Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. JÚLl2006
Fréttir DV
Einn putta-
klippumanna
laus
Kristján Halldór Jensson,
einn þeirra sem grunaður
er um aðild að puttaklipp-
uárásinni svokölluðu á Ak-
ureyri, sem átti sér stað í
lok maí, er laus úr afplán-
un. Hann, ásamt Stein-
dóri Hreini Veigarssyni og
Gunnari Frey Þormóðssyni,
hafði setið af sér afplánun
fyrri dóms. Steindór Hreinn
og Gunnar Freyr eru enn í
afplánun vegna ofbeldis-
brota. Puttaklippuárásin
telst nánast upplýst og
verður málið sent ríkissak-
sóknara innan skamms.
Holugeitung-
urinnáfrekar
bágt
„Þeir urðu
fyrir áföllum
í sumar en
hafa orðið það
áður," segir Erli
Ólafsson skor-
dýrafræðingur,
spurður hvort
geitungar á
lslandi hafi
„orðið úti"
í kuldaköstunum í sum-
ar. Hann segir fjóra stofna
af geitungum hafa gert sig
heimakomna hér á landi en
aðeins hafi frést af tveimur
þeirra í ár. Þeir eru, húsa-,
roða-, holu- og trjágeitung-
ar. „Húsa- og roðageitung-
arnir voru báðir mjög sjald-
gæfir fyrir og eru samkvæmt
því sem ég best veit ekki hér
á landi sem stendur - þótt
það gæti verið," segir Er-
ling og heldur áfram: „Trjá-
geimngarnir hafa engan
bilbug látið á sér finna en
holugeitungurinn á frek-
ar bágt," segir hann. „Hann
er þó enn til staðar en má
muna sinn fífil fegurri."
2000 hafa
heimsótt Þór-
bergssetur
Um tvö þúsund gest-
ir hafa lagt leið sína í
Þórbergssetrið að Hala í
Suðursveit. Setrið hefur
einungis verið opið í þrjár
vikur. Setrið er tileinkað
ævi og störfum rithöfund-
arins Þórbergs Þórðarson-
ar sem einmitt fæddist að
Hala 12. mars 1888. Sýn-
ingin sem er í gangi nú er
tileinkuð heimkynnum
Þórbergs. Leikmynd hef-
ur verið gerð af fjósbað-
stofunni þar sem skáld-
ið fæddist og eins heimili
hans að Hringbraut 45.
Lögreglan fann flkniefni og stera við húsleit hjá athafnamanninum Geir Ericssyni í
mars síðastliðnum. Lögreglan fór inn á heimili hans í Grafarvogi með dómsúrskurð og
fann efnin. Málinu lauk með því að Geir greiddi sekt.
Geir Ericsson Við húsleit lögregl-
unnar á heimili Geirs fundust
meðalannars flkniefni og sterar.
Það var í mars síðastliðnum sem lögreglan í Reykjavík gerði hús-
leit hjá athafnamanninum Geir Ericssyni á heimili hans að
Brúnastöðum 25. Við leitina fann lögreglan lítið magn fíkniefna
og steralyfja og var málinu lokið með því að Geir borgaði sekt.
Ég get staðfest að hús-
leitin var framkvæmd
„Ég get staðfest að húsleitin var
framkvæmd og við fundum fíkniefni
og steralyf. Málinu var síðan lok-
ið með sektargreiðslu hjá þeim sem
hlut átti að máli," sagði Hörður Jó-
hannesson, yfirmaður rannsókna-
deildar lögreglunnar í Reykjavík, í
samtali við DV í gær.
í bílskúrnum
Hörður vildi ekki gefa upp hvar
fíkniefnin eða steralyfin fundust en
DV hefur heimildir fýrir því að efnin
hafi fundist í bílskúrnum hjá Geir við
húsleitina. Auk efnanna fundust 400
þúsund krónur í peningum í húsinu.
