Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 34
70 FÖSTUDAGUR 28. JÚLl2006
Helgin DV
Einn afhverjum hundrað er með sjúkdóminn geðklofa. Sjúkdómurinn er misskilinn af flestum og framfarir
í lyfjaframleiðslu ekki eins góðar og margir kunna að álíta. Á geðgjörgæslu geðsjúkrahúss í Bretlandi er
yfirlæknirinn íslenskur og undir hans stjórn fékk spítalinn viðurkenningu breskra geðverndarsamtaka.
Á göngudeild geðdeildar í miðju Brixton-hverfinu í London stóð ungur íslenskur
læknir, nýkominn úr héraðslæknisstörfum á Raufarhöfn og Þórshöfn, og
skilja sjúklinga sem töluðu Jamaíka-mállýsku. Síðan eru liðin tæp tíu ár og ungi
læknirinn orðinn yfirlæknir á virtu geðsjúkrahúsi í London, The Huntercombe Hos-
pital-Roehampton, ásamt því að starfa að rannsóknum fyrir geðfræðastofnun Lund-
únaháskóla. Hann hefur getið sér gott orð, hefur tekið þátt í starfi bresku geðgjör-
gæslusamtakanna síðustu tvö árin og verkefni sem hann stýrði hlaut viðurkenningu
breska heilbrigðisráðuneytisins. Páll Matthíasson ræddi við Önnu Kristine um geð-
klofa, lyf, gamaldags geðdeildir, aðstandendur, hamingjuklínikkur, harðfisk og lýsi.
Páll er tœplega fertugur Reykvík-
ingur sem býr í London ásamt konu
sinni Ólöfu Björnsdóttur og börnun-
um Valdemar, jjögurra ára, og Júlíu,
tveggja ára. Þegar DVnœr sambandi
viö hann er hann heima með litlu
stúlkunni og í miðju samtali heyrist
allt í einu ekkert ígeðlœkninum.
„Fyrirgefðu, það var verið að
troða upp í mig eplabita!" segir
hann. „Hér er hitinn að lækka, en
rakinn kominn í staðinn, svo það er
næstum ólíft hérna!"
Flestar spurningarnar snúast um að
skilja hvernig stendur á því að þessi
manneskja hefur leitað til þín núna
með þessa líðan. Þá heyrir mað-
ur sögu sem er miklu flóknari og
áhugaverðari, söguna af lífshlaupi
og áhyggjum fólks.
Örugg leið til að eyðileggja
lífið
Páll varði nýverið doktorsritgerð
sína í lœknisfræði. Hún fjallar um
ákveðna þœtti í meðferð geðklofa,
meðal annars um áhrif geðrofslyfs-
ins clozapine. En hvers vegna valdi
ungur lœknir aðfara til náms í geð-
lœkningum?
„Ég hafði alltaf áhuga á læknis-
fræði en eftir nám í MR ráðlögðu
nokkrir unglæknar mér að fara alls
ekki í það nám þar sem það væri
örugg leið til að. eyðileggja lífið! Ég
tók mér því tveggja ára hlé til að
hugsa minn gang. Ferðaðist meðal
annars um Suður- og Mið-Ameríku,
en áttaði mig á að læknisffæði væri
enn það sem ég hafði mestan áhuga
á. Ég hafði alltaf haft áhuga á heil-
anum og hugsun, en var hins vegar
ekki viss hvort geðlækningar væru
fyrir mig."
Aldrei einfaldar lausnir
Ég tel það mikil forréttindi að
vera í þeirri aðstöðu að fólk treysti
mér fyrir sögu sinni og dáist að því
hugrekki og dugnaði sem fólk sýn-
ir þegar það tekst á við oft mjög erf-
iða sjúkdóma og vandamál. Lausn-
irnar eru ekki einfaldar og aldrei
bara uppáskrift á geðlyf, heldur þarf
að hjálpa fólki að setja vandmál sín
og veikindi í samhengi við það sem
gerst hefur í lífi þess. Síðan þarf oft
að benda fólki á umhverfisaðstæð-
ur sem vitað er að geta gert geðræn
vandamál verri, en mikið er nú vit-
að um marga slíka þætti. Geðlyf eiga
vissulega oft rétt á sér og síðan er
viðtalsmeðferð oft mikilvæg, hvort
sem hún er strúktúreruð eða snýst
meira um að styðja viðkomandi.“
„Ég mætti beint úr héraðslækn-
isstörfum á Raufarhöfn og Þórshöfn
þar sem ég hafði reynt að hafa upp
í skuldahalann í nokkra mánuði.
