Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2006, Blaðsíða 38
74 FÖSTUDAGUR 28. JÚU2006 Helgin PV Geitungar hafa af og til verið í umræðunni í sumar. Sumir vilja meina að þeir séu útdauðir. Blaðamaður DV tók púlsinn á Ólafi Sigurðssyni meindýraeyði á höfuðborgarsvæðinu og var þó nokkrum geitungabúum eytt á nokkrum klukkutímum ásamt fleiru. „Geitungarnir eru síður en svo að fara,“ segir Ólafur sem sjálfur vill kalla sig geitungabana. Ólafur Sigurðsson er geitungabaninn sjálfur - að eigin sögn. Hann segir nóg að gera fyrir sína líka, meindýraeyða. Geitung- arnir eru að hans mati alls ekki farnir og það sést á þeim verkefn- um sem hann fékkst við ásamt blaðamanni DV á dögunum. Blaðamaður DV fylgdi Ólafl Sig- urðssyni meindýraeyði eftir hluta úr björtum sumardegj í vikunni. Út- köll hjá hefðbundnum meindýraeyði eru fjölmörg og fjölbreytt og sást það vel þennan dag sem byrjaði á silfur- skottueitrun og endaði á býflugnabú- um. Þess á milli var geitungum eytt hjá hræddum íbúum höfuðborgarsvæð- isins. Silfurskottur á stofnun Það er hádegi og fyrsta útkall er á opinbera stofnun á Reykjavíkursvæð- inu. „Við þurfum að eitra fyrir silfur- skottum," segir Ólafur. Við höldum á staðinn og hafist er handa við að eitra fyrir þessum vængjalausu en hvim- leiðu dýrum sem talin eru af einum elsta ættbálki skordýra. Eftir að hafa eitrað á klósettum og í eldhúsi förum við inn í geymslu á stofnuninni: „Það er ekki nema von. Hér er kjörið heimili fyrir þær," segir Ólafm og á við hitaveitustokka huss- ins - þar sem silfurskottur una sér best. „Þær smitast milli húsa með fólki og farangri og halda sig á svona stöð- um," segir hann. Eftir silfurs cottumar förum við í næsta útkall st m <r út af geitimgabúi í Laugameshverfi. „Það er eitt sem er í fréttum en raunveruleikinn er allt annar," segir Ólafur þegar blaðamað- ur spyr hann hvort geitungar á fslandi séu ekki að deyja út í ljósi kuldakasta að undanfömu. „Þeir em afls ekki dauðir, sem er því miður fyrir land- ann," segir hann. „Ég er meira að segja með geitungabú heima hjá mér sem ég á eftir að uyða." Holugeitungabú Búið var á stærð við körfubolta Bú á stærð við körfubolta Við rennum í hlað einbýlishúss og húsráðendur taka á móti okkur. í garð- áhaldageymslu er bú holugeitunga á stærð við körfubolta. Skiljanlega vilja húsráðendur losna við það. Ól- afur hefst handa við að sprauta eitri á búið. „Það er best að sprauta í holurn- ar. Að því loknu látum við náttúruna klára verkið," segir Ólafiir og meinar að geitungamir komi í búið þrátt fyrir eitrið - fái það á sig og drepist. „Ég hef séð bú sem er tvisvar sinnum stærra en þetta. Það er það versta sem ég hef lent í." Búinu er eytt og holugeitungamir, sem em skæðasti stofii geitunga hér á landi, vankast. „Þeir em núna eins og frar að koma af pöbbnum," segir Ólaf- ur í gamansömum tón. Við klárum verkið og förum í næsta útkall sem er á sambýli f Bústaða- hverfi. „Þetta em trjágeitungar og búið er meðalstórt. Á að giska um eða yfir 500 geitungar," segir Ólafur um búið, sem er staðsett á grindverki í garðin- um. Við klárum verkið og umsjón- armaður á stofrmninni þakkar fyrir hjálpina. Garðyrkjumenn hlupu undan geitungum Klukkan er að ganga þrjú og við höldum í Grafarvoginn. Þar höfðu garðyrkjumenn verið að störfum í garði einbýlishúss en hlaupið undan þeg- ar þeir urðu