Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 42
78 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ2006
Veiðimál DV
Umsjón:Jón Mýrdal (myrdal@dv.is)
Allar ábendingar eru vel þegnar; veiðisögur,
óvænt veiði, hverjir voru hvar við veiðar...
Alltsem við kemur veiðum og veiðimennsku.
Bleikjan að taka yfir
Veiðivötn
Nýjustu tölur úr Veiðivötnum gefa til kynna að
bleikjan sé að taka yfir vötnin. Þann 22. júlí voru
komir 10.527 silungar úr vötnunum og voru þar af
um sex þúsund bleikjur. Þetta eru vond tíðindi fyrir
veiðimenn því flestir hafa lagt leið sína í Veiðivötn til
að krækja sér í urriða. Þyngsti urriði á þessu sumri
er 10,4 pund en meðalþyngdin á þessu sumri er um
1,5 pund.
Veiðimaður
vikunnar
Blaðamaður sló á þráðinn til
Bubba Morthens stórveiðimanns.
Bubbi er annálaður veiðimaður
og þykir flinkur með flugustöng-
ina. Bubbi var spurður um hvar
hann ætlaði að veiða í sumar.
„Það sem stendur upp úr er
Hofsá, hún er besta veiðiá á land-
inu. Þetta er ein af fáum ám á ís-
landi þar sem verulegar stórlaxa-
göngur hafa verið í sumar. Svo til
meginuppistaðan á löxunum í
Hofsá er tveggja ára fiskur," seg-
ir Bubbi um uppáhaldsveiðiána
sína. Bubbi segist hafa farið
snemma í hana og veitt mjög vel.
„Ég landaði 16 löxum og með-
alþyngdin var 13,6 pund. Það
vantar alveg stórgöngur héma
á suðvesturhorninu. Það hefur
ekki verið að veiðast nógu vel.
Það er ekki hægt að hrópa húrra
yfir ástandi hérna, bæði kalt vor
og mikið vatn," segir Bubbi. „Það
getur líka verið önnur skýring á
hvers vegna það veiðist illa. Stór-
fyrirtæki hafa verið að kaupa allar
stangir í ánum og það verður bara
að segjast eins og er að það eru
kannski heilu hollin þar sem eru
bara tveir til þrír sem kunna að
veiða. Þetta er oft óvant fólk sem
er boðið í veiðar og það gæti ver-
ið skýringin á því að það veiðist
svona illa," segir Bubbi. „Það er
alltaf eitthvað spennandi fram
undan til dæmis Hofsá og fleiri
ár. Ég ætla að kíkja í Norðlinga-
fljót og taka einn dag þar. Þetta
er mjög fallegt svæði og mjög
spennandi."
Hannaði Killerinn fýrir 38
Það kemur ekki á óvart að stórveiðimaðurinn og frægasti fluguhönn-
uður íslands Þór Nielsen búi í hverfi sem kennt er við veiðistaði. Þór býr í
Ártúnsholti þar sem göturnar eru kenndar við strauma og kvíslar. Eins og
kannski flestir vita þá er Þór einn af frægari veiðimönnum íslands og hefur
hannað frægar silungaflugur. Þór er faðir frægustu og sennilega veiðnustu
flugunnar í Þingvallavatni en það er flugan Killer.
„Ég bjó Killerinn til fyrir 38
árum. Fyrst gerði ég hann með hvít-
um svanavæng en það gekk ekki því
flugan varð svo léleg og var alltaf
að rakna upp. Mér datt þá í hug að
setja hvítt ároragarn í staðinn fyr-
ir fjöðrina og það klikkar aldrei og
raknar ekki upp," segir Þór og bætír
við að fyrir tíu árum hafi hann að-
eins breytt flugunni og bætt kúlu á
hana og sett rautt við kúluna. Þegar
Þór er spurður hvort hann hafi séð
Killerinn hnýttan af öðrum þá segir
hann: „Ég hef séð hana í búðum, þá
jafnvel búna til í útlöndum og það
er alveg hræðilegt hvað hún er yfir-
leitt illa hnýtt og ljót. Maður hrökkl-
ast bara út úr búðinni."
Þeir veiðimenn sem reynt hafa
Killerinn í Þingvallavatni vita það
vel að sjaldan klikkar hann þar.
Draga hægt og nota langan
taum
Við fengum að fylgjast með Þór
við Þingvallavatn í seinustu viku.
Það stóðu yfir upptökur á þættín-
um Veitt með vinum sem Karl Lúð-
víksson hefur umsjón með. „Það
gekk ágætlega. Við fengum tuttugu
fiska og slepptum slatta," segir Þór.
Ég nota alltaf flotlínu og það gera
líka strákamir mínir og allir kunn-
ingjar. Það er best að vera með lang-
Kóngur Þingvallavatns
Þór Nielsen er óumdeilanlega sá
veiðimaðursem veitmestum
veiði I Þingvallavatni.
„Ég bjó Killerinn til fyr-
ir 38 árum. Fyrstgerði
ég hann með hvítum
svanavæng en það gekk
ekki því flugan varð svo
léleg. Mér datt þá í hug
að setja hvítt ároragarn
i staðinn fyrir fjöðrina
og það klikkar aldrei og
raknarekki upp."
an taum, um það bil stangarlengd og
jafnvel aðeins lengri. Sökklínur em
ekki málið í Þingvallavatni. Best er
að draga mjög hægt því bleikjan tek-
ur alltaf við botninn. Það er allt í lagi
að láta sökkva smá stund," segir Þór
og ítrekar að það verði að draga lús-
hægt. Ég er að nota núna línu frá Rio
sem heitir Selectíve Trout fyrir stöng
númer 6, þessi lfna heftír reynst mér
mjög vel. Ég er líka að nota Joan
Wulff-línu og hún er líka alveg frá-
bær. Biggi sonur minn er alveg ægi-
lega hrifinn af þessari línu."
