Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 42
;-3M»TWe:-
Helgin DV
58 FÖSTUDACUR 18.ÁG0ST2006
»•
K
%■
Leit að líkum
Leit stendurnúyfir i garði
íbúðarblokkar ihverfi nálægt
Croydon á Englandi. Þar leitar
iögregla likamsleifa eftir að hún
fékk ábendingu um að þar kynnu
Kortaþjófur nappaður
Fimmtugur kortasali, Edward Forbes Smiley III, játaði ijúnisekt sina
fyrir rétti í New Haven í Connecticut-fylki. Hann varstaðinn að verki i
Beinecke-safninu í Yaleþegarhann misstirakvélarblað á gólfið og
brást undarlega við þegar hann var spurður um það. I vasa hans var
samanbrotin siða úr390 ára gömlum Atlas sem hann hafði sneitt út
bókinni. Hann viðurkenndi fyrir rétti að hafa stolið 97 gömlum kortum
að verðmæti 1,6 milljónir dala. Dómur verður kveðinn upp íseptember
og er búist við að hann verði dæmdur til fangelsisvistar og sektar fyrir
stuldina.
Vaxandi áhyggjur eru víða í löndum Evrópusambandsins vegna aukinna áhrifa og valda
erlendra glæpahópa á Spáni. Þar hafa, samkvæmt frásögnum breskra blaða, erlendar
glæpaklíkur hreiðrað um sig í skjóli ferðamannastraumsins sem þar fer um fjölda hér-
aða. Er talið að þar hafi nú komið sér fyrir angar af glæpafélögum og fyrirtækjum aust-
an úr Evrópu.
Morðstaðurinn þar sem Gerry féll fyrir
kúlnahríð Morðið var framið innan um
fjölskyldufólk með börn. Enn hefur enginn
verið handtekinn vegna morðsins.
* *«■**
Kappsfullir
morðingjar
I Tveir menn voru handteknir í
Phoenix fyrir tíu dögum í
ákafri leit lögreglu að
raðmorðingjum sem þar hafa
leikið lausum hala, eins og
greint var frá hér á síðunni í
fyrri viku. Dale S. Hausner, 33
ára, og Samuel John Dietman,
31 árs, voru í keppni sín á milli
um hvor gæti drepið fleiri.
Þeir kepptu líka við þriðja
manninn, svokallaðan
Baseline-morðingja, sem enn
gengur laus. Sex liggja í
valnum eftir árásir þeirra
félaga. Annar svívirti konur
og drap og karla sömuleiðis,
en hinn felldi bæði menn og
dýr. Dale hefur viðurkennt
hluta morðanna. Þriðji
Lmorðinginn er enn ófundinn.
að finnast lík sem gætu tengst
hring barnaníðinga sem var virkur
fyrirþremur áratugum. Samkvæmt
fréttum Sun er talið að ábendingin
hafi komið frá syni fyrri ibúa i
blokkinni, en þar bjó um tíma
þekktur barnaníðingur breskur
sem nú siturinni, 72 ára. Ábend-
ingin barst fyrst til íbúa hússins
sem sneru sérþegar til lögreglu.
Málið hefur vakið athygli og óhug
á Englandi undanfarna daga.
Ræningi hand-
Ifekinn í Rabat
Ungur Breti bíður þess í
fangelsi í Marokkó að verða
framseldur breskum yfrirvöld-
um. Hann var handtekinn í
sérstakri aðgerð lögreglu í
Rabat þar sem hann var ásamt
þremur löndum sínum að
kaupa í matinn í stærstu
kjörbúð borgarinnar.
Lögregla var vel viðbúin því
hinir handteknu voru
grunaðir um að bera vopn og
kunna að slást. Aðgerðin var í
samstarfi við lögregluna í
Kent en mannsins hefur verið
leitað í tengslum við stærsta
rán sem framið hefur verið
þar í sveit. Þann 22. febrúar
var ráðist á Securitas-stöð í
Tonbridge og rænt 53
milljónum punda. Réttarhöld
standa yfir sjö grunuðum um
þátt í ráninu. Framkvæmda-
stjóra, konu hans og barni var
rænt svo komast mætti í
fenginn.Til þessa hefur lítill
hluti þýfisins fundist, rétt 20
milljónir punda.
Breskur glæpamaður
myrtur á bar í Marbella
En aldursforsetar 1 þessum selskap eru Bretar. Og þeim hefur
fækkað ískyggilega hratt á síðustu mánuðum, bresku krimmun-
um sem hafa komið sér fyrir í bæjarhlutum landa sinna sem
dvelja árið um kring í Marbella og svipuðum stöðum.
Venjulegt föstudagskvöld á
Punktinum þann 21. júlí: barinn er
í suðurhluta Marbella og mest sótt-
ur af Bretum úr nágrenninu. Þang-
að kom oft Gerry, 43 ára Lund-
únabúi, sem var vel þokkaður af
golfurunum sem sóttu völlinn við
barinn. Gerry hafði búið í nokk-
ur ár í Nýju-Andalúsíu. En svo var
friðurinn úti: skot glumdu og mað-
ur féll niður. Þegar gestir áttuðu sig
lá Gerry í gólfinu með sundurtætt
brjóst, líklega látinn. Hann var ekki
lengur með lífsmarki þegar sjúkra-
bíllinn kom. Fimm kúlur í brjóst-
inu - minnst.
