Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGURINN 28. JÚLl2006
Helgin DV
Fangelsuð fyrir„barnsrán
Viðtal DV um síðustu helgi við Ólöfu Björgvinsdóttur, móður
sem varð að skilja fjögurra ára dóttur sína eftir í Noregi þrátt
fyrir jafnan forræðisrétt foreldranna, vakti mikil viðbrögð. Fólk
trúði ekki eigin augum, að nokkuð þessu líkt gæti gerst hjá
„frændum vorum“ Norðmönnum og nokkrir spurðu hvers vegna
Ólöf hefði ekki bara „rænt“ dóttur sinni úr landi. Ástæðan er
einföld. Ólöf vildi ekki brjóta lög og vissi að með því að gerast
barnsræningi gæti hún kallað enn verra líf yfir sig. Þá reynslu
hefur Bylgja Björk.
„Ég fór heim frá Svíþjóð með sex-
tán mánaða gamla dóttur mína og
sænsks eiginmanns míns árið 1993,"
segir Bylgja Björk þar sem hún sit-
ur á kaffihúsi í miðborginni, ákveð-
in í fyrstu að koma ekki ffam undir
nafni þar sem henni finnst svo langt
liðið frá sinni reynslu af því að standa
í þeim sporum sem Ólöf stendur í
nú. „Við höfðum nýverið keypt okk-
ur íbúð í Gautaborg þegar maðurinn
minn fór frá okkur mæðgum. Ég kom
með hana heim til íslands í sumarfrí-
inu og var að hugleiða að snúa ekki
aftur út. Þá barst mér bréf um að mað-
urinn minn fyrrverandi hefði farið
ffarn á forræði yfir henni og ef ég skil-
aði baminu ekki á réttum tima yrði ég
handtekin á fslandi. Ég ákvað að láta
ekki reyna á þá hótun, fór til Svíþjóð-
ar með barnið og fékk að búa hjá ís-
lenskum læknahjónum. Fyrsta verk
mitt var að hringja í barnsföður minn
og segja honum að ég væri komin
til Gautaborgar með stelpuna og við
skyldum leysa þetta í samvinnu, hann
mætti ekki fara í hart. Tuttugu mín-
útum síðar var hann kominn ásamt
þremur lögregluþjónum..."
Hún þagnar um stund, eins og
hún viti ekki hvernig hún eigi að segja
framhaldið.
„Þeir tóku stelpuna af mér, hand-
tóku mig og settu mig í fangaklefa.
Læknahjónin hringdu umsvifalaust
í móður mína á íslandi sem hringdi
heim til Jóns Baldvins Hannibals-
sonar, þáverandi utanríkisráðherra.
Hann sagðist skyldi ganga í málið
daginn eftir. Ég var því lokuð inni í
fangaklefa í sextán klukkutíma, rétt
orðin tvítug og man varla eftir þess-
ari nótt nema hvað ég var óstöðvandi
af gráti."
Bylgja Björk veit ekki hvort ráð-
herrann gerði eitthvað í málinu;
að minnsta kosti kom henni eng-
inn til aðstoðar. Sendiherra íslands
í Svíþjóð á þessum tima var Sigríður
Snœvarr en Bylgja Björk heyrði aldrei
frá henni né nokkrum starfsmanni
sendiráðsins.
„Kannski vegna þess að morgun-
inn eftir var ég færð fyrir héraðsdóm
í Gautaborg. Þar var maðurinn minn
með dóttur okkar í fanginu og þar var
forræðið dæmt af mér."
Henni vöknar um augu og það er
greinilegtað upprifjuninfceráhana.
„Ég var íslenskur námsmaður, út-
lendingur í þeirra landi. Þeir sögðu
hreint út við uppkvaðningu dóms-
ins að barninu væri betur borgið í
sænsku samfélagi. Þar biði hennar
betri menningarheimur. Aðstæður
hjá föðumum væru að öllu leyti betri.
Svíunum fannst ísland menningar-
snautt land og fullyrtu að barnið gæti
ekki lært sænsku á íslandi. Þarna í
dómssalnum kvaddi ég átján mán-
aða dóttur mína í fangi föður síns."
Grátandi við gluggann
Rúmlega tvítug móðirin stóð á
götu í Gautaborg, heimur hennar
hruninn. Hún kom heim niðurbrotin
manneskja og mánuðina sem á eftir
fylgdu man hún eins og íþoku.
„Ég barðist í næstum þrjú ár fyr-
ir forræði yfir dóttur minni. Ég las
öll lög sem ég komst yfir, öll ákvæði
um mannréttindi, barnaverndarlög
og leitaði til lögmanna sem vísuðu
mér frá hver á fætur öðrum. Mér var
einfaldlega sagt að máli yrði að ljúka
í því landi sem það átti upptök sín
í. Þangað til ég kynntist Arnmundi
heitnum Backman," segir hún með
mikilli hlýju í röddinni. „Hann gerði
sitt besta og barðist fyrir rétti mínum.