Kemur allt með æfingunni
Þór segist bara einu sinni hafa
dregið fluguna hratt „strippað" en
þá hafi hann verið staddur í Mið-
fellinu úti í eyju. Það hafi verið
stór pyttur fyrir framan hann og
silfruð fluga hafi verið sett und-
ir og „strippað" hratt yfir. Það virk-
aði svona rosalega vel að það kom
Meistarinn að störfum Þór hefur komið
sér upp góðri aðstöðu til fluguhnýtinga.
Fyrir áhugamann um flugur er herbergið
eins og ævintýraland.
Flottir feðgar Þór var með sonuni slnum þeim Slgga og Bigga við Þingvallavatn. Það eru
ófáir veiðitúrarnir sem feðgarnir hafa farið I saman.
fiskur á í hverju kasti. Þór segir þetta
bara hafa virkað í þetta eina sinn.
Það er gaman að fylgjast með
Þór kasta flugunni á bakkanum.
Það krefst þolinmæði og hæfni að
draga fluguna rétt með botninum.
Þegar blaðamaður spyr Birgi Niel-
sen, son Þórs, um þennan hæga að-
drátt sem blaðamanni hefur geng-
ið illa að tíleinka sér þá segir hann:
„Þetta kemur allt með æfingunni."
„Ég fór með Sigga syni mínum út
á Leirutá um daginn. Það er einn
af mínum uppáhaldsstöðum en
það er horn þarna á tanganum þar
sem maður kemst aðeins rétt út í.
Ég settí Killerinn undir og hann tók
strax. Hann var reyndar ekki neitt
sérlega stór en ég sagði við Sigga að
næstí yrði stærri. Það stóðst og ég
náði fljótlega mjög vænni bleikju.
Þetta var frekar seint um kvöldið, í
kringum ellefuleytið," segir Þór og
það má greinilega sjá að það kemur
veiðiglampi í augun á honum þeg-
ar hann rifjar þetta upp. „Ég veiði
alltaf eftír vindinum. Ef það kem-
ur austanátt þá fer ég í Arnarfellið,"
segir Þór en reynsluboltar eins og
hann finna sér alltaf stað við Þing-
vallavatn sama hver vindáttín er.
Þór segist að jafnaði reyna að kom-
ast til veiða einu sinni í viku.
Watson Fansy með gulu skotti
Þegar Þór er spurður um önn-
ur leynivopn sem hann notar upp-
lýsir hann um nýja útgáfu af Wat-
son Fansy sem hefur verið að gera
góða veiði. „Ég hnýti Watson Fan-
sy með gulu skottí og frekar mjóa,"
segir Þór og bætir við að þessi fluga
sé hvergi seld. Hann hafi veitt vel á
þessa flugu bæði í Þingvallavatni og
Hlíðarvami. Blaðamaður fékk eina
svona flugu tíl reynslu sem reynd
var f Þingvallavatni um helgina og
fékkst góð veiði á hana.
Þór segist gera þrjár til fjórar nýj-
ar flugur á ári. Það er þó misjafnt
hvernig þær ganga í silunginn.
Framleiða eigin flugustangir
Eins og flestír veiðimenn vita
Það kennir ýmissa grasa f fluguboxinu
Þótt Þór veiði aðallega á Killerinn þáerhann
með fullt afflottum flugum I boxinu.
Með Nielsen númer 6 Þór og synir hans
framleiða flugustangir undir nafninu
Nielsen. Þór segist aðallega nota stöng fyrir
llnuð.
Sútarinn Karl Bjarnason fer ótroðnar slóðir við nýtingu hrosshúðar p
Laxaflugur úr hrosshárum
„Upphafið á þessu var að það
komu fluguhnýtarar í heimsókn til
mín og sáu hjá mér hrosshúð sem
ég var að súta," segir Karl Bjarnason
sútari á Sauðárkróki en hann býr til
flugnahnýtingarefhi úr hrosshárum.
„Þessum mönnum datt í hug að það
væri gott að hnýta flugur úr hross-
hárunum. I framhaldi af því þá fór
ég að huga að aðferðum til að vinna
húðina til að það væri hægt að nota
hárin í fluguhnýtingar. Menn segja
mér að hrosshárið hentí mjög vel
í flugur og sé mjög lifandi í vatni.
Menn hafa til dæmis notað refahár
en hrosshárið hentar betur því það
er aðeins stífara og fer vel í straum-
vatni," segir Karl.
Notar húöir af trippum
„Ég nota húðir af trippum sem eru
komin í vetrarfeld. Þá eru hárin bæði
löng og styttra hár undir," segir Karl
sem bætir því við í gamni að hann
hafi farið á landsmót hestamanna
til að skoða vænleg trippi. Karl sútar
skinnið og litar það svo í 14 litum. „Til
þess að geta litað þetta þá þarf ég að
taka hvítu hlutana af skjóttum tripp-
um," segir Karl. Það er helst notað í
svörtum lit en svo eru
þessir skæru litir mikið
notaðir. Svolítið er líka
notað af náttúrulegum
limm eins og brúnum.
Nokkur markaðs-
setning hefur verið á hrosshárun-
um erlendis og gengur varan þá
undir nafninu Artíc runner. „Það
hefur gengið ágætlega og hafa þeir
hjá Útívist og veiði séð um þann
hluta," segir Karl og bætir við að það
sé bæði hægt að nálgast þetta sér-
staka hnýtingarefni hjá sér og í Útí-
vistogveiði.
BHÉHHI
Karl Bjarnason sútari
Það erýmislegt notað I
laxaflugur, tildæmis
Isbjarnarfeldur.