Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. JÚLl2006 Fréttir DV Að gefnu tilefni Að gefnu tilefni vill Fé- lag fasteignasala koma því á framfæri að Andrés Pét- ur Rúnarsson er ekki fast- eignasali, eins og haldið var fram í umfjöllun DV föstu- daginn 14. júlí síðastliðinn. Starfsheitið fasteignasali er lögverndað starfsheiti sam- kvæmt lögum nr. 99/2004 um sölu fasteigna, fyrir- tækja og skipa og er öðrum en þeim sem til þess hafa fengið löggildingu óheim- ilt að kalla sig fasteignasala. Hægt er að nálgast lista yfir alla fasteignasala á íslandi á heimasíðu Félags fasteigna- sala, ff.is. Útgáfu tíðniheimilda seinkað Póst- og fjarskipta- stofnun mun ekki gefa út tíðniheimildir íyrir há- hraða aðgangsnet á 3,5 og 10 GHz fyrr en í lok ágúst en upphaflega var ætlunin að gefa þær út í lok júní. Tíu fyrirtæki sóttu um tíðniheimildir en þeirra á meðal er ný- stofnað fyrirtæki Jóhanns Óla Guðmundssonar, oft kenndur við Securit- as, Wireless Broadband Systems auk stóru félag- anna Símans, Og Voda- fone og Hive. Átthagahátíð á Borðeyri íbúar á Borðeyri halda um helgina Átthagahátíð þar sem Þorgeir Ástvalds- son, Raggi Bjarna og Hörð- ur G. Ólafsson halda uppi fjörinu. Búast má við að íbúafjöldi margfaldist um helgina því Borðeyri er eitt fámennasta þéttbýli lands- ins með um 20 íbúa. Pólverjinn fundinn Michal Piecychna, Pól- verjinn sem Lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í vikunni er fundinn. Hans hafði ver- ið saknað frá 20. júlí en eig- inkona hans varð áhyggjufull og tilkynnti hvarf hans. í tilkynn- ingu lög- reglunn- ar sagði að Michal hefði sést síðast í Skeifunni. Hann fannst svo aftur á herbergi gistiheimilis í Reykjavík í gærmorgun og var heiU á húfí. Arthur Geir Ball hefur játað að hafa framið vopnað rán í Krónunni í Mosfellsbæ, laugar- daginn 15. júlí síðastliðinn. Hann segir í viðtali við DV að hann sjái eftir öllu saman. Ránið hafi hann framið í móki dópvímu sem hann kom sér í eftir nokkurra mánaða bindindi. Féll á vímuefnabindindi og framdi vopnað rán Arthur Geir Ball er átján ára drengur úr Mosfellsbæ. Hann losn- aði á dögunum úr gæsluvarðhaldi sem hann sat í vegna gruns um vopnað rán í Krónunni í Mosfellsbæ. Hann hefur játað ránið fyrir lögreglu og segir í viðtali við DV að hann sé fullur eftirsjár. Ránið hafi hann framið í dópvímu - án þess að hugsa. Laugardagurinn 15. júlí mun ef- laust verða afdrifaríkur fyrir Arthur Geir Ball, átján ára dreng úr Mos- fellsbæ. Kvöldið endaði í fangaklefa lögreglunnar í kjölfar þess að Art- hur réðst inn í Krónuna í Mosfellsbæ með trefil, hettu og sólgleraugu og framdi vopnað rán. Endaði með hörmungum „Ég var búinn að vera edrú í lang- an tíma, datt svo harkalega í það og það endaði með þessum hörmung- um," segir Arthur Geir í samtali við DV. Hann segir ástæðuna fyrir rán- inu hafa verið: „Nákvæmlega enga," og bætir við að þetta kvöld hafi hann fallið á bindindi sem varað hafði í ríf- lega þrjá mánuði. „Ég var að drekka áfengi og ég endaði í mikilli neyslu," segir hann og var í partíi með félög- um sínum. „Svo förum við út og allt í einu fékk ég hugmyndina um að fara þarna inn. Ég fer inn, fæ pening- ana í plastpoka og kem út í bíl með þá," segir Arthur sem þvertekur fyrir það að hafa rænt Krón- una vopnaður hnífi. Hann segist hafa verið með spýtu sem líktist hnífi í hendinni. Félagar hans hafi ekki vitað hvað var í gangi fyrr en hann kom til baka með fullan poka af