Kom út í fulla göngudeild í miðju
Brixtonhverfinu í London. Þar töl-
uðu flestir Jaiiiaíka-mállýsku og ekki
auðvelt að skilja fólk og reyndar flest
framandi til að byrja með. En mann-
skepnan er eins hvort sem er í Þist-
ilfirði eða á Brixton Road og ég náði
fljótt áttum. Þarna kynntist égí fyrsta
skipti alvöru þverfaglegri vinnu þar
sem teymi mismunandi starfsstétta
vinna saman að bata sjúklinga."
Saga af lífshlaupi og áhyggjum
„Þegar ég var að vinna á lyf-
lækningadeild sem deildarlæknir
áttaði ég mig á því að það voru tak-
mörk fyrir því hversu uppljómandi
svör maður gat fengið við spurn-
ingum eins og hvernig uppgangur-
inn eða hægðirnar hefðu verið á lit-
inn, þótt maður þurfi vissulega að
fá upplýsingar um líkamleg vanda-
mál líka, því þetta tengist. Að gera
geðskoðun á manneskju sem kem-
ur inn með vandamál geðræns eðlis
er allt annar handleggur, eins og ég
kynntist þegar ég fór síðan að vinna
á deild 33-C á geðdeild Landspítala.
Innihald skiptir meira máli en
umgjörðin
Maudsley-spítalinn, sem Páll
nam við, er mjög merkileg stofnun
í Bretlandi. Spítalinn var stofnað-
ur árið 1918 og hýsti í upphafi her-
menn sem voru að jafna sig á álagi
stríðsins:
„Samvinna og seinna samruni
varð við Bethlem-spítalann, elsta
geðspítala heims, sem var stofnað-
ur árið 1247, en orðið „bedlam" í
ensku er einmitt afbökun á Bethlem.
Læknaskóli spítalanna varð síðan að
Geðfræðastofnun Lundúnaháskóla
(Institute of Psychiatry) sem er lang-
stærsta rannsóknastofnun á sviði
geðfræða í Evrópu og hefur iðulega
verið nefnd öflugasta stofnun í geð-
klofarannsóknum í heiminum."
Þistilfjörður og Brixton Road
Páll viðurkennir fúslega að vissu-
lega hafi margt komið sér á óvart í
upphafi framhaldsnámsins.
Heimameðferð
„Það var vísir að slíku á íslandi
á þessum tíma en einhvern veg-
inn fannst manni þetta skipulegra
hérna úti, skýrara hvað hver gerði og
betri samskipti á milli stétta. Ann-
að sem var nýtt fyrir mér voru sam-
félagsteymi. Grunngeðþjónusta í
Bretlandi er veitt af þverfaglegum
teymum sem eru staðsett utan spít-
ala. Ef fólk þarf að leggjast inn á spít-
ala eru annað hvort sérhæfð teymi
þar sem taka tímabundið við sjúk-
lingunum eða svokölluð „heima-
meðferðarteymi". Þegar talið er að
sjúklingur þurfi spítalainnlögn tek-
ur það teymi yfir og ef það er tal-
ið óhætt sinnir það sjúklingnum án
innlagnar, ef þörf krefur með heim-
sóknum fjórum til fimm sinnum á
dag. Þetta sparar peninga miðað við
innlögn en það sem er mikilvægara
er að fólk er ekki tekið úr sínu venju-
lega umhverfi heldur stutt til að tak-
ast á við aðstæður. Áður en ég tók
við núverandi starfi mínu var ég yf-
irlæknir yfir endurhæfingarteymi
fyrir 300.000 manna svæði í Brom-
ley í Suðaustur-London og þar átti
sér stað mjög spennandi skipulagn-
ing og uppbygging á svona endur-
hæfingarteymum með innlagnar-
úrræðum og stuðningsheimilum
fyrir sextíu manna hóp mjög veikra
einstaklinga af svæðinu og gekk afar
vel að koma því upp, létta álaginu af
öðrum deildum og koma í veg fyrir
sífelldar innlagnir þessa fólks."