An árangurs. Ég spyr eins og marg-
ir aðrir: Til hvers er þessi ríkisborg-
araréttur? Til hvers erum við með
samninga milli landa? Ég hélt eins
og aðrir að svona gerðist ekki á hin-
um Norðurlöndunum. Við værum
betur varin en gagnvart þjóðum sem
búa við allt annan menningarheim
en við. Hversu hressilega mér skját-
laðist. Sannleikurinn er sá að upplif-
un mín af Noregi og Svíþjóð er sú að
þau lönd líta á ísland sem banana-
lýðveldi."
Hún fékk þcer fréttir frá fyrrver-
andi manni sínum að dóttirin vœri
scel og glöð að vera hjá honum og
nýju konunni hans. Aðrar upplýsing-
ar komu fram í bréfi til Bylgju fráleik-
skólastjóra dótturinnar.
„Starfsfólkleikskólans hafði mikl-
ar áhyggjur af þessari litlu stúlku,
sem sat grátandi við gluggann og
kallaði á mömmu sína vikum sam-
an..."
Bylgja Björkjátaði sig ekki sigraða
fyrr en þremur árum síðar. Hún var
þó heppin að mjög mörgu leyti.
„Maðurinn minn fyrrverandi sá
sjálfur þann galla á sænska kerfinu
að þar sem ég hafði ekki lögheimili í
Svíþjóð bæri Svíum ekki að kosta ís-
lenskukennslu dóttur okkar. Hann
kraföist þess að hún fengi að læra
íslensku svo hún gæti átt góð sam-
skipti við íslenska fjölskyldu sína og
mig, sem hafði umgengnisrétt við
hana nokkrar vikur á ári."
Síðan eru liðin fjórtán ár. Litla
stúlkan er orðin fimmtán ára, sjálf-
stceð ung kona, sem talar jöfnum
höndum íslensku, scensku, ensku og
spcensku.
„Hún bókar sjálf flugferðir á net-
inu og skreppur til mín viku og viku
í senn," segir Bylgja Björk stolt. „Hún
er núna farin að velta mikið fyrir sér
hvernig þetta gat gerst og hún vill fá
að vera hjá mér. Ég yrði minnst hissa
af öllum velji hún að flytjast til ís-
lands þegar hún verður sjálfráða."
Norska barnaverndarnefndin
En þetta var ekki endirinn á
„Þdrna í dómssalnum
kvaddi ég átján mán-
aða dóttur mína í fangi
föðursíns. Hún ernúna
farin að velta mikið fyr-
ir sér hvernig þetta gat
gerst og hún vill fá að
verahjámér"
reynslu Bylgju Bjarkar af erfiðleikum
við að vera útlendingur í ókunnugu
landi. Eftir að hafa verið á fslandi
í nokkur ár giftist hún íslenskum
manni, en það hjónaband entist ekki
lengi. Þá eignaðist hún dóttur, sem
nú er þriggja ára, ogfaðir stúlkunn-
ar hefur reynst Bylgju stoð og stytta í
lífinu.
„Ég flutti til Noregs þegar ég var
gengin sjö mánuði með dóttur okkar.
Þar kynntist ég norskum manni, sem
ég bjó með í fjögur ár. Hann var við-
staddur fæðingu dóttur minnar og
þessa íslenska manns og tók henni
eins og eigin dóttur. Það gerði fjöl-
skylda hans hins vegar ekki, heldur
lét mig heyra að hún væri ekki þéirra
„hold ogblóð""
Bylgju og norska manninum kom
ekki vel saman. Hún segir þau hafa
rifist mikið ogúrhófi keyrði eitt kvöld
er þau voru í matarveislu hjá vinum
sínum.
„Ég fór heim um miðnættið,
hugsaði minn gang og undir morgun
ákvað ég að keyra til fj ölskyldu minn-
ar, sem bjó annars staðar í Noregi. Ég
pakkaði föggum okkar mæðgnanna
saman og keyrði af stað. Þótt mér
fyndist sjálfri að það væri runnið
af mér sex tímum eftir að ég drakk
handtók lögreglan mig og ég var
ákærð fýrir ölvun við akstur."
Þá var voðinn vís. Norska barna-
vemdamefhdin var sett í málið - og
lífBylgju tók stakkaskiptum.
„Barnaverndarnefndin sagðist
þurfa að hafa eftirlit með barninu og
okkur parinu. Ég sagði þeim velkom-
ið að koma hvenær sem væri. Við
maðurinn minn ákváðum að taka
okkur sjálf í gegn og reyndum að búa
saman í sátt og samlyndi."
Sem tókst með þvílíkum ágœtum
að í ársbyrjun 2005 eignuðust þau
saman son. Drengurinn var ekki fyrr
fœddur en bréfkom frá barnavernd-
amefnd. Nú voru börnin orðin tvö,
mamman hafði keyrt full og enn rík-
ari ástceða en ella að fylgjast með
heimilinu.
„Við bjuggum í tuttugu þúsund
manna bæ í Norður-Noregi. Barna-
vemdaryfirvöld í Noregi eru þekkt að
því að rústa fjölskyldum í stað þess
að sameina þær og þeim tókst svo vel
í okkar tilviki að við skildum. Ég bjó
þarna áfram en var farin að velta fyrir
mér að flytja heim með börnin þeg-
ar bankað var upp á hjá mér klukkan
fimm síðdegis 21. apríl síðastliðinn."
