Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 47
DV Menning
FÖSTUDAGUR 28. JÚLl2006 83
/'‘V
Pétur Halldórsson myndlistarmaður gaf nýverið út bók um
formfræði og mikilvægi hennar fyrir samfélög eldri tíma, þar á
meðal íslensku landnámsmennina. Fetar hann þar með í fótspor
Einars Pálssonar, sem var helsti talsmaður formfræðilegs grunns
íslendingasagnanna og íslensks samfélags fyrr á öldum.
Stærð heimsins
kortlögð
Bókin Stærð veraldar kom út á
hvítasunnudaginn, þó ekki á papp-
ír heldur á netinu. „Ég fór með
handritið til allra forlaga landsins,
en þau vissu ekki hvernig átti að
taka þessu. Sérstaklega þar sem ég
er myndlistarmaður að skrifa um
efni sem þetta," segir Pétur, en við-
fangsefnið er formfræði fornmanna
og hlutverk hennar í heimsmynd
þeirra. Kenning Péturs er í gróf-
um dráttum sú að á íslandi, Dan-
mörku, Englandi, Frakklandi, Ítalíu
og Grikklandi - og vafalaust víðar
- megi finna helg hjól eða hringi
mörkuð í landslagið, alls staðar í
sömu hlutföllum.
Pétur Halldórsson
myndlistarmaður
Bergþórshvoll, Glastonbury
„Einar Pálsson fann hjól á Rang-
árvöUum, við Bergþórshvol og í
Danmörku. Ég fann fleiri hjól, í
Glastonbury á Englandi, Abbey
Royal des Champs í Frakklandi og
einnig á ítalíu og Grikklandi." Að
sögn Péturs eru hjólin táknuð með
ýmis konar hætti, hvort heldur er
með náttúrueinkennum eða bygg-
ingum, sem varða gang sólarinnar.
Höfuðból eins til dæmis Skálholt
og Bergþórshvoll eru því nokkurs
konar sólartákn á jörðu niðri. Berg-
þórshvoll markar stysta dag ársins.
Hjólin fundin
Pétur ferðaðist víða í leit sinni að
umræddum hjólum, sem og að fara
í gegnum kort, goðsagnir og æva-
forn tákn sem hann finnur á hverj-
um stað - tákn sem benda tU þess
að fommennimir hafi markað hjól-
ið í land við landnám. „Sagnir þess-
ara staða og atburðir tengdir þeim
benda til þess að þeir hafi sömu
táknmerkinguna í hverju landi,"
segir Pémr og tekur Stöng á íslandi
sem dæmi um sama táknfræðUega
fyrirbæri og Avebury í Bretlandi.
Með þessum lestri eru íslensku
fornsögurnar jafnframt séðar sem
lilraun tU þess að takast á við sömu
tákn og goðsögur annarra landa,
hvort sem í Bretlandi, Frakklandi
eða aUa leið aftur tíl Egyptalands tU
forna. Goðsögur sem tengjast sól-
inni, vorinu og öðru sem réð lífi ak-
uryrkjusamfélaga til forna.
Skálhoh
ísis og ísland
Pétur sér ýmis óútskýrð örnefni
sem dæmi um hvernig einkenni
annarra menningarheima færð-
ust yfir tíl íslands, eins og Hvítá og
Apavatn. „Apavatn tengist hugsan-
lega egypska nautinu Apis sem var
hvítt og rautt og táknar komu vors
og sumars. Það var á þessum stað
á sólúrinu í kringum Bergþórshvol,
einmitt við Hvítársvæðið." Kenning
Péturs varpar jafiiframt áhugaverðu
Ijósi á uppruna nafnsins ísland.
„Það eru margir sem halda því fram
að ísland sé fornt heiti landsins, en
að það þýði ekki ís í skUningnum
„ice", heldur sé dregið af nafninu
ísis í egypskri goðafræði."
Bergþórshvoir
Þrídrangur
Löng fæðing
Þegar Stærð veraldar er lesin
sést að mikfi vinna hefur verið lögð
í bókina og upplýsingasöfnun fyr-
ir hana. „Þetta verkefni hefur far-
ið gegnum þrjár fæðingar, fyrst átti
það að vera heimildarmynd, svo
tölvuleikur - sem ég skrifaði hand-
ritið að og er það tilbúið - og svo
ákvað ég að gera þetta að bók." Pét-
ur segist hafa yfirgefið hugmyndina
um tölvuleikinn fyrir fimm árum,
sem gefur einhverja vísbendingu
um tímann sem fór í bókina. „Þetta
tók rúm 20 ár," segir Pétur og hlær.