peningum. Engar hindranir í vímu Arthur segist hafa ver- ið í neyslu frá því hann var tólf, þrettán ára. Hann hefur hlotið nokkra dóma, fyrirfíkniefnabrot, innbrot „Ég var búinn að vera edrú i langan tíma, datt svo harkalega í það og það endaði með þess- um hörmungum og það sem meira er: Annað vopn- að rán, sem hann framdi árið 2004. Hann segir fíkniefnaneyslu vera or- sök þessara afbrota, eins og í þessu nýjasta máli. „Þegar þú ert í vímu er þér slétt sama," segir Arthur, aðspurður um hvort hann hafi hugsað um afleið- ingar gjörða sinna. „Það eru engar hindranir og þú gerir það sem þér sýnist og ert í þínum eigin heimi." Afgreiðslustúlka í áfalli I gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Arthur segir að afgreiðslustúlkan í Krónunni hafi verið í miklu and- legu áfalli eftir ránið og hafi þurft að leita til Landspítala háskólasjúkra- húss vegna þess. „Hún átti ekkert að verða fyrir minni geðveiki," segir Arthur fullur eftirsjár. Hann segist ætla að taka sig á en ætlar jafnframt að taka afleiðing- um gjörða Fyrir dómara Arthur var færöur fyrir héraðsdómara I Reykjavik ser úrskurðaði hann i gæsluvarðhald til 1. september. Hæstiréttur hnekkti þeim úrskurði i vikunni og Arthur tosnaði I kjölfarið. Líklegt þykir að Arthur fái þungan dóm, enda rauf hann skilorð sem hann hlaut meðal annars út af rán- inu 2004. Hugsanlega þungan dóm Refsiramminn fyrir rán er tíu ára fangelsi en dómar upp á síðkast- ið hafa hljóðað upp á 6-12 mánuði í fangelsi. Ef Arthur verður dæmdur í fangelsi segist hann ekki vilja fara á Litla-Hraun af þeirri ástæðu að það geri honum ekk- ert gott. „Það á ekki að vera að senda unga menn eins og mig á Litla- Hraun - ég held að ég verði bara verri við það," seg- ir hann. „Ég ætla að reyna að kom- ast á Kvía- bryggju og bæta ráð mitt. Ég ætla að taka mig saman í and- litinu." giidmundur@dv.is Arthur Geir Segist hafa verið edrú ínokkra mánuði en drukkið áfengi, neytt fikniefna og framið vopnað rán I Krónunni. Segist fuitur eftirsjár. DV-myndHeiða Kristófer Már Gunnarsson var handtekinn á slysadeild brenndur í andliti Brenndir bílar Þrír bilar urðu eldi að bráð og tveir aðrir skemmdust þegar kveikt vnr (hpim n hflncnli mni Rfll ic Kókaínsmyglari grunaður um íkveikju Kristófer Már Gunnarsson, nítj- án ára piltur, er grunaður um að vera valdur að íkveikju á bílasölunni Bíll.- is aðfaranótt miðvikudagsins. Lög- reglumenn urðu elds varir á bílasöl- unni og kom þá í Ijós að kviknað hafði í þremur bílum. Tveir aðrir skemmd- ust til viðbótar. Nýlegur BMW M5 sem metinn er á fimm milljónir eyði- lagðist í brunanum ásamt nýlegum Mercedez Benz og fleiri bílum. Krist- ófer var handtekinn á sfysadeild eftir að hafa leitað þangað með brunasár en hann slasaðist töluvert í andliti. Þar játaði hann íkveikjuna en neitar nú sök. Starfsmenn bílasölunnar eru furðu lostnir yflr íkveikjunni en eng- in tengsl eru á milli sölunnar og hins grunaða Kristófers. Kristófer er þekktur fyrir að vera barnsfaðir yngstu móður íslands en hún var tólf ára þegar hún eignað- Kristófer Hefur marg oft komið við sögu lögreglu og blður dóms fyrir kókainsmygi. Ernú grunaöur um Ikveikiu. ist barn með honum. Hann hefur marg oft komið við sögu lögreglu og var í byrjun þessa árs tekinn ásamt fleirum fyrir smygl á hálfu kílói af kókaíni í Leifs- stöð. Hann játaði smygl- ið en það mál mun verða dæmt í haust. gudmundur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.