Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2006, Blaðsíða 33
32 FÖSTUDAGUR 18.ÁGÚST2006 Helgin DV Helgin FÖSTUDAGUR 18.ÁGÚST2006 49 Hugrún Árnadóttir o/tnar þessar yfírhafnir sem maöur hefur hlngað til beðiö eftir að komast úrmunu verða þægilegar og fallegarog tiskan erfheildina afar spennandi svo ég erafarspennt fyrir vetrinum," segir Hugrún Arnadóttir, eigandi Kron og KronKron. Hærra mitti og flottir hælar „Ég myndi segja að yfirhafnir spiluðu sér- staklega stórt hlutverk í tískunni í vetur," seg- ir Hugrún Árnadóttir eigandi Kron og Kron- Kron. „Það er langt síðan yfirhafnirnar hafa haft svona stórt hlutverk í tískunni en þær verða stórar og miklar og það verður mik- ið um ullarefni og snið sem mynda mikið „volume", sérstaklega að neðan. Síddin verð- ur síð og hnésíð og í flíkinni eru sérstök snið sem gera hana glæsilega," segir Hugrún og bætir við að það hafi oft verið erfitt að fá fal- lega yfirhöfn og að hún hafi oft þótt leiðinleg- asta flíkin þar sem hún feli aðrar flíkur. „Nú er það hins vegar breytt. Nú langar mann að vera í yfirhöfninni allan daginn og kvöldið." Hugrún segir að það verði mikið um ullar- efni og köflótt efni og að það muni gæta karl- legra áhrifa í kventískunni. Það eru dökk- ir, djúpir litir sem eru allsráðandi, til dæmis dökkblár, dökkrauður, brúnn og svartur í stóru flíkunum á meðan björtu, hreinu litirn- ir eru í minni prjónaflíkunum. Skórnir verða einnig óvenjulega dökkir og grófari þótt þeir hafi afar mjúkar og ávalar línur. Hællinn mun líka spila stærra hlutverk en vanalega og verður gjarnan með annarri áferð og jafnvel lit en skórinn sjálfur. Mittið mun hækka og venjulegar galla- buxur eru hærri en venjulega og þar af leið- andi þægilegri," segir Hugrún en ítrekar að það séu yfirhafnirnar sem standi upp úr í vet- ur. „Allar þessar yfirhafnir sem maður hef- ur hingað til beðið eftir að komast úr munu verða þægilegar og fallegar og tískan er í heildina afar spennandi svo ég er afar spennt fyrir vetrinum." Stefán Svan Aöalheiöarson Pr]ón er náttúruiega alltaf æðislegt á veturna og svo er ,sailor"að koma inn,“ segir Stefán Svan sem er fatahönnuður og verslunarstjóri í KronKron. Kvenleg tíska og rúnaðar tær „Svart heldur áfram yfir í vemrinn og köflótt kemur sterkt inn," segir Stefán Svan Aðalheiðarson, fatahönnuður og verslunarstjóri KronKron, þegar hann er spurður út í vetrartískuna. „Tískan verð- ur áfram afar kvenleg. Það verður mikið um kjóla og þeir ekki bara notaðir spari heldur einnig hversdags. Þykkar sokkabuxur eru iíka að koma inn og þá bæði með pilsum og stuttum hnébuxum." Stefán segir tána á stígvélum og skóm rúnast og að grafíkin verði frekar saumuð en prentuð. „Prjón er náttúrulega alltaf æðis- iegt á veturna og svo er „sailor" að koma inn og einnig röndótt og að mi'nn matí verður glingrið náttúrulegra sem er skemmtilegt eft- ir þetta semilíusteinaæði," segir Stefán og bætir við að honum lítist rosalega vel á þessa tísku. „Mér finnst þetta mjög spennandi enda fer þessi kvenlega tíska konum mjög vel." - „ , * . ■- á : jf Dýrleif örlygsdóttir ostlgvélin halda velli þennan veturinn en nauðsynlegt ej að eiga góða svarta skó með hæl en hællinn fer breikkandi okkur til mikilla þæginda," segir Dýrleifbúningahönnuður. VIÐ OG ÞÆGILEG EN SAMT SEM l'í "á'f ' ■' Niðurþröngar buxur og víðar peysur , . „Vetrartískan verður kvenleg en fyrst og fremst þægileg og hlý,‘ segir Dyrleif Orlygsdomr búningahönnuður og bætir við að allt glimmer og pallíettur sé loks fyrir bí. „Nú er það einfalt og fallegt. Kjólar eru millisíðir eða í styttri kantinum og við þá eru annað hvort þröngar, niður- mjóar buxur eða mjög þykkar sokkabuxur. Yfir kjólinn og þröngu buxurnar er stuttm jakki en buxurnar niðurmjóu ganga