Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 17
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 18.ÁGÚST2006 17 88árafaðir Virmaram Jat 88 ára gam- all bóndi á Indlandi er elsti maður í sögunni til að eign- ast son. Samkvæmt breska blaðinu The Sun hefur Jat reynt í 60 ár að eignast son en hann á 16 ára dóttur fyrir. Móðirin er þriðja kona Jats og 45 árum yngri en hann. Þau búa í leirkofa í afskekktri sveit á Indlandi með geitum sínum, kúm og kameldýrum. „Ég er bóndi með einfaldar þarfir. Ég hef kynmök með konunni einu sinni á dag og best er að gera það milli tvö og fjögur á daginn" segir Jat. „Við ætlum að reyna að eign- ast fleiri böm. Ég vil ekki lifa í 100 ár en eins lengi og ég lifi vilégnjótakynlífs." Langamma í himnadýfu Langamman Mary Armstrong stökk í fall- hlíf úr flugvél í 4.000 metra hæð og tók 30 sekúndna himnadýfu (skydive) á 120 km hraða áður en fall- hlíf hennar opnaðist í 2.000 metra hæð yfir Ash- ford í Kent á Englandi. Mary var bundin við kennara sinn meðan á þessu stóð. „Þetta var yndislegt. Fallegur dagur fyrir stökkið og ég get varla beðið eftir því að fara aftur" segir Mary í samtali við The Mirror. Þetta mun vera þriðja fallhlífarstökk langömm- unnar á íjórum árum. Mary sem er ættuð frá Surrey á sjö bamaböm og níu bama- bamaböm. Leikrit á klós- ettinu Nýtt leikrit i D. semsettvarupp í baðherbergi í brasilískuborg- inni Sao Paulo hefur komið öll- ' um á óvart með vinsældum sínum. Að sögn blaðsins Fol- ha de Sao Paulo heitir leikrit- ið „Nákvæm leit“ og það er til sýninga í baðherbergi Rena- issance-leikhússins í borg- inni. Aðeins 30 manns kom- ast að á hverja sýningu og verða þar að auM að standa uppréttir meðan á sýningu stendur en hún tekur um hálftíma. Að sögn talsmanns framleiðenda verksins em vinsældir þess slíkar að þeir þurfa að bæta við aukasýn- ingum í hverri viku en ná þó ekki að anna eftirspum eftir miðum. Fjall eins og tværtúttur Fjall í Kína er í laginu eins og tvær kvenmanns- túttur. Fjallið sem er stað- sett í 12 kílómetra fjarlægð norður af þorpinu Zhenfeng í Guizhou-héraði er þekkt meðal heimamanna sem tvöfalda brjóstafjallið. Hér á öldum áður var fjallið not- að til ýmissa helgisiða hjá heimamönnum. Meðal ann- ars vom giftingar við rætur fjallsins algengar en það þótti vita á hamingju og alsældir f hjónabandinu. Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney er orðinn svo örvæntingarfullur eftir að losa sig við Heather Mills að hann hefur boðið henni sem svarar um 6,5 milljörðum kr. ef hún hverfur úr lífi hans. Það er hins vegar talið að Heather myndi hafna slíku boði. Hún er á höttunum eftir nær 30 af 130 milljarða kr. auðæfum bitilsins, að sögn kunnugra. Gullgrafarinn Heather Mills sýnir rétta andlitið Hið nýjasta í leðjuslagnum sem hafinn er á miili þeirra tveggja er að Heather sakar Paul um að njósna um einkalíf hennar. Hún mun hafa brjálast í skapinu þegar hún rakst á dagbókarfærslur frá öryggisvörðum Pauls þar sem greint er nákvæmlega frá ferð- um hennar á liðnum vikum. f blaðinu News of the World er sagt að Paul McCartney sé orðinn svo reiður og örvæntingarfullur í skilnaðarbaráttu sinni við Heath- er Mills að hann er reiðubúinn að skrifa nú þegar 50 milljón punda ávísun, sem svarar tíl 6,5 mÚljarða króna, til handa Heather til að losna við hana fyrir fullt og allt úr lífi sínu. Það er hins vegar talið ólíklegt að Heather sættí sig við þá upphæð og hefur blaðið eftir kunnugum að hún sé á höttunum eftír 200 milljónum punda, eða hátt í 30 milljörðum af 130 milljarða króna auðæfum Pauls. Heather læst úti Fyrir nokkru síðan lentí Heather í því að vera læst útí frá heimili þeirra tveggja í St John's Wood í London. Samkvæmt frásögn NOTW heldur hún því einnig fram að Paul hafi auð- mýkt hana með því að frysta sameig- inlegan