Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 46
82 FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ2006
Menning DV
Fjölskylduhátíð
SÁÁ
Helgina 28.-30. júlí verður fjöl-
skylduhátíð SÁÁ haldin að Hlöð-
um. Hátíðin er sniðin að öllum
aldurshópum og sérstök dagskrá
verður í gangi fyrir börnin. Tón-
listarmenn á borð við Bubba, KK
og Papa koma fram. Golfvöllur og
veiði eru í næsta nágrenni, auk
fjölda fallegra gönguleiða. Fóik
getur hvort heldur gist í tjöld-
um eða húsbílum. 011 aðstaða er
að Hlöðum, svo sem snyrtingar,
eldunaraðstaða og matsalur að
ógleymdu dansgólfl. Rútuferð-
ir verða til og frá Hlöðum alla
dagana, en verð aðra leið með
rútu er 700 krónur og panta þarf
rútuferðir fyrirfram. Aðgangseyr-
ir á hátíðina eru 3500 krónur og
ókeypis fyrir börn til 12 ára aldurs.
Forsala miða fer fram í Síðumúla
3-5 og upplýsingar og pantanir í
síma 824-7646.
V
Jón Sigurðsson á
Gljúfrasteini
Á næstu stofutónleikum á
Gljúfrasteini, sunnudaginn 30.
júlí, mun píanóleikarinn Jón Sig-
urðsson leika fyrir gesti. Jón hef-
ur lokið meistaraprófi í píanó-
leik frá Arizona State University f
Bandaríkjunum og burtfarar- og
píanókennaraprófi frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík. Á efnis-
skrá tónleikanna eru verk eftir W.
A. Mozart, Richard Strauss, J. S.
Bach og W. A. Rossi. Óneitanlega
spennandi tónleikar sem spanna
vítt svið tónlistarsögunnar. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 16 og er
aðgangseyrir aðeins 500 krónur.
JF' «3** m
IL! ii Lí2 imJL.
Ólafi Elíassyni boðin
prófessorsstaða
Stærsta listastofnun
Þýskalands, Universitat
der Kiinste i Berlin, hefur
boðið myndlistarmann-
inum Ólafí Elíassyni
prófessorsstöðu. Hann
hefur ekki tekið við stöð-
unni enn sem komið er,
enhafter eftir Martin Rennert, rektor háskói-
ans að það sé „sennilegt" að hann segi já. Ól-
afur er 39 ára gamall, útskrifaður frá Listahá-
skólanum i Kaupmannahöfn, og hefur búið i
Berlln slðan 1993. Þar hefur hann byggt upp
glæstan feril, en verk hans hafa meðal annars
verið sýnd í Museum of Modern Art í New
York, Tate Modern i London og Reina Sofia í
Madrid. Ólafur hefur jafnframt 20 fastráðna
starfsmenn, eins og arkitekta og verkfræð-
inga, tilað hjálpa sér við verk sin. Taki Ólafur
tilboðinu mun hann ekki aðeins fá stöðu við
stærstu listaakademiu Evrópu, en nemendur í
skótanum eru 4600, þar af800 erlendir, held-
urjafnramt eina virtustu listastofnun álfunn-
ar.„Viðerumspenntirfyrirungumlistamanni,
sem hefur átt mikilli alþjóðlegri velgengni að
fagna og erótrúlega hugmyndaríkur-og býr
þar að auki nú þegar I Berlín,“ segir Martin
Rennert. Ólafur er í frii í augnablikinu og hef-
ur þvi enn ekki brugðist við tilboðinu.
Nykur er grasrótarforlag, stofnað 1995. Fyrstu árin komu margar ljóðabækur út undir
merkjum þess, eftir höfunda sem margir hverjir eru þekktir í dag, en undanfarin ár hef-
ur lítið borið á forlaginu. Á þvi verður þó breyting þvi Nykur er vaknaður til lífsins.
Upprisa Nykurs
Merki Nykurs Hesturinn
með öfugu hófana.
Á dögunum var upprisukvöld
Nykurs haldið og hauststarf-
semi forlagsins boðuð. Mörg ný
ungskáld stigu á stokk, þar á með-
al Emil Hjörvar Petersen, en hann
er óformlegur framkvæmdastjóri
„nýja" Nykurs. „Við erum 10-12
manna hópur sem hefur metnað til
að gefa út ljóðabækur. Útgáfan hjá
Nykri verður eins og hún var áður,
sjálfsútgáfa skálda sem. njóta leið-
beiningar og ritstýringar annarra
ungskálda. Davíð A. Stefánsson og
Andri Snær Magnason - stofnandi
Nykurs - verða okkur þó einnig
innan handar."
Margar bækur fram undan
„Við ætlum að byrja á því að gefa
út safnrit ljóða eftir okkur sjálf. Sú
bók kemur líklega út í lok sept-
ember, með formála um Nykur og
bakgrunn hans, en þar verður lögð
áhersla á að þetta sé hópur skálda
en ekki einstaklingar," segir Emil.
í framhaldi af því koma út fjórar
ljóðabækur á haust- og vetrarmán-
uðum, eftir Kára Pál Óskarsson,
Arngrím Vídalín, Davíð A. Stefáns-
son og Emil sjálfan. „Ljóðabækurn-
ar verða gefnar út ein og ein, með
stuttu millibili, svo hvert skáld fái
tækifæri til að kynna bókina sína."