líka vei við stórar peysur sem blessunarlega fyrir okkur Frónbúa verða inni í vetur. Pilsin síkka og hækka, síddin er um miðja kálfa eða rétt um hné og ná hátt upp í mittíð," segir Dýrleif og bætír við að fýrir vikið virki leggimir lengri sem hefur aldrei þótt neitt sérstaklega slæmt. „Þrátt fyrir að niðurmjóar buxur haldi velli munum við sjá meiri vídd í buxum. Litir eru svart og rautt ásamt beis, gráu, silfruðu og öðrum klassískum, dempuðum litum. Málið er ekki endilega mikil munstur heldur frekar að fá út mismunandi litatóna þegar maður raðar fötunum sínum saman. Efnin eru því yfirleitt einföld en við munum þó sjá köflótt og tvíd í verslunum í vetur." Þegar Dýrleif er spurð út í fýlgihluti og skart segir hún töskurnar enn storar. „Nema þeg- ar við bregðum fyrir okkur betri fætinum en þá er það smæðin sem gildir. Skart verður ekki eins áberandi og síðustu misseri en fyrir glysgjarna er það einfaldleikinn sem gildir. Gott er að eiga belti til að skella yfir peysu eða víðan kjól og breyta þannig áherslum eða sniði og búa tíl mittí. Stígvélin halda velli þennan veturinn en nauðsynlegt er að eiga góða svarta skó með hæl en hællinn fer breikkandi okkur til mikilla þæginda. Ég get ekki sagt annað en ég hlakki til að klæða mig eftir veðri í vetur og úditið er gott." Krlstfn Dögg Höskuldsdóttir oSejnniPart vetrarins koma svo buxur, jafnvel með axlaböndum, sem ná upp að brjóstum og eru með víðum skálmum,"segir Kristin Dögg sem er alþjóðlegur útlitsráðgjafí. Háar víðar buxur og penna skart „Mér finnst ég ekki skynja mikla breytingu frá því sem var í fyrra þótt nú verði ekki jafn mikið um hippaáhrif," segir Kristín Dögg Höskuldsdóttir, alþjóðlegur útlitsráð- gjafi. Kristín Dögg segir flöskugrænan lit koma sterkan inn og dýramunstur auk þess sem gullið og silfrið haldi áfram. „Ökklastígvélin verða áfram og ég held að æ fleiri muni þora að blanda saman fötum úr tískuvöruverslununum og second hand-búðunum," segir Kristín og bætir við að gallabuxurnar verði áfram þröngar niður. „Seinnipart vetrarins koma svo buxur, jafiivel með axlaböndum, sem ná upp að brjóstum og með víðum skálmum. Þær munu gægjast inn en það fer eftir því hvernig íslendingar taka þeim en þessar buxur eru að koma inn erlendis við fal- iega toppa eða skyrtur. Að mínu mati er tréskartið alveg búið auk þess sem allt skart verður penna. Semilíustein- arnir verða þó grófari og hringir í eyrun eru að koma aftur inn. Skinnið kemur alltaf inn á veturna og jakkarnir verða gjaman með loðkanta auk þess sem leðurjakkinn heldur áfram þótt fjölbreytnin verði meiri." Birta Bjömsdóttir ypj þetta er nauðsynlegt að vera í þröngu að neðan eins og leggings eða þröngum, niðurmjóum gallabuxum svona til að halda kvenleikanumsegtr Birta, fatahönnuðurog eigandi Júnlform. m Vítt að ofan, þröngt að neðan „Það verður mikið svart, steingrátt, koparbrúnt, fjólu- blátt og rauður verður aðallega í aukahlutum og skrauti auk þess sem hvítt og svart heldur áfram," segir Birta Björnsdóttir fatahönnuður og eigandi Júníform. „Munstrin verða einföld eins og köflótt og víddin verður mikil í vetur. Núna er ég að vinna mikið með „volume" eins og blöðru- kjólasnið og A-snið sem er þröngt yfir brjóst en vítt að neð- an svo það verður engin áhersla á mitti eða mjaðmir. Við þetta er nauðsynlegt að vera í þröngu að neðan eins og leggings eða þröngum, niðurmjóum gallabuxum, svona tíl að halda kvenleikanum. Einnig eru allavegana áhuga- verðir kragar í 50 's sniði áberandi bæði á jökkum og þykk- um peysum." Birta segir áhrifin aðallega frá 50's eða 60’s. „Það er einnig mikið um karlmannsáhrif í kventískunni og pönkið mun halda eitthvað áfram. Ég hef iíka á tilfinningunni að vissra japanskra og kínverskra áhrifa fari að gæta á