Átök milli innflytjenda á dópi
Andalúsíu-menn í tengslum við
bresku nýlenduna sögðu morðið
tengjast baráttu milli hópa í dóp-
bransanum. Fjöður varð að hænu:
kona hans og börn áttu að hafa ver-
ið á Punktinum. Aðrir sögðu hann í
selskap með þremur karlmönnum.
En vinsæll var hann ef marka mátti
kransafjöldann við útförina.
í síðasta mánuði voru fjögur
bresk og írsk lík send í rannsókn
á vegum spænsku lögreglunnar.
Gerry hét hann ekki, þessi sem var
skotinn á Punktinum: William Moy
hét hann og var ekki ókunnug-
ur spænsku lögreglunni sem hafði
handtekið hann 2000.
Skotárásir í dagsbirtu
Og lögreglunni stendur ekki á
sama um þann fjölda líka sem kem-
ur frá bresku nýlendunni á Mar-
bella. Áður voru það ítalir og Frakk-
ar sem drápu hverjir aðra. Fyrir
skömmu var skotárás á Ibiza þegar
grunaður dópsali lenti í kúlnahríð
á svörtum BMW X5. Grunur leikur
á að samkeppnisaðilar hafi viljað
stytta honum leið. Meðal fallinna
eru piltar frá Dyflinni, Shane Coat-
es, 31 árs, og Stephen Sugg, 27 ára;
þekktur glaumgosi og dópsali, Col-
in Nobes, 47 ára. Coates og Sugg
fundust í tveggja metra djúpri holu
undir sementshaug. Nobes fannst
undir umferðarbrú. Lögreglan hef-
ur grunaða í haldi í þessum málum
og það eru landar þeirra sem sitja
bak við lás og slá, bæði landnemar
á Spáni og í Algarve sem er vinsæll
dvalarstaður fyrir þá framkvæmda-
menn sem ekki er vært á Spáni.
Robinson-morðin
Lögreglan leitar líkamsleifa
írska gangstersins Seans Dunne,
sem gæti verið innmúraður í grunn
á einbýlishúsi í héraðinu.
Mannfallið í fyrra var umtals-
vert: Billy og Flo Robinson ráku
íbúðir í Tenerife þegar þau voru
myrt. Flo fannst dauð í blóðpolli
við hliðina á Bensinum sínum
skammt frá milljónavillu þeirra
hjóna og maður hennar var nokkr-
um kílómetrum fjær, dauður í sín-
um Porsche Cayenne.
Misjafn sauður í mörgu fé
Breskir glæpamenn á þessum
slóðum stunda mest smygl á hassi
frá Afríkuströndinni eða eru í
rekstri á gistihúsnæði, íbúðum til
skipta. Barir, fasteignasölur og veit-
ingahús eru notuð til að þvo arð-
inn af glæpastarfseminni. Nú eru
klíkur frá Norður-írlandi komnar á
svæðið og ryðja sér til rúms.
Breska lögreglan er með mann-
skap þar suður frá að staðaldri.
Skráðir breskir íbúar á þessum
slóðum eru margir: skráðir voru
274 þúsund Bretar á Spáni á síðasta
ári. Spænskyfirvöld telja það þriðj-
ung Breta sem býr á Spáni. I fýrra
er talið að þar hafi verið 274 þús-
und Bretar, bara á Costa del Sol. Og
svo eru það túristarnir að auki.
Glæpamannaskjól
Spánn fór að verða hæli fyrir
breska sakamenn þegar framsals-
samningar milli landanna runnu
úr gildi 1978, þó samningur væri
gerður að nýju 1985. Frægir krimm-
ar eins og Ronnie Night settust þar
að. Hann var einn þeirra sem stálu
jafnvirði 26 milljóna í gullpening-
um á sínum tíma. Þar voru seinna
þekktir krimmar eins og Clifford
Saxe sem verslaði með hass. John
Palmer var svindlari í „timeshare"
gistibransanum.
Fallnir menn og faldir
Kenneth Noyce, sem var einn
þeirra sem komu gullpeningunum
í verð, kom þangað 1996 eftir að
hafa drepið Simon Cameron. Hann
var handtekinn nærri Cadis tveim-
ur árum síðar. Einn ræningjanna
úr stóra lestarráninu var drepinn í
villu sinni í Marbella. Tveir írskir
glæpamenn, Michael McGuinn-
ess og Scott Bradfield voru drepn-
ir 2002. McGuinness fannst í skotti
á bíl í Malaga og Bradfield sund-
urhlutaður í tveimur ferðatöskum
skammt frá Torremolinos.
Ríkir landar þessara manna hafa
lengi haft viðdvöl í Marbella: Sean
Connery býr þar og þau Beckham-
hjón dvelja þar reglulega.