„Það byrjar allt hjá Nykri!"
Davíð A. Stefánsson, kenndur
við ljod.is, er eitt skáldanna sem
gaf fyrst út hjá Nykri, þá ungur að
árum. „Það byrjar allt hjá Nykri!"
segir Davíð og hlær hátt, og eru
það orð að sönnu. Höfundar á borð
við Andra Snæ Magnason, Stein-
ar Braga, Bergsvein Birgisson, Sig-
trygg Magnason og Ófeig Sigurðs-
son gáfu allir út sín fyrstu verk hjá
þessu litla forlagi. Á átta ára tíma-
bili hafa 13 bækur komið út hjá
Húsp-ögn
O Öcva
svart/hvítt
Emil Hjörvar Petersen
Nykri, nú síðast Uppstyttur eftir
Davíð árið 2003. „Það var alltaf líf í
Nykrinum," segir Davíð.
Guðleg forsjón
Davíð segir guðlega forsjón hafa
ráðið því að Nykur var endurlífgað-
ur. „Um það leyti sem ég og Andri
vorum að tala um að reisa Nykur við
höfðu ungskáldin samband við okk-
ur. Síðan þá hefur krafturinn ver-
ið hjá þeim." Davíð segir að starf-
semi forlagsins hafi breyst því nú sé
þetta mun málefnalegri hópur sem
gefi ekki bara út bækur. Emil Peter-
sen tekur í sama streng. „Við tölum
um Nykur sem útgáfu, bókmennta-
vettvang og ungskáldaathvarf. Á dag-
skrá er því að halda fleiri ljóðakvöld,
koma upp heimasíðu og stærri fram-
kvæmdir eru á hugmyndavinnslu-
stigi. Við hittumst Uka reglulega og
ræðum um skáldskap og þar fram
eftir götunum."
Nýtt skálda- og bókmenntaafl
í yfirlýsingu sem send var út
vegna upprisukvölds Nykurs seg-
ir: „Frá og með þessum tímapunkti
mun Nykur verða nýtt skálda- og
bókmenntaafl á Islandi." Það leikur
enginn vafi á því að þetta eru orð að
sönnu, enda eru mörg önnur skáld
tengd forlaginu, eins og Hildur Lilli-
endahl, Urður Snædal, Halldór Mart-
einsson og Hallur Þór Halldórsson.
Þetta er því augljóslega þéttsetinn
hópur ungskálda sem vilja láta til sín
taka í íslenskum bókmenntum. „Við
erum skáld sem höfum metnað til
að taka þátt í ljóðaútgáfu, veita hvert
öðru aðhald og læra af því. Útgáfa á
öðrum bókmenntaformum er held-
ur ekki útilokuð, en ljóðin verða mest
ríkjandi framan af," segir Emil.
Áhugasömum er bent á að nokk-
ur skáld Nykurs munu lesa upp á
Menningamótt, í Nykurtjaldi, fyrir
UtanMR. ottar@dv.is
HHHBBHHHHHi
Reykholtshátíð 10 ára
Hljómsveitin Virtuosi di Praga
Tónlistarhátíðin í Reykholti verð-
ur haldiní tíunda sinnhelgina28-
30. júlí. Á hátíðinni mun hljómsveit-
in Virtuosi di Praga ffá Tékklandi
koma tvisvar sinnum fram, meðal
annars með Sigrúnu Hjálmtýsdótt-
ur sópran 28. júlí kl. 20 á opnunar-
tónfeikum hátíðarimiar sem eru til-
einkaðir tónlist Mozarts á 250 ára
fæðingarafmæli hans.
Aðrirflytjendurverðapíanótríó-
iðTrio Polskie frá Varsjá, Auður Haf-
steinsdóttir fiðluleikari, Þórunn Ósk
Marinósdóttir víóluleikari og Stein-
unn Birna Ragnarsdóttir píanóleik-
ari, sem er jafnffamt stjórnandi há-
tíðarinnar.
Á laugardeginum kl. 15 mun
Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja ýmis
íslensk og ítölsk lög ásamt Stein-
unni Bimu. Um kvöldið mun Trio
Polskie flytja verk eftir Haydn, Beet-
hoven, Brahms og Shostakowich.
Lokatónleikar hátíðarinnar verða kl.
16.30 á sunnudeginum, en þá mun
Virtuosi di Praga meðal annars flytja
verk eftír Dvorák og Samueol Bar-
ber og Trio Polskie, ásamt Þórunni
Ósk, mun flytja Asagio og Rondo eft-
ir Schubert.
Virtuosi di Praga er ein þekkt-
asta hljómsveit Tékklands og hefur
starfað um árabil. Hún kemur reglu-
lega fram á alþjóðlegum tónlistar-
hátíðum og margir þekktir einleikar-
ar og söngvarar hafa komið fram
ásamt henni, þar á meðal Placido
Domingo. Trio Polskie var stofnuð
árið 1999 og hafa meðlimir tríósins
allir unnið til alþjóðlegra verðlauna
sem einleikarar, sem og tríóið sjálft á
fjölmörgum tónlistarhátíðum.