Nýsýn
Ef hægt er að draga bók Péturs
saman, þá er það hin nýja sýn sem
hún veitir á söguna - að við mann-
fóUdð búum við „einhverja maka-
lausa formfræði" eins og Pétur
orðar það og er að finna í mörgum
menningarsamfélögum. „Merm
lifðu eftir sólarganginum í gamla
daga, ekki lengur."
Samhliða íslenskri útgáfu bók-
arinnar kom hún út í enskri þýðingu
Gunnars Tómassonar, en Pétur velti
því jafnvel fyrir sér að skrifa hana
einungis á ensku sökum dræmr-
ar viðtöku kenninga hans og Ein-
ars Pálssonar hér á landi, en sneri
frá því. Það má nálgast allar frekari
upplýsingar um bókdna á heimasíð-
unni www.centre.is, sem og áhuga-
verða grein Péturs um Júdasarguð-
spjaU sem birtist þar nýverið.
ottar@dv.is
Dæmi um hjól sem
Pétur hefurfundið
Opnun í Gallerí Dvergi
Laugardaginn 29. júlí kl. 18:00
mun bandaríska myndUstarkonan
Bec Stupak opna einkasýningu sína
„no no no no no no no no no no no
no there’s no limit!" í sýningarým-
inu Gallerí Dvergur, sem er tU húsa
í kjallara bakhúss að Grundarstíg 21
í Þingholtunum. Stupak býr og starf-
ar í New York og hefur sýnt verk sín
víða um heim. Þess má geta að hún
var í fyrra valin til þátttöku í fýrsta
raunveruleikaþætti um myndlistar-
fólk. Stupak flytur vídeógjöming á
opnuninni, en verkin á sýningunni
eru unnin á íslandi. Sýningin verð-
ur opin föstudaga og laugardaga kl.
18-19, tíl 19. ágúst.
Serge Comte í 101 Gallery
Þann 28. júlí opnar franski
myndlistarmaðurinn Serge Com-
te sýningu í 101 Gallery. Sýningin
endmspeglar þau verk sem Com-
te hefur fengist við um árabU, en
hann nýtir sér alla mögulega miðla
í listsköpun sinni. Þar má finna
skúlptúra, veggmyndir úr minni-
smiðum, ljósmyndir, texta, tónlist.
Á sýningu sinni sýnir Serge Com-
te sjö verk gerð úr þvældum flutn-
ingabrettum. Serge Comte fæddist
í Frakklandi árið 1966, en býr nú
og starfar í Reykjavík. 101 GaUery
er opið fimmtudaga til laugardaga
14 - 17. Sýningin stendur yfir til 2.
september.
Sveinbjörn I. Baldvinsson hættur
Sveinbjörn I. Baldvinsson lætur
t ,-*pr-r~~ *HH|H af störfum hjá Kvikmyndamiðstöð
fj, (slands um miðjan næsta mánuð.
■ Hann hefur starfað þar undanfar-
JÍuEkI in þrjú ár sem kvikmyndaráðgjafi,
'ÆEZMM ásamt Valdísi Óskarsdóttur, eða síð-
t jHHWjpfH an það kerfi var tekið upp. „Sam-
| fsf' KT kvæmt reglum Kvikmyndamið-
k ^ lj||| stöðvar mega kvikmyndaráðgjafar
k 'ISl WM lengst vera í fjögur ár og nú er ég
ll JjBL :;H9 búinnaðveraþrjúogþaðerágætt,"
| lEgSlk WSKM segir Sveinbjörn og segir tíma sinn
ja þar hafa verið ánægjulegan. Svein-
^ TjÍ ■ björn hefur starfað sem rithöf-
Í&JHH undur lengst af og tekur nú á ný til
Ik % ^ ÆESm starfa sem slíkur a íslenskri grund,
H en vegna starfsins hjá Kvikmynda-
V | miðstöðinni gat hann ekki unnið að
UT handritagerð hér heima. Um fram-
H tíðarverkefni vill Sveinbjörn ekk-
ert segja. „Það er fullsnemmt, enda
stutt síðan tók að hylla undir að ég
' 'm,H^^^l fengi frelsi mitt sem rithöfundur
á ný," segir Sveinbjörn og hlær að
endingu.
íslensk list er góÖ gjöf
Gallerí Fold • Kringlunni og RauSarárstíg
Opið í Kringlunni laugardaga kl. 10-18,
Opi& á RauSarárstíg laugardaga kl. 11-16,
Sjáumst í Galleríi Folcl
Ragðarárstíg 14, sími 551 0400
Kringlunni, sími 5ó8 0400 • www.myndlist.is