnum fiski er mjög viðkvæmt. - Það er í góðu lagi að rota fiskinn. Skiptu út veiðistönginni fyrir golfkylfur Opna Langármótið var haldið á Hamarsvelli í Borgarnesi um síðustu helgi í boði Ingva Hraíns Jónssonar fréttahauks og Langárstjóra. Mótið var svokallað punktamót og verðlaunin veiðidagar í Langá með fæði, flugubox og fleira. Jöfn í fyrsta sæti urðu Guð- laugur Guðjón Kristinsson GL og Þóra Björgvinsdóttir GB. Ingvi Hrafn varð að láta sér 56. sætið lynda enda vænt- anlega með lægri forgjöf á veiðistöng- ina en í golfinu. „Mótið gekk afskaplega vel og fór fram í Flórídablíðu. Menn voru að spila golf fram til að verða ell- efu um kvöldið. Það voru reyndar eng- ir þjóðþekktir veiðimenn þarna nema ég kannski en þeir eru margir í Langá þessa daganasegir Ingvi Hrafn í samtali við DV. Að sögn Ingva Hrafns höfðu veiðst 640 laxar á hádegi á þriðjudag en auk venjubundinna veiðisvæða er í gangi tilraunaveiði á efstu fjórum kílómetrum árinn- ar annað árið í röð. í fyrra veiddust þar 40 laxar og laxinn virðist hægt og bítandi vera að nema þar land frá fyrstu sleppingum fyrir sex árum. Þar er einnig ágæt bleikjuveiði frá fornu fari. ÍjfÉíuL þá standa Nielsenfeðgar í fram- leiðslu á flugustöngum undir merk- inu Nielsen. Stangirnar hafa verið að fá góða dóma í erlendum veiðiblöð- um og hafa veiðimenn sem blaða- maður hafði samband við verið mjög ánægðir með stangirnar. Nokkuð hef- ur þó borið á neikvæðum skrifum á vefnum um stangimar. Birgir Nielsen segir að allir sem hafi lent í að brjóta stöng hafi fengið varahlut um leið. „Menn lenda í því að brjóta stangir alveg sama hvað þær heita, Sage eða Nielsen. Við bjóðum sennilega upp á bestu þjónustuna því menn fá vara- hlutinn um leið. Þurfa ekki að bíða neitt," segir Birgir. Vefsíður veiðimanna Fyrir þá veiðimenn sem eru net- tengdir þá er fullt af áhugaverðum veiðisíðum hér á landi. Hér kemur smá listi yfir þær helstu. veidi.is Frábær vefur með góðu spjalli. Hægt að er setja inn fyrirspumir það er hægt að treysta á að svarið kemur alltaf fljótlega. votnogveidi.is Guðmundur Guðjónsson rekur þennan skemmtilega vef. Nýjustu fréttir af veiðinni og viðtöl. Alltaf nýjustu fréttir og nauðsynlegt að skoða hann nokkrum sinnum á dag. agn.is Ef þig vantar veiðileyfi þá er þetta vefurinn fyrir þig. Fullt af lausum leyfum fyrir þá sem eiga eftir að svala veiðifíkninni. flugur.is Stefán Jón með frábæran vef fyrir fluguveiðimanninn. Það mætti segja það að vefur Stefáns sé nokkurs kon- ar bréfaskóli fyrir fluguveiðimann- inn. Hægt er að kaupa greinar um veiðina. Af fenginni reynslu er hægt að mæla með þessari síðu. veidinicnn.is Fréttir og viðtöl. Kannski ekki nógu duglegir að uppfæra en bæði viðtöl og heilræði fræðandi. svfir.is Vefur Stangveiðifélags Reykjavíkur. Hægt er að kaupa veiðileyfi á vefnum. Spjallið er nokkuð gott en nokkuð hef- ur borið á leiðindum og skítkasti. Fyr- ir veiðimenn sem vantar leyfi þá borg- ar sig að kíkja reglulega inn því lausir dagar detta inn tilviljunakennt. angllng.is Vefur Landssambands veiðifélaga. Nýjar tölur um laxveiðiár og fræð- andi greinar. nPNIINARTÍMI ga KFLOKKS TtLVALIÐ I UTfLEGUN EÐA BÚSTAÐfNN MÁNUDAGA - FIMMTUDAGA. FÖSTUDAGA........... LAUGARDAGA.......... .11:00 - 18:30 .11:00-19:30 .12:00 -16:00 Áttu leið um Hveragerði? Humar á verksmiðjuverði! Við bjóðum gæðahumar sérstaklega flokkaðan fyrir þig. Einnig svigna borðin undan öðru fersku sjávarfangi og tilbúnum fiskréttum. Þegar rennt er austur fyrir fjall, í bústaðinn eða útileguna, er tilvalið að koma við hjá okkur í Sunnumörkinni. HUMARBÚÐIN - HLAÐBORÐ HAFSINS SUNNUMÖRK 2, 810 HVERAGERÐI SÍMI 483 3206 '*— HlaðborðTjaf^ts----*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.