næst- unni og sjálf er ég mikið að vinna með japönsk munstur í bland við blöðrusniðin. Skartið verður einfaldara, eins og stór nisti en annars er ég sjálf ekki í miklum skartfíling og er komin með leið á öllum þessum perlufestum og glingri. Ég er þó mjög heit fýrir því sem koma skal og er sjálf komin á fullt við að hanna nýja línu þar sem gætir þessara aust- urlensku áhrifa en er einföld, hversdagsleg, með mikið „volume" og óvenjuleg snið." ÁÐUR KVENLEG VETRARTÍSKA Hanstið er á næsta leiti og því um að gera að vera með vetrartískuna á hreinu áður en veturinn gengur i garð. DV heyrði í nokkrum af þekktustu fatahönnuðum, stilistum og tískulöggum landsins og forvitn- aðist um vetrartískuna. Hvernig eiga konur að klæða sig í vetur? Eins og svo oft áður er margt i tísku en víðar peysur og niðurþröngar gallabuxur og ökklahá stígvél er það sem stendur upp úr. íslendingar brautryðjendur í tísku „Mín tilfinning er að við höldum áfram að blanda munstrum og þetta samkrull þar sem eintaklingurinn velur sér sinn stíl verði áfram í tísku," segir Selma Ragn- arsdóttir, klæðskeri og kjólahönnuður, þegar hún er spurð út í tískuna á komandi vetri. „Litirnir verða í andstæðun- um, svart og hvítt í bland við fjólublátt, þá þessi „purple, virðulegi kóngalitur, auk þess sem skinnin verða alvöru en ekki gervi," segir Selma og bætir við að íslendingar séu svolítið fyrir að fara sínar eigin leiðir og því oft svolítið á undan. „Við erum að færast frá þessum 80’s áhrifum nær 90’s stílnum, nákvæmlega það sem er að gerast í tónlist- inni enda fýlgjast tónlist, tíska og lífsstfll alltaf að að ein- hverju leyti." Selma segir stórar perlur og eyrnalokka mál- ið í skartinu og að glingrið þurfi ekkert endilega að vera ekta. „Það er útlitið sem skiptir máli í götutískunni en ekki gæðin, öfugt við það sem er alltaf verið að segja manni," segir hún hlæjandi en bætir við að það sé alltaf ákveð- inn hópur fólks sem láti sérsauma á sig flíkur. „Þrátt fýr- ir alla þessa tískustrauma eru alltaf tíl einstaklingar sem láta fagfólk sérsauma á sig, þá oftast fyrir sérstök tilefni. íslendingar elta fæstír staumana í blindni og að meðal- tali eru líklega fleiri brautryðjendur hér á landi en ann- ars staðar varðandi tískustefnur. Mér líst vel á þessa tísku. Aðalatriðið fýrir mig er að þetta sé líflegt og skemmtilegt og ég er afar hamingjusöm yfir að fjólublár sé loksins að vakna því hann er uppáhaldsliturinn minn." Selma Ragnarsdóttlr klæðsker oMln tilfmning er að við höldum áfram að blanda munstrum og þetta samkrull þar sem eintaklingurinn velur sér sinn stll verði . áfram I tlskuþsegir Selma Ragnarsdóttir, ' klæðskeri og kjólahönnuður. i Elva Dögg ytigvélin hatda áfram en þau , _| ■ munu lækka og svo eru þröngu galla- buxurnar einnig áfram. Stuttirjakkar koma llka inn sem og loðfeldirnir," segir Elva Dögg, eigandi verslunarinnar Glamúr. VflM » f* 80's með 60's áhrif „Ég held að það verði ekkert sérstaklega mikil breyting frá síðasta vetri," segir Elva Dögg Árnadóttir, eigandi Glamúr, þegar hún er spurð út í vetr- artískuna. „Stígvélin halda áfram en þau munu lækka og svo eru þröngu gallabuxurnar einnig áfram. Stuttir jakkar koma líka inn sem ogloðfeldirn- " segir Elva Dögg og bætir við að sjálf ætli hún að klæðast háum hælum k þess sem hún sjái jafnvel fyrir sér að háar grifflur komi sterkar inn. „I litunum verður svartur ríkjandi og aðrir dökkir litir. Þetta verða al- vörulitir eins og gulur, grænn, fjólublár og dökk-kóngablátt með svörtum lit. I fýlgihlutunum verða hálsmenin stór og mikil en ég held að eymalokk- arnir muni minnka. Höfuðfötin, hattar og hufur koma frekar mn í staðinn. Beltin verða flott og áberandi og jafnvel í litum og eru komin upp í mittið. Þessi mjaðmabelti eru alveg