Börnin tekin
Við dyrnar stóðu fulltrúar barna-
verndarnefndar. Tilkynntu Bylgju
að hún vceri atvinnulaus útlending-
ur í þeirra landi, óhcefmóðir. Sögðu
henni að pakka niður fatnaði barn-
anna; þeimyrði komið ífóstur.
„Eini maðurinn sem ég gat beð-
ið um hjálp var íslenski barnsfað-
ir minn," segir hún. „Hann hringdi
umsvifalaust í utanríkisráðuneytið
- en nei, það var komið föstudags-
kvöld og ekkert hægt að gera fyrr en
á mánudeginum. Ég var gjörsam-
lega buguð. Á sunnudeginum fór ég
í símaskrána og leitaði eftir nöfnum
lögfræðinga í bænum. Eitt nafnanna
virkaði svo vel á mig að ég sendi
þeim manni tölvupóst. Hann hafði
samband við mig klukkustund síð-
ar og daginn eftir á fundi hjá honum
sagði hann að ég yrði að segja hon-
um allan sannleikann. Ég gerði það
- játaði að hafa keyrt drukkin í þetta
eina skipti, bamavemdamefnd hefði
aldrei skipt sér af börnunum en birst
skyndilega heima hjá mér ári síðar.
Hann var með í höndunum úrskurð
sálfræðinga frá því ég var handtekin
þar sem mér var lýst sem góðri móð-
ur. Barnavemdaryfirvöld höfðu far-
ið yfir strikið og ekki haft neinn rétt
á að fjarlægja bömin mín af heim-
ilinu. Fyrir tilstuðlan lögmannsins
fékk ég að hitta þau viku síðar. Þá
fékk ég áfall. Þau voru klædd í ein-
hverja larfa og hafði verið komið fyr-
ir á bæ sex klukkustunda akstursleið
frá heimili okkar. Lögmaður minn
setti allt í gang og börnunum var skil-
að viku síðar. Þá var ég búin að fá nóg
af Noregi og norskum yfirvöldum og
ákvað að flytja heim."
Ekki sloppin?
En er ekki sloppin. Bylgja ákvað
að tilkynna bamaverndaryfirvöld-
um í Noregi að hún væri að flytja
með fullu samþykki mannsins síns
fyrrverandi.
„Hugsaðu þér, að svo slæmt orð
fer af barnaverndarnefnd í Noregi að
maðurinn minn fyrrverandi hvatti
mig til að yfirgefa landið!" segir hún
og brosir í fyrsta skipti í viðtalinu.
„Þeir virtust bara fegnir að losna við
mig úr þessu fína landi. Sjá á eftir
mér í þetta menningarsnauða fs-
land - en sögðust myndu láta bama-
verndaryfirvöld á íslandi fylgjast
með mér. Mamma sem keyrir drukk-
in einu sinni er óhæf mamma að öllu
leyti að mati þeirra."
Þegar þessar línur koma fyrir
sjónir almennings er Bylgja Björk í
Noregi. Hjá fyrrverandi manni sín-
um. Þar ætlar hún að dvelja í þrjár
vikur með börnin sín tvö og segist
þess alveg fullviss að hún lendi ekki
i sömu stöðu og Ólöf Björgvinsdóttir,
að verða bannað aðfara með dreng-
inn sinn aftur heim til Islands.
„Það mun aldrei gerast," segir
hún með áherslu. „Ég treysti pabba
drengsins fullkomlega og veit að
hann vill að bamið alist upp hér á
íslandi svo fremi sem ég virði um-
gengnisrétt barnsins við föðurinn.
Það mun ég líka gera, enda snýst mál-
ið ekki um hvað foreldrar vilja. Böm
eiga rétt á að kynnast báðum foreldr-
um sínum og þann rétt virði ég. Hins
vegar verða íslensk stjómvöld að fara
að taka á forræðismálum. Varla vilja
þau að íslensk börn alist upp í öðrum
löndum vegna þess að svo mikið sé
litið niður á ísland að hér sé vonlaust
að ala börn upp? Framkoma við ís-
lenska ríkisborgara hlýtur að vera á
ábyrgð íslenska ríkisins."
annakristine@dv.is
DV-myndir/Hrönn
Ráðuneytin - sumarfrí og engin svör
DV sendi spurningar til lögfræðings í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og til Péturs
Asgeirssonar, uppiýsingafuiitrúa utanrlkisráöuneytisins.
Fulltrúi frá dóms- og kirkjumáiaráðuneytinu hafði umsvifaiaust samband viö blaðið.
Vegna sumarfrla var ekki unnt að svara spurningum blaösins að sinni, en von er til að það
verði gert við fyrsta tækifæri.
PéturÁsgeirsson hjá utanríkisráöuneytinu var IsumarfrFi. lágústlfyrra hafði blaðamaðurDV
samband við Pétur vegna sama máls án þess að fá nokkursvör. DVmun fylgja máiinu eftir.