bankareikning þeirra. Reynt að þvinga hana tíl að gefast upp með því að útiloka hana frá heim- ilum þeirra og hafa breyst í „Jekyll og Hide" eftír því hvort hann kemur fram opinberlega eða ekki. Víglínan dregin „Víglínan var dregin fyrir nokkr- um dögum þegar Paul ákvað að Heather skyldi meinaður aðgang- ur að húsi þeirra og hann sagði ör- yggisvörðum að sjá til þess," segir einn starfsmanna Pauls í samtali við NOTW. „Hún átti að koma við til að sækja dóttur Þeirra Beatrice en á síð- ustu stundu skipaði Paul svo fyrir að hún skyldi ná í dótturina hjá fóstru hennar í nærliggjandi garði. Þegar Heather þurftí svo að koma aftur tíl að ná í bamakerru meinuðu örygg- isverðir henni aðgang að húsinu og hún trylltist í skapinu." Heather er staurblönk Áður en Paul frystí sameiginleg- an bankareiking þeirra var talið að Heather hafi tekið út sem nemur 130 milljónum kr. af honum og síð- an hafnað snöggum skilnaði í stað- „Heather á enga pen- inga. Á mánudaginn þurfti hún að kaupa lestarmiða frá Rye til London en Mastercard hennar var hafnað. Ör- yggisvörður þurfti að borga 1 lOpundfyr- irmiðana. Heather fannstsem hún hefði verið fullkomlega nið- urlægð." inn fyrir að fá nokkur milljón pund. Vinur Heather segir að þetta fái ekki staðist því að Heather sé staurblönk þessa dagana. „Heather á enga pen- inga. Á mánudaginn þurfti hún að kaupa lestarmiða frá Rye til London en Mastercard hennar var hafnað. Öryggisvörður þurfti að borga 110 pund fyrir miðana. Heather fannst sem hún hefði verið fullkomlega niðurlægð," segir þessi vinur. Eins erfitt og hægt er Annar vinur Heather segir að henni finnist sem Paul sé að gera skilnaðinn eins erfiðan og hægt er með framkomu sinni. „Heather finnst sem Paul sé að þvinga hana til að gefast upp en það mun ekki virka. Ef Paul fengi að ráða myndi Heather vera lítil brosandi hús- móðir heima við að ala upp barn- ið," segir hann. „En hún er það ekki og var það aldrei." Hvað sem þess- um vangaveltum líður eru vina- hópar í báðum herbúðum að vona að skilnaðurinn dragist ekki á lang- inn með tilheyrandi réttarhöldum og fjölmiðlasirkus. Það sé hvorugu þeirra til framdráttar nema síður væri. lefield Erfiður skilnaður Allt stefnir Ierfíðan skilnað hjá Paul McCartney og Heather Mills en talið er að hún fari fram á hátt í 30 milljarða frá honum. James Woods, tæplega 60 ára, losar sig við tvítuga kærustu sína Lagður inn á gjörgæslu vegna stress Vandamál flestra eldri áhrifa- manna í Hollywood með tvftugar kærustur sínar er ... jú að þær eru tvítugar. Þannig hefst lítil frétt í blað- inu New York Daily News þar sem fjallað er um endalokin á sambandi hins tæplega sextuga leikara Jam- es Woods og kærustu hans Ashley Madison. Hin tvítuga Madison nýtti sér samband sitt við Woods til að ná sér í hlutverk í myndinni Entourage. Hann endaði aftur á mótí inn á gjör- gæslu aðframkominn af stressi og álagi. Rómantíkin í sambandi þeirra tveggja súmaði verulega um síð- ustu mánaðamót er Madison mættí Ashley Madison Lýstsem hún hafí sál moldvörpu og heila eins og I dauðum urriða. í jarðarför Michaels, bróður Woods, klædd í þriggja þumlunga mím'- pils og keðjureykjandi allan tím- ann. „Ijarðarförinni hafði hún bara áhyggjur af í hve mörgum tímarirnm hún væri," segir Scott Sandler vinur Woods. „Jimmy var á hnjánum grát- andi og hún sýndi myndir af sjálfri sér. Hún er and-kristur. Hún hefur virkilega sál moldvörpu og heila eins og í dauðum urriða." Woods mun leika í haust í CBS- lögmannaseríunni Shark sem Spike Lee leikstýrir. Hann ákvað að enda samband sitt við Madison eftir að hann lenti á gjörgæslu. „Þegar hann komst á lappir aftur sá hann ljósið og lét hana róa," segir Sandler. James Woods Lét kærustuna róa eftir jarðarför bróður slns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.