varir við stórt geitungabú sem staðsett var í tré í garðinum. Húsráðandinn er rétt ókominn heim þegar við mætum á staðinn. Ólafur hefst handa við að leita að bú- Stunginn Þessi holugeitungurstakk og stakk í hanska. Ólafur segirnóg vera afgeitungum íReykjavik. inu. „Aðalmálið er að sjá hvar traff- íkin er í trjánum - til að sjá hvar búið er staðsett," segir hann um leið og við finnum búið sem er í stærra lagi. Rammsterku eitri er sprautað og búið lekur niður. Ólafur segir að yfir- leitt séu þau svo fjarlægð næsta dag. Við förum í næsta útkall þar sem geitungar höfðu gert sig heimakomna utan á glugga einbýlishúss. Húsráðend- ur höfðu verið að heiman í nokkrar vik- ur og þegar þeir komu heim biðu þeirra geitungar í glugganum. „Drottningin byrjar á því að gera lida kúlu og hefur gert það þama. Á skömmum tíma get- ur búið orðið á stærð við þetta." Klukkan er að ganga fjögur og við stoppum í Breiðholtinu, hjá fasta- kúnna sem er með bú á versta stað, að sögn Ólafs. „Þetta bú er staðsett á voðalega erfiðum stað - inn undir í þaki og því mjög erfitt að komast að Á grindverki Þessir höfðu gert bú á grindverki sambýlis. því. f svona tilfellum getum við þurft að eitra daglega yfir sumarið. Það tekst nefnilega ekki alltaf að slátra búinu sjáffu," segir Ólafur. „Það er meira við þetta en að vinna og taka peninginn," segir Ólafur og bendir á að meindýra- eyðar veití ráðgjöf og þjónustu við fólk - án þess að taka alltaf fýrir það. „Það er bara hluti af verkinu." Endum á býflugnabúum Til stendur að halda garðveislu í húsi í Bústaðahverfinu. Þar höfðu bý- flugur gert sig heimakomnar undir garðpaili á verönd hússins og við för- um á staðinn. „Þær gera engum neitt en það er skfljaniegt að húsráðend- ur vflji losna við þær. Gestimir yrðu hræddir við þær," segir Ólafur sem helst vill láta býflugumar vera. Það er erfitt að komast að þessu búi og Ólafrtr hefst handa við að grafa eftir því. „Það Földu sig í trjánum Garðyrkjumenn i Grafarvogi óttuðust þessa. getur verið erfitt að hitta á búið," seg- ir hann eftir að hafa grafið í skamma stund. En það hefst að lokum og við höldum á brott í annað hús þar nálægt. Og tflefnið er það sama, býflugnabú. Búið finnst eftir nokkum gröft und- ir húsið sjálft og við eitrum fyrir þeim þar sem hægt er. „Látið mig vita ef þið sjáið að það er enn líf í búinu eftir tvo til þrjá daga," segir Ólafur sem segist þá munu koma aftur og eitra. Blaða- maður DV heldur á brott og Ólafur heldur áfram. Næstu útköll em vegna geitungabúa á höfuðborgarsvæðinu. Eftir þessa nokkra klukkutíma með meindýraeyði má hverjum íbúa höf- uðborgarsvæðisins vera ljóst að hvorki geitungar né önnur meindýr em út- dauð. „Og allt eins gott að láta eitra fyr- ir þeim ef þeir angra fólk," segir Ólafur að lokum. gudmundur@dv.is Litlar en sætar Býflugur höfðu gert bú undir húsgaffli. BYLTING í SVEFNLAUSNUM "<>»««««• OG FAGLEG RÁÐGJÖF Rúmgott er leiðandi í þróun og framleiðslu á heilsudýnum og rúmbotnum undir vöru- merkinu EZ-sleep á íslandi. Við höfum yfir að ráða fullkomnum tækjabúnaði til að mæla þrýstijöfnun á líkama hvers einstaklings sem gerir okkur kleift að framleiða svæðaskiptar heilsudýnur að viðkomandi. f- 'jE , rsm 55 ■ f J ús^ngnuviutwnslofii R — irka • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121 kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.