búin. Ég sé fyrir mér að þetta verði blanda af 80’s með áhrifum frá 60’s og mér líst mjög vel á þessa tísku." i Hver flíkin yfir aðra „f vetur verða djúpir jarðlitir og svartur eins og alltaf auk þess sem málmlitirnir halda áfram," seg- ir Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttír, fatahönnuð- ur og eigandi GuSt, og bætir við að þeir sem keyptu sér gullskó þurfi ekki að örvænta því þeir muni verða áfram í vetur. „Stórar tölur og hnappar verða áber- andi og í vetur verður flott að klæðast hverri flíkinni yfir aðra og dúða sig með húfum og stórum treflum," segir Guðrún og bætír við að sniðin séu að víkka og stórar peysur verði áberandi. „Litírnir verða fallegir og það er um að gera að nota fleiri en einn lit í einu og blanda þeim skemmti- lega saman. Að mínu mati er það flottara en einhver brjálæðisleg munstur. í skartinu verður þetta stóra, grófa áfram auk þess sem tréperlurnar haldast inni. Mér líst rosalega vel á þetta enda eru haustín minn tími. Það er svo æðislegt að dúða sig upp og vefja sig inn í trefil og hafa það hlýtt og notalegt í vetur." Guðrún Kristfn Sveinbjömsdóttír^5fðraf tölur og hnappar verða áberandi og I vetur verður flott að klæðasthverri fllkinni yfír aðra og dúða sig með húfum og stórum treflum,1' segir Guðrún, fatahönnuður og eigandi GuSt. ir" aukt fris Eggertsdóttlrwð w7jum hafa stórar peysur og slár og stórar töskur til að koma öllum treflunum og húfunum fyrirþvlþaö verður svo kaltþsegir Iris Eggertsdóttir, fatahönnuður og eigandi KVK. Grifflur og legghlífar í vetur „Við viljum hafa stórar peysur og slár og stórar töskur til að koma öllum trefl- unum og húfunum fýrir því það verður svo kalt," segir íris Eggertsdóttír, fata- hönnuður og eigandi KVK. „Litirnir verða aðallega svartur og hvítur en sjálf ætla ég að skeyta bláum og grænum tónum inn í. Það er alltaf erfitt að tala um snið því eins og svo oft áður er hreinlega allt í tísku en ég held að peysurnar verði síðar og víðar þótt þessar spaghetti-buxur haldi áfram," segir íris en bætir við að hún telji að efri hlutinn eigi eftir að verða afar laus og víður. „Ég held að þetta sé einhvers konar sambland af Viktoríutímanum og sixtie’s. Sniðin verða sixtíe’s með viktorían ívafi. Mér líst mjög vel á þetta enda hentar þessi tíska mér mjög vel. Svo má ekki gleyma grifflunum sem eru alltaf heitar á veturna til að skreyta sig með og svo legghlífunum því við ætlum að haida áfram að vera í pilsum og sokkabuxum og þá er gott að vera með legghlífarnar við." mm KHstln Kristjánsdóttir yaHabuxurnar eru alltafjafn kasúal og peysurnar verða hlýjar og góðar en samt I léttari kantinum auk þess sem ermarnar halda áfram," segir Kristin fatahönnuður sem hannar undir merkinu Ryk. rnm ímm - V- ■ Flott að klæða sig eftir veðri „Ég hef sterkan grun um að litirnir verði hermannagrænn, stein- grár, brúnn og svartur og ég held að hvítur muni einnig fýlgja með," segir Kristín Kristjánsdóttir, fatahönnuður Ryks, þegar hún er spurð út í vetrartískuna. „Gallabuxurnar eru alltaf jafn kasúal og peysurnar verða hlýjar og góðar en samt í léttari kantinum auk þess sem ermarn- ar halda áfram," segir Kristín og bætir við að niðurþröngu gallabux- urnar haldi áfram en ítrekar að þær passi alls ekki öllum. „Stígvélin eru að lækka og verða ökklahá og svo er alltaf jafn flott að vera með belti." Varðandi skartið segist Kristín sjálf mest halda upp á gull og silfur. „Ég held að máiið verði að vera með ekta skart og svo skreyta sig með flottum töskum og húfum og treflum og mér finnst mjög flott að vera með húfu, vettlinga og trefil í stfl. Að mínu mati verður flott að klæða sig eftir veðri enda er mikið til af flottum en hlýjum fötum." ic-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.