Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 28. JÚLl2006
Fréttir DV
Dalsmynnis-
fólk íhugar
málssókn
Hjónin á hundarækt-
uninni að Dalsmynni Ásta
Sigurðardóttir og Tómas
Kr. Þórðarson ásamt dótt-
ur þeirra Sesselju athuga
nú réttarstöðu sína vegna
meintra ærumeiðinga í
þeirra garð. Svo gæti farið
að þau hefji málsókn gegn
aðstandendum heimasíð-
unnar stopp.is og fleirum
og segir Jón Egilsson lög-
maður þeirra að á netinu
sé að finna illkvittin skrif
sem hafi ekkert með faglega
umræðu að gera. „Við telj-
um að vegið sé að þeim og
þeirra starfsheiðri á inter-
netinu,“ sagði Jón í samtali
viðDV.
Blue Brasil á
Kringlukránni
Þýsk-íslenska hljóm-
sveitin Blue Brasil, sem
leikur eins og nafnið gefur
til kynna suðræna tónlist,
lýkur tónleikaferð sinni
um Island með tónleikum
á Kringlukránni á sunnu-
dagskvöld.
Með kinda-
byssuíbílnum
Lögreglan í Snæfells-
bæ hefur haft nóg að gera í
sumar við að aflífa sauðfé í
nærsveitum bæjarins. Þór-
ir Rúnar Geirsson, varð-
stjóri í Snæfellsbæ, seg-
ir vandamálið landlægt
á Snæfellsnesi öllu, þar
sem nær engar afréttir
séu líkt og tíðkast víðast
hvar í sveitum landsins.
Þórir segir það nær dag-
legan viðburð að keyrt
sé á rollu í umdæminu
og þeir séu því alltaf með
kindabyssu meðferðis í
lögreglubílnum.
Landsbankinn
langtyfir
Uppgjör Landsbankans
fýrir annan ársfjórðung var
langt yfir væntingum. Hagn-
aður bankans nam rúm-
um 6 milljörðum króna eftir
skatta en Greining Glitnis
hafði spáð tæplega 3 millj-
arða hagnaði. Á vefsíðu
Greiningar Glitnis segir aö
mismunurinn felist aðallega
í vanmati á verðbótatekjum.
Hagnaður Landsbankans
það sem af er árinu nemur
rúmlega 20 milljörðum eftir
skatta en til samanburðar var
hagnaðurinn á sama tíma í
fyrra rúmir 11 milljarðar kr.
Þetta er hækkun upp á 92%.
Þaö hentaði ekki hagsmunum íslands að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkja-
menn þegar þeir síðarnefndu tilkynntu brotthvarf varnarliðsins. Samkvæmt viðauka
við varnarsamninginn hefði samningsstaða íslands í varnarviðræðunum versnað til
muna.
„Þaö að segja ekki varnarsamningnum upp
var pólitísk ákvörðun sem var tekin út frá
varnar- og öryggishagsmunum íslands."
Svæöi varnarliðsins Eflslenskstjórnvöld
hefðu sagt upp varnarsamningnum hefðu
Bandaríkjamenn getað lokað hliðinu á
varnartiðssvæðinu og kastað iyklunum I
íslensk stjórnvöid án þess að þurfa að bera
ábyrgð á einu eða neinu. DV-mynd Pjetur
Þegar Bandaríkjamenn sögðu upp varnarsamningi sínum við ís-
land í mars á þessu ári kom það flestum í opna skjöldu. Mörgum
þótti aðferð herranna vestan hafs heldur kaldlynd og hörð og var
kallað eftir viðbrögðum íslenskra stjórnvalda. Þau létu þó á sér
standa. Hagsmunir réðu þar ferð frekar en vamar- og öryggis-
sjónarmið, samkvæmt heimildum DV.
Ástæðan er sú að í viðauka við
varnarsamninginn er ákvæði sem
heimilar Bandaríkjamönnum að yf-
irgefa landið án nokkurra skuldbind-
ingá varðandi húsnæði eða úrgang
segðu íslensk stjórnvöld samningn-
um upp. Slíkt hefði því veikt samn-
ingsstöðu íslands í þeim viðræðum
sem nú eiga sér stað.
Gífurlegur fjöldi mannvirkja
Vamarviðræðurnar nú lúta ekki
síst að því að finna lausn á því hvað
verður um hinn gífurlega fjölda
mannvirkja sem varnarliðið mun
skilja eftir sig á Miðnesheiði og víð-
ar. Hefði samningnum verið sagt
upp hefðu íslensk stjórnvöld vænt-
anlega erft þessar byggingar með
öllum þeim vandræðum sem þeim
fylgja. Bandaríkjamenn gætu ein-
faldlega hent lyklunum að hliðinu í
íslensk stjórnvöld og yfirgefið heið-
ina góðu. Með því að bíta á jaxlinn
og bíða er samningsstaða íslensku
sendinefndarinnar mun betri. Næsti
fundur samninganefndanna er áætl-
aður í byrjun ágúst.
Hvað verður um
NATO-byggingarnar?
Aðrar spurningar sem vakna við
brotthvarf varnarliðsins eru um þær
byggingar sem NATO hefur byggt
á svæðinu. Samkvæmt samningi
Bandaríkjamanna og NATO skuld-
binda Bandaríkjamenn sig til að sjá
um viðhald á þeim byggingum, sem
eru fleiri en margir gera sér í hug-
arlund. Þeirra á meðal eru flugskýli
fyrir orrustuþomr og flugvallar-
mannvirki, ratsjárstöðvarnar
fjórar og höfnin og olíu-
birgðastöðin í Helgu
vík. Væntanlega munu
Bandaríkjamenn
reyna að semja við ís-
lensk stjórnvöld um
viðhald á þessum
byggingum í kom-
andiviðræðum.
Pólitísk ákvörðun ,
Ragnheiður Árna- f
dóttir, aðstoðarmann-
eskja Geirs H. Haarde
forsætisráðherra, sem
hefur varnarviðræðurnar
á sinni könnu vildi ekki
tjá sig efnislega um
varnarsamning-
inn þegar blaða-
maður DV ræddi við hana. „Það að
segja ekki vamarsamningnum upp
var pólitísk ákvörðun sem var tekin
út frá vamar- og öryggishagsmun-
um fslands," sagði Ragnheiður.
Heimildir DV herma þó að
það hafi frekar ráðið úr-
slitum að hagsmunum
íslands í vamarvið-
ræðunum væri bet-
ur borgið á meðan
varnarsamning-
urinn væri enn
við lýði.
oskar@dv.is
Ragnheiður Árnadóttir
Aðstoðarmanneskja Geirs
H. Haarde segir að það hafi
verið afvarnar- og
öryggishagsmunum sem
varnarsamningnum hafi
ekki verið sagt upp.
DV-mynd Stefán
Strandabyggð nötrar vegna deilna um Þórð Halldórsson grenjaskyttu
Grenjaskytta skilaði ekki inn veiðiskýrslum
„Hugsanlega veiðir hann eitthvað
- ég hef bara ekkert í höndunum um
það," segir Ásdís Leifsdóttir, sveitar-
stjóri Strandabyggðar, um Þórð Hall-
dórsson, nú fyrrverandi grenjaskyttu
í byggðinni. En Þórður hafði um
10 ára skeið séð um grenjavinnslu
í Strandabyggð umkvartanalaust
þar til nýlega að sveitarstjórn bár-
ust skriflegar kvartanir frá sveitung-
um Þórðar um að undanfarið hefði
Þórður sinnt grenjavinnslu „seint
og illa". En að athuguðu máli hefur
Þórður hvorki skilað inn reikning-
um né veiðiskýrslum fyrir árin 2004
og 2005.
Ásdís segist hafa rætt við Þórð sem
hafi verið afar ósáttur við að sveitung-
ar hans væru að klaga hann til yf-
irvalda án þess að snúa sér til hans
fyrst. „Það eiga náttúrlega allir rétt á
því að bæta sig þannig að ég ákvað að
Þórður myndi halda starfinu."
En snurða hljóp á þráðinn. „Á
undirbúningsfundi fyrir fyrsta fund
nýrrar sveitarstjórnar vildu fundar-
menn aðeins ræða endurráðningu
mína og ætluðu ekki að taka þetta
mál fyrir fyrr en á fundi á mánudegi.
Þá hringir Þórður og kveðst ósáttur
við að „vinna fyrir svona fólk" og seg-
ist ekki hafa áhuga á að taka þetta að
sér framar."
Á fundi sveitarstjórnar 20. júní
er það svo ákveðið að grenjavinnslu
í Strandabyggð sé skipt milli sex
bænda í byggðinni til eins árs.
5. júlí berst sveitarstjórn síðan
bréf frá tveimur vinum Þórðar sem
stundum munu hafa gengið til
grenja með honum. Bréfið inniheld-
ur áskorun um að „láta ekki dylgjur"
hafa þau áhrif að Þórður verði ekki
ráðinn áfram sem grenjaskytta.
Aðspurð um framhaldið svarar
Ásdís: „Sveitarstjórn mun taka til-
lit til áskorunarinnar
þegar grenjaskyttur
verða ráðnar að ári.
En auðvitað er það
líka afskaplega al-
varlegur hlutur, sem
ég gerði mér kannski
ekki grein fýrir hversu
alvarlegur væri,
að skila ekki
inn veiði-
skýrsl-
Indriði Aðalsteinsson
Bóndi og einn nýráðinna
grenjaskytta í
Strandabyggð.
Ásdís Leifsdóttir Sveitarstjóri
Strandabyggðar, stendur iströngu
vegna grenjaskyttudeilna.