Lakurhúsakostur
Fyrir leikmann sem horfir á
breska sjónvarpsþœtti má œtla að
aðbúnaður á geðdeildum íBretlandi
sé víða gamaldags?
„Já, deildirnar voru margar í
gömlum byggingum og þrifnaður og
húsakostur almennt verri en tíðkast
á íslandi. En viðhorfið hér er dálít-
ið það að það skipti meira máli hvað
fram fer á deildunum, að innihald-
ið skipti meiru en umgjörðin, sem
endurspeglast í þeirri miklu áherslu
sem lögð er á gæðastjórnun og sí-
fellt mat og endurskoðun á því hvort
heilbrigðisþjónusta skili því sem
hún á að gera. Húsakosturinn hef-
ur hins vegar bamað mjög mikið á
þeim tæplega tíu árum sem ég hef
unnið hér."
félagsþjónusta
tirá Islandi
sem
Helmingi færri læknar
„Það eru nærri helmingi færri
læknar miðað við höfðatölu í Bret-
landi en á íslandi svo þetta er ekk-
ert skrítið. Það góða er að öll opin-
ber heilbrigðisþjónusta er algerlega
frí og heilsugæslukerfið öflugt. Ann-
ar kostur, svo ég líti á geðheilbrigðis-
Jmen
' Koehat11
c°móe
Samfélac
skortir <
Hver er helsti munurinn á heil-
brigðiskerflnu í Bretlandi og á Is-
landi?
„íslendingar eyða mun meiru
í sitt heilbrigðiskerfi en Bretar og
reyndar eyða Bretar mun minna
í það en aðrar vestrænar þjóð-
ir. Maður myndi ætla að það skil-
aði sér f lakari árangri en almennt
virðist það ekki vera, þött reynd-
ar séu dæmi um slíkt á afmörkuð-
um sviðum, til dæmis í árangri af
krabbameinsmeðferð. Aðalástæð-
ur þessa lægri kostnaðar eru trúlega
tvær: Bretar eru öðrum uppteknari
af gæðastjórnun og skipulagningu
á þjónustu og eru virkilega flinkir á
því sviði. Hins vegar ríkir mjög stíft
tilvísanakerfi í Bretlandi. Það kemst
enginn til sérfræðings nema með til-
vísun frá heimilislækni og slík tilvís-
un er ekki endilega auðsótt."
þjónustu, er samfélagsþjónustan. Hún
er trúlega betri fyrir fólk sem er minna
veikt, getur til dæmis yfirleitt unnið, að
geta sótt tíl sérfræðilækna á stofu þegar
hentar eins og er boðið upp á á íslandi.
Hins vegar hentar samfélagsþjónusta
betur þeim allra veikusm. Fóík sem,
vegna geðsjúkdóma og vanlíðunar, á
erfitt með að borga fyrir þjónustuna eða
. kemst illa af bæ er miklu betur sinnt í
svokölluðu „assertive outreach", það er
af teymum sem fylgja því eftir og vitja í
heimahús ef þörf krefur."
Vonir standa til...
„Þetta hefur vantað á íslandi þótt mér
sldljist reyndar að það sé að verða breyt-
ing á með vettvangsteyminu á Kleppi
sem sinnir nokkrum af alveikustu sjúk-
lingum geðdeildarinnar. Fólk sem hefur
verið veikt lengi, er með flóldn vandamál
og þrífst illa án hjálpar en þarf samt ekld
spítalainnlögn nema endnim og sinn-
um ef það hefur einhvem til að styðja sig
við. Mér skilst að Heilbrigðisráðuneytið
hafi skrifað undir evrópska aðgerðaráætl-
un í geðheilbrigðismálum þar sem með-
al annars er stefiit að því að þessum hópi
fólks verði betur sinnt úti í samfélaginu og
það er vonandi að þessi þjónusta vaxi."
Tæplega einn afhverjum hundrad ermed sjúkdóminn geðklofa