í stóra fíkniefnamálinu
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Geir
Ericsson kemst í kast við lögin. Hann
var einn þeirra sem var dæmdur í
Stóra fíkniefnamálinu árið 2000 en
þá fékk hann 200 þúsund króna sekt
fyrir að taka við peningum og illa
og við fundum fíkniefni
og steraiyfJ
fengnum heimilistækjum í tengslum
við kjötvinnsluna Rimax frá Sverri
Þór Gunnarssyni, betur þekktum
sem Svedda tönn, sem fékk sjö og
hálfs árs dóm í sama máli. Báðir áttu
hlut í Rimax.
Meðal þeirra tækja sem voru gerð
upptækhjáGeir, samkvæmtdómsúr-
sloirði, voru Whirlpool-kæliskápur,
Whirlpool-uppþvottavél,Philips32''-
litasjónvarp, Philips-myndbands-
tæki og sjónvarpsskápur.
Góðir vinir
Mikill vinskapur ríkir á ’milli at-
hafnamannsins Geirs, Svedda tann-
ar og Ólafs Ágústs Æg-
issonar, eins þeirra sem
handtekinn var með 25
kíló af amfetamíni og
hassi í BMW-bifreið á
skírdag, en hann fékk
níu ára dóm í Stóra fíkni-
efnamálinu. Heimildir
DV herma að Ólafur Ág-
úst hafi ætlað að eyða
páskunum á Grenivík
með Geir og fjöl-
skyldu hans en var í
staðinn handtekinn
í iðnaðarhúsnæði á
Krókhálsi á skírdag
eins og áður sagði.
Hörður Jóhannesson Yfírmaður
rannsóknadeildar lögreglunnar í
Reykjavik staðfesti við DV að
málinu hefði lokið með sektar-
greiðslu. DV-mynd Hilmar Þór
>.
Kópavogsbær rekur hart á eftir byggingaframkvæmdum og frágangi lóða
Bæjarfulltrúi telur þrengri lánamarkað hafa áhrif
f fundargerð bæjarráðs Kópa-
vogsbæjar kemur fram að eitthvað
er um að úthlutuðum lóðum sé skil-
að til baka til bæjarins. Einnig kemur
fram að bæjarlögmanni er í nokkr-
um tilvikum falið að undirbúa aftur-
köllun á lóðum eða fara fram á fram-
kvæmdaáædanir sökum seinagangs
við byggingar.
„Þetta er á nokkuð svipuðu róli
og verið hefur," segir Gunn-
steinn Sigurðsson, bæjar-
fulltrúi í Kópavogi. „Bær-
inn hefur gengið nokkuð *
hart eftir að framkvæmd-
um miði í takt við þá skil-
mála sem eru skilyrði fyrir
útltlutun og er það eink-
um gert með tilliti til þeirra
sem uppfylla ákvæðin í við-
komandi hverfi eða götu.
Ástæður þess að
fólk skilar inn lóð-
um eru mismunandi en ekki er loku
skotið fýrir að þrengri lánamarkað-
ur hafi einhver áhrif. Það er einnig
mín tilfinning að einhver aukning
geti orðið á því að lóðum sé skilað
inn vegna þessa en hingað til hefur
í raun verið sjaldgjæft að lóðum sé
skilað inn."
Að sögn Gunnsteins er gatnagerð
hafin á Kópavogstúninu og skammt
í að uppbygging hefjist þar.
Þá styttist í að Kópavog-
ur geri kaupsamning við
Landspítalann um kaup á
I lóð spítalans á Kópavog-
stúninu en hún er inni á
skipulagi og í haust mun
fara fram úthlutun á vest-
urhluta Rjúpnahæðar.
Gunnsteinn Sigurðsson
Bæjarfulltrúi i Kópavogi telur
þrengri lánamarkað gera það
að verkum að lóðum sé skilað.
:.m...m
Byggingaframkvæmdir f Hörðukór
Mikil uppbygging hefur átt sér á þessu nýja
svæði i Kópavogi en þó er farið að bera á þvl
að fólk skili inn lóðum til